Pressan - 17.11.1988, Side 31
Fimmtudagur 17. nóvember 19881
■v. W VVWWAW-
sjónvarp
FIMMTUDAGUR
17. nóvember
Stöð 2 kl. 16.20
AF SAMA MEIÐI
Two of a Kind
Bandarísk, gerð 1983, leikstjóri
Henry Levin, aðalhlutverk John
Travolta, Olivia Newton John,
Charles Durning, Oliver Reed.
Fjórir englar reyna að telja Guð af
því að skella á mannkynið synda-
flóði. Handritið var án efa hripað
niður á pappír utan af tyggjóplötu.
Algerlega vonlaust frá upphafi til
enda. Aumingja Oliver Reed að
hafa tekið þátt í þessu.
Stöð 2 kl. 23.25
ENDURFUNDIR JECKYLL
OG HYDE*
Jeckyll and Hyde Together
Again
Bandarísk, gerð 1982, leikstjóri
Jerry Belson, aðalhlutverk Mark
Blankfeld, Bess Armstrong, Krista
Erickson.
Smekklausir og lélegir klám- og
eiturlyfjabrandarar kollvarpa
myndinni. Ekki þess virði að vaka
eftir henni.
FÖSTUDAGUR
18. nóvember
Stöð 2 kl. 16.00
HRÓI OG MARÍANNA * *
Robin and Marian
Bresk, gerð 1976, aðalhlutverk Sean
Connery, Audrey Hepburn, Robert
Shaw.
Segir frá þeim káta kappa Hróa
hetti’ en reyndar ekki frá þeim tíma
þegar hann var upp á sitt besta.
Hrói kemur heim til Skírisskógar
eftir langa fjarveru í krossferðum í
Austurlöndum og kemst að því að
Maríanna, unnusta hans, er gengin
í klaustur. Fógetinn í Nottingham
blandast í málið og það leiðir til
afdrifaríkra atburða. Myndin er því
miður illa heppnuð og gerir Hróa
blessaðan frekar lítilsigldan.
FIMMTUDAGUR
17. nóvember
Ríkissjónvarpið kl. 20.30
FERDALAG
FRÍÐU
í þættinum í pokahorninu sýnir
Ríkissjónvarpið stuttmyndina Ferða-
lag Friðu, sem var ein þeirra mynda
sem Listahátíð stóð að: Handritið
gerði Steinunn Jóhannesdóttir
leikkona og rithöfundur, en leik-
stjóri myndarinnar var María Krist-
jánsdóttir. Ferðalag Fríðu segir frá
gamalli konu sem liggur í sjúkrahúsi
en einn morguninn, þegar henni er
ekið fram á gang, samkvæmt venju,
tekur þetta hefðbundna ferðalag
nokkuð nýja stefnu.
Það er hin góðkunna leikkona
Sigriður Hagalin sem fer með titil-
hlutverkið, en aðrir leikarar sem
koma við sögu eru Arnar Jónsson,
Sigrídur Hagalín.
sem leikur Nonna, Ólafía Hrönn
Jónsdóttir, sem leikursjúkraliða, og
Ólöf Andrea Proppé, sem fer með
hlutverk Fríðu ungrar.
Aðrir aðstandendur mynarinnar
eru t.