Pressan - 17.11.1988, Side 4
4
Fimmtudagur 17. nóvember 1988
litilræði
Af mánudegi
Líf mitt er afar fjölbreytilegt og litríkt.
Aldrei dauöur punktur. Ekki einusinni þegar
ég _sef, hvaöþá eftir að ég er vaknaður.
Ég hef grun um aö lífið og tilveran sé
ósköp fábreytileg hjá mörgum samborgara
minna, þetta sé endalaust sama jukkiö og
juöiö frádegi til dags: vakna, éta, vinna, gera
do-do og sofna.
Þaö er nú eitthvaö annað hérna megin.
Hvert andartak fyrirboöi, vettvangur eöa
eftirköst stórtíðindaog stundum allt í sömu
andránni.
Mikil ósköp.
Ef ég skynja aö tíðindalaust sé aö veröa í
stórbrotnu lífi mínu verö ég ekki mönnum
sinnandi og reyni þá, einsog venjulegt fólk,
aö flýja í draumaland sjónvarps og kvik-
mynda. Og í sporum aöalpersónunnar upp-
lifi ég lífsháska, drýgi dáöir, djamma og
dufla.
Ég upplifi óskadraum samtíöarinnar um
eftirsóknarvert mannlíf.
Á þessum Ijúfu stundum erég venjulega
grár fyrir járnum, með vélbyssu fretandi í
allar áttir til aö freista þess aö drepa sem
flesta í sem fæstum skotum, eðaþá meö
skammbyssu í hulstri viö hjartastað í hópi
fagurra kvenna nakinna aö ööru leyti en því
aö þær eru meö mjóan mittislinda og segl-
garnsspotta gegnum klobbann. Seglgarns-
spottinn á víst aö hylja til málamynda
rassinn og smánina.
Og varla líður svo andartak að ekki sé
drepinn maður eöa tveir, stundum margir í
einu, og sjálf höfuðpersónan í tíma og
ótíma veltandi sérsauödrukkin milli rekkju-
voðanna í rókokkórúmi meö berrössuðum
og fláráöum konum og sjampein í fötu við
höföalagiö.
Stundum hugsa ég sem svo, þegar ég er
aö horfa á Dallas, Dynasty, Rambó eða
James Bond.
— Það er bara aldrei neitt aö ske hjá
þessu fólki.
Þaö er vegna þess aö fjölbreytni míns
eigin lífs eru engin takmörk sett.
Þó get ég ekki neitað því aö einn dagur
vikunnar er mig oft alveg lifandi aö drepa.
Rétt til getið, einmitt mánudagurinn.
Mánudagurtil mæðu var einhverntímann
sagt og síöan hefur þetta verið haft fyrir
satt.
Hvaö mig áhrærir er þetta staðreynd og
hefur löngum verið.
Hafiö þiö tekiö eftir því, góöir hálsar, aö
þegar maður er haldinn fýlu, lunta og leið-
indum lætur maður þaö strax — að hætti
Guðrúnar Ósvífursdóttur — bitna á þeim
sem maöur elskar mest?
Mánudagar eru semsagt ekki skemmti-
legir fyrir þá sem mér þykir vænst um, þaö
er að segja ef þeir þurfa að veröa á vegi
mínum.
Ég er fréttafrík og mánudagshörmung-
arnar hefjast á því að á mánudögum koma
engin morgunblöð.
Og ég er ekki mönnum sinnandi útaf því
aö fá ekki á prenti síöustu gleðitíðindin frá
Beirút í Líbanon, írak, Iran, Palestínu,
Pakistan, fjárlagahallanum eöa Hafskip.
A mánudagsmorgnum læt ég stúlkuna í
02 vekja mig kl. 7.00 til aö vera viss um aö
missa ekki af fréttaúrdrættinum kl. 7.30.
Síðan hlusta ég á sömu fréttirnar kl. 8.00, kl.
9.00, kl. 10.00 og kl. 12.20.
Síðasta kortérið af matartímanum nota
ég svo til aö hreyta ónotum í þá sem ég næ
til, af þeim sem mér finnst vænst um.
Eftirmat ferég svo í sérstakt bakarí hérna
vesturí bæ, sem sérhæfir sig í því að hafa
hvorki mjólk, rjóma, brauð né bakkelsi á
mánudögum.
Þetta geri ég til aö fá tækifæri til aö tuöa
og rífast viö afgreiðslustúlkurnar í bakaríinu
og fæ extra kikk útúr því aö ausa úr fýlu-
pokanum yfir þær af því ég elska þær í raun
og veru útaf lífinu.
DV er eina dagblaöiö sem kemur út á
mánudögum og biðin eftir því óborganlegt
tilefni til að vera í svartnættisfýlu.
Ég hringi venjulega nokkrum sinnum á
mánudögum á afgreiðslu DV og tek svo til
orða:
— Ætlið þiö ekki að drulla þessum
snepli til mín fyrir áramót?
Ég hef alveg sérstaka ástæöu til aö vera
andstyggilegur viö stúlkuna sem verður
fyrir svörum, því hún er svo elskuleg að ég
er farinn aö unna henni hugástum.
Hún svarar alltaf því sama:
— Fyrirgeföu vinur. Ég skal bara senda
þér blaðið strax.
Hún gerir þaö auðvitaö aldrei, enda þarf
hún þess ekki, því þegar ég fer útá tröppur
til aö kæla mig hitti ég lítinn snáða eða
stelpuhnokka sem rogast milli húsa meö
þunga blaðabyrði og sultardropa á nefinu.
