Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.2002, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. OKTÓBER 2002 15
MYNDLIST
Galleri@hlemmur.is: Þóra Þórisdóttir.
Til 13. okt.
Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Jacqueline
og Sophia Rizvi. Til 13. okt.
Gallerí Kambur, Rangárvallasýslu:
Samsýning 16 listamanna. Til 20. okt.
Gallerí Sævars Karls: Óli G. Jóhanns-
son. Til 17. okt.
Gerðarsafn: Gallerí Hlemmur og Unn-
ar og Egill. Til 21. okt.
Hafnarborg: Eiríkur Smith. Til 7. okt.
Hús málaranna, Eiðistorgi: Eyðun af
Reyni og Kári Svenson. Til 20. okt.
i8, Klapparstíg 33: Helgi Þorgils Frið-
jónsson/Kristinn G. Harðarson. Til 12.
okt.
Íslensk grafík, Hafnarhúsinu: Kristján
Logason, ljósmyndaverk. Til 20. okt.
Listasafn Akureyrar: Hollensk mynd-
list frá 17. öld. Til 27. okt.
Listasafn ASÍ-Ásmundarsalur: Annu
Wilenius, Karla Dögg Karlsdóttir, Sól-
rún Trausta Auðunsdóttir. Til 20. okt.
Listasafn Borgarness: Þorri Hrings-
son. Til 30. okt.
Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla
daga kl. 14–18, nema mánudaga.
Listasafn Íslands: Ljósmyndir úr safni
Moderna Museet. Til 3. nóv.
Listasafn Reykjanesbæjar: Einar
Garibaldi Eiríksson. Til 20. okt.
Listasafn Reykjavíkur – Ásmundar-
safn: Listin meðal fólksins. Til 31. des.
Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús:
MHR-30 – afmælissýning. Til 6. okt.
Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstað-
ir: Arne Jacobsen. Til 17. okt. Ljós-
myndir og líkön af byggingum eftir
arkitektana Arno Lederer, Jórunni
Ragnarsdóttur og Mark Oei. Til 27.
okt.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: And-
litsmyndir og afstraksjónir. Til 30.3.
Listasalurinn Man, Skólavörðustíg:
Marielis Seyler. Til 14. okt.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófar-
húsi.: Þýsk samtímaljósmyndun. Til 15.
okt.
Norræna húsið: Clockwise. Til 20. okt.
Skaftfell, Seyðisfirði: Þrír listamenn
frá Finnlandi og Þýskalandi. Til 20.
okt.
Þjóðarbókhlaða: Yfirlitssýning á verk-
um Halldórs Laxness. Til 31. des.
Þjóðmenningarhúsið: Handritin.
Landafundir. Skáld mánaðarins: Egill
Skallagrímsson.
Upplýsingamiðstöð myndlistar:
www.umm.is undir Fréttir.
TÓNLIST
Laugardagur
Borgarleikhúsið: Caput – Intro. Kl.
15:15.
Menntaskólinn við Hamrahlíð: Hljóm-
sveit Tónlistarskólans í Reykjavík og
Listaháskóla Íslands. Kl. 17.
Sunnudagur
Digraneskirkja: Schola Cantorum. Kl.
17.
Salurinn, Kópavogi: Jaromír Klepác
píanóleikari. Kl. 20.
Fimmtudagur
Háskóli Íslands: SÍ. Einsöngvarar:
Hulda Björk Garðarsdóttir, Sesselja
Kristjánsdóttir, Gunnar Guðbjörnsson,
T’omas Tómasson. Stj. Bernharður
Wilkinson. Kl. 19.30.
Föstudagur
Háskóli Íslands: Sjá fim.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið: Lífið þrisvar sinnum,
lau., mið., fim. Jón Oddur og Jón
Bjarni, sun. Karíus og Baktus, lau.
Veislan, lau., sun., mið., fös.
Borgarleikhúsið: Jón og Hólmfríður,
lau., fim., fös. Ljóti andarunginn, sun.,
fös. Kryddlegin hjörtu, lau. Gesturinn,
lau., fös. And Björk of course, sun.
Íslenska óperan: Rakarinn í Sevilla,
lau.
Hafnarfjarðarleikhúsið: Sellófon, sun.,
þrið., fim.
Möguleikhúsið: Prumpuhóllinn, sun.
Loftkastalinn: Fullkomið brúðkaup,
fim.
Leikfélag Akureyrar: Hamlet, lau.
