Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.2002, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.2002, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. JÚNÍ 2002 15 LEIFUR Breiðfjörð sýnir um þessar mundir myndröðina „Sigur lífsins“ í Vídalínskirkju í Garðabæ. Um er að ræða fimm ný verk frá þessu ári sem unnin eru með vatnslitum og pastellitum og eru þau sýnd í anddyri kirkj- unnar. Leifur Breiðfjörð er vel þekktur fyrir myndlist sína, einkum steind glerlistaverk sem hann hefur gert fyrir fjölmargar op- inberar byggingar og kirkjur, bæði hér á landi og erlendis. Meðal þekktustu verka hans eru steindur gluggi í St. Giles dómkirkj- unni í Edinborg, Hallgrímskirkju og stórt glerlistaverk í Grafarvogskirkju. Þá gerði Leifur nýlega sjö steinda glugga í Vídalíns- kirkju. Þó svo að Leifur sé best þekktur fyrir gler- listaverk sín segist hann hafa fengist við mál- un og teikningu allt frá því að hann lauk námi í Myndlista- og handíðaskólanum og hélt til framhaldsnáms í steindri glerlist í Ed- inborg. „Ég mála mikið og teikna í tengslum við glerlistaverkin og textíllistaverkin sem ég vinn í samvinnu við Sigríði Jóhannsdóttur konu mína. Ég hef jafnframt steinda glerinu m.a. unnið málverk, vatnslita- og past- elmyndir. Við gerð steinda gluggans í Hall- grímskirkju sótti ég til Opinberunarbók- arinnar og í framhaldi af þeirri heimilda- og skissuvinnu vann ég sjálfstæða myndröð sem sýnd hefur verið víða,“ segir Leifur. „Myndröðina Sigur lífsins hef ég verið að vinna sjálfstætt, en þó í nokkru framhaldi af glerlistaverki sem ég gerði í Grafarvogs- kirkju þar sem sigurboginn er grunnminni og form sem ég vinn með. Sigurboginn er fornt trúartákn sem vísar til sigurs andans í minni túlkun en ég hef verið nokkuð upptek- inn af honum síðan ég kom fyrst til Rómar. Í myndröðinni blanda ég saman þessum fornu táknum, vísunum í texta Biblíunnar og áhrif- um úr samtímalist. Ég hef mikinn áhuga á að sækja gömul tákn og setja þau í nýtt sam- hengi, tengja þannig saman gamalt og nýtt.“ Sýningin „Sigur lífsins“ eftir Leif Breið- fjörð er haldin á vegum Listanefndar Garða- sóknar. Hún var opnuð um hvítasunnuhelg- ina og stendur fram í miðjan júlí. GÖMUL TÁKN Í NÝJU SAMHENGI Morgunblaðið/Árni Sæberg Leifur Breiðfjörð við sýningu sína í Vídalínskirkju. KRISTJÁN Þorgeirsson er upprenn-andi íslenskur leikhúsmaður, sem ný-verið hefur lokið BA-námi í leiklist ogleikstjórn við Dartmouth-háskóla í Bandaríkjunum. Lokaverkefni Kristjáns fjallaði um sviðssetningu leiksýninga sem byggðar eru á þjóðsögum og eldri skáldverk- um. Af því tilefni setti hann upp sýningu við Dartmouth í vor sem byggð er á Egils sögu og ber hún heitið Egil’s Saga, Depictions of a Viking Poet. Var Kristján, sem er uppalinn í Bandaríkjunum, þar í hlutverki höfundar, leikstjóra og leikara. „Ég skrifaði handbók um uppsetningu á leiksýningum sem byggðar eru á gömlum sög- um, eins og til dæmis Egils sögu, sem fylgdi verkefninu. Hugmyndina fékk ég fyrst þegar ég stundaði nám í Kaliforníu við Dell’ Arte International School of Physical Theater,“ segir Kristján um tildrög og þróun verkefn- isins. „Það nám snerist að mestu um hvernig hægt væri að taka ljóð og breyta þeim í hreyf- ingar. Í vetur fór ég til Rússlands og dvaldi þar í nokkrar vikur. Þar leikstýrði ég verki sem var byggt á gömlum rússneskum ævin- týrum. Eftir það hélt ég til Íslands með vini mínum, Joel Schudson, sem gerði tónlistina við leikritið um Egils sögu. Við dvöldum í mánuð í sumarbústað og unnum að verkinu í sameiningu.“ Snemma í vor hófust æfingar á verkinu í Dartmouth ásamt frekari þróun og útfærslu. Leikarar í verkinu voru nemendur skólans og fór Kristján einnig með hlutverk sjálfur. Hann segir verkið hafa þróast mjög mikið á æfinga- ferlinu. „Textinn í Egils sögu er ekki færður beint yfir í handrit,“ segir hann. „Til dæmis nota ég mikið af myndlíkingum bæði í tónlist- inni og einnig í sviðsetningunni. Ég reyni að birta myndir á sviðinu sem segja áhorfendum söguna í jafnmiklum mæli og orðin í sýning- unni. Mikið af textanum sem við notuðum varð til í spuna í stað þess að beinar tilvitnanir hafi verið notaðar. Sýningin er því að mörgu leyti sjónræn útfærsla á Egils sögu.