Og mig langar mest til aö taka litlu greyin
í fangið, kyssa þau á kinnina og segja eitt-
hvaö reglulega fallegt, en kann ekki við þaö,
því þaö gæti sést til mín.
Og þessadaganaerekki í tísku aö látavel
aö krökkum.
Og sem ég hef fengið mánudagsdévaffiö
færist yfir mig einhver friöþægingarró.
Ég nýt til fullnustu þeirrar tilfinningar að
öðlast á ný hlutdeild i stórtíðindum heims-
kringlunnar, skynja öran æðaslátt og hrær-
ingar samtíðarinnar og nema af síöum
blaðsins það helsta sem mæöir á mann-
kyninu og minni þjóö.
Knúinn sannleikshungri og fréttaþorsta
sökkvi ég mér niðurí lesninguna:
Geithafur ræöst á rjúpnaskyttu.
Bordeaux hefur keypt Jesper Olsen af
Manchester United.
Rauövínsbelgur klessukeyrir bíl rall-
manna.
Gul Mohammad segist þurfa konu af eðli-
legri stærð.
Mikið um sjaldséða fugla á Djúpavogi.
Sean Penn heldur villt og galið framhjá
Madonnu.
Minkar beittir brögðum.
Unnusta Rambós með sílikon í brjóst-
unum.
Loftmengun á lögreglustöðinni á ísafiröi.
Og sálarheiII minni er borgið.
Ég finn aö ég hef enn á ný eignast hlut-
deild í lífinu og tilverunni.
PRESSU
MOLAR
c
^^tarfsmönnum á Hótel Islandi
þótti víst Kini Larsen ákaflega
erfiður viðureignar og óstýrlátur
mjög. Tvívegis gekk hann út afsvið-
inu í upphafi tónleika vegna þess að
tónleikagestum var ekki heimilt að
komast á dansgólfið meðan á tón-
leikunum stóð. Þegar aðeins tvenn-
ir tónleikar voru eftir náðist loks
samkomulag við Kim á fundi sem
haldinn var á Hótel Borg, þar sem
hann féllst á að halda dansgólfinu
lokuðu fyrri helming tónleikanna.
Hótel ísland var komið í vond mál
vegna þessa, þar sem Kim Larsen
hvatti gesti til að koma upp að svið-
inu og byrgðu þeir matargestum þar
með sýn. Varð það til þess að fjöl-
margir tónleikagestir kröfðust end-
urgreiðslu á miðunum, en Hótel ís-
lands-menn gátu forðast skaða-
bótamál með því að bjóða flestum
þeirra ókeypis á rokkkvöldin, sem
nú ganga á skemmtistaðnum, svona
í sárabætur. Mun hótelið þó hafa
borið talsverðan skaða af þessu
öllu, enda er sagt að endurgreiðslu-
kröfurnar hafi samanlagt numið
a.m.k. 400 þúsundum króna...
c
^^íðustu árin hefur helsta lausn-
arorðið í Háskóla íslands verið: Að
efla tengslin við atvinnulífið. Það
hefur auðvitað legið í augum uppi
að stúdentar í ýmsum raunvísind-
um gætu lagt atvinnulífinu lið, en
kannski liafa menn ekki verið jafn-
trúaðir á að nokkurt gagn væri i
nemum í heimspekideild. Sú hug-
mynd hefur nefnilega vaknað að í
stað ritgerðasmíðar sé nemendum í
bókmenntafræði heimilt að þýða
fræðigreinar undir handleiðslu
kennara. Með í kaupunum fylgir að
ekki verði bara þýtt eitthvað út í blá-
inn, heldur er ætlunin að hinar
þýddu bókmenntafræðigreinar
komi á prent í samstarfi við Mál og
menningu. Eldri og íhaldssamari
kennarar munu þó ekki allir vera
jafnhrifnir af þeirri tilhugsun að
stúdentar losni með þessu móti
undan þroskandi ritgerðasmíð....
f
■ yrir nokkrum árum var tölu-
vert rætt um bágan rekstur Síldar-
vinnslunnari Neskaupstað. Athygli
hefur vakið, að nú á tímum harma-
kveinsfrétta heyrist lítið austan úr
Litlu-Moskvu. Kunnugir segja
ástæðuna einfaldlega þá, að með
góðri verkstjórn Finnhoga Jóns-
sonar forstjóra hafi tekist að kom-
ast út úr ógöngunum. Síldar-
vinnslan, sem þriðja stærsta fyrir-
tæki i sjávarútvegi á íslandi, hefur
margþættan rekstur. Fyrirtækið á
þrjá togara, bræðslu, tvö stór
loðnuskip, saltfiskverkun og frysti-
hús. Árið 1986 skilaði reksturinn 40
milljóna króna hagnaði og í fyrra
var hann um 80 milljónir. Það sem
af er árinu er talið að reksturinn í
heild sé í nokkuð góðu jafnvægi,
ekki síst vegna afkomu bræðslunn-
ar. í dag benda Norðfirðiugar einn-
ig á með nokkru stolti, að þeir hafi
ekki látið góðæri fara til spillis,
heldur nýtt það sem kostur var til
mögru áranna...
þ_
um síaukin umsvif Eimskipafélags-
ins. Gamansamur Iesandi hafði
samband við Pressuna í framhaldi
af grein blaðsins um veldi Eim-
skips. Hann vildi einfaldlega benda
okkur á að ekki þyrfti að breyta
nafni félagsins mikið til að það
hæfði umfanginu. Nei, það þyrfti
bara að setja eitt lítið H framan við
nafnið og útkoman yrði Heiin...