Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.2002, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.2002, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. OKTÓBER 2002 M EÐAL smásagnahöf- unda er Guy de Mau- passant tvímælalaust í fremstu röð. Á níunda áratug 19du aldar magnaðist sköpunar- kraftur hans með ein- stæðum hætti: hann varð einn af helstu meisturum hins knappa forms með frábærum lýsingum á mannlegum kjörum í gleði og hörmum. Einn sólríkan hásumardag fyrir rúmum hundrað árum léttir fagursköpuð úthafs- snekkja akkerum og stefnir hægfara á haf út frá strönd Rivierunnar. Himingeimurinn er víðáttumikill. Hafið ljómar í ótal litbrigðum. Bláma slær á ystu sjónarrönd. Og snekkjuna ber áfram ‘alhvíta með nálega ósýnilega gull- rönd á báðar hendur einsog snúru meðfram síðunum á svani. Þunnt nýtt seglið varpar blossum yfir vatnið í ágústsólinni. Forseglin þrjú fyllast vindi, loftkenndir þríhyrningar sem þenjast af golunni. Og stórseglið iðar mjúklega undir hvassri örinni sem slöngvar snjakahvít- um oddi í átján metra hæð yfir dekkið.’ Rík fagnaðarkennd hlýtur að hafa stýrt pennanum þegar þessi sjávarmynd var dregin upp í lítilli ferðabók. Lýsingin er frá hendi Maupassants þarsem hann situr undir árum á snekkju sinni Bel-ami – tuttugu tonna farkosti keyptum fyrir ritlaunin sem samnefnd met- söluskáldsaga hafði fært honum. Sér maður hann ekki fyrir sér sitjandi á þóftunni: sterk- byggðan mann með hátt, hvelft enni og kröft- uga arma, mikilfenglegt yfirskegg og leiftrandi augu sem heillað hafa marga konuna? Þennan heiða ágústmorgun eru engin óveð- ursský við sjónhring. Samt eru þau óðum að nálgast. Sorti þeirra á brátt eftir að umlykja farmanninn. Hjálparvana á hann eftir að bera af leið. Hann er einungis 43 ára gamall þegar skipbrotið á sér stað. Fjáðir og snauðir Hvenær og hvernig hófst þá þessi stutta lífs- sigling? Það var á tímum seinna keisaradæmisins sem Maupassant óx úr grasi. Hann var enn í vöggu þegar Louis Napóleon – bróðursonur fangans á St. Helenu – efndi til blóðugs valda- ráns. Kúlnademban bergmálaði um gervalla Parísarborg og líkin lágu einsog hráviði um götur og torg í desembernepjunni. Síðan settist Napóleon III í hásæti keisarans og hóf áður langt leið hernaðarbrölt – meðal annars í Mexíkó. En jafnframt fékk hann fremsta húsameistara sinn, Eugène Hauss- mann (1809–91), til að færa hálfan höfuðstaðinn í nýtískulegra horf. Þúsundum saman voru gamlar byggingar rifnar til grunna, svo pláss fengist til að leggja glæst breiðstræti og mynda skrautleg torg: pílára í stórt hjól framfaranna. Auðjarlarnir skemmtu sér. Kampavínstapp- ar þyrluðust um veislusalina. Óperettur Offen- bachs vörpuðu ljóma á samkvæmislífið. Í ljósa- skiptunum skröltu glæsilegir léttivagnar útí Boulogneskóginn með sínum litlu rómantísku rjóðrum og fossum. – En örbjarga múgur erf- iðismanna hafði ekki lengur ráð á að búa í sín- um gömlu hverfum; hann var hrakinn til út- hverfanna. Og smámsaman tók óánægjan að ólga. Hún átti heldur betur eftir að færast í aukana… Stal víni í klaustrinu Af þessu pólitíska og félagslega umróti hafði Guy litli sennilega fáar og