“ Kristján hefur síðastliðið ár verið svokall- aður senior fellow við Dartmouth-háskóla, sem merkir að hann hefur stjórnað námi sínu og ferðum að mestu leyti sjálfur. Hann stefnir á framhaldsnám við Columbia-háskóla í New York í haust og mun hann þar leggja aðal- áherslu á leikstjórn. Aðspurður hvort hann hyggist setja sýningu á borð við Egils sögu upp á Íslandi svarar Kristján að hann hafi á því mikinn hug. „Ég naut aðstoðar ýmiss góðs leikhúsfólks þegar ég var á Íslandi; Valgarðs Egilssonar, Þórhildar Þorleifsdóttur og Arn- ars Jónssonar,“ segir hann. „Ég ræddi þetta mikið við þau. Mér þætti mjög gaman að geta sett fleiri Íslendingasögur upp á þennan hátt þar. Margar þeirra eru svo áhugaverðar og skemmtilegar! En þær áætlarnir eru hluti af langtímaáætlun, svo úr því verður líklega ekki í bráð,“ segir Kristján að síðustu. SJÓNRÆN ÚTFÆRSLA Á EGILS SÖGU Frá sýningunni Egil’s Saga, Depictions of a Viking Poet. MYNDLIST Árnastofnun: Handritasýning. Mán. – lau. kl 11 til 16. Til 25.8. Gallerí@hlemmur.is: Heimir Björg- úlfsson. Til 23.6. Gallerí i8, Klapparstíg 33: Ólafur El- íasson. Huginn Þór Arason. Til 22.6. Gallerí Reykjavík: Nordic Network. Ungir norrænir leirlistamenn. Til 26.6. Elitsa G. Georgieva. Til 3.7. Gallerí Skuggi: Mark Norman Bross- eau. Til 23.6. Galleríi Sævars Karls: Egill Prunner til 27.7. Gerðarsafn: Úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guð- mundsdóttur. Til 28.7. Hafnarborg: Yoichi Onagi. Til 1.7. Hallgrímskirkja: Húbert Nói. Til 29.8. Handverk og Hönnun/Linsan: Philippe Starck, Alain Mikli o.fl. Til 23.06 Hús málaranna, Eiðistorgi: Ari Svav- arsson. Til 23.6. Hönnunarsafn Íslands: Sumarsýning á munum í eigu safnsins. Til. 31.8. „ÍLÁT“. Sumarsýning. Til 15.8. Listasafn Akureyrar: Akureyri í mynd- list II. Til 21.7. Listasafn ASÍ: Guðbjörg Lind Jóns- dóttir, Guðrún Kristjánsdóttir og Krist- ín Jónsdóttir frá Munkaþverá. Til 30.6. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laug- ardaga og sunnudag kl. 14–17. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundar- safn: Listin meðal fólksins. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Íslensk samtímalist. Til 11.8. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstað- ir: Sumarsýning. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Ljóða- og höggmyndasýning. Til 30.6. Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Blaða- ljósmyndir 1965–75. Til 1.9. Mokkakaffi: Aaron Mitchell. Til 9.7. Norræna húsið: Siri Derkert. Til 11.8. LiST með LyST – yndi fyrir augað og borðið. Til 25.8. Nýlistasafnið: Hollenski listamaðurinn Aernout Mik. Til 30.6. Safnasafnið, Eyjafirði: Sigríður Ágústsdóttir, leirlistaverk. Til 12.7 Sjóminjasafn Íslands: Jón Gunnarsson. Til 1.7. Skálholtsskóli: Kristín Geirsdóttir. Til 1.7. Þjóðarbókhlaða: Yfirlitssýning á verk- um Halldórs Laxness. Til 31. des. Þjóðmenningarhúsið: Landafundir og ragnarök. Bókmenntir Íslendinga í Vesturheimi. Til ágústloka. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Sunnudagur Norræna húsið: Lokatónleikarnir í nor- rænni tónleikaröð Camerarctica. Á efn- isskránni eru verk eftir Carl Nielsen, Niels Gade, Øistein Sommerfeldt, Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Jón Leifs. Flytjendur eru Örn Magnússon píanóleikari og Camerarctica: Hallfríð- ur Ólafsdóttir flautuleikari, Ármann Helgason klarinettuleikari, Hildigunn- ur Halldórsdóttir fiðluleikari, Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Guðmundur Kristmundsson víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari. Tónleikarnir hefjast klukkan 14.00. LEIKLIST Hafnarfjarðarleikhúsið: Sellófón: mið., fim., fös. Loftkastalinn: El Prumpos Pissos: fös. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U Eitt af verkum listakonunnar Siri Derk- ert á sýningunni í Norræna húsinu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.