Pressan - 17.11.1988, Blaðsíða 12
12
Fimmtudagur 17. nóvember 1988
Gjaldþrotabylgjan vekur spurningar um stöðu einstaklinga ígjaldþrotamálum. Hverjir sleppa og hverjir ekki?
„ÉG VIL FÁ MÍNAR BARNABÆTUR"
Við gjaldþrot hlutafélags geta hluthafar gengið frá
þrotabúinu eins og ekkert sé hafi þeir ekki gengist í
ábyrgð fyrir skuldum fyrirtækisins. Einstaklingar
sem taka á sig persónulega ábyrgð eiga hins vegar
enga undankomuleið. „Enginn labbar inn í skiptarétt,
lýsir sig þar gjaldþrota og fer svo út aftur skuldlaus,“
segir Ragnar Hall, skiptaráðandi í Reykjavík.
Ung kona sem álti verslun í
Reykjavík er lýst var gjaldþrota
fyrir einu og hálfu ári stendur í
stappi við kerfið. „Fyrirtœki milt
varlekið ti! gjaldþrotaskipta, mér
tókst að semja við bankana um að
greiða eftirstöðvar skuldanna upp
á fimm til átta árum. En Gjald-
heimtan vill sitt. Hún semur ekki
og tekur nú af mér allar barna-
bœtur upp í eftirstöðvar opin-
berra gjalda. Af hverju má hún
það?“ spyr hún í samtali við
PRESSUNA.
„Þegar ég lét lýsa mig gjald-
þrota var það fyrst og fremst gert
að ráðleggingu lögfræðings, sem
sagði að ef ég léti gera mig upp
þyrfti ég ekki að hugsa um skuldir
við gjaldheimtuna frekar. Það
mál myndi fyrnast og ég þyrfti
ekki að hafa neinar áhyggjur.
Eftir að málið hafði gengið í
gegnum skiptarétt tókst mér að
semja við alla aðra en hið opin-
bera um greiðslu skuldanna. Mér
tókst að lengja eftirstöðvarnar um
nokkur ár og dæmið er hugsað
þannig að ef allt gengur eins og
hingað til ætti ég að vera búin að
greiða það allt á þrem árum. Þá
get ég losað mig út úr þessu. Upp-
haflega námu eftirstöðvar skuld-
anna rúmlega þremur milljónum,
en ég ætti að geta greitt þær niður
á skemmri tíma en um samdist við
bankana og aðra lánardrottna.
Ég er sem sagt gjaldþrota og
eignalaus í dag. Ég bý vel og er í
200 fermetra einbýlishúsi, en á
auðvitað ekkert í því fyrr en mér
tekst að losa mig út úr þessu. Það
sem hefur hins vegar valdið mér
mestri gremju er það að gjald-
heimtan tekur ekkert tillit til
gjaldþrotsins. í hvert sinn sem
sendar eru út barnabætur fæ ég
bréf þar sem segir að þær hafi all-
ar runnið til að greiða eldri skuld-
ir. Ég spyr: Því í ósköpunum er
verið að taka allar eignir mínar til
gjaldþrotaskipta ef ríkið heldur
bara áfram að innheimta skuldir
sínar eins og áður. Af hverju getur
einn aðili, gjaldheimtan, gengið í
þessa peninga þegar aðrir lánar-
drottnar geta það ekki eftir gjald-
þrotaskiptin?"
Hún segist vera með þetta mál
hjá lögfræðingi og hafi auk þess
sjálf gengið á milli opinberra
stofnana til að fá svör. „Lögfræð-
ingar hafa sagt mér að þetta geti
ekki vcrið rétt skv. lögum. Ég hef
hins vegar engin skýr.svör fengið
hjá skattinum, gjaldheimtunni
eða frá fjármálaráðuneytinu. Það
er sko ekki fyrir hvern sem er að
standa í þessu. Þetta hefur verið
tómt stress, áhyggjur og leiðindi.
Dóttir mín var aðeins fjögurra
vikna gömul þegar gjaldþrotið
átti sér stað og hún hefur fylgt
mér í gegnum allt saman. Ég sat
með hana í fanginu á biðstofum
bankastjóra og hafði hana með
mér þegar ég þeyttist eins og
senditík á milli valdhafa í kerfiuu.
