Pressan - 17.11.1988, Side 9
Fimmtudagur 17. nóvember 1988
9
Hafskipsmálið
ALBERT ER EKKI SLOPPINN
Jónatan hefur ákært fleiri starfsmenn Hafskips en
Hallvarður Einvarðsson gerði, en fækkað ákæruatrið-
um, og hann virðist ætla að láta reyna meira en Hall-
varður á ábyrgð bankaráðsmanna Útvegsbankans. í
Hafskipsmálinu, einhverju umfangsmesta sakamáli fyrr
og jafnvel síðar, virðist stjórn Hafskips, kjörnir fulltrú-
ar eigenda fyrirtækisins, ætla að sleppa við að bera
ábyrgð á gjörðum undirmanna sinna og gildir það ekki
síst um Albert Guðmundsson, fyrrum stjórnarformann
Hafskips, bankaráðsformann Utvegsbankans og fjár-
málaráðherra.
Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvers
vegna Albert Guðmundsson er ekki
ákærður af Jónatan Þórmunds-
syni. Fjölmiðlar, ekki síst Halldór
Halldórsson, hafa ítrekaðgreint frá
greiðslum til Alberts Guðmunds-
sonar af svokölluðum leynireikn-
ingum Hafskips. Skattrannsóknar-
stjóri hafði einkum 10 greiðslur til
Alberts til rannsóknar; afsláttar-
greiðslur, ferðakostnaðargreiðslur,
gjaldeyrisgreiðslur og fleira.
Greiðslur þessar voru ekki taldar
fram til skatts af Albert. Afsláttar-
greiðslurnar til Alberts, ferðakostn-
aður vegna hans, greiðsla vegna
farmflutninga Helenu Albertsdótt-
ur og greiðsla sem annaðhvort rann
til Alberts eða Björgólfs Guð-
mundssonar, forstjóra Hafskips,
námu samtals að núvirði um 1,6
milljónum króna á 5 ára tímabili,
1981 — 1985. Á tímabili stjórnar-
formennsku Alberts í Hafskip og
eftir það.
VIÐTAKENDUR í GÓÐRI TRÚ
Af þessum greiðslum munu 1,3
milljónir króna að núvirði hafa
runnið til Alberts sjálfs eða einka-
fyrirtækis hans (sem út af fyrir sig
er hann sjálfur). Þeirra á meðal er
fræg 117.000 króna greiðsla 1983
(núvirði 286 þúsund), flokkuð sem
afsláttur, sem Albert fékk vegna
flutninga á áfengi með Hafskip, en
þá var Albert fjármálaráðherra
sjálfur og um leið yfirmaður ÁTVR.
í yfirheyrslum munu þeir Björgólf-
ur Guðmundsson og Páll Bragi
Kristjónsson hafa viðurkennt að fé
þetta hafi verið notað til áfengis-
kaupa þegar Albert bauð til mörg
hundruð manna veislu í tilefni af 60
ára afmæli sínu í október 1983.
Hafskip fjármagnaði einnig aðra
„afmælisgjöf" til Alberts, ferð til
Nice í Frakklandi, sem Albert fór
aldrei.
Ástæðan fyrir því að Albert er
ekki ákærður nú fyrir að taka við
þessum greiðslum úr leynireikning-
um Hafskips er einfaldlega sú, að
hann hefur borið því við að hann
hafi tekið við fénu í góðri trú og
ekki vitað að þeir væru ættaðir úr
ólöglegum leynireikningum. Gegn
slíkum framburði er ekki hægt að
sanna að Albert hafi brotið af sér.
Þannig sleppa fleiri viðtakendur
við ákæru vegna skorts á sönnun-
um. Til dæmis Kjartan Gunnars-
son, framkvæmdastjóri Sjálfstæð-
isflokksins, sem framseldi ávísun úr
leynireikningi sem styrk til flokks-
ins. Ekki vissi hann að féð væri illa
ættað.
ALBERT ER í HÖNDUM
SKATTYFIRVALDA
Albert er þó ekki sloppinn, þó
hann fái ekki ákæru á sig nú. Fyrir
liggur eftir rannsókn að greiðslurn-
ar til Alberts voru ekki gefnar upp
til skatts. Þessi angi málsins fór til
skattrannsóknarstjóra og áfram
rétta boðleið eftir því sem næst
verður komist, en enn er málið
óafgreitt.