óljósar fregnir. Hann óx úr grasi fjarri París, á herragarði í Norm- andí rétt við Ermarsund, og hefur snemma get- að fyllt lungun af saltri angan sjávar. Ham- ingjusömustu ár bernskunnar átti hann í Étretat, litlum hafnarbæ. Frjáls einsog máv- arnir yfir höfði sér og altekinn áráttu könn- uðarins reikaði hann innanum fiskimanna- hreysin og eftir niðandi sjávarsíðunni skreyttri þangi og þörungum. En þessi franski frændi Stikilsberja-Finns varð líka að sætta sig við að setjast á skólabekk. Faðirinn var spólurokkur og hafði snemma yf- irgefið móðurina, sem afréð að senda soninn í klausturskóla. Nýi nemandinn hafði hinsvegar takmarkaðan áhuga á kristilegu uppeldi. Hann kaus heldur að stela víni og öðru hnossgæti í matarbúrinu. Fór síðan uppá þak klaustursins ásamt fjörugum félögum og efndi til veislu. Einsog vænta mátti var sælkerinn rekinn úr skóla og tók ekki sönsum fyrren í menntaskóla í Rúðuborg. Lauk jafnvel stúdentsprófi. Ætli framtíðin hafi þá ekki blasað við björt og full af fyrirheitum? Nei, því nú skall á stríð við Prússa sem átti eftir að steypa Napóleoni III af stóli og koma Frakklandi á kaldan klaka. Uppsafnað hatur Maupassant var kvaddur til herþjónustu tví- tugur að aldri og lengstaf vistaður í Le Havre. En hann neyddist líka til að taka þátt í löngu undanhaldi hrakfaranna. Nokkrar hrollkaldar haustnætur drögnuðust sigraðar hersveitirnar í átt til Parísar sem nú var umkringd og varð að gefast upp eftir rúmlega hundrað daga umsát- ur. Hrokafullir sigurvegarar óku um breiðstrætin og slógu jafn- vel upp herbúðum á Champs Elyssées. Einn góðan vetrardag 1871 krýndu þeir prússneska konunginn keisara Þýskalands. Og hvar ætli þessi sigurglaði vegsauki hafi átt sér stað? Í speglasal Versala! Þá hafði Guy de Maupassant einn um tvítugt. Uppsafnað hatrið á germanska hernámslið- inu átti hann eftir að seiða fram í smásögum af svo egghvassri heift að nærri lá að sjálfum bók- stöfunum blæddi. Herstjórnar- menn úr eigin búðum sluppu ekki heldur við ákúrur: „Hers- höfðingarnir eru ekki snjallir reiknimeistarar með göfugar kenndir og háleit markmið, heldur einfaldir miðlungsmenn sem eignast hafa borðalögð höf- uðföt og láta í krafti þeirra drepa mannfólkið, ekki af illu innræti, heldur einskærri heimsku.“ Þannig var tekið til orða árið 1880 þegar Maupassant var að senda frá sér fyrstu verkin. En í byrjun áttunda áratugar höfðu málin horft öðruvísi við. Í ring- ulreið þriðja lýðveldsins var af- munstraður hermaður fullkomlega ráðvilltur. Hvað skyldi taka til bragðs? Treysta á tilvilj- unina? Kasta sér útí lausingjalíf listaheimsins? Þráttfyrir allt valdi Maupassant þjónustu við ríkið sem veitti honum ákveðið öryggi, þó laun- in væru vissulega skorin við nögl. Tregur og fúll steig upprennandi rithöfundur það örlaga- ríka skref að ráða sig hjá flotamálaráðuneytinu sem fráleitt bauð upp á kæti, glaum eða gleði. Hann var fastráðinn starfsmaður og sat við skrifpúltið til klukkan sjö á kvöldin, klæddur jakka úr lamaullarvoð. Auðvitað lét hann sér dauðleiðast. Hversu lengi átti þetta hagsýslupíslarvætti eftir að vara? Nálega allan áttunda áratuginn (1872–80). Lærifaðirinn