Pressan - 17.11.1988, Síða 16

Pressan - 17.11.1988, Síða 16
RK5HT EYE IfUDOLOGY* EYES SHOW OUR ENTIRE BODY’S HEALTH The ins, or colored part of our eyes, is a miniature map of the entire faody. Iridol- ogyílr-id-ol-ð-gy) is the ancient science of monitoring the health of all of our body parts by studying the iris' colorful map. Research shows this 800 year old science helps you: * Spot health problems-before you feel pain. * See what nutrition is lacking in yourfood. * Spot inheritedweakareas & pastinjuries. * Oetermine how well the body is healing past and current probtems.each week. TO USE THIS CARO: Hold riptit eye m card under persons dght eye. Mateft spots in eye to same area on card To use on yoursdf. use same position of card & tookat retedion of both in mirror. Repeat for íeft eye. <CoMimml o*t mw S«Smi ® ■ ©■ 1983Jan Zv&ekss. 2m EcMtion C Þetta er kort yfir þau svæði likamans, sem endurspeglast i aug- um okkar. Með hjálp þess sjúkdómsgrein- ir David Calvillo fólk- ið, sem til hans leit- ar, og gefur þvi síöan góð ráð varðandi mataræði og annað. Lausleg þýðing á leiðbeiningum með augnkortinu: Auga- steinninn er eins og kort af líkama okkar. Sú aðferð að lesa upplýsingar um heilsufar fólks úr augum þess hefur verið notuð i 800 ár. Hún gerir okkur kleift: • að uppgötva heiisubrest áður en við verðum áþreif- anlega vör við vandamálið • að sjá hvaða fæðu- tegundum við fáum ekki nóg af • að koma auga á meðfæddaweik- ieika og gamla kvilla • að sjá hversu vel líkamanum gengur að læknast af því, sem hrjáir okkur. Bandarískur Apache-indíáni hefur lœknað fjölda Islendinga af ýmsum kvillum með því að lesa úr augum þeirra SPEGILL LIKAMANS Fjöldi íslendinga hefur leitað til ungs banda- rísks manns af indíánaœttum, sem stundar lœkningar í Chicago. Hann sjúkdómsgreinir fólk með því að horfa í augu þess — og hefur náð undraverðum árangri. David Calvillo. Sextán ára fékk hann þann úrskurð að hann ætti þrjá til sex mánuði ólifaða. Samkvæmt máltækinu eru aug- un spegill sálarinnar. Eða livað? Sumir þeirra, sem stunda óhefð- bundin læknavísindi, segja augun endurspegla ástand líkama okkar. Einn þeirra er David Calvillo, sem starfar í Chicago í Bandaríkjunum, en margir íslendingar þakka hon- um alfarið bata á ýmsum kvillum. David er 34 ára gamall Apache- indíáni og starfar sem grasa- og næringarsérfræðingur. Hann stundaði nám í lækningum — eða heilunaraðferð — með notkun nudds, ljóss, hita, kristalla, strauma og annarra náttúrulegra afla. Þó spilar einnig annað inn í lækningar Davids. Næmleiki, sem ekki verður lærður af bókum. Sjálfur vill hann hins vegar sem minnst tala um þann þátt málsins. En vinir hans hér á ís- landi segja David hafa dulræna hæfileika. Á því sé enginn vafi. Þessi ungi maður á ótrúlega sögu að baki, samkvæmt heimildum hinna íslensku vina hans. Sextán ára fékk hann lifrarkrabbamein og fékk þann úrskurð hjá fjórum sér- fræðingum á mismunandi sjúkra- stofnunum að hann ætti í mesta lagi eftir að lifa í þrjá til sex mánuði. Þá tók pilturinn til sinna ráða og fór í „hreinsunarkúr", sem samanstóð af hveitigrassafa og ýmiss konar hrásafa. Og viti menn. David lifði og krabbameinið hvarf! Eftir margra ára nám í heilunar- skðlá hóf David störf við náttúru- lega heilsuráðgjöf í Chicago. Hann beitir þeirri óvanalegu aðferð við sjúkdómsgreininguna að lesa úr augasteinum sjúklinganna. Auga- steininum er skipt niður í svæði, eins og klukku, og hvert þeirra táknar ákveðinn hluta líkamans. Séu blettir eða aðrar misfellur á einhverju svæðinu gefur það til kynna hvað aniar að viðkomandi líkamshluta. Eftir sjúkdómsgreininguna gefur David sjúklingunum leiðbeiningar varðandi mataræði og lifnaðar- hætti og bendir þeint á jurtalyf og seyði, sem komið geta að gagni. Hann er t.d. á þeirri skoðun að fólk eigi ekki að þurfa að taka inn vítamíntöflur. Það sé mun hollara, ef líkaminn getur unnið öll bætiefni úr