Pressan - 17.11.1988, Page 25

Pressan - 17.11.1988, Page 25
Fimmtudagur 17. nóvember 1988 25 Ríum okkur í glas og spilum pílu „Maöur kemur hérna til aö fá sér í glas meö kunningjum og vinum og fer í píiukast og svoleiðis. Það er mikiö til sama fólkið sem kemur hingað. Þaö er komin viss grúppa sem kynntist hérna, en viö útilok- um engan,“ sagöi Guömundur er PRESSAN ræddi viö hann i OLVERI kvöld eitt fyrir skömmu. Guðmundur sagðist koma á staðinn nokkuð reglulega og hafa gert undanfarin tvö ár. — Myndir þú koma hingað ef hér væri ekkert pilukastspjald? „Þetta er svolítið erfið spurning. Erum við ekki félagsverur? Ég kem hingað til að hitta kunningja mína. Ég er búinn að vinna um fimmleytið, ég segi ekki að maðurgeti ekki gert eitthvað, en klukkan sex er opnað hérna.“ — Núna ertu ekki að spila. „Nei, aldrei eftir átta eða níu á kvöldin. Við erum margir fjöl- skyldumenn og erum kannski komnir heim um niuleytið, en svo náttúrulega dregst jpað stundum." Guðmundur sagði að aldrei væri spilað upp á peninga í pílukast- inu, en einstaka sinnum væri þó lagt undir eitt og eitt skot. Hann gat þess að oft væri talað niðrandi um þennan veitingastað, en eftir þvi sem hann hefði séð væri staðurinn ekkert verri en aðrir, eða fólk- ið verra en það fólk sem sækir aðra staöi. Guðmundur minntist á bjórinn sem nú er væntanlegur. „Ég held að hann sé vandamál. Mér þykir bjór góöur, en eigum við að fara að drekka hann um leið og við vöknum, eða eigum við að drekkahann þegar við erum að skemmtaokkur? Ég er búinn að vera í siglingum og fleira og þekki bjórinn. Ég er ekki á móti honum, en svolítið hræddurvið hann.“ Það er kannski á hádegisbörun- um sem maður kemst næst þessu lífi sem lýst er á svo nöturlegan, en samt hlýjan hátt í kvikmyndinni BARFLY. Þangað koma menn til að rétta sig af eða bara halda áfram fylleríinu. Klukkan hálfþrjú um helgar másjá fólk í sparifötum, sem litið hafa betur út, reika út af veit- ingahúsunum út í stingandi birt- una. Sækja ekki flugur í Ijósið? BREYTT BARLÍFI Barmenning í nokkuð breyttri mynd hefur blómstrað hér á íslandi síðan nokkrir framtakssamir ungir menn ákváðu að láta reyna á hvort forsendum fyrir kráarstemmningu væri fyrir að fara hjá landanum. Sú tilraun tókst með afbrigðum vel og má segja að þar með hafi upplokist nýr þáttur í skemmtanalífi borgar- innar. Var sem bætt hefði verið úr brýnni þörf fólks til að koma sam- ástæður en drykkju, en er líða tók á samtölin kom æ betur í ljós að það var Bakkus sem verið var að sækja heim. HEIMA ER BEST Barflugurnar virðast eignast sín „heimili“ hver á sínum bar og sækja ekki aðra bari nema í neyð. Enda hlýtur það að vekja hlýjar til- finningar í brjósti viðkomandi að koma inn á barinn sinn þar sem hvert andlit er kunnuglegt, ótal hendur á lofti að heilsa manni og barþjónninn þegar byrjaður að blanda drykkinn manns. Að þessu leyti voru íslendingar ekki svo frá- brugðnir erlendum barflugum. Munurinn var kannski frekar fólg- inn í því að íslendingarnir líta þokkalega út og stunda flestir fulla vinnu, enda eru engir barir opnir hér allan daginn. Barflugur finnast ekki aðeins í henni Ameríku þar sem allt er til. Þær finnast auðvitað í öllum borgum, alls staðar í heiminum. Þær þykja þó sennilega ekki eins sjarmerandi og heillandi og Mickey Rourke í hlutverki sínu í kvikmyndinni BARFLY. Frændur okkar Danir eiga til dæmis vænan skerf af þessari manntegund, sem kýs að eyða stundum sínum inni á dimmum börum fremur en að taka upp líf hins „venjule^a“ manns. En hvernig er það á þessu saklausa landi Islandi, eru hér flugur? Eru hér barflugur? Úr hátölurunum berast tónar dægurlaga sem ekki endilega eru þau allra vinsælustu í dag, inni er rökkvað og ryk og eimur af göml- um drykkjustundum fyllir and- rúmsloftið. Þær sitja ýmist einar eða í hópunt, barflugurnar. Þær sem eru einar eru það ekki endilega í neyð, heldur jafnvel að eigin vali, vegna eigin ástæðna. Hinar sem sitja í hóp ræða ýmislegt, kannski heimspekilega um undirstöður til- verunnar, komast jafnvel að niður- stöðu; ef þær komast ekki að sam- eiginlegri niðurstöðu undrast þær skilningsleysi hinna. Svona kom einn barinn í Reykjavík PRESS- UNNI fyrir sjónir. an, sýna sig — og sjá aðra, án þess að þurfa að sækja hina hefð- bundnu dansstaði. Sést það best á því, að elsti ,,pöbb“ Iandsins, GAUKUR Á STÖNG, verður 5 ára um næstu helgi. Síðan þá hafa sprottið upp fjöldamargir staðir sem fólk sækir eingöngu í þessum tilgangi — og til að drekka. Flestir sem PRESSAN ræddi við á hinum ýmsu krám báru fyrir sig aðrar Kem þegar / / /i / eg a fri „Eg ersjómaöur, en ef ég á frí þá kem ég hingað,“ sagöi ,,Siggi“ viö PRESS- UNA. „Þó er ég hér yfirleitt um helgar, en ef ég ætla aö detta i það í viku þá dett ég í það í viku, skiptir engu máli hvaöa dagur er.“ Hann sagðist þó ekki hafa komið á barinn i tvær og hálfa viku þar sem hann hefði verið að borgaskuldir. „Ég var að koma af sjónum íkvöld." — Verður þú hér á meö- an þú ert í landi? „Já, ég kem hér aftur í há- deginu á morgun." — Feröualltaf ábarþeg- ar þú átt frí? „Já, ef maðurþarf ekki að standa í einhverju öðru. Ég á til dæmis Benz og er að borga af honum. Þegar ég þarf að borga af honum verð ég að borga af honum, annars er ég hérna alltaf." Hann sagði að yfirleitt sæi hann sömu andlitin á staðnum í hvert skipti sem hann kæmi. „Annars er ríka fólkið sem kemur hingað helmingi verra en hitt. Það verður helmingi fyllra og leióinlegra en aðrir. Það virðist fá einhverja útrás í þessu.“ ISLENSKAR BARFLUGUR

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.