Flaubert Svo undarlega sem það kann að hljóma, þá var það á þessum rykgráu embættisárum sem Maupassant tók út þroska sinn og varð einn af meisturum smásögunnar, sem skipa má við hliðina á Tsékhov, Joyce og Hemingway. En hann átti sér líka læriföður sem var snilldar- andi. Laure móðir hans hafði semsé alltfrá æsku- árum verið náin vinkona Gustaves Flauberts – svo náin að sögusagnir höfðu fyrir satt að höf- undur snilldarverksins Frú Bovary væri barns- faðir hennar. Þannig var því samt ekki farið. Laure og bróðir hennar höfðu í bernsku verið leikfélagar Gustaves og systur hans, og móð- urafi Maupassants verið guðfaðir Flauberts. Á hinn bóginn er ekki útilokað að Laure og Gust- ave hafi átt í ástarsambandi. Í öllu falli varð Flaubert snemma ákaflega hrifinn af unga manninum og var til æviloka tryggur lærifaðir hans. Meðan lærisveinn meistarans grípur andann á lofti í flotamálaráðuneytinu bakvið háa stafla af þurrum opinberum skjölum, lætur hann ekki undir höfuð leggjast að stunda einkalegri skrif. Hvern eða annanhvern sunnudag heimsækir hann Flaubert og sýnir honum afurðirnar. Vé- fréttin ber eld að krítarpípunni, rekur upp hrossahlátur að hætti skógarpúka og hristir höfuðið uppörvandi. ‘Ekki gefa þetta út, drengur minn,’ áminnir hann lærisveininn í bréfi. ‘Þetta er Feuillet eða Dumas… Gleymdu öllu sem þú hefur lesið og dáðu engan. Og vertu ekki að flýta þér…’ Beiskt háð Frumraun Maupassants skyldi ekki verða vanhugsað frumhlaup. Hann afréð að undirbúa vandlega sigurinn sem í vændum var. Í því skyni hóf hann að safna í sarpinn staðreyndum úr veruleikanum. Hann var gæddur óvenju- næmu sjónminni og varð í reynd einskonar gangandi myndavél. Ótölulegum augnabliks- myndum var safnað á filmu hugskotsins. Hann samdi ljóð, smásögur og jafnvel leikrit. Fyrsta bókin sem hann gaf út var ljóðasafnið Des vers (1880). Fyrstu smásögurnar birtust í tímarit- unum Gil Blas og Echo de Paris. Í fjarstæðukenndu farsastykki lét hann sak- Guy de Maupassant (1850–93). Gustave Flaubert (1821–80). E F T I R S I G U R Ð A . M A G N Ú S S O N Guy de Maupassant er meðal fremstu smásagna- höfunda fyrr og síðar. Í þessari grein er saga hans rifjuð upp en Mau- passant sigldi í gegnum marga brotsjói áður en yfir lauk en hann var gleðimaður þrátt fyrir allt, í lengstu lög neitaði „hryggi tarfurinn frá Normandí“, eins og hann var kallaður, að láta hornin síga. ÖRLAGASAGA Maupassant var kunnugt um ættlæga geðveilu og hafði aukþess á unga aldri smitast af sýfilis. Með sama vægðarleysi og alnæmi nútímans átti sjúkdómurinn eftir að brjóta niður líkamsþrekið og herja á heilann með æ grimmilegra hætti. Fyrirboðar endanlegs áfalls tóku yfir mörg ár lífs og listar. ‘Le Horla’ er martraðarsaga um einfara sem að hætti Strindbergs – en á undan honum – telur sér vera refsað af æðri máttarvöldum og ofsóttan af tvífara sínum. Þessi ósýnilegi gestur – sem er þó svo hryllilega kunnuglegur – dylst kannski í sálarfylgsnum sögumanns sem rekur atburðarásina í fyrstu persónu. Drýsillinn vill ræna hann sálinni og hnuplar reyndar mynd hans úr speglinum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.