fæðunni. Sjálfur er David grænmetisæta, án þess þó að það fari út í þær öfgar að hann fordæmi endilega allt kjötát. Hann telur t.d. eðlilegt og sjálfsagt að við íslend- ingar borðum hið margrómaða lambakjöt okkar. David hefur fengið fólk héðan frá íslandi í meðferð við alls kyns sjúkdómum, bæði minniháttar og lífshættulegum. Og rnargir fullyrða að þeir eigi honum heilbrigði sína að þakka i kjölfar slíkrar meðferð- ar. Einkum er það starfsfólk Flug- leiða, sem Davíð hefur meðhöldlað, enda á það auðvelt nteð að komast til Bandaríkjanna fyrir hagstætt verð. PRESSAN hefur m.a. frétt af íslendingum, sem leituðu til hans vegna nýrnaveiki, liðagiktar, vöðva- bólgu, krabbameins, astma, melt- ingartruflana og blæðinga í ristli — svo eitthvað sé nefnt. En lækningin byggist að sjálfsögðu mikið á því hvað sjúklingurinn sjálfur er tilbú- inn að leggja á sig við að fara eftir fyrirmælum þessa óhefðbundna læknis. „ÞETTA PASSAÐI NÁKVÆNILEGA HJÁ H0NUM“ PRESSAN náði tali af tveimur íslenskum konum, sem leitað hafa til Davids Calvillo. Önnur þeirra er Unnur Stefánsdóttir, flugfreyja hjá Flugleiðum. Hún lýsir samskiptum sínum við hann á eftirfarandi hátt: „Þetta var mín fyrsta reynsla af óhefðbundnum lækningum, en ég fann strax að David var afskaplega næmur. Ég held, að hann sé hrein- lega skyggn... Það var óskaplega skrítin reynsla að láta horfa í augun á sér í nokkrar minútur og segja sér siðan í grófum dráttum hverjir mínir veiku og sterku punktar væru hvað varðar heilsufar. Þetta passaði alveg nákvæmlega hjá honum! Og það kom mér auðvitað á óvart hvernig hann gat lesið þetta allt saman út úr augunum. Éftir greininguna lét David mig fá jurtir, sem hann sagði að ég þyrfti á að halda, og leiðbeindi mér með ýmislegt. Ég tók þetta alvar- lega og reyndi að fara nákvæmlega eftir ráðleggingum hans. Lagði mig verulega fram við að breyta um mataræði og annað slíkt. Og ég fann strax mun á mér! Mér finnst David alveg stórkost- Iegur, enda hef ég farið oftar en einu sinni til hans. Hann aðstoðaði mig m.a. við að hætta að reykja með því að láta mig hafa ákveðið te, en auðvitað verður maður sjálfur að hafa rétta hugarfarið. Það getur enginn hætt reykingum fyrir mann! Það er hægt að drekka jurtaseyði endalaust án nokkurs árangurs, ef maður er ekki sjálfur staðráðinn i að hætta. David getur bara hjálpað til á þann hátt að gera þetta svolítið léttbærara með því að minnka löng- unina á meðan versta tímabilið gengur yfir. Hann stuðlar líka að hugarfarsbreytingu hjá þeim, sem koma til hans. Vekur þá til umhugs- unar um ýmislegt varðandi eigin líkama." BÓLGURNAR HURFU Seinni viðmælandi okkar baðst undan nafnbirtingu. En hún hafði svipaða sögu að segja: „Ég fór til Davids ásamt nokkr- um öðrum íslendingum og mér fannst það alveg meiriháttar! Hann þekkti okkur ekki neitt, en það, sem hann sagði, var allt alveg hárrétt. Hann ráðlagði okkur ýmislegt varðandi náttúruvítamín, eftir því hvað amaði að, og ég hef reynt að fara að ráðum hans. Þó hef ég kannski ekki verið alveg nægilega dugleg við það... samt finn ég mik- inn mun á mér. David sagði strax við mig, að ég væri með sogæðabólgu. Ég hafði lengi átt við það að stríða að bólgna í hálsinum og var hrædd um að vera komin með æxli. En hann sagði sem sagt að þetta væru sogæðarnar og ráðlagði mér að breyta alveg um mataræði. Hann leggur mikið upp úr grænmeti og ávöxtum og vill að maður búi allt soð til sjálfur. Kaupi ekkert tilbúið í búð með einhverjum aukaefnum. Þetta gerði ég og bólg- urnar hurfu gjörsamlega! Þessi læknisaðferð er auðvitað skrítin og ég hefði aldrei trúað þessu, nema af því ég reyndi þetta sjálf. Það er bara verst hve erfitt er að lifa algjörlega eftir þessu og breyta alveg um mataræði. Mér hefur ekki tekist það, en svona reynsla gerir það að verkum að maður fer að hugsa öðruvísi. Og veliíðanin lætur ekki á sér standa...“

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.