Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.2002, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.2002, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. OKTÓBER 2002 JOYCE Carol Oates hefur sent frá sér nýja skáldsögu. I’ll Take You There (Ég fylgi þér þangað) nefnist hún og er þrítugasta skáldsaga höf- undarins. Skáldsagan fjallar um ein- semd og leit aðalsöguhetj- unnar, sem gengur undir heitinu „Anellia“, að samastað í tilverunni. Sögusvið bókarinnar er háskólasamfélag á sjöunda áratugnum og verður það höfundinum vettvangur til könnunar á dapurlegum hliðum í lífi manneskjunnar þar sem sakleysið er fótum troðið á kald- hæðnislegan hátt. Joyce Carol Oates er þekkt fyrir sálfræðilega flóknar og gróteskar sögur sínar. Hún er einn mikilvirkasti rithöfundur Bandaríkjanna og hefur á ferli sínum gefið út á áttunda tug skáldsagna, smásagnasafna, ljóðasafna og fræðiverka. Ekki hefur Oates þó látið sér það nægja, því hún skrifar einnig spennusögur undir höfund- arnafninu Rosamond Smith. Nýjasta bók höfundarins á því sviði nefnist The Barrens: A Novel of Suspense og kom hún út á síðasta ári. Ný vampírusaga frá Anne Rice Hrollvekjumeistarinn Anne Rice bætir senn skáldsögu í vamp- írubálk sinn sem kenndur er við vampíruna Lestat. Nýja bókin nefnist Blackwood Farm (Býlið í Svartaskógi) og kemur út í lok október. Þar er kynnt- ur til sög- unnar Quinn Blackwood, kynþokkafullur ungur aðalsmaður sem er í senn vampíra og erfingi Blackwood- landareignarinnar. Quinn hefur þó alla sína tíð verið ásóttur af svartálfi sem virðist vera tvífari hans. Ákveður Quinn að leita lausnar undan verunni með því að fara á fund hinnar goðsagna- kenndu vampíru Lestat. Sögu- svið þessarar nýju vampírusögu Anne Rice eru suðurríki Banda- ríkjanna, en sagan gerist nánar tiltekið í kringum New Orleans. Lífsspeki Giulianis Rudolph Giuliani, borgarstjór- inn sem stóð styrkur í hörmung- unum sem dundu á New York 11. september 2001, hefur sent frá sér bókina Leadership (Forysta) þar sem hann lýsir reynslu sinni sem borg- arstjóri og leggur út af henni með eig- in lífsspeki. Þessi fyrr- um borgarstjóri New York, sem tókst á við krabbamein og síðar hörmungar hryðjuverkaárás- anna á lokaspretti starfs síns, skipar nú sess sem einn af dáð- ustu stjórnmálamönnum Banda- ríkjanna. Samkvæmt umsögnum lýsir frásögn Giulianis þeim beinskeytta og vinnusama per- sónuleika sem einkenna þykir borgarstjórann fyrrverandi. Í bókinni lýsir hann m.a. því hvernig hann hefur tekist á við erfiðleika og ögranir í sínu starfi og segir í því samhengi frá því veganesti sem foreldrar hans veittu honum. ERLENDAR BÆKUR Joyce Carol Oates. Anne Rice. Glatað sakleysi Rudolph Guiliani. AÐ EINU ári liðnu frá 11. september hafa Bandaríkin enn ekki tekist á við sumar erfiðustu spurningar þessara stórhörmunga. Einhvern veginn hefur enginn gefið upp til hvaða dugandi ráða ríkisstjórnin mun grípa gegn smygli á kjarnorku- eða lífefnavopn- um með skipagámum. Mann grunar að hið opinbera viti að alls engin fyr- irbyggjandi ráð eru til sem gætu úti- lokað – eða þó ekki væri nema veru- lega mildað – nýjar hryðjuverkaárásir. Hið opinbera segir almenningi þó varla frá því að stjórnvöldum hefur dottið fátt betra í hug en hertar örygg- isráðstafanir í flughöfnum. Það kemur kannski í veg fyrir frekari flugrán en menn ættu ekki að halda að hryðju- verkamenn ræni bara flugvélum. Stjórnvöld þurfa að láta svo gagn- vart borgurum sínum sem taki þau sér eitthvað fyrir hendur – hvað sem er, til að veita það öryggi sem skattgreið- endur trúa að þeir geti keypt með sköttunum sínum. Beiting hernaðarafls í Afghanistan fullnægði því sem næst óskum almennings um að stjórnvöld „gerðu eitthvað“. En ekki alveg. Skatt- greiðendurnir þurfa að trúa því að stjórnvöld séu enn að gera eitthvað. Það nægir ekki að reisa nýtt skrifstofu- húsnæði, „The Department of Home- land Security“. Því