Pressan


Pressan - 17.11.1988, Qupperneq 21

Pressan - 17.11.1988, Qupperneq 21
Fimmtudagur 17. nóvember 1988 21 úr hæstaréttardómum ÞÓRBERGUR DÆMDUR FYRIR MEIDANDIUMMÆÍIUM HITLER í dómi hæstaréttar, uppkveðnum 31. október 1934, var dæmt í máli réttvísinnar á hendur tveimur mönn- um, þeim Finnboga Rúti Valdimarssyni ritstjóra og Þórbergi Þórðarsyni rithöfundi. Var mál þetta höfð- að að kröfu þýska aðalkonsúlatsins í umboði þýsku ríkisstjórnarinnar og samkvæmt skipun dómsmála- ráðuneytisins. KALLAÐI HITLER SADISTA Þann 9. janúar 1934 sneri þýska aöalkonsúlatið sér til forsætisráð- herra og kvartaði yfir því að Þór- bergur Þórðarson hefði birt í Al- þýðublaðinu þann 6. janúar það árið grein undir fyrirsögninni „Kvalaþorsti nazista“. Taldi konsúlatið greinina óvenju fjand- samlega Þýskalandi og þýsku rík- isstjórninni, auk þess byggða á röngum og fölsuðum heimildum. Nefndi hann að í greininni væri forseti ríkisstjórnarinnar kallaður „sadistinn á kanzlarastólnum þýzka“. Fór konsúlatið fram á að ríkis- stjórnin hindraði áframhaldandi útkomu greinarinnar. Forsætisráðherra sneri sér til ritstjórnar Alþýðublaðsins og óskaði eftir því að blaðið birti ekki áframhald greinarinnar, en án árangurs. Vísaði forsætisráð- herra málinu þá til dómsmála- stjórnarinnar að kröfu konsúlats- ins. í greininni „Kvalaþorsti naz- ista“ lýsir Þórbergur Þórðarson ógnum þeim sem hann taldi að andstæðingar þýskra nasista yrðu fyrir af þeirra völdum. Greinina byrjar hann svo: „í liðugan áratug höfðu nazistarnir þýzku beitt öll- um kröftum til að innræta þjóð- inni miskunnarlaust hatur gegn social-demókrötum, kommúnist- um, gyðingum, friðarvinum og sjálfum erfðafjandanum, Frakk- landi.“ Segir hann á einum stað: „Sýknt og heilagt var barið inn í höfuð fólksins með þrumandi stóryrðum að hata, ofsækja, drepa og myrða alla, sem hefðu aðrar skoðanir en nazistarnir“ Því næst vitnar hann til um- mæla forystumanna nasista- flokksins, fullyrðingu sinni til stuðnings. Má þar nefna tilvitnun í Röver stjórnarforseta eftir stjórnarskiptin í Oldenburg, „Vér víljum hengja marxistana og mið- flokksmennina á gálga til þess að fóðra hrafnana.“ í greininni seg- ir: „Þá er villidýrinu sleppt lausu af básnum. Og upp frá því augna- bliki hefst einhver sú villtasta morð- og píslaöld, sem öll hin blóði stokkna saga mannkyns kann frá að herma." EKKI ÓVINVEITTUR ÖLLUM ÞJDDVERJUM í forsendum dóms aukaréttar þann 9. apríl 1934 segir, að af greininni sé þaö Ijóst að hún sé ýmist þýðing eða endursögn af er- lendum blaðagreinum og bókum. „Getur höfundur sumstaðar heimilda sinna í greininni sjálfri og hefur haldið því fram fyrir rétt- inum, að hann ætli sér að lokum greinarinnar — en henni er ennþá ekki lokið — að birta fullkomna heimildarskrá. Telur hann ekkert það atriði vera í greininni, sem máli skipti, sem ekki verði faerðar heimildir að og hefur hann fært rök að því uridir rannsókn málsins að svo sé. Hefur hann lagt fram í réttinum heimildir sínar." Einnig segir í forsendum hins áfrýjaða dóms: „Fyrir réttinum hefur höfundur haldið því fram að með greinabálki þessum hafi hann viljað fræða lesendur blaðs- ins um stefnu og starfshætti eins stjórnmálaflokks í Þýzkalandi, nazistaflokksins. Hann hefur neitað að grein sín ætti að beinast að hinni þýzku þjóð eða stofnun- um þýzka ríkisins, heldur hafi hann með greininni aðeins viljað deila á forystumenn nazista- flokksins. Við lestur greinarinnar í sam- hengi verður að telja að þessi meining höfundarins komi skýrt í ljós. Fyrirsögnin segir strax til þess. I upphafi fullyrðir hann að nazistaflokkurinn hafi í baráttu sinni lagt megináherslu á að inn- ræta löndum sínum „miskunnar- laust hatur“ á nokkrum stjórn- málaandstæðingum sínum og gengur öll greinin út á að lýsa