Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.2002, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.2002, Qupperneq 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. SEPTEMBER 2002 VIÐ hugsum iðulega um bókmenntir á nót- um þjóðernis. Þess vegna eru enskar bók- menntir aðgreindar frá frönskum, franskar frá þýskum, þýskar frá íslenskum og þar fram eftir götunum. Það sem hér er um að ræða tengist auðvitað þeirri staðreynd að þessar bókmenntir eru skrifaðar á ólík tungumál. Rithöfundar og lesendur þeirra tengjast fyrir tilstilli tilfinningar um sam- eiginlegt þjóðerni. Enskur lesandi hefur dýpri skilning á enskum skáldskap en franskur lesandi. Inntak orða og saga þeirra, tilteknir eiginleikar persóna og landslags, tónn samræðna, vís- anir eins verks í annað – allt þetta og fleira styrkir þá hugmynd að skáldskap sé fyrst og fremst beint að lesendahópi sömu þjóðar. Þessi trú á þjóðlegum einkennum bókmennta hefur lifað góðu lífi um langt skeið. Þó hafa komið upp efa- semdir þar að lútandi í gegnum tíð- ina og gera enn. Í upphafi 19. aldar staðhæfði Goethe að „þjóðlegar bók- menntir hefðu enga þýðingu; tími heimsbókmenntanna væri runninn upp“. Í upphafi 21. aldar hafa orð hans tekið á sig nýjan blæ þar sem enska hefur komið fram á sjón- arsviðið sem alþjóðlegt tungumál og samfara því enskar bókmenntir af margvíslegum toga. Þessa breyt- ingu má þó ekki einungis rekja til yfirburðastöðu ensku sem tungu- máls. Í hugmynd sinni um heims- bókmenntir fagnaði Goethe ólíkum tungumálum og mikilvægi þýðinga sem þungamiðju. Og nú til dags færa rithöf- undar og lesendur sig í auknum mæli yfir og á milli mæra tungumála og þjóðernis. Í þeim upplestrum og umræðum sem hér um ræðir felst tækifæri til að kynnast betur breskum skáldskap eins og hann birtist okk- ur í dag og um leið sambandinu á milli til- urðar skáldskapar og þjóðlegra og heims- borgaralegra sjálfsmynda. Jon Cook Í dag kl. 14 fara fram pallborðsumræður um breska og íslenska skáldsagnagerð í Háskólabíói. Þátttak- endur eru fjórir breskir rithöfundar og jafn margir íslenskir, Bernadine Evaristo, Ian McEwan, Michele Ro- berts og Graham Swift, Bragi Ólafsson, Gerður Kristný, Sigurður Pálsson og Steinunn Sigurðardóttir. Jon Cook, prófessor við East Anglia-háskólann í Norwich á Englandi, stýrir umræðunum. Hér birtist stuttur inn- gangur hans að umræðunum ásamt greinum um bresku höfundana og þá íslensku. ÞJÓÐIN, SJÁLFSMYNDIN OG SKÁLDSAGAN Jon Cook Þ VÍ meira sem við veltum því fyrir okkur, því betur verður okkur ljóst að sú mynd er felst í skáldskapnum mun aldrei þekkja takmörk sín nema skáldsagan glati tilfinningu sinni fyrir því hvers hún er megnug. Hún er fær um hvað sem er, og það er styrkur hennar og líf.“ Með þessum orðum lýsti bandaríski rithöf- undurinn Henry James skáldsagnaforminu í grein sem hann nefndi Framtíð skáldsög- unnar rétt eftir aldamótin 1900. Hann lýsir skáldsögunni sem þeirri mynd er birtist í spegli samtímans hverju sinni, þar sem ekk- ert eitt einkennir formið frekar en annað. Víst er að sú lýsing hans á enn vel við í hverju því bókmenntasamfélagi þar sem skáldsagan hefur fengið að þróast með eðli- legum og óheftum hætti. Í bók sem sá öflugi breski rithöfundur og gagnrýnandi Malcolm Bradbury skrifaði um stefnur og strauma tuttugustu aldar á sviði bókmennta, Bresk nútímaskáldsagnagerð 1878–2001, gerir hann þessi orð James að sínum, þegar hann vísar til sögusviðs breskra samtímaskáld- sagna. Hann bendir á að þrátt fyrir að tím- arnir séu nú gjörbreyttir og hugmynda- fræðilegir þættir siðmenningarinnar svo sem vísindi, saga, menning og siðferði lúti nú öðrum lögmálum en fyrir hundrað árum, þá hafi vinsældir skáldsögunnar síst dvínað. „Skáldsagan lifir af, breiðist ört út, hittir í mark. Form hennar heldur áfram að ramba á mörkum hábókmennta og hins alþýðlega, siðferðislegrar, félagslegrar og heimspeki- legrar íhugunar eða listrænna tilrauna og endalausra endurtekninga sem verða þess valdandi að svo margar bækur flæða úr prentsmiðjunum…“ segir Bradbury. Og