Ekki verður Albert heldur
ákærður fyrir að hafa verið milli-
göngumaður þegar Hafskip og
Eimskip styrktu Guðmund J. Guð-
mundsson í veikindum verkalýðs-
foringjans. Guðmundur taldi
„styrkinn" kominn frá sínum per-
sónulega vini, Albert, og ekki verð-
ur sannað að Albert hafi vitað af
hvaða reikningum féð kom. í
FRIÐRIK ÞÓR
GUÐMUNDSSON
ákæruskjali Jónatans er fjárhæð
þessi tilgreind sem 120.000 krónur,
að núvirði um 332.000 krónur.
Samkvæmt ákæruskjalinu virðist
Eimskip hafa endurgreitt Hafskip
helming þessarar fjárhæðar en hin-
ir ákærðu dregið sér. í þessu sam-
bandi má rifja upp að Guðmundur
endurgreiddi Albert 100.000 krónur
(ásamt vöxtum) og hafa margir
spurt í kjölfarið: Hvað varð af 20
þúsundunum sem á milli ber? Fékk
einhver milligöngumaður þessa
upphæð í „umboðslaun“?
Hér verður ekki farið náið út í
ákæruatriði á hendur starfsmönn-
um Hafskips eða bankamönnun-
um. Talið er víst að Jónatan Þór-
mundsson telji þar aðeins upp
ákæruatriði sem hann telur óyggj-
andi, enda hefur ákæruatriðum
fækkað frá því Hallvarður Ein-
varðsson hafði málið með höndum.
Til að mynda er talið að nú sé ákært
vegna greiðslna úr leynireikningun-
um þar sem beinlínis var reynt að
fela tilganginn með greiðslunum,
þær flokkaðar á rangan hátt.
BRÚDKAUP,
SUMARBÚSTAÐUR,
TRYGGINGAR, BÍLL
Saksóknari telur að forráðamenn
Hafskips hafi vísvitandi blekkt
hluthafa fyrirtækisins og Útvegs-
bankann með rangfærslu skjala
upp á hundruð milljóna króna.
Þannig sýndi ársreikningurinn fyrir
árið 1984 neikvæða eiginfjárstöðu
upp á um 250 milljónir króna að
núvirði, en raunveruleikinn var nei-
kvæð eiginfjárstaða upp á ríflega
600 milljónir króna.
Leynireikningana virðast for-
ráðamennirnir hafa notað til mjög
alvarlegs fjárdráttar, samkvæmt
ákæruskjalinu. Nefna má umtals-
verðar fjárhæðir sem þeir Björgólf-
ur og Ragnar létu Hafskip greiða,
en voru vextir af hlutabréfakaupum
þeirra sjálfra. Um 45 þúsund að nú-
virði voru vegna utanlandsferðar
sonar Björgólfs. 37 þúsund fóru í
hreinsun á teppum Björgólfs. 374
þúsund fóru í að greiða persónuleg-
ar vátryggingar Björgólfs og fjöl-
skyldu. 228 þúsund fóru i að greiða
ferðakostnað manna tengdra Ragn-
ari en fyrirtækinu óviðkomandi. 67
þúsund fóru í að greiða kostnað
vegna brúðkaups dóttur Ragnars.
223 þúsund fóru í húsgögn til Ragn-
ars og greiðslu á aðflutningsgjöld-
um þeirra vegna. 42 þúsund fóru í
viðgerð á sumarbústað Ragnars.
820 þúsund fóru í að borga upp i
Chrysler New Yorker-bifreið Björg-
ólfs. Og er þá fátt eitt talið af því
sem Jónatan Þórmundsson telur þá
forráðamenn Hafskips seka um.
HVADMEÐ SÓL, KÓKOGDV?
Veigamiklar spurningar hljóta að
vakna um ábyrgð stjórnar Hafskips
í þessu máli, kannski þó sérstaklega
stjórnarformanns. Albert Guð-
mundsson var stjórnarformaður
Hafskips 1979 — 1983 (og stjórn-
Hinn sögulegi aðalfundur Hafskips i júní 1985. Albert Guðmundsson i ræðustól, þá fjármálaráðherra, en ekki leng-
ur stjórnarformaður fyrirtækisins né bankaráðsformaður Útvegsbankans. Til hægri frá honum er Friðrik Sophus-
son, hluthafi, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra til skamms tima, þá Ragnar Kjartansson stjórnarfor-
maður, Björgólfur Guðmundsson forstjóri en lengst til vinstri á myndinni er Páll Bragi Kristjónsson, þáverandi
framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Hafskips. Á borðum manna er ársskýrslan fræga. í henni var efna-
hagsreikningur sem sýndi að núvirði um 250 milljóna króna neikvæða eiginfjárstöðu, en saksóknari telur nær lagi
að tala um 600 milljónir króna. Of taldar eignir hér og vantaldar skuldir þar. Til dæmis þykir bókfært verð skipastóls-
ins hafa verið ofmetið um 100 milljónir króna að núvirði. Allir eru saklausir þar til annað hefur verið sannað, en
kunnugir telja að Jónatan Þórmundsson hafi aðeins tint það til í ákæruskjalið sem hann telur fullsannað...