starfsemi og starfsaðferðum þessa stjórnmálaflokks og með- lima hans gagnvart þeini. Greinin er ádeila á nazistaflokkinn birt í blaði jafnaðarmanna hér á landi, en jafnaðarmenn hefur höfundur einmitt talið verða sérstaklega fyrir hinu „miskunnarlausa hatri“ hins þýzka þjóðernis-jafn- aðarmannaflokks. Ekkert kemur fram í greininni sem gefur ástæðu til að tetla að greinarhöfundur sé óvinveittur þýzku þjóðinni í heild né að ásetningur hans hafi verið að deila á hana sjálfa. Ádeilan beinist öll að annarri og takmark- aðri félagsheild, þ.e. þýzka þjóð- ernisjafnaðarmannaflokknum. Einstakar setningar greinarinn- ar lesnar í réttu samhengi verða heldur ekki skýrðar á annan hátt. Og þótt svo standi á að þessi stjórnmálaflokkur fari nú með stjórn þýzka ríkisins verður að telja það nægilega ljóst að það er stjórnmálaflokkurinn sem ádeil- an beinist að en ekki þýzka þjóðin eða repræsentativar stofnanir þýzka ríkisins. Meiðandi og móðgandi ummæli um erlenda stjórnmálaflokka, stefnu þeirra, starf eða forystumenn, verða hins vegar ekki talin móðgun við hina erlendu þjóð eða á annan hátt refsiverðsamkvæmt lögum.“ Báðir voru þeir sýknaðir i aukarétti höfundurinn og ábyrgð- armaður blaðsins. Þórbergur á undanfarandi forsendum, en Finnbogi Rútur var sýknaður, rit- stjóri blaðsins, á þeirri forsendu að grein Þórbergs var rituð undir fullu nafni höfundar. MÓÐGAR ERLENDA MENNINGARÞJÓÐ Hæstiréttur komst að annarri niðurstöðu. Dómur Finnboga Rúts var óraskaður og staðfestur, en öðru máli gegndi með dóm Þórbergs Þórðarsonar. Vitnar hæstiréttur til þess að Þórbergur segir í grein sinni „að í fangabúðum Þýzkalands hafi eftir að Hitler og flokksbræður hans tóku þar við völdum hafist kvalir og píningar er jafnvel sjáll'- an rannsóknarréttinn á Spáni myndi hrylla við el' hann mætti renna augunum yfir þessi tæp 800 ár úr eilífðinni sem eru millj Luci- usar 111 og sadistans á kanzlara- stólnum þýzka (þ.e. Hitlers)" Hæstiréttur bendir cinnig á aðra fullyrðingu í greinirini er hljóðar svo: „Einhverjir hafa máski tilhneigingu til að sefa gretriju sína með þeirri trú að pín- ingar í fangelsum Þjóðverja séu ekki fyrirskipaðar af ríkisstjórn- inni, heldur séu þetta uppátektir óðra stormsveita. En þessi ímynd- un væri vissulega fjarri sanni. Það er einmitt hið ægilegasta við allar píningar í fangelsum nazista að þær eru undirbúnar og skipulagð- ar af þeim mönnum sem nú eiga að gæta laga og siðferðismála rík- isins. “ í forsendum hæstaréttar segir: „Með þessum ummælum virðist höfundurinn fullyrða það, að þýzka stjórnin hafi beiniinis skipulagt og fyrirskipað kvalir þær og pyndingar, sem hann lýsir í grein sinni. Það verður að telja það meiðandi og móðgandi fyrir erlenda menningarþjóð að segja það að hún hafi sadista (þ.e. mann sem svalar kynferðislysn sinni með því að kvelja aðra menn og pynda) í formannssæti stjórnar sinnar og að hann og stjórn hans hafi skipulagt og fyrirskipað hin- ar hryllilegustu kvalir og pynding- ar á varnarlausum mönnum, er sjálfan rannsóknarréttinn á Spáni, sem illræmdastur er fyrir pyndingar sínar á varnarlausum mönnum, myndi hrylla við ef hann mætti nú, eftir nær 800 ár, renna augunum yfir þær.“ Framannefnd orð og ummæli þóttu sem sagt ekki sönnuð rétt- mæt með þeim gögnum er höf- undur lagði til grundvallar. Var refsing ákveðin, með hliðsjón al' því að höfundur taldi .sig hal'a heimildir fyrir ummælum sínum úr erlendum blöðum og timarit- um, krónur 200 er renna skyldu í ríkissjóð. En í stað sektar 15 daga einfalt fangelsi ef sekt yrði ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms. Að auki var Þórbergur dæmdur til að greiða allan sakar- kostnað í héraði, þar með talin Iaun verjanda síns, 60 kr„ og allan áfrýjunarkostnað sakarinnar — þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 120 kr. til hvors. Forsætisráðherra sneri sér til ritstjóra Alþýðublaðsins og óskaði efftir þvi að blaðið birti ekki áframhald greinarinnar, en án árangurs. Athyglisverðar niðurstöður í nýrri könnun á brjóstkrabbameini VONBRIGÐI MEÐ BRJÓSTMYNDATÖKUR Krabbamein í brjóstum mim vera sá sjúkdómur sem konur óttast hvað mest. Og ekki að ástœðu- lausu. Það er algengast krabba- meins hjá konum og það setur lík- lega sama óhug að öllum konum við tilhugsunina að missa brjóst. En dýpstur er óttinn við að hnúður eða þykkildi sé til marks um að dauðinn sé nærri, og oft ótímabœr. Það var því skiljanlegt, þegar biásið var í lúðra með nýrri aðferð við greiningu æxlishnúta, að baráttukonur víða settu það á odd- inn í jafnréttisbaráttu sinni að allar konur ættu rétt á reglubundinni brjóstmyndatöku. Og bjartsýnin var gífurleg. Konur í Svíþjóð hafa t.d. í fleiri ár barist með oddi og egg fyrir því að þessi dýra rannsókn væri opin fyrir konum um allt land. Krafa þessi var sett fram fyrir aðrar kröfur þeirra um rannsóknir og fyrirbyggjandi aðgerðir. Sænsk heilbrigöisyfirvöld hafa smám sam- an Iátið undan þrýstingi og kaup á brjóstmyndavélum tekin fram yfir annan tækjabúnað. Sænskum kon- um eftir fertugt gefst nú kostur á brjóstmyndatöku og yfirvöld hafa löngum gert kröfu baráttukvenna að sinni eigin skoöun og verið ötul að senda frá sér upplýsingabækl- inga og hvatt konur óspart til að taka þátt í rannsóknum þessum. Að vonum varð þvi uppi fótur og fit þegar vísindamenn birtu í British Medical Journal í október niður- stöður sínar á rannsókn, sem staðið hefur yfir í tíu ár á 42 þúsund kon- um á Málmeyjarsvæðinu. Niður- stöður rannsóknarinnar eru í stuttu máli þær að hjá yngri konum var engin lækkun á dánartíðni af völd- um brjóstkrabbameins hjá þeim konum sem farið höfðu reglubund- ið í brjóstmyndatöku. Hins vegar virtist verulegur árangur vera, þeg- ar um var að ræða konur yfir 55 ára. Hjá þeim var dánartíðni 20% iægri, ef þær létu mynda brjóstin . reglulega. Samkvæmt niðurstöðum þessum virðist brjóstmyndataka ekki minnka dánart'íðni meðal yngri kvenna. Það hefur valdið slíkum úlfaþyt í sænskum fjölmiðlum, þar sem hver hefur ásakað annan, að krafan um endurmat fyrirbyggj- andi heilsuþjónustu verður ekki sniðgengin. Ljóst er af niðurstöð- um þessum að ekki eru fyrir hendi nægjanleg rök til að mæla með því að innleiddar verði almennar brjóstmyndatökur kvenna innan við fyrrnefnd aldursmörk. Og öll umræðan hefur að sjálfsögðu dreg- ið fram í dagsljósið viðkvæma um- ræðu um efnahagslegan og sið- fræðilegan forgang rannsókna og lækninga. Læknirinn og rithöfundurinn P.C. Jersild hefur — sem innlegg í ritdeilur þessar — dregið upp mikil- vægi hinna siðfræðiiegu raka í heilsupólitík. Hann bendir á sið- leysi þess að velja aðferðir er standi á vísindalegum brauðfótum frekar en hinar, sem styrktar eru betri nið- urstöðum. „Við lifum á tímum endurmats, ekki síst intian heilsugeirans," segir hann meðal annars. Vitanlega eiga hér eftir að fylgja rannsóknir í kjölfarið, sem spenn- andi verður að fylgjast með. En i ljósi Málmeyjarrannsóknar- innar og niðurstaðna hennar hlýtur sú spurning að vakna, hvernig hægt sé að fá ungar konur til að skoða reglubundið brjóst sín, því það er öflugasta og ódýrasta vopn, sem völ er á í baráttunni gegn brjóstkrabba- meini hjá konum innan við fimm- tugt. Það mætti t.d. hugsa sér að kennsla i sjálfskoðun brjósta yrði tekin upp í skólakerfinu! Heimildir: 1. Andersson, I o.fl. Mammographic screening and mortality from breast cancer: The Malmö mammographic screening trial. í British Medical Journal vol. 297. 2. Dagens Nyheter 15. og 28. okt. 1988. Halla Jónsdóttir

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.