Upplýsingar um listviðburði sem óskað
er eftir að birtar verði í þessum dálki
verða að hafa borist bréflega eða í
tölvupósti fyrir kl. 16 á miðvikudögum
merktar: Morgunblaðið, menning/list-
ir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir:
5691222. Netfang: menning@mbl.is.
MENNING
LISTIR
N Æ S T U V I K U
Þ
rándheimstvíæring-
urinn, sem að þessu
sinni hefur Japan
að þema, hófst 28.
september og er
mikið í lagt. Fjöru-
tíu stofnanir taka
þátt í honum og
hófst opnunarhátíðin með leiksýn-
ingu í Tröndelag Teater. Íslenski
leikstjórinn Haukur J. Gunnars-
son stóð fyrir opnuninni, svo og
uppfærslu þessa japanska leik-
rits, og hefur fengið til liðsinnis
gamlan kennara sinn úr hefð-
bundna japanska leikhúsinu,
danshöfundinn Yoh Izumo, sem
einnig dansaði í frumsýningunni.
Þetta eru tveir einþáttungar eftir
japanska rithöfundinn Yukio Mishima, sem
nefnast „Hanjo“ og „Yoroboshi“. Fyrra stykkið
fjallar um unga samnefnda konu sem truflast af
ástarsorg, en hið síðara um tvítugan mann sem
lifir í eigin heimi, blindur eftir loftárásirnar á
Tókýó í stríðinu. Þetta eru tvö nútíma „noh“-
stykki, þar sem fléttað er saman við nútíma-
uppfærslu hinum stíliseraða klassíska japanska
leikstíl noh. Gömul sögn segir að aldrei geti
Austrið og Vestrið mæst. En Haukur leggur
þvert á móti upp með að í þessari uppfærslu
mætist einmitt Japan og Vestrið.
Noh er hefðbundinn gamall leikstíll, þar sem
leikararnir eru með grímur. Hann mótaðist fyr-
ir 600 árum undir fagurfræðilegum áhrifum frá
zen. Kabuki-leikhúsið japanska er aftur á móti
litríkt og stíliserað með íburðarmiklum búning-
um. Auðveldara er að skilja framvinduna en í
noh, enda gjarnan fjallað um ást og svik, byggt
á sögulegum arfi. Hefðbundið japanskt leikhús
er mjög sjónrænt, segir Haukur. Þar er mikill
dans og söngur, sterkir litir og smink. Það er
mjög stíliserað og fjarlægt okkar natúralíska
leikstíl. Hann bætir við að þessi sýning verði þó
ekki að gamalli japanskri hefð
heldur nær því sem við eigum að
venjast, þótt hann noti mikið jap-
anska hreyfitækni, enda er svið-
setjarinn frá Japan. Sjálfur var
Haukur þrjár vikur í Japan til að
safna bakgrunnsefni og kynnast
betur höfundinum, en japanska er
honum töm.
Höfundurinn Yukio Mishima er
einn þekktasti nútímarithöfundur
Japans. Var þrisvar tilnefndur til
Nóbelsverðlauna, sem hann fékk
ekki áður en hann framdi árið
1970 sjálfsmorð að hefðbundnum
sið með harakiri. Á þeim tíma var
Haukur J. Gunnarsson í Japan.
Hann var þar í nokkur ár, m.a. við
nám í noh og kabuki, fór síðan til
Bretlands þar sem hann lauk prófum í leikhús-
fræðum.
Tsjekov á táknmáli
Eftir tveggja mánaða vinnu í Þrándheimi
liggur fyrir Hauki að taka aftur upp sýningar í
Ósló á „Sinnep og Champagne“, fjórum stutt-
um gamanþáttum eftir Tsjekov, sem Haukur
færði upp 4.–14. júlí á táknmáli á listahátíð í
Innvik í Ósló. Sýningar verða aftur teknar upp
og fara svo víðar um Noreg og á stóra menning-
arhátíðina „Deaf Way II“ í Washington. Þessi
fjögur stuttu leikrit skrifaði Tsjekov á sínum
fyrstu uppgangsárum.
Það sem þykir svo sérstakt við þessa sýningu
er að þarna er Tsjekov leikinn á táknmáli og af
heyrnarlausum leikurum. Þetta er ekki í fyrsta
skiptið sem Haukur tekst á við að skapa slíkar
leiksýningar í tví- eða fleirtyngdu umhverfi.
Þegar hann varð 1991 leikhússtjóri í samíska
leikhúsinu í Beivvas í Katokeino kom hann að
ómótuðu leikhúsi og fór mikið orð af sýningum
sem hann skapaði þar á samamáli með útgangs-
punkti í japanskri kabukihefð með sjónrænum,
stíliseruðum hreyfingum, rytma og samísku jo-
ik-söngli, þannig að Norðmenn gátu líka notið.
