Pressan - 17.11.1988, Síða 8

Pressan - 17.11.1988, Síða 8
8 Fimmtudagur 17. nóvember 1988 PRESSÁM VIKUBLAÐ Á FIMMTUDÖGUM Útgefandi Blað hf. Framkvæmdastjóri Hákon Hákonanson Ritstjóri Jónína Leósdóttir Fréttastjóri Ómar Friðriksson Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 38, sími: 68 18 66. Auglýsingasími: 6818 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 38, sími 6818 66. Setning og umbrot: Filmurog prent. Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftargjald: 400 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðu- blaðið: 800 kr. á mánuði. Verð i lausasölu: 100 kr. eintakið. Hafskipskærur og alþingi Sakamálið vegna gjaldþrots Hafskips og Útvegsbankans gamla verður þýðingarmikið prófmál yfir pólitískum afskipt- um af verkefnum framkvæmdavaldsins. Meðal ákærðra eru fjórir fyrrverandi fulltrúar alþingis í bankaráði Útvegsbank- ans og einn núverandi þingmaður. Bankaráðsmennirnir eru sakaðir um vanrækslu við yfir- stjórn bankans og við eftirlit með starfsemi hans. Alþingis- menn velja sjálfa sig eða pólitíska fylgisveina sína til að sitja yfir ríkisbönkunum og verði hinir ákærðu bankaráðsmenn fundnir sekir um ákæruatriðin er það um Ieið þungur áfellis- dómur yfir þinginu. Þegar alþingismenn greiða atkvæði um það hvort þing- maður skuli sviptur þinghelgi vegna ákæru um saknæma vanrækslu í starfi sínu sem kjörinn fulltrúi þingsins verða þeir jafnframt minntir á að þingmenn eiga að sinna Iöggjafar- störfuin en ekki pota sér í nefndir, stjórnir og ráð yfir bönk- um og sjóðum framkvæmdavaldsins. Yfirstjórn og eftirlit með bönkum og sjóðum eru verkefni fagmanna, ekki þing- manna í fyrirgreiðslupólitík. Hafskipskærurnar hafa enn á ný valdið því að árásir eru gerðar að hlut fjölmiðla. Fréttir af ákærum saksóknara hafa þó í alla staði verið eðlilegar. Ákærur í slíku stórmáli verða ekki þaggaðar niður og ekki er við fjölmiðla að sakast þótt trúnaðarupplýsingar Ieki til fréttamanna. Fjölmiðlar eru valdastofnun sem hefur jafnþýðingarmiklum störfum að gegna og aðrir valdatindar þjóðfélagsins. Hafskipsmálið er ekki bara gjaldþrot aldarinnar. Haf- skipsmálið er einn þyngsti dómur sem fallið hefur yfir fyrir- greiðsluafskiptuin stjórnmálamanna. Hafskipsmálið er köld áminning um mikilvægi þeirrar aldagömlu reglu að þing- mönnum ber að virða landamæri löggjafarvalds og fram- kvæmdavalds. Hafskipsmálið hefur betur en nokkurt annað mál sýnt hversu þýðingarmikið það er að fréttamenn njóti sjálfstæðis í starfi. Það hefur lýst upp brestina í stjórnkerfinu og flett ofan af forneskjuhræsni í garð fjölmiðla. Tökum okkur of hátíðlega Það er mikill galli við okkur íslendinga hvað við erum upp til hópa hátíðleg og lítum lífið alvarlegum augum. (Þeim, sem eru ósammála þessari fullyrðingu, er bent á að líta í bak- spegilinn í bílnum sínum næst þegar þeir stoppa á rauðu ljósi. Það má mikið vera ef andlit fólksins í bifreiðinni fyrir aftan eru ekki drunginn uppmálaður.) Af einhverjum ástæðum virðumst við nefnilega setja jafnaðarmerki á milli léttleika og léttúðar (sem er þó náttúrulega allt annar handleggur), hlát- urs og heimsku. Þess vegna setjum við upp grafalvarlega gáfumannssvipinn við öll hugsanleg tækifæri — ekki síst, þegar myndavél er otað að okkur, eins og sjá má í fjölmiðl- um. Við erum svo hrædd um að fólk fái þá hugmynd að við séum einhverjir galgopar, sem ekkert mark er takandi