arformaður Útvegsbankans 1981
— 1983). Rannsóknin á ársreikn-
ingum Hafskips nær einvörðungu
til ársins 1984 og var það gert af
hagkvæmnisástæðum vegna þess
hve umfangsmikil rannsóknin yrði,
enda skiptir ekki höfuðmáli með
tilliti til refsinga hvort bókhalds-
brot, fjárdráttur, skjalafals eða
annað slíkt hefur átt sér stað í mörg
ár eða eitt, refsingin þykir það
þung. Árið 1984 var Ragnar Kjart-
ansson tekinn við sem stjórnarfor-
maður Hafskips.
Aðrir í stjórn Hafskips á þessu
örlagaríka ári voru: Ólafur B. Ól-
afsson, útgerðarmaður í Miðnesi hf.
og Keflavík hf., Sveinn R. Eyjólfs-
son, stjórnarmaður í Frjálsri fjöl-
miðlun hf. (DV) og Hilmi hf.,
Bjarni V. Magnússon i íslensku
umboðssölunni, Davíð Scheving
Tliorsteinsson, forstjóri í Sói hf.,
Smjörlíki hf. og víðar, Guðlaugur
Bergmann, forstjóri i Karnabæ,
Gunnar Þór Ólafsson í Fiskiðjunni
hf., Hilmar Fenger, framkvæmda-
stjóri Nathans og Olsens hf. og
stjórnarmaður í Tollvörugeymsl-
unni með meiru (tengdasonur Vil-
hjálms Þórs fv. Seðlabankastjóra),
Jón Helgi Guðmundsson í BYKO,
Jón Snorrason I Húsasmiðjunni,
Jónatan Einarsson, forstjóri hjá
Einari Guðfinnssyni hf. á Bolung-
arvík, Páll G. Jónsson, forstjóri
Polaris, Sana og Sanitas, Pétur
Björnsson, forstjóri Vífilfells hf.
(Coca Cola), og Víðir Finnbogason
í Teppalandi.
ÞÁTTUR STJÓRNARINNAR
í ÓSTJÓRNINNI
Þetta eru þeir 14 stjórnendur og
varastjórnendur Hafskips, sem
töldust sérlegir fulltrúar og ábyrgð-
armenn hluthafa á þessum tíma.
Þetta eru þeir eigendur fyrirtækis-
ins sem kjörnir voru til að stjórna
fyrirtækinu af öðrum eigendum
þess og þeir réðu því hvaða menn
höfðu prókúru fyrir fyrirtækið.
Áttu þeir að fylgjast með því að
ráðnir framkvæmdastjórar færu að
öllu leyti að lögum? Samkvæmt
ákæru ríkissaksóknara gerði Ragn-
ar Kjartansson stjórnarformaður
það ekki og á að hafa tekið fullan
þátt í sakarefnunum.
Hvað þá þegar Albert Guð-
mundsson var stjórnarformaður.
Var hann ekki eins virkur og arftak-
inn? Fyrir þremur árum lýsti Björg-
vin Björgvinsson, fyrrverandi
starfsmaður Hafskips í Bandaríkj-
unum, afskiptaleysi stjórnar fyrri
ára: „Stjórn Hafskips var mjög
afskiptalítil. Þótt ég viti það ekki
milliliðalaust, þá voru stjórnar-
fundir meira formsatriði en raun-
verulegur þáttur í rekstrinum,
þannig að það má segja, að stjórnin
eigi sinn þátt í þessari óstjórn."
Sjálfur sagði Albert Guðmunds-
son í viðtali í Helgarpóstinum síðla
árs 1985, þegar hann var spurður
hvort hann yrði ekki yfirheyrður
sem fyrrverandi stjórnarformaður:
„Ég var ekki eini stjórnarmaður-
inn. Það hvílir ekkert minni ábyrgð,
út af fyrir sig, á stjórninni í heild.
Hvað með alla hina sem eru i
stjórninni?“
BRAUT STJÓRNIN
HLUTAFÉLAGALÖGIN?