höfum við síðustu ellefu mánuði heyrt ýmsar torræðar yfirlýsingar frá Bush forseta og ráðu- neytisstarfsmönnum hans sem gefa allir saman í skyn að einhvers lags árás á Írak sé í undirbúningi. Samt sem áður hefur stjórnin ekki haldið því fram að fall Saddams Husseins af stóli myndi draga verulega úr líkum á hryðjuverkum. [...] Við deilum þeirri pínu með Evr- ópufólki að gaumgæfa ævintýra- legan hrokann sem ríkisstjórn okkar hefur auðsýnt frá embættistöku Bush. Við erum skelfingu lostin yfir því að ríkisstjórn okkar hefur útmáð úr stjórn- málum hinstu leifarnar af al- þjóðahyggju Wilsons – og krefst þess nú að bandarískir hermenn verði aldrei settir undir skipan útlendings og að bandarískir stríðsglæpamenn megi aldrei koma fyrir alþjóðlegan dómstól. Þó fáum við ekki varist þeirri tilfinningu að Evrópumenn viti ekki heldur hvað skal taka til ráða og að margir evrópskir menningarvitar tak- marki sig við gagnrýni á Bandaríkin án þess að hafa margt til málanna að leggja um hvernig skuli til lengri tíma verja siðmenninguna gegn hryðju- verkum. Richard Rorty Kistan www.visir.is/kistan Morgunblaðið/Kristinn Í kross. ÆVINTÝRALEGUR HROKI IRitsafn Snorra Sturlusonar kom út í fyrsta sinnhérlendis í vikunni glæsilega myndskreytt. Það vekur athygli að útgefandi notar ekki orðið mynd- skreyting heldur myndlýsing sem er það orð sem upphaflega var notað um myndskreytingar á handritum. II Norðmenn hafa hingað til eignað sér SnorraSturluson með furðulegum hætti þrátt fyrir að eiga ekkert tilkall til hans enda var hann íslensk- ur að þjóðerni og skrifaði á íslensku. Íslendingar hafa látið þetta yfir sig ganga enda ekki viljað ganga í berhögg við „frændur“ sína í austurvegi á grundvelli frændsemi og vináttu þjóðanna á milli. Norðmenn hafa af einhverjum ástæðum ekki fundið hjá sér hvöt til að rækta frændsemina með þeim hætti að virða þjóðerni Snorra og láta hann í friði og hampa eigin skáldum frá síðari tímum. Þar er kannski skýringin fólgin, að engin skáld eru nafnþekkt frá miðöldum í Noregi og síðfengið sjálfstæði Norðmanna varð þeim tilefni til að end- urskapa eigin bókmenntasögu með þeim heimótt- arlega hætti sem raun ber vitni hvað Snorra snertir. Leifur Eiríksson hefur einnig verið sagður norskur en þar má skilja rökin betur þar sem skil- in milli Noregs og Íslands voru ógreinilegri hvað þjóðerni varðar á dögum Leifs. Líklega hefur þög- ull pirringur okkar yfir frekju Norðmanna stafað af ótta við að vera sökuð um þjóðrembu en hvað er það annað en þjóðremba af verstu sort þegar Norðmenn eigna sér einstakling af öðru þjóðerni á þeirri forsendu að forfeður hans í sjötta eða sjö- unda lið hafi verið frá Noregi. III Einn ágætur listamaður sem sökkt hefur sérí bókmenntir íslensku miðaldanna orðaði það þannig á dögunum að Íslendingar hefðu átt frumkvæði að því að flytja út skemmtikrafta þar sem skáldin voru rapparar þeirra tíma og fóru á fund Noregskonunga og skemmtu þeim með flutn- ingi á skáldskap og drápum ýmiss konar. Voru þeir kallaðir Íslendingar á þeim tíma komnir í heimsókn til Noregs að flytja konungi drápu. Hvers vegna þeir töpuðu þjóðerni sínu síðar í um- fjöllun Norðmanna er athyglisvert að ekki sé meira sagt. IV Snorri Sturluson hinn norski sem bjó að Reykholti og samdi bækur fyrir Norðmenn hefur nú loks verið gefinn út í heild á Íslandi og er ekki vonum seinna að hinn norski bókmenntajöfur sé gefinn út af frændþjóðinni. Það telst óneitanlega kostur að ekki þarf að þýða verk hans úr norsku yf- ir á íslensku þar sem hann valdi þann kost að rita á íslensku hvernig sem á því stendur. Norðmenn aftur á móti hafa þýtt Heimskringlu á sitt tungu- mál svo þeir geti notið visku síns mesta skálds. VÍ fyrsta sinn er nafn Snorra sett á titilsíðu Eg-ils sögu og hún eignuð honum án frekari málalenginga. Svo mun einnig um Heimskringlu sem enginn hefur þó lengi efast um að væri verk Snorra. Ritsafn Snorra