Pressan - 17.11.1988, Page 2
2
Fihnrtitíjdáðu'r'17. rKWe'mber'l'908
ENGLAR ÞRÁ MIG
Jón Óskar opnaði sýningu á verk-
um sínum í Gallerí Svörtu á hvítu
á laugardaginn var. Þar var margt
góðra gesta eins og fram kemur
hér á myndum Helgu Vilhelms-
dóttur, Ijósmyndara blaðsins.
Sem fyrr er Jón Óskar upptekinn
af manninum og upphafningu
hans, andlegri nekt goðsögulegrar
ímyndar, sem /istamaðurinn
stœkkar og steypir yfir áhorfand-
ann af gríðar/egum krafti. Um
leið er skyggnst undir yfirborð
ímyndar og upphafningar og
hvort tveggja afhjúpað með af-
gerandi hætti.
lýr varaformaður tekur við á
þingi Alþýðuflokksins um heigina,
ef svo fer að Jólianna Siguróardótl-
ir gefi ekki kost á sér til endurkjörs.
Kratar eru reyndar margir efins um
að hún hætti, en á meðan óvissan
ríkir eru þeir knúðir til að finna arf-
taka úr röðum kvenna í flokknum.
Tvær hafa verið nefndar, Rannveig
Guðinundsdóttir, aðstoðarmaður
Jóhönnu í félagsmálaráðuneytinu,
og Jóna Ósk Guðjónsdóttir, forseti
bæjarstjórnar í Hafnarfirði...
I Iþýðublaðið og hjóðviljinn
voru ansi samstiga í fréttaflutningi
sínum í gær. Blöðin birtu bæði
grein um atvinnumál fatlaðra — og
undir sömu lyrirsögninni: Sam-
drátturinn bitnar á fötluðum. Tím-
inn bætti svo um betur með því að
birta mynd af Ijósmyndara og
blaðamanni Alþýðublaðsins á for-
síðu blaðsins við þessa sömu frétt:
Það er því synd að segja að sam-
vinna málgagna stjórnarflokkanna
sé ekki eins og best verður á kosið...
Tvenn hjón að stinga saman nefjum, Hulda Hákon og Jón Óskar annars vegar, hins vegar Halldór Björn
Runólfsson listfræðingur og kona hans Margrét Auðuns, kennari og myndlistarmaður.
Hulda Hákon, myndlistarkona og
eiginkona sýnandans, tyllir sér á tá
og skimar yfir höfuð skáldsins og
rokkarans Sjóns og spúsu hans,
Rögnu Sigurðardóttur.
Bjarni Þórarinsson, myndlistarmaður og sjón-
háttafræðingur, skyggnist um gættir undir
ógnvænlegum haus sem gæti verið Stóri bróð-
ir.
Foreldrar listamanns-
ins, þau Ragnheiður
Jónsdóttir grafiklista-
kona og Hafsteinn
Ingvarsson tannlæknir,
spjalla við myndlistar-
manninn með nafnið
sem felur í sér upphaf
og endi alls, Hring
Jóhannesson. I baksýn
má sjá Gest Þorgríms-
son myndlistarmann og
Þórunni Hafstein,
deildarstjóra í mennta-
málaráðuneytinu.
Jón Óskar ræðir eitthvað rosalega
merkilegt við Tómas Þorvaldsson,
lögmann og sérfræðing i höfundar-
rétti. Listamaðurinn sveiflar hend-
inni fagurlega, orðum sínum til
áhersluauka.
Enn einn úr tjölskyldunni, að þessu
sinni yngri bróðirinn Þorvar Haf-
steinsson, einn af eigendum Mynd-
bandagerðar Reykjavíkur, sem hér
er á tali við Finnboga Pétursson
myndlistarmann. Finnbogi opnaði
einmitt sýningu síðastliöið laugar-
dagskvöld í Gallerii Birgis Andrés-
sonar á Vesturgötu 20. Finnbogi
sýnir þar ,,hljóð-installation“.
Geggjað verk sem berst manni upp
úr pappahólkum.
velkomin i heiminn!
1. Ásta Einarsdóttir og Sigurjón
Vilhjálmsson eignuðust þessa
dóttur þann 11. þessa mánaðar.
Hún var 16 merkur að þyngd og 51
sentimetri aö lengd. Hér sést hún
sofandi, dálitið búttuð í framan —■
það er hinsvegar velmegunar-
merki og sætt i bland.
2. Ekki var þessi litla stúlka minna
sofandi en sú sem fyrst er nefnd.
Undarlegt hvað börn þurfa að sofa
mikið. Rétt eftir að þau eru komin
í heiminn og ættu að vera eins og
landkönnuðirnir, sem forvitnin
rak áfram á nýjar slóðir, á vit
ævintýra. Kannski það sé bara
ekkert ævintýralegt að fæðast i
þennan heim lengur. Aðalheiður
Þorbergsdóttir og Garðar Guö-
mundsson eiga þessa dóttur, hún
fæddist 9. nóvember, var 51 senti-
metri að lengd og 14 merkur.
< ,ri * v * •***, V . *$t&y
4. Klókindalega er augunum rennt
til hliðar um leið og tungan kemur
fram á varirnar. Umhugsunarfrest-
ur. Hvað er að gerast? Dóttir
þeirra Berglindar Finnbogadóttur
og Ingibergs Árnasonar, sem
fæddist þeim þann 10. þessa
mánaðar, frekar litil og nett, 14
merkur og 49 sentimetrar.
<4:./ >•.< -í> fr" Ú&LZ& :
5. Strákur. Feministarnir myndu
segja að hann væri strax farinn að
vera í strákaleik, opnar ekki augun
heldur rekur út úr sér tunguna.
Stráksskapur. — Stráksskapur er
lika svo skemmtilegur. Foreldr-
arnir eru Arndís Þórðardóttir og
Magnús Guöni Emanúelsson.
Drengurinn var 49 sentimetrar og
121/2 mörk að þyngd og fæddist
11. nóvember.
3. Friðsemdin, róin, öryggið. Ekk-
ert í heimi getur raskað þessu
ástandi. Þetta er dóttir þeirra
Sjafnar Helgadóttur Bachmann
og Elíasar Guðmundssonar.
Fædd 10. nóvember, var 16 merkur
og 53 sentimetrar. Hún á fimm ára
stóra bróður sem heitir Þór eins
og ásinn forðum. Sá gat reyndar
rofið friðinn...
Pressan minnir alla
nýbakaða foreldra á
að þeir geta fengið
birta mynd af barninu
sínu í blaðinu, ef þeir
senda okkur Ijós-
mynd.
Heimilisfangið er:
PRESSAN, Armúla 36,
108 Reykjavík.