bendir jafnframt á að þanþol skáldsagna- formsins sé síst að minnka, nú á þeim tím- um sem mærin á milli ólíkra þjóðlanda og menningararfleifða eru að mást út eða opn- ast og menningarheimar að samtvinnast á heimsvísu. Á bresku bókmenntaþingi, sem staðið hef- ur síðan á fimmtudag, undir yfirskriftinni Nation, Identity and the Novel eða Þjóðin, sjálfsmyndin og skáldsagan, hefur verið leit- ast við að gefa Íslendingum tækifæri til að kynnast verkum fjögurra breskra rithöf- unda, sem allir eru í fremstu röð og hafa hver með sínum hætti skilgreint samtíma sinn í skáldverkum sínum jafnframt því að setja mark sitt á hann. Höfundarnir eru Booker-verðlaunahafarnir Ian McEwan og Graham Swift, W.H. Smith-verðlaunahafinn Michèle Roberts, og loks Bernadine Ev- aristo, en síðasta bók hennar The Emper- or’s Babe (Kærasta keisarans) var útnefnd bók ársins 2001 af þremur virtum blöðum í Bretlandi; The Times, The Daily Telegraph og The Independent Sunday. Frá einsleitni til fjölmenningar Ef breskar samtímabókmenntir eru skoð- aðar og bornar saman við íslenskar bók- menntir með sérstöku tilliti til þátta er tengjast hugmyndum um þjóðina, sjálfs- myndina og skáldsöguna, eins og markmið þessa þings er öðrum þræði, kemur strax í ljós sá mikli átakaöxull sem breskt samfélag hefur þurft að glíma við á síðustu áratugum. Fyrir hálfri öld var Bretland – í það minnsta á yfirborðinu – frekar einsleitt land. Hefðbundin gömul gildi og viðhorf virtust vera ríkjandi í arfleifð heimsveldis þar sem viðhorfið til framandi menningar eða minnihlutahópa byggðist fyrst og fremst á yfirráðum og forræðishyggju í menning- arlegu tilliti. Það var í rauninni ekki fyrr en hugmyndir um fjöl- menningarlegt sam- félag héldu innreið sína í Bretlandi í lok sjöunda áratugarins að fólk vaknaði til vitundar um þann margbreytileika sem nýlendustefnan hafði skilað inn í breskt þjóðfélag. Stöðugt stærri hópar innflytjenda, m.a. frá Karíbahafi, Afríku, Indlandi og Pakistan, kvöddu sér hljóðs á jafnrétt- isgrundvelli og urðu um leið vaxandi afl í pólitískum og menn- ingarlegum skiln- ingi. Samhliða þess- ari þróun tók sjálfsmynd bresku þjóðarinnar róttæk- um breytingum. Sögulegri kjölfestu og vitund var ógnað fyrir tilstilli nýrra sjónarmiða, hvers- dagsleikinn og hið kunnuglega véku fyrir framandleikan- um og sú þjóðlega vitundarmiðja sem áður var til staðar tvístraðist. Breskt samfélag er enn að reyna að henda reiður á þessum miklu umskiptum og í rauninni má segja að það sé ekki síst fyrir tilstilli menningarinnar sem ný sjálfs- mynd breskrar þjóðar hefur verið að mót- ast, enda hafa þar í landi orðið mikil straumhvörf á sviði bókmennta, myndlistar og sviðslista á tiltölulega skömmum tíma. Allir þeir rithöfundar, sem nú sækja Ís- land heim, hafa tekið á þessum straum- hvörfum í verkum sínum með einum eða öðrum hætti. Þeir hafa gert ólíka þætti hinnar breyttu samfélagsmyndar að yrk- isefni sínu, gert tilraunir með form og stíl, sniðið efnistök sín að nýjum félagslegum viðmiðum og iðulega tjáð sig um viðfangs- efni sem bannhelgi hefur ríkt yfir, svo sem sifjaspell, öfuguggahátt, kynja- og kynþátta- misrétti. Allir hafa þessir höfundar hafnað pólitískum rétttrúnaði undir hvaða for- merkjum sem hann birtist, án þess þó að forðast að taka pólitíska afstöðu til umhverf- is síns. Endurmat á viðteknum gildum, margbreytileiki samfélagsmyndar- innar og ný sögu- sýn einkennir verk þeirra og þótt þeir McEwan og Swift séu Bretar í húð og hár eru þær Ro- berts og Evaristo báðar útlenskar í aðra ættina og ald- ar upp í umhverfi þar sem mörkin á milli ólíkra heima eru mjög óljós og flæðandi eins og fram kemur í bók- um þeirra beggja. Mannkyns- sagan endursögð Ian McEwan er líklega sá þessara fjögurra höfunda sem íslenskir les- endur þekkja best, enda hafa margar bóka hans verið þýddar á íslensku. Hann gat sér fljótt gott orð fyrir að vera glöggur sam- félagsrýnir, fjallaði á afhjúpandi máta um ofbeldi, fé- lagslega einangrun á nýstárlegan máta. Í viðtali sem birtist í Lesbók um miðjan apríl sl. hikaði hann ekki við að viðurkenna að á sínum yngri árum hafi hann langað til að „fanga athygli lesandans og nota alla þá klæki sem ég kunni til þess að tæla lesand- ann til að taka sér stöðu nálægt einhverju sem var í rauninni afskaplega ógeðfellt. Margir sögumanna minn voru í raun skáld- legar brellur sem ég notaði í tilraun til þess að ýta lesandanum út á ystu brún.