Stjórnarformaðurinn, Ragnar
Kjartansson, virðist hins vegar alls
ekki hafa verið afskiptalítill. Hvað
með afganginn af stjórninni?
Að sönnu er mjög mismunandi
hve einstakar stjórnareiningar eru
virkar við stjórn félaga. Stjórn fé-
lags er þó almennt tengiliður við
hluthafafund, hefur mikil völd og
getur gefið framkvæmdastjórum
fyrirmæli. Stjórnarmönnum ber
skylda til að gæta hagsmuna félags-
ins, en að öðru leyti er fjallað um
hlutverk félagsstjórna í 52. grein
hlutafélagalaga. Meginreglan er sú
að stjórn félagsins er í höndum fé-
lagsstjórnarinnar, en fylgir að öðru
leyti fyrirmælum hluthafafundar.
Stjórnunin er almennt fólgin í því
að sjá um að skipulag félagsins og
starfsemi séu jafnan i réttu og góðu
horfi. Sé framkvæmdastjóri ráðinn
fara félagsstjórn og framkvæmda-
stjóri með stjórn félagsins. í lögun-
um segir: „Hinn daglegi rekstur
tekur ekki til ráðstafana, sem eru
óvenjulegar cða mikilsháttar. Slíkar
ráðstafanir getur framkvæmda-
stjóri aðeins gert samkvæmt sér-
stakri heimild frá félagsstjórn...“
Síðan segir: „Félagsstjórn skal
annast um, að nægilegt eftirlit sé
haft með bókhaldi og meðferð fjár-
ntuna félagsins. Ef ráðinn er fram-
kvæmdastjóri, skal hann sjá um, að
bókhald félagsins sé fært í sam-
ræmi við lög og venjur og meðferð
eigna félagsins sé með tryggilegum
hætti.“ í síðara tilvikinu bera báðir
aðilarnir ábyrgð á rekstrinum, en
stjórnin hefur það höfuðverkefni
að gefa almenn og sérstök fyrir-
mæli og hafa eftirlit með fram-
kvæmdastjóra.
FRÁ AFSKIPTALEYSI
TIL ÁBYRGDAR
Nú hafa bankastjórar og banka-
ráðsmenn Útvegsbankans verið
ákærðir fyrir stórfellda og ítrekaða
vanrækslu og eftirlitsleysi sem op-
inberir starfsmenn. Bankaráðs-
mönnum er gefið að sök að hafa
sýnt af sér „saknæma vanrækslu
við yfirstjórn bankans og við eftirlit
með starfsemi hans“, sem varðar
við 141. grein hegningarlaga og
ákvæða í lögum um Útvegsbank-
ann.
Ástæðan fyrir því að bankaráðs-
menn eru ákærðir fyrir vanrækslu
og eftirlitsleysi en ekki stjórnar-
menn Hafskips er samkvæmt heim-
ildum Pressunnar helst talin sú, að
ákvæði laga um hlutafélög eru ekki
eins ótvíræð og afgerandi og lög um
opinbera starfsmenn hvað slíka
ábyrgð varðar. Sem styður þá kenn-
ingu að sérstakur saksóknari, Jón-
atan Þórmundsson, sem vildi láta
betur reyna á þessa ábyrgð en Hall-
varður Einvarðsson, hafi almennt
séð fellt niður þau fyrri ákæruatriði
þar sem einhver vafi lék á sönnun-
argildi. Lítt hefur reynt á lög um
hlutafélög gagnvart ábyrgð félags-
stjórnar, en lög um opinbera starfs-
menn, skyldur þeirra og réttindi eru
öllu ótvíræðari. Margan lærdóm-
inn má draga af máli þessu. T.d. að
betur fer á því að hluthafar fyrir-
tækja fylgist betur en tíðkast
hefur með gjörðum ráðinna fram-
kvæmdastjóra. Þótt ekki hafi á það
reynt nú má búast við því að i hluta-
félagalögunum verði í kjölfarið
ákvæðin um ábyrgð stjórnarmanna
skerpt, til að taka af allan vafa.
Greiðslurnar af leynireikningum Hafskips til Alberts voru ekki gefnar
upp til skatts, angi málsins fór til skattrannsóknarstjóra og áfram rétta
boðleið, en enn er málið óafgreitt.
Ástœðan fyrir því að stjórn Hafskips er ekki ákœrð eins og bankaráð
Otvegsbankans er talin liggja í að ákvæði hlutafélagalaga eru ekki eins
ótvírœð og lög þau sem gilda um opinbera starfsmenn.