Og eftir fjögurra ára leikhússtjórn í Háloga-
landsleikhúsinu í Tromsö var hann til kallaður
að hjálpa leikhúsum í Úralfjöllum eftir fall Sov-
étríkjanna, er þau vildu geta aftur leikið á eigin
tungumálum. Sama þröskuldinn virðist eiga
eftir að yfirstíga hér á landi, þar sem táknmáls-
leikarar eiga sér ekki athvarf eða stíl, að því er
fram kom hjá ungri daufdumbri leikkonu í sjón-
varpsviðtali nýlega.
Í Ósló er slíkt leikhús í mótun og þar sem
stuðningur við það var í fyrsta skipti á fjár-
lögum í ár og verður næstu árin ætti það að fá
tækifæri til að blómstra og þróast í fullburðugt
fast leikhús – ekki bara fyrir daufdumba, held-
ur fyrir alla sem hafa áhuga á sviðslist. Það seg-
ir gagnrýnandi að hafi tekist í þessari upp-
færslu Hauks á Tsjekov-stykkjunum.
Í dómi um frumsýninguna segir m.a.: „Lík-
amlega mótaða málið var áhugaverðast og mest
spennandi,“ en að textarnir sem heyrðust lesnir
á bak við hefðu í flatneskju sinni næstum trufl-
að með því að stinga í stúf við sterkt látbragðið
á sviðinu. Táknmálsleikhús hefur á margan hátt
sitt eigið mál, sjálfstæða túlkun, þar sem lík-
amlegur látbragðsleikur virkar, svo og com-
media dell’arte, ítalskur gamanleikur með
ákveðnum karakterum.
Laila á sviði
Flestir sem komnir eru til ára sinna muna
sjálfsagt eftir hinni hugljúfu kvikmynd um telp-
una Lailu, sem ólst upp hjá Sömum, er sýnd var
víða um heim, m.a. á Íslandi. En sagan fór sig-
urför um heiminn.
Kvikmyndirnar um Lailu eftir skáldsögu J.A.
Friss urðu raunar þrjár, auk þess sem úr henni
var gerð ópera. En sagan sú komst þó ekki á
fjalirnar fyrr en í ár, þegar Haukur J. Gunn-
arsson kom til að setja upp í sínu gamla leikhúsi
í Kautokeino í Lapplandi söguna um telpuna
sem fannst í vöggunni sinni á hjarninu eftir elt-
ingaleik úlfa og var bjargað í fóstur til Lapp-
anna – og giftist svo eftir mikið ástardrama
norskum frænda sínum. Sýningin á þessu leik-
riti fjallar um árekstra samískrar og norskrar
menningar og um kynþáttafordóma og þjóðern-
isstirfni, en líka um ást og von. Haukur Gunn-
arsson kann um að fjalla, eftir að hafa stúderað
japanskar leikhefðir í fjölda ára, segir í dómi
um frumsýninguna, sem var feikivel tekið í
mars sl.
Síðan Haukur Gunnarsson var í 10 ár fast-
ráðinn leikhússtjóri hefur hann starfað sem
sjálfstæður leikstjóri með aðsetur í Tromsö.
„Það er indælt að vinna svona. Alltaf nýtt um-
hverfi og nýir leikhópar, það getur engum
leiðst,“ segir hann. „Leikhússtjórastarfið krefst
mikillar skrifstofuvinnu. Nú er ég laus til að
vinna að aðskiljanlegum listrænum verkefn-
um.“ Eftir tvo mánuði í Þrándheimi og endur-
uppsetningu á leiksýningunni í Ósló getur hann
til dæmis nú gefið sér tíma til að blása um hríð,
þar til önnur verkefni taka við.
LEIKSÝNINGAR Á
MENNINGARMÖRKUM
Hann er frá Íslandi, starfar í Noregi og sækir inn-
blástur vítt um heim. Í norskum blöðum ber nú til
tíðinda uppfærsla Hauks J. Gunnarssonar á japanskri
leiksýningu er markaði upphaf listahátíðar i Þránd-
heimi á dögunum og á leiksýningu heyrnarlausra
á verkum Tsjekovs í Ósló. Báðar eiga rætur í
kynnum Hauks af leikhefð á námsárunum í Japan.
ELÍN PÁLMADÓTTIR beinir sjónum að
þessum sérstæðu leikuppfærslum.
Úr sýningunni á leikriti eftir Anton Tsjekov í norska táknmálsleikhúsinu í Ósló.
Leikstjórinn Haukur J.
Gunnarsson