Ég er skráð einstæð móðir, ég
er eignalaus en bý með manni sem
er sjálfur með fyrirtæki, en hans
mál hafa ekkert blandast inn í
mitt gjaldþrot. Ég er þegar búin
að greiða skuldir mínar niður um
rúmlega milljón og ætla mér að
endurgreiða allt. Málið er bara
það að geta samið við þá sem
maður skuldar, þá verður eftir-
leikurinn auðveldur og enginn
tapar þegar upp er staðið. Ég vil fá
mínar barnabætur eins og aðrir
foreldrar. Er ekki tilgangurinn
með því að veita barnabætur að
styrkja fólk til að sjá fyrir börn-
um sínum?“
Geslur Steinþórsson,
skattstjóri í Reykjavík:
„BARNABÆTUR GANGA
ALLTAF UPP í SKATTSKULÐIR"
„Barnabætur eru alltaf teknar
upp í skattskuldir. Það eru engar
undantekningar frá því,“ segir
Gestur Steinþórsson, skattstjóri í
Reykjavík, en vísaði að öðru leyti
á gjaldheimtuna.
Guðmundur Vignir Jósefsson
gjaldheimtustjóri:
„GJALDHEIMTAN ER EKKI
LÁNASTOFNUN“
„Það gildir sú almenna laga-
regla að ef menn verða gjaldþrota
geta þeir ekki reiknað með að
skuldirnar falli niður eins og sum-
ir virðast reikna með. Ef einstakl-
ingur verður gjaldþrota er það
segir ung, ein-
stæð móðir sem
stendur i baráttu
við gjaldheimt-
una. Fyrirtæki
hennar var lýst
g jaldþrota á sið-
asta ári en gjald-
heimtan heldur
áfram að inn-
heimta upp i
skattskuldirnar.
matsatriði hvort haldið er áfram
að innheimta. Málið getur legið
þannig fyrir að skuldin sé talin
óinnheimtanleg og ónýt og þá er
það allt afskrifað. Þetta er mats-
atriði í hverju tilfelli,“ segir Guð-
mundur Vignir Jósefsson, gjald-
heimtustjóri í Reykjavík.
Guðmundur segir að það heyri
til undantekninga að skuld sé
felld niður hjá gjaldheimtunni.
„Ef maður sem lent hefur í gjald-
þroti er t.d. áfram á launum eru
litlar líkur á að skuldin sé felld
niður vegna gjaldþrotsins.
Ef það er haldið áfram að inn-
heimta og einstaklingur fær svo-
kallaðan ívilnandi skatt, þ.e.
barnabætur, barnabótaauka eða
vaxtaafslátt, þá gengur það auð-
vitað upp í skuldina,“ segir hann.
„Bankarnir hafa aðra aðstöðu
til að semja um lán til einstaklinga
sem hafa lent í gjaldþroti, en
gjaldheimtan er ekki lánastofnun,
hún er innheimtustofnun, og
þ.a.l. virkar þetta öðruvísi. Við
verðum að fara eftir þeim inn-
heimtureglum sem hér gilda. Þær
gefa engan möguleika á að búa til
skuldabréf fyrir eftirstöðvum af
vangreiddum gjöldum.
Opinber skattheimta getur ekki
hugsað eins og lánveitandi að
þessu leyti. Bankarnir geta hins
vegar leitað þeirra leiða sem þeir
telja heppilegasta þegar þeir
semja við skuldunauta sína,“ seg-
ir Guðmundur.
Ragnar Hall, skiptaráðandi
hjá borgarfógeta:
„MENN VERÐA EKKI
SKULDLAUSIR MED
GJALDÞROTSÚRSKURDI'
„Almennu reglurnar eru þær
að kröfur sem lýst er í þrotabú
fyrnast á tíu árum eftir að skipta-
meðferð á búinu lýkur. Það er
mikill misskilningur þegar fólk
telur sér trú um að það geti gengið
hér inn og fengið gjaldþrotsúr-
skurð og farið svo skuldlaust út
aftur,“ segir Ragnar Hall, skipta-
ráðandi í Reykjavík.
„Ef einstaklingur er með einka-
firma eða sameignarfélag þá ber
hann persónulega ábyrgð á öllum
skuldum þess eins og um hans eig-
in skuldir væri að ræða. Ef hann
er hins vegar hluthafi í hlutafélagi
ber hann ekki ábyrgð á skuldum
þess nema hann hafi skrifað upp
á skuldaviðurkenningu um sjálf-
skuldarábyrgð. Munurinn er því
sá að tilvist hlutafélags lýkur með
gjaldþrotaskiptum á búi þess og
fullnustu verður ekki leitað hjá
einstökum hluthöfum, hvort sem
þeir hafa átt mikið eða lítið í fé-
laginu, nema þeir hafi sjálfir tekið
á sig ábyrgð á skuldunum. Ég á
ekki von á að gjaldheimtan standi
í ólöglegum innheimtuaðgerð-
um,“ segir hann aðspurður um
hvort ríkið geti stöðvað barna-
bætur og aðra ívilnandi skatta til
gjaldþrota einstaklinga.
