Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.2002, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.2002, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. NÓVEMBER 2002 7 litla stúlkan sem vissi ekki neitt um eldspýtur og gat þess vegna ekki kveikt ljós og/eða framkallað yl mín orð leka úr myrkum munni gervilitu sjónvarpsbergmálstómi æskunnar@sjálfumgleði.is flæða eins og samhengislaus viðhengi E-ftir ljósrafrásum og festast í þéttu rek-Neti show-manna og safnast saman í órökrétt en frjálslega orðað djammhaf dótturmálsins og mér ég um mig finnst mín eigin einkasjálfhverfa vera að DRUKKNA í ófrægð hvað er og/eða var og/eða á ÉG að gera ÁN ritstjóra útgefanda almannatengsla auglýsinga fjölmiðla blobb blobb blogg blogg… (5,4,3,2,…1) vaknað í birtu heitra ljósa í mjúkum sófa hlátrasköll og klapp í rökkri við-bjóðum velkomna og brosmildur þáttarstjórnandi með frábærar tennur og vaselínheila spyr um frábært hár, frábæran kjól og áhrif óvæntrar frægðar í hnotskurn eins og sést og heyrist á forsíðum glansandi eftirlíf ath lesist: ilmandi andleysi „dauðfyndið“ – ath. lesist innan þriggja mínútna frá því að kápa er skoðuð og plastfilma skræld utan af vegna hættu á andlegri rotnun. STEFÁN MÁNI Höfundur er rithöfundur. NÝTT OG FRÁBÆRT LJÓÐ Það var einu sinni gömul kona sem átti litla skel en í skel- inni bjó lítil stelpa, pínulítil stelpa sem varla sást, en kon- an bjó á elliheimili og skelin lá ofan í sjúkrahúsborðinu, í skúffunni þar. Þar tiplaði stelpan um, saug puttann, klór- aði sér á handlegginn, opnaði og lokaði augunum, gretti sig, greiddi sér um hárið með minnstu greiðu alheims á sama tíma og sú gamla sat á rúminu sínu og greiddi sér um hárið með greiðu í venjulegri stærð. Á sama tíma og sú gamla boraði í nefið boraði stelpan í skelinni í nefið og þannig var það. Gamla konan stóð við speglinn við vaskinn í elliheimilisherberginu og skýið fyrir augunum hennar meinaði henni að sjá sig sjálfa. Sem betur fer, sagði hún sko, við sig sjálfa, sem betur fer sé ég ekki sjálfa mig en mömmu mína. Hæ mamma mín, sagði hún við speg- ilmyndina. Hæ mamma mín, sagði stelpan í skelinni. Hæ mamma mín, hæ mamma mín. Og þannig var það. Hár gömlu konunnar rann niður eftir baki hennar, sumir lokk- arnir horfnir, sumir ekki. Hún hlakkaði til að fara ofan í líkkistuna, og sjúga þar puttann, liggja með höfuðið og lokkana ofan á hinum fínasta kodda sem mundi aldrei aldrei óhreinkast að eilífu. Hún hlakkaði til þess. Stelpan í skelinni: hæ mamma mín. Sú gamla færði sig frá vask- inum og settist á rúmið. Hún krullaði saman mjúku fing- urna og beið. Stelpan í skelinni krullaði saman mjúku fingurna og beið. KRISTÍN ÓMARSDÓTTIR Höfundur er rithöfundur. SKEL stundum yfir að ekki sé mark takandi á rit- dómum, en þeir geta haft mikil áhrif. Þeir „smita“ út frá sér og eru oftar en ekki, og kannski oftast, lesnir af fólki sem ekki hefur lesið bókina. Þar með er ritdómur orðin sú „versjón“ af bókinni, e.k. þýðing, sem fólk hefur á takteinum, nefnir við annað fólk eða ber saman við aðra ritdóma. Þannig geta rit- dómar mótað um stundarsakir það andrúms- loft sem umlykur bókmenntir og bókmennta- umræðu hverju sinni. Ritdómar og umræða þeim tengd eru því mikilvægur hluti af þeim farvegi sem flytur okkur lesefni, gott og slæmt. Um ritdómara má svo auðvitað segja, líkt og útgefendur, að þeir hafi oft haft hrikalega rangt fyrir sér – þeir hljóta að taka þá áhættu ef þeir taka djúpt í árinni, til hróss eða lasts. Árið 1847 kom út skáldsagan Wuthering Heights (Fýk- ur yfir hæðir) eftir Ellis Bell, en síðar kom í ljós að höfundurinn hét raunar Emily Brontë. Í ritdómi í virtu tímariti, North