er því komið út með þeim einu réttu formerkjum sem við eiga, að þrjú helstu rit íslenskra miðalda eftir okkar fremsta skáld og rithöfund frá 13. öld eru nú aðgengileg í einni út- gáfu á frummálinu og samlandar Snorra á önd- verðri 21. öld eru í þeirri einstöku aðstöðu að geta lesið ritin vandkvæðalaust án langsóttra skýringa sem verður að teljast einstakt í veröldinni. NEÐANMÁLS S ORRY, you have not been identi- fied,“ er það fyrsta sem ég fæ að heyra þennan rigningarmorgun. Sá sem ávarpar mig er annar af tveimur lithimnulesurum sem eiga að sjá til þess að engir kom- ist inn á stóra líkamsræktarstöð í Reykjavík nema þeir sem eru skráðir félagar og hafa staðið skil á æfinga- gjaldi. „Sorry, you have not been identified,“ segir rafræn kvenrödd eftir að lesarinn hefur skannað æðarnar og ljósopið í hægra auga mínu. Tölvunni hefur augljóslega ekki tekist að finna upplýsingar um þetta tiltekna sjáaldur. „Sorry, you have not been identified,“ hljóm- ar nógu hátt til að allir viðstaddir líti í átt til mín. Þetta er yfirlýsing sem merkir að hér sé grunaður maður á ferð. „Sorry, you have not been identified,“ kemur eins og blaut tuska í syfjað andlit mitt, því ég á svo sannarlega rétt á að komast inn í þetta heilaga musteri. Ég er með árskort, það er ekki útrunnið; mér dettur helst í hug að þessi spegill sálar minnar sé ennþá sofandi eða stútfullur af stírum. Ég fægi hann og geri aðra tilraun. „Sorry, you have not been identified,“ hljóm- ar sem betur fer ekki í þetta sinn heldur vin- gjarnlegri leiðbeining: „Please move forward a little.“ Mér er hleypt inn. „Sorry, you have not been identified,“ segi ég við sjálfan mig og fer í stuttbuxurnar, bolinn og strigaskóna. Það er eitthvað við þessa setningu sem hefur slegið mig út af laginu. Það er eins og lithimnules- aranum hafi tekist að skanna dýpsta ótta okkar Vesturlandabúa á þessum tímum ofneyslu og fjölmiðlunar: óttann við að vera ekki númer, óttann við að ganga ekki í augun á umheim- inum, óttann við að enginn beri kennsl á mann. „Sorry, you have not been identified,“ segir rafræna kvenröddin við nýjan viðskiptavin í anddyrinu þegar ég geng áleiðis inn í æfinga- salinn. Ég finn laust hlaupabretti, skokka af stað og kemst ekki hjá því að fara að horfa á þessa átta sjónvarpsskjái sem eru fyrir framan mig að sýna morgunsjónvarp jafnmargra sjónvarps- stöðva. MTV, Cartoon Network, SKY, Skjár einn, Sýn, Stöð 2, Sjónvarpið og Popp Tíví – tónlistarmyndbönd, teiknimyndir, fótboltaleik- ir, fréttaskot, skjáleikir og viðtöl. „Sorry, you have not been identified,“ eru þau skilaboð sem ég les af öllum þessum skjám. Ólíkt þeim sem eru á hlaupum í kringum mig er ég nefnilega ekki með heyrnartól á eyrunum, það liggur engin snúra frá mér í litla tengiboxið sem fest er við stöng á hlaupabrettinu. Ég hef ekki vilj- að tengja mig við tímann í þessu efni. Þótt ég sé á harðahlaupum er ég enn í sömu sporum og áhorfandi í kvikmyndasal á tímum þöglu mynd- anna. Það er ekki fyrr en ég er búinn að hlaupa dá- góða stund að eitthvað breytist. Ég tek eftir því að á einni sjónvarpsstöðinni er að hefjast út- sending á morgunleikfimi. Þrír leiðbeinendur annast sýnikennslu. Meðal þeirra ber ég kennsl á bandarískan strák sem er jafnframt einka- þjálfari hér við líkamsræktarstöðina. Ég horfi á hann stutthærðan á skjánum í pallapuði og ég sé hann samtímis síðhærðan úti í sal að kenna viðskiptavini að lyfta lóðum. Ég horfi aftur á sjónvarpskjáinn. Hann horfir á móti. Mér finnst ég sjá hann segja: „Please move forward a little.“ FJÖLMIÐLAR GENGIÐ Í AUGU Það er eins og lithimnules- aranum hafi tekist að skanna dýpsta ótta okkar Vestur- landabúa á þessum tímum of- neyslu og fjölmiðlunar; óttann við að vera ekki númer, ótt- ann við að ganga ekki í augun á umheiminum, óttann við að enginn beri kennsl á mann. J Ó N K A R L H E L G A S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.