á. í þessu tölublaði PRESSUNNAR er viðtal við Stefán Frið- finnsson, aðstoðarmann utanríkisráðherra. Þar fer hæfi- leikaríkur maður, sem náð hefur langt í lífinu og er kominn í mikilvæga áhrifastöðu. í hans sporum hefðu margir sett sig í landsföðurlegar stellingar og talað af þunga um landsins gagn og nauðsynjar, án þess að slá nokkru sinni á létta strengi. Það á ekki við um þetta skemmtilega viðtal við Stefán. Hann hikar ekki við að gera góðlátlegt grín að sjálf- um sér og þjóðinni allri og fyrir vikið verður þetta einkar ánægjuleg lesning, sem maður meðtekur með bros á vör. Það er gaman að kynnast fólki, sem tekur sjálft sig og tilveruna ekki alltof alvarlega. Við þyrftum að eiga meira af því hér á íslandi. Kommúnistabaninn „Spegill, spegill, herm þú mér! Hvers ímynd er fegurst í landi hér. Spegill, spegill, herm þú mér. Hvert lítur sá maður sem ekkert sér? Spegill, spegil/, — hérna, segð’eins og er. Skóp sjónvarpið söguna af mér?“ hin pressan „Sigur, tap, jafntefli og bið- stték” — Fyrirsögn í Tímanum um frammi- stöðu íslensku ólympiuskáksveitar- innar i 2. umferð skákmótsins. „En það getur tekið langan tíma að græða sárin eftir rikisstjórn Þorsteins og co. Og margar beisk- ar blöndur þarf að byrgja áður en íslenska þjóðin nær sér eftir hina skæðu hægri pest.” — Einar Ingvi Magnússon i lesenda- bréfi i DV. „Ég kom til íslands fyrst og fremst til þess aö græða peninga. Hagkerfið í Svíþjóð styður ekkert nema fullkomið jafnrétti þannig að þér finnst þú brjóta af þér meö þvi aö vinna mikið og eignast pen- inga.” — Björn Törnquist, landflótta Svii, i viðtali í DV. „Mér kemur mest á óvart aö ekki skuli vera gerður greinar- munur á góðri trú og vísvitandi rangfærslum.” — Ragnar Kjartansson, fyrrv. stjórnar- formaóur og framkvæmdastjóri Haf- skips, i DV um ákærurnar'i Hafskips- málinu. „Þetta var ekkert — eins og að bakka á bil.” — Hálfdán Ingólfsson flugmaður i DV eftir að framhjólabúnaður flugvélar sem hann stýrði gaf sig og vélin stakkst á nefið i flugtaki. „Ég held að þeirra mein sé inn- anmein. Það brýst oft út í hinum furðulegustu myndum.” — Steingrímur Hermannsson um Sjálfstæðisflokkinn i viðtali við Al- þýðublaðiö. „Það er Ijóst að ég mun sjálfur mæla með þvi að ég fái sömu meöhöndlun og aðrir sem sátu með mér í bankaráðinu.” — Jóhann Einvarðsson alþingismað- ur I Morgunblaðinu um ákærur vegna Hafskipsmálsins. „Eins og flestum er kunnugt ríkir nokkur samkeppni á milli Stöðvar 2 og Ríkissjónvarpsins og sýnist sitt hverjum.,# — Ragnheiður Daviðsdóttir i viðtali sinu I Mannlifi við Ólaf H. Jónsson. „Við leituðum til sérfróðra manna um þetta og svo kemur í Ijós að útreikningar þeirra standast ekki og mér er kennt um allt saman” — Guðjón B. Ólafsson i Þjóöviljanum vegna kostnaðar við Kirkjusand, sem kominn er 20% fram úr áætlun. „Þaö er ekki nokkur maður svo bláeygur að halda aö þaö sé nægj- anlegt aö gera einhverjar skipu- lagsbreytingar á Sjálfstæðis- flokknum til þess að hann endur- heimti aftur sinn fyrri styrk.” — Guömundur Magnússon I samtali við Morgunblaðió, en hann var ráðinn til að sjá um skipulagsbreytingar á flokknum. „Ég hef tröllatrú á þessu stjórn- arsamstarfi. Eftir að viö komum vitinu fyrir Aldi-fyrirtækið í Þýska- landi held ég að hægt sé að koma vitinu fyrir alla.” — Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra i DV.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.