British Re- view, skrifaði James Lorrimer um þessa „meingölluðu“ bók að það væri bót í máli að vita að hún yrði „aldrei almennt lesin“. Fáir hafa haft jafnrangt fyrir sér, því þetta hefur orðið sígilt verk, ein dáðasta skáldsaga Bret- landseyja og margþýdd á ótal tungumál. Sígildi Þarna hefur okkur borið að einum mik- ilvægasta þættinum í staðfestingu gæða í bókmenntaheiminum. Sumir kunna betur við að nota erlenda orðið „klassískur“ (uppruna- lega úr latínu, „classicus“, fyrsta flokks) fremur en „sígildur“, sem hljómar eins og viðkomandi verk hafi þegar fengið hlutdeild í eilífðinni. Orðin vísa hvort á sinn hátt á upp- hafningu vissra úrvalsverka sem „endast“, sem ferðast gegnum tímann, eru lesin af nýj- um kynslóðum og þykja oft mynda lykilþátt í menningarsögunni. Ekki er nokkur vafi á því að sígild verk eru á einn eða annan hátt einn helsti mælikvarði á hvað teljist góðar bók- menntir. Þau þykja oft búa yfir eigin óum- deilanlegu gildi, og hvort sem þau eru eft- irkomendum fyrirmynd, innblástur eða hvati til andófs, þá eru þau viðmiðið; miðja og bak- svið í senn. Verk er talið hafa sannað gildi sitt þegar sýnt þykir að það sé komið í hóp klassískra verka. Allt hefur þetta grundvall- aráhrif á hugmyndir um bókmenntasögu sem og á allan skilning á hefð og nýsköpun. En hvernig verða verk „sígild“ og hvernig halda þau slíkri stöðu? Það gera þau vegna þess að þeim er sinnt. Þótt sígildi sé stundum talið helsta trygging þess að verk sé gott og hafi staðist tímans tönn, þá helst verkið því aðeins á hinum sígilda stalli að það sé stöðugt endurflutt – þ.e. komi út í nýjum útgáfum, sé þýtt á önnur mál, flutt á tónleikum eða í leik- húsum, haft uppi við í sýningarsölum, sýnt í bókum, osfrv., allt eftir því hvaða listgrein það tilheyrir – og jafnframt er fjallað um það af fræðimönnum og gagnrýnendum. Þegar að er gætt kemur í ljós að ráðandi hugmyndir um „sígild“ verk breytast oft mjög í tímans rás og þar með forsendur fyrir gæðamatinu. Þegar skyggnst er á þennan hátt í gegnum aldirnar opinberast einnig að það sem sumir telja hvað persónulegast í viðbrögðum sínum við bókmenntum og listum, áðurnefndur smekkur, reynist oft vera almennt samfélags- viðmót á hverjum tíma. Sá margvíslegi endurflutningur verka sem tryggir þeim sígildi er jafnframt lykilatriði í skilningi á „hámenningu“, „æðri list“, „fag- urbókmenntum“ og öðrum hugtökum af svip- uðum toga. Ýmsir í röðum þeirra sem huga að bókmenntum og öðrum listum í nútíma- samfélagi hafa þó jafnframt alið á vissri virð- ingu fyrir verkum sem brjóta lögmál hefð- arinnar, eru tilraunakennd og róttæk í sköpun sinni. Til skamms tíma virtist sem hvortveggja, hefðin með sinni sígildu miðju og hin róttæka nýsköpun, ættu sér sameig- inlega andstæðu — nefnilega afþreyingarbók- menntir og „lágmenningu“ almennt. Slík and- stæða virtist út af fyrir sig vera trygging fyrir vissum gæðum, t.d. fyrir því að unnið væri að sköpun bókmennta sem væru áreið- anlega ekki „rusl“. Mörgum þykir sem þessi munur, þessar andstæður, fari ekki aðeins hverfandi, heldur sé margskonar samkrull hámenningar og af- þreyingarmenningar orðið áberandi menning- areinkenni á Vesturlöndum. Sumir láta sem gæðahugtakið hafi og tekið stakkaskiptum. Verk sem framleidd séu í afþreyingarskyni – og jafnvel ýmiskonar auglýsingar – séu nú unnin með viðlíka gæðakröfum og af jafn- miklum listrænum metnaði og hvaða verk önnur sem áður hefðu talist til hámenningar. Aðrir benda á að ef svo er komið, sé líka orð- ið erfitt að henda reiður á nokkrum mun á listaverkum og hverri annarri vörufram- leiðslu. Gæði bókmennta Ég tel að bókmenntir og aðrar listir séu enn til sem sérstakt athafna- og