ERU
MVNDIRNAR
ALLAR
SKAKKAR?
Glöggt er gests augað og allt
það. Það þarf reyndar ekkert
sérstaklega glöggan útlending
til að koma auga á ýmislegt sem
við íslendingar sjáum ekki svo
glatt sjálfir. Enda erum við
kannski engir heimsmeistarar í
sjálfsgagnrýni, þótt við getum
gert grín að sjálfum okkur i
þröngum hópi samlanda. Út-
lendingar sem fara á skemmti-
staði og diskótek á íslandi taka
til dæmis eftir því hvað íslenska
þjóðin dansar illa. Ekki það að
dansmennt sé á miklu hærra
plani í útlandinu, heldur eru ís-
lendingar svo frakkir að eðlisfari
(eða drukknir?) að fólk sem
aldrei myndi voga sér út á dans-
gólf í útlöndum stígur hér dans
eins og heilt þjóðdansafélag.
Skoðiði bara dansgólfið i Þjóð-
leikhúskjallaranum á laugar-
dagskvöldi...
Islendingar býsnast yfir því
hvað umferðin í Reykjavík sé
svakaleg. Útlendingar taka ekk-
ert eftir þvi. Þeir hafa séð það
verra. Hins vegar veita þeir því
athygli að göturnar og gang
stéttirnar i höfuðborginnni eru
þaktar tyggjói sem þjóðin hefur
skyrpt út úr sér á viðavangi, já
rétt eins og dúklagðar með
gömlum tyggjóklessum.
Ekki mikil prýöi að því.
Annað sem útlendingar sjá,
en við sjáum alls ekki, eru mynd-
irnar sem hanga á veggjunum
okkar. Þær eru allar skakkar. Viö
erum auðvitað alin upp við
skakkar myndir og veitum því
ekki neina eftirtekt þótt þær séu
skakkar. Það er okkur í blóð bor-
ið að myndir séu skakkar á
veggjum. Útlendingar velta því
hins vegar fyrir sér hvort öll
þjóðin sé með sjónskekkju,
hvort hér gangi án afláts yfir
jaröskjálftarsem færi allt úr lagi
eða hvort íslendingar kunni ein-
faldlega ekki að hengja upp
myndir. Eða hvort þeim sé alveg
sama. Nattúrlega eru flestir út-
lendingar svo kurteisir að það
flökrar ekki aö þeim að vekja
athygli ínnfæddra á þessari yfir-
gengilegu skekkju; en hins veg-
ar má oft sjá ferðamenn snigl-
ast varfærnislega i kringum
þær myndir sem þjóðin hefur
hengt á veggi sér til yndisauka.
Þeir eru þá sennilega að bíða
færis á áö geta rétt þær af —
svona þangaö til i naésta jarð-
skjálfta...
-EH
Aftur af
„höstlerum"
ÍSLENSKIR HÖSTLERAR
tSsSiHl „MnftalteUjur fyrtr alnn mónuð liggja einhvers staðar fyrir ofan hundrað þúsund,'' segir við- mtalandi PRESSUNNAR.
SSfíÉi-
rsæsSíSKS
~~Í£ÍEk
IsásMuáT ióíéer' ÍS3XirSKTSTSiS!.
I síðasta tölublaði PRESSUNNAR birtist viðtal við svo-
kaliaðan „höstler“ — mann sem spilar ballskák upp á pen-
inga. A einum stað í greininni segir hann eftirfarandi um
þá u.þ.b. tíu aðila, sem hann telur stunda þetta að stað-
aldri: „Margir fara í Mosfellsbœ og til Keflavíkur og þeir
alhörðustu jafnvei til Akureyrar. “
Af þessu tilefni skal það skýrt tekið fram, að alls ekki
er þar með verið að halda því fram að billjardstofur á
framangreindum stöðum látiþað viðgangast að menn spili
upp á peninga. Viðmœlandi blaðsins sagði einfaldlega, að
einhverjir einstaklingar úrþessum litla hópi hefðu reynt að
fara út úr bœnum til að „höstla", án þess að fullyrða nokk-
uð um hvort þœr ferðir hafi verið til fjár eður ei.
Við eftirgrennslan kom hins vegar í Ijós, að það er ekki
alls kbstarrétt /tjá viðmœlanda okkarað einungis sé spilað
um peninga í ballskák og snóker sé „allur miklu virðulegri
og enginn peningar íhonum“ Samk vœmt heimildum okk-
ar er snóker nefnilega ekki síður spilaður upp á peninga en
billjard — jafnvel enn frekar.