Pressan - 17.11.1988, Side 15

Pressan - 17.11.1988, Side 15
Fimmtudagur 17. nóvember 1988 15 spáin vikuna 13. október — 19. nóvember (21. mars — 20. aprílj Þér finnst freistandi að vera svolítið óréttlátur við ákveðnar aðstæður, en þú gerir ekki rétt i að nýta þér þessar að- stæður til að komast áfram á annarra kostnað. Að öllu jöfnu ertu persóna sem hægt eraðtreystaog því orðspori er best fyrir þig að viðhalda. (21. apríl — 20. niaij Vissulega hefur þér tekist að halda lífi þínu I sæmilegri reglu. En þú ættir hins- vegar að lita nánar á fjármálin þvi þar er vist ekki allt eins og það ætti að vera. Reyndu að ná betrasambandi við þásem þú ert háður i þessu efni, ef það tekst mun þér auðnast að skapa þér heilbrigð- ari fjármálastöðu I framtíðinni. 4» i (21. maí — 21. jiiní) Einmitt nú er góður tími fyrir þig að leggja aukna áherslu á einkalifið. Þú ættir I rikari mæli að taka frumkvæði gagnvart vinum og fjölskyldu. Ef þú glat- ar þessu frumkvæði getur það haft af- drifaríkar afleiðingar fyrirvináttu þinaog samband við annað fólk. (22. jtíni — 22. jiilíj Þú hefur sterka þörf fyrir lúxus, sem kemur illa niður á fjárhagsstöðu þinni. Innst inni er þér fullljóst að þú ert alltof kærulaus I fjármálunum.Taktu þértakog neitaðu þér og öðrum um eitt og annað sem hingað til hefur þótt sjálfsagt. Vandamál sem þarfnast töluverðrar umhugsunar hefur komió upp og til þess að sigrast á þvi þarf til fulla einbeitni og sjálfsafneitun, en málið er fyrst og fremst að koma sér að verki. I náinni framtið muntu standa frammi fyrir að- stæðum sem krefjast fljótrar og öruggr- arákvörðunartöku og munu valdaþérerf- iðleikum. (23. ágiisl — 23. sept.J Um þessar mundir vinnurðu að verk- efni, en þú ert nokkru lengra frá lausn þess en þú heldur sjálfur. Misstu samt ekki þolinmæðina þvi slíkt skilar þér engu. (24. sept. - 23. okt.) Það er svo sem ekkert stórkostlegt að gerast þessa dagana. Á hinn bóginn er hvunndagurinn þér ágætur, margt smátt sem þú gerir með fjölskyldu og vinum þessa dagana færir þér ríka ánægju. Af þeim sökum er geðlag þitt gott og stutt i brosið. Þú ættir að deila þessari ánægju með manneskju sem ekki stend- urjafnvel um þessar mundir. Reyndu að komast hjá því á þessari stundu að taka ákvarðanir sem gætu reynst afdrifaríkar. (24. okt. — 22. nóv.J Undir þaó síðasta hefur þú átt við nokkurt heilsuleysi að striða og að auki verið nióurdreginn vegna skammdegis- ins. Þú þarfnast þess nokkuð að sleþpa burt úrhversdagsleikanum og um leið að geta horft á hann úr fjarlægð. Því miður er ekki liklegt að þú getir tekið þér frí á næstunni, en láttu það ekki hafa frekari áhrif á þig. (23. nóv. — 21. des.J Næsta framtíð mun einkennast af rikum geðsveiflum hjá þér og þú verður að reynaað geraeitthvað I þvi að ná betri stjórn átilfinningunum. Dragðu þig frek- ar I hlé en að ota þér fram, segóu fátt en hyggðu hátt. Óheppileg ummæli á tím- um sem þessum gætu valdið hinum mesta misskilningi og orðið þér dýr- keypt þegar fram i sækir, ekki síst meö tillití til þess hvernig þú hefurkomiðfólki fyrir sjónir að undanförnu. Reyndu að vera dipló — þaö borgar sig oft. (22. des. — 20. jamiarj Ef, algerlega óvænt, þú lendir I erfiðri aðstöðu I þessari viku skaltu ekki leiða hugann aö þvi að leita þér hjálþar. Eina leiðin er að standast þessi átök án þess að taþa nokkru af sjálfsálitinu. Nýtt áhugamál hefur rekið á fjörur þinar og gagntekió þig, þetta mun mjög svo ein- kenna framtiðina. (21. janúar — 19. febriiar) Samspil stjarnanna lofar góðu bæöi fyrir samband þitt við vini og — ekki síð- ur — á rómantlska sviðinu. Þú getur horft fram á margar ánægjustundir með nýjum vinum. Persónaþinermeira aðlað- andi sem stendur en oft áður og það