menning- arsvið. Þótt útlínur þess kunni að vera óljósar má enn greina hræringar sem í samspili sínu skapa þessu sviði sérstöðu og hljóta þar með einnig að bera á góma ef við hyggjumst nálg- ast svar eða svör við þeirri spurningu sem varpað var fram í upphafi greinarinnar. Semsagt: Þegar við njótum og neytum bók- mennta og annarrar listar tel ég að við séum að sækjast eftir ákveðnum tengslum og gæð- um sem ég kýs að setja í fimm flokka, þótt ég geri mér grein fyrir að þeir tengjast inn- byrðis á óendanlega flókinn hátt. Að vissu marki lýsa þessir flokkar einnig viðleitni þess sem skapar (þótt víst megi oft efast um að annar flokkurinn eigi við um það erfiða sköp- unarstarf sem búið getur á bak við listaverk – og stundum segja rithöfundar að þeim sé ekki skemmt við iðju sína þótt þeir stundi hana af ástríðu). – Skemmtun – Hvíld – Þekkingarleit – Fegurð – Tilfinningasamband Bókmenntir og bókmenntamat má ræða á ýmsan hátt út frá þessum flokkum og þeir útiloka alls ekki það sem talist hefur til af- þreyingarbókmennta. Sumir kynnu í fljótræði að afmarka afþreyingar- eða dægurbók- menntir við fyrstu tvo flokkana. Þegar að er gáð kemur í ljós að lesendur geta skynjað fegurð í t.d. vel smíðaðri fléttu í spennusögu. Afþreyingarbókmenntir byggjast á tilfinn- ingaplaninu oft á sterkri samsömun lesanda við ákveðnar persónur. Til eru þeir sem samt styðjast við þessa þætti til að skilja á milli af- þreyingarverka og bókmennta sem byggjast á flóknari mynstrum fegurðar (til dæmis í frumlegri og skapandi meðferð tungumálsins) og leika á stærri tilfinningaskala – fara „dýpra“ eins og stundum er sagt. Hinsvegar má segja að verk sem geri miklar kröfur til viðtakenda dragi jafnframt mjög úr fjölda þeirra. Auk þess sé ekki sjálfgefið að kafað sé af snilld þótt lagt sé upp með mikil fyrirheit. Og þótt margt bókhneigt fólk greiði áð- urnefndum verkum James Joyce atkvæði sitt í bókmenntakönnunum – og segi hiklaust að mikla skemmtun sé að hafa í Ulysses – verð- ur seint hægt að ætlast til þess að þorri les- enda sé til í að fórna hvíldarþættinum, eins og líklega þarf að gera a.m.k. á meðan verið er að „læra“ tungutak slíkra verka. En það má heldur ekki horfa fram hjá þeirri þekkingarleit sem býr í lestri skáld- verka — kannski er þetta vanmetnasti þáttur þeirra. Margir eru sem betur fer fúsir til að feta áður ókannaðar slóðir í bókum, eða kynnast nýrri hlið á gamalkunnum fyrirbær- um. Góð bókmenntaverk byggjast á rannsókn- um höfunda á veröld okkar. Þeir kafa í lífs- reynslusjóði, sína eigin og annarra, og les- endur sækja sér þennan feng og bæta honum við eigin heimsmynd. En sú þekking sem berst okkur í góðu bók- menntaverki er sérstök því hún er í senn undirorpin spennusviði fagurfræðinnar og lit- rófi tilfinninganna, auk þess sem hún skemmtir okkur og veitir hvíld – og þegar best lætur visst frelsi – frá markmiðshyggju samfélagsins. Þessir fimm þættir eru allir tengdir persónulegri og félagslegri lífs- reynslu okkar, uppeldi og umhverfi, en í flóknum samleik sínum innan vissra mann- legra afurða verða þeir uppspretta reynslu sem við getum kallað bókmenntalega eða list- ræna eftir atvikum. Sérhver góður bókmenntatexti, einnig sá sem býr yfir tærum einfaldleika, er flókinn merkingarheimur. Enginn skilur þann heim til fulls, en hver lesandi á þess kost að rata um hann sína eigin leið. Höfundur er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Góð bókmenntaverk byggjast á rann- sóknum höfunda á veröld okkar. Þeir kafa í lífsreynslusjóði, sína eigin og ann- arra, og lesendur sækja sér þennan feng og bæta honum við eigin heimsmynd.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.