Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.2002, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.2002, Side 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. NÓVEMBER 2002 E ITT sinn var rithöfundurinn Salman Rushdie spurður að því í viðtali hvaða bækur hann læsi helst. „Bækur eftir vini mína“ svaraði hann, punktur og basta. Þannig gerir hann hvortveggja í senn: hann lætur sem hann snúi út úr fyrir spyrjanda sem vildi fá hann til að setja vissar bækur í sviðsljósið og hann snýr í raun og veru lævíslega upp á spurninguna með svari sem kann við nánari umhugsun að segja heil- mikið um lestur. Mér varð hugsað til þessa svars þegar ég var beðinn að setja orð á blað um „góðar bók- menntir“. Hvað eru góðar bókmenntir? Mig langaði að hnupla svari Rushdies og láta þar við sitja, en verð þess í stað að skrifa grein sem er kannski öðrum þræði túlkun mín á svari hans. Ég verð að hugga mig við að til eru enn flóknari spurningar, til dæmis: Hvað eru bókmenntir? Lesturinn Sérhver bókmenntatexti er flókinn merk- ingarheimur. Má ég byrja svona, eða hugsa góðfúsir lesendur með sér að nú komi einhver fræðileg súpa sem lítt tengist þeirra reynslu af lestri góðrar bókar? Ég skal byrja aftur. Milli lesanda og skáldverks getur myndast afar sterkt samband sem kenna má við vin- áttu. Þetta samband getur kristallast í sjálfum lestri bókarinnar – til dæmis undir sæng á kaldri vetrarnóttu – en það mótast líka stundum með hægfara efnahvörfum í huga okkar þar sem bókin heldur áfram sínu merking- arpoti á meðan við höldum áfram okkar daglega lífi. Við höldum í raun og veru áfram að lesa bókina. Og hún okkur. Það sem gerist í því ferli er enganveginn skýran- legt með tilvísun til ein- bers smekks, þótt vissulega sé hann að verki í einhverju formi þegar við les- um bókmenntaverk. Ekki er heldur nóg að segja að okkur geti þótt ýmis og innbyrðis ólík bókmennta- verk góð og af mismunandi ástæðum. Allir lesendur ættu að hafa gaman af því að grennslast nánar fyrir um gleði og ónot sem lestur vekur þeim. Í eftirfarandi línum mun ég leitast við að bregðast við spurningunni um góðar bókmenntir með hugleiðingu sem á sér fræðilegar rætur og leitast í lokin við að skýra vissa grunnþætti í reynslu hins almenna lesanda (þ.e.a.s. allra lesenda) af lestri „góðra bókmennta“. Þótt hér sé fjallað um bókmenntir get- ur þessi umfjöllun einnig átt við, að breyttu breytanda, um aðrar listgrein- ar. Þá verð ég fyrst að vera sá bölvaldur að benda á að hin sterka lestrarreynsla sem ég vék að áðan er ekki með öllu sjálfsprottin. Þetta samband lesanda og verks hefur verið vandlega undirbúið og ekki aðeins af höfundi bókarinnar. Bókin hefur borist til lesandans eftir vissum farvegi og þar hefur þegar verið lagt á hana mat, beint og óbeint. Forlögin Oftast koma bækur á markað fyrir tilstilli forlaga – þ.e.a.s. útgáfufyr- irtækja, þótt hin merking orðsins sé ekki langt undan. Þangað streyma handrit en mörg þeirra rata svo aftur til föðurhúsanna og birtast aldrei í prentheimum. Von- sviknir handritshöfundar geta lát- ið sefast dálítið af ótal sögum af útgefendum sem höfnuðu bók- menntaverkum er síðar urðu mikils metin. Ef bókmennta- fræðingar yrðu látnir velja veigamesta smásagnasafn 20. aldar er ég nokkuð viss um að margir, a.m.k. í hinum enskumæl- andi heimi, myndu nefna Dubl- iners (Í Dyflinni) eftir James Joyce – nema þeim þætti það ofrausn eftir að skáldsaga Joyce, Ulysses (Ódysseifur), hefur ítrekað verið valin skáld- saga eða bók 20. aldar. Þótt slíkar kosningar séu í sjálfum sér ekki áreiðanlegur mæli- kvarði, þá eru þær vísbending um vissa frægð og viðurkenningu. Það er einkennilegt að hugsa til þess nú að handritinu að Dubl- iners skuli hafa verið hafnað af a.m.k. tuttugu forlögum áður en það fann náð fyrir augum eins. Slíkar sögur fela sennilega í sér þann boðskap að útgefendum, jafnvel þeim sem metnaðarfyllstir þykja, geti skeikað hrapal- lega í mati sínu á gæðum bókmennta. Kannski þeir eigi sér málsvörn í þeirri rök- semd að þeir séu ekki aðeins að velja góðar bókmenntir heldur útbúa og miðla vöru sem fer á markað. Ritdómar Annar hópur manna hefur hinsvegar ótví- rætt það hlutverk að segja til um gæði bók- menntaverka eða skort á gæðum. Þetta eru gagnrýnendur, einkum þeir sem skrifa rit- dóma um nýjar bækur. Þeir kynnu að vísu að andæfa og benda á að helsta hlutverk þeirra sé öldungis ekki að gefa bók einkunn, heldur rýna í og greina megineinkenni verksins, setja það í sögulegt og fagurfræðilegt sam- hengi, og fitja þannig upp á umræðu sem skilar sér áfram út í bókmenntalífið þegar vel lætur. Þeir fá hinsvegar vart vikist undan hlutskipti matsmannsins, því jafnvel í ritdóm- um þar sem mjög er reynt að forðast einhlít lýsingarorð felst meira eða minna augljóst mat á gildi verksins. Sá sem semur ritdóma fyrir fjölmiðla er í mikilvægu starfi. Ætlast má til að hann eða hún sé þjálfaður lesandi og fróður um bók- menntir. En ritdómarinn skrifar fyrir almenning og er líka „fulltrúi“ hins almenna lesanda. Það álit sem hann hefur á verkinu má ekki spretta af fræðilegu innsæi hans einu sam- an, heldur þurfa að koma fram ástæður og röksemdir sem geta verið í orðastað hins al- menna lesanda. Ritdómurinn er vitnisburður um stefnumót bókmenntaverksins og lesanda sem er reyndur en líka forvitinn í besta skilningi þess orðs. Þetta eru ekki smáar kröfur sem gerðar eru til fólks sem oft þarf að vinna verk sitt í skyndingu og fyrir lítil laun. Jafnt höf- undar sem lesendur lýsa því UM BÓK- MENNTAGÆÐI Með þessari grein hefst stuttur flokkur greina þar sem glímt verður við erfiða spurningu sem upp kemur í hverri bókavertíð: Hvað eru góðar bókmenntir? Í þessu svari segir meðal annars: „Sér- hver góður bókmenntatexti, einnig sá sem býr yfir tærum einfaldleika, er flókinn merkingarheim- ur. Enginn skilur þann heim til fulls, en hver lesandi á þess kost að rata um hann sína eigin leið.“ E F T I R Á S T R Á Ð E Y S T E I N S S O N HVAÐ ERU GÓÐAR BÓKMENNTIR?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.