“ Af seinni verkum hans má ráða að hann er meistari í því að draga fram mannlegt eðli eins og það brýst fram í persónulegri glímu einstaklingsins við umhverfi sitt, en sjálfur segist hann í seinni tíð vilja „draga sömu drætti á nokkuð stærri myndflöt“ en áður. Áhugi hans beinist nú í auknum mæli að afdrifaríkum augnablikum í sögu manns- ins og auðvelt er að staðsetja verk á borð við The Innocent (Hinn hrekklausi), Black Dogs (Svartir hundar) auk síðasta verks hans Atonement (Friðþægingin) innan ramma sögulegra skáldsagna. McEwan lítur sjálfur á þessi verk sem einskonar „tilrauna- stofur til að rannsaka mannlegt eðli“. Í Ato- nement, sem gerist á tímum heimsstyrjald- arinnar síðari, segist hann hafa viljað „búa til persónu sem lesandinn fylgist með í gegnum langt tímabil, í gegnum erfiðleika og að lokum í gegnum uppgjörið á þeim erf- iðleikum“. Verkið er því vissulega tilraun til að endursegja sögulega atburði frá nýjum sjónarhóli. „Eftir því sem ég eldist og eftir því sem ég skrifa meira, því meiri sagnfræði birtist í bókunum,“ segir hann, og „um leið og maður er farinn að fjalla um sagnfræði er maður farinn að fjalla um ástand manns- andans frekar en einangrun einstaklings- ins.“ Þetta ástand mannsandans, er einmitt eitt helsta umfjöllunarefni verka Graham Swift, en hann hefur um langt skeið kannað hvern- ig áhrif fortíðarinnar snerta venjulegt fólk á persónulegan máta. Hann hefur haldið því fram að sjálfur lífsvefurinn sé sögulegur og að sagnfræði sé ekki einungis til í bókum heldur sé hún í raun hluti af lífinu – að sag- an skapist með minningunum. Sá heimur sem Swift lýsir í verkum sínum er um margt mjög breskur í samburði við margt af því sem nú ber mikið á í breskum samtímabók- menntum, í kjölfar þeirrar „endurvinnslu“ sem átti sér stað eftir að heimsveldið leið undir lok. Í Lesbókarviðtali sem birtist um miðjan maí sl., segir hann þó að sá heimur hafi „haft mjög auðgandi áhrif á breska menningu, það leikur enginn vafi á því að við erum ekki eins sjálfhverf eða einangruð og við vorum áður. Ég get þó ekki breytt uppruna mínum eða hver ég er; ég er ensk- ur og uppalinn í London. Þess vegna mun ég halda áfram að tala um þann raunveru- leika. Ég trúi því að maður nálgist hið al- gilda í gegnum það sértæka og jafnvel þó t.d. Last Orders (Hestaskálin) fjalli bara um þröngan kima í litlu landi, þá geti fólk sam- samað sig því sem þar gerist, sama hvaðan það kemur.“ Swift segir ekki langt síðan fjölmenning- arleg áhrif runnu saman við meginstrauma hefðarinnar í Bretlandi og fjölmenningin varð hluti samfélagsmyndarinnar, en fólk sé þó hætt að álíta hana nýnæmi. „Heimur skáldsögunnar hefur breyst í samræmi við þetta enda eiga hin fjölmenningarlegu áhrif sinn þátt í því. Mín kynslóð rithöfunda upp- lifði mjög heillandi tíma um miðjan níunda áratuginn, þegar tala mátti um eins konar endurreisn með nýrri kynslóð höfunda [en þess má geta að McEwan og Roberts til- heyra sömu kynslóð]. Þeir virtust allir, fyrir einhverja óútskýranlega tilviljun, koma fram á sama tíma. Sömuleiðis var eins og umhverfið væri bæði spennt og áhugasamt um það sem þeir höfðu fram að færa, en það er afar sjaldgæft í menningarlífinu að þetta fari allt saman og skilyrði fyrir frjóum jarð- vegi skapist með svo auðveldum hætti.“ Skörun ólíkra menningarheima Sá frjói jarðvegur sem Swift talar um, ruddi brautina fyrir óhefðbundnari skáld- sögur á borð við þær er skapað hafa orðstír Michèle Roberts. Hún hefur að mestu helg- SPEGILMYND SAMTÍMANS Bernadine Evaristo, Michele Roberts, Graham Swift og Ian McEwan. E F T I R F R Í Ð U B J Ö R K I N G VA R S D Ó T T U R

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.