skaþar grundvöll fyrir náin og hlý kynni. Rósrauð rómantikin vakir yfir vötnum. (20. febriiar — 20. marsj Þú verður að temja þér að líta aðstæð- ur, fyrirbrigði — jafnvel fólk — hlutlaus- ari augum og einbeita þér að praktíkinni þrátt fyrir að þér hafi ekki tekist aö rækja skyldur þinar sem skyldi að undanförnu. Innan skamms verða á lifi þinu breyting- ar til hins betra. / þessari viku: HEILDARYFIRBRAGÐ: Lófinn er afskaplega blandaöur ogeigandi hanserbæöi undiráhrif- um frá tungli og mars. Honum ligg- ur mikiö á þegar framkvæmdir eru annars vegar, en úthaldið og seigl- an eru ekki alltaf til staöar. GREINDARLÍNAN (1): Þessi maöur hefur sterkt ímynd- unarafl og vissa tilhneigingu til aö vera þunglyndur. Hann virðist bæði hafa hæfileika til aö fara út á sviö mennta- og menningarmála og I stjórnun. Alls kyns skipulagsstörf ættu t.d. vel vió þennan mann. 007 (karl) f. 25.07.1933. pressupennar Morgunfrúin Amman teygði sig yfir afann sem vaknaði ekki við vekjaraklukkuna lengur. Hann gat ekki viðurkennt hve heyrninni hafði hrakað og hafði klukkuna sín megin. Hún reyndi að láta það ekki ergja sig, en veittist það æ erfiðara eftir því sem morg- unskapið varð verra. Hún ýtti við honum og hann rakaði sig meðan hún hitaði kaffi. Þau töluðu ekki saman á morgnana. Þessi morgunn heyrði til undantekninga og hann sagði: Þú ert ógreidd. Hún setti hár- ið upp, fór úr sloppnum og í hvers- dagskjól. Hana svimaði sem snöggvast þegar hún náði í óhreinu sokkana hans undir rúm, en það leið fljótt hjá. Hún byrjaði verkin sín alltaf á að þvo. Þau áttu ekki vél og hún vildi hana ekki, hafði kom- ist af án hennar hingað til og þvott- urinn orðinn sama og ekki neitt. Hendurnar þoldu illa heitt sápu- vatnið, svo hún hafði það volgt. Á leiðinni niður í kjallara skaust kött- ur konunnar á annarri hæð hjá. Amman hrökk við og þrýsti sér að veggnum. Allt frá því köttur á næsta bæ beit hana sem barn hræddist hún ókunnuga ketti. Af- anum var illa við ketti og nú hafði hún ekki átt kött i fjórtán ár. Afinn hafði losað þau við hann með hnerrum og uppgerðarofnæmi. Kjallaragólfið var ískalt. Hún hafði gleymt að fara í inniskóna en lét sig hafa það. Henni varð kalt með hendurnar í volgu vatninu og fann að árans kvefið var á leiðinni. Um morguninn rigndi af og til og örstutta stund náði sólin að verma blöð morgunfrúarinnar. Amman dútlaði við heimilisstörf og heklaði ofurlitið. Barn var á leið í heiminn. Afinn las eftir því sem hann gat, en þreyttist fljótt og stóð upp til að hvíla sig, kveikti á útvarpinu, horfði út í portið og settist aftur niður. Hann teygði sig í bréf frá gömlum vini, sem nú var sendiherra í París, og las það einu sinni enn. í því var ekkert markvert, aðeins fréttir síðasta árs af fjölskyldunni og nokkrar gamansögur sem höfðu á sér þann blæ að vera margsagðar. í lok bréfsins var setning sem afinn áttaði sig ekki fyllilega á og var úr samhengi við innihaldslaust bréfið. Eitthvað í þá átt að heimurinn væri nú loks að eldast. Afanum þótti heimurinn hafa verið að eldast frá upphafi, jú sérstaklega á þessari öld. Eða var heimurinn kannski ekki einmitt að yngjast? Hádegisverðurinn var fábrotinn, hnífur rakst i glas, diskarnir fóru í vaskinn og afinn ræskti sig. Þeir voru loksins búnir að koma sér saman um stjórnina — var það eina í fréttunum sem afinn lagði eyrun eftir, en áttaði sig svo á því seinna um daginn að hann hafði ekki minnstu hugmynd um ráðherrastól- ana, og þegar hann hugsaði um rödd hins nýja forsætisráðherra átt- aði hann sig ekki á hver það var sem hafði tjáð von sína um lausn á þeim brýna vanda sem nú steðjaði að íslensku þjóðinni og þjóðfélaginu í heild. Erna hringdi til að spyrja hvort þau vanhagaði um eitthvað. Einn pott af mjólk og rúgbrauð. Hendur þeirra snertust af tilvilj- un við kaffiborðið og þau hrukku við, hún roðnaði og hann brosti. Þá brosti hún líka og hann tók um hönd hennar. Þetta undarlega and- artak varði aðeins augnablik, en hann minntist þess stöðugt síðan. Kaffið var heldur veikt. Erna leit inn með mjólkina og rúgbrauðið, var með Ásu litlu með- ferðis, þær voru að fara að sækja Önnu Dís sem beið spennt með sög- ur af fyrsta skóladeginum. Ása vildi ekki fara í skólann, það voru hrekkjusvín þar. Hún gleymdi þeim fljótt þegar afi tók hana í fangið og las fyrir hana úr ævintýrabókinni stóru, í stólnum undir morgun- frúnni. Erna talaði alvarlega við ömmuna inni í eldhúsi um veikind- in, en amman eyddi talinu, þetta var ekkert. Erna gafst fljótlega upp, enda að verða of sein að sækja Önnu Dís. Það var farið að bregða birtu um eftirmiðdaginn og afinn vildi kveikja Ijós. Amman andmælti ekki, en lét á sér skiljast að það væri óþarfi og vitleysa. Síminn hringdi, en þegar afinn hrópaði já halló var þar enginn. Skyndilega fór að rigna og amm- an fór að tala um barnið sem var á leiðinni í heiminn og átti ekki föð- ur, því foreldrarnir höfðu aldrei elskað hvort annað og vildu nú ekk- ert með hvort annað hafa. Ja, ef ég lófalestur TUNGLHÆÐ (2) OG VENUSAR- HÆÐ (3); Þessar hæöir viröast, ef marka má Ijósritið, mjög þéttar og þykkar. Þaö bendir til þess aö maðurinn sé svolitiö sveiflukenndurog stundum fljótfær. En hann er næmur fyrir því, sem gerist í kringum hann, og getur verið ástríöuf ullur og ágengur. Hann hefur einnig næmi fyrir tón- list og hljómum. Þetta er metnaöargjarn maöur, sem vill komast áfram. LÍFSLÍNAN (4): Þaö gæti hafa verið erfitt timabil í lifi þessa manns, þegar hann var milli fertugs og 45 ára aldurs. Þetta gætu hafa veriö einhverjir utanaö- komandi erfióleikar, sem raskaö heföu umhverfi hans. Þessi maður hefur verió svolitió bundinn fööurhúsunum og átt erfitt meó að slíta sig lausan. En milli tvi- tugs og þrítugs hefur hann haft ágætt tækifæri til aö koma sér áfram. Einhverjar breytingar veróa siðan á lífsmunstrinu um 39 til 43 áraaldurinn. Um fimmtugt hefst svo mikilvægt tímabil í tengslum við fjölskyldumál, sem veröa honum ofarlega í huga. Stefna hans í lifinu um þessar mundir gæti þvi tengst heimili og fjölskyldu. Maóurinn þarf ef til vill aö gæta vel að sjóninni, en einnig að æöum og æöakerfi. Hann ætti ekki aö taka hlutina jafnalvarlega og hann gerir, en hann skortir sjálfstraust og þaö veldur ýmsum erfiöleikum. á að segja eins og er finnst mér að þau ættu að taka saman, þó ekki nema barnsins vegna. Þau eru æskan, sagði afinn, leyl'ðu þeini að njóta herinar. Barn- ið verður ekki verra. Þú átt gott, sagði amman við af- ann, að elska æskuna. En liún kann ekki lengur að elska. Ekki eins og við. Afinn horfði tómlega á rigning- una skella á rúðunni, ruggaði sér hægt og talaði í takt við hreyfing- una. Að elska. Kunnum við að elska? Til að elska verður að elska allt og alla. Þú segist ekki geta elsk- að æskuna. Amman stóð upp og kjagaði fram í eldhús. Eftir stutta stund kom hún í gættina og sagði: Það er annað. Afinn ruggaði sér og hristi höf- uðið hægt. Hann vildi ekki karpa um einskisverða hluti. Hann huggaði sjálfan sig með því að þegar um alvarleg mál væri að ræða réði hann. Alvarlegu málin urði æ færri í seinni tíð. Amman vökvaði morgunfrúna. Þau fóru snemma að sofa, en ein- hverra hluta vegna var honum órótt og gat ekki sofnað. Hann vildi ekki deyja í svefni. Helst að morgni til, því morgunbirtan gerir allt svo fallegt. Mér er sama hvar og hve- nær, sagði hún. En ef ég fer á undan þér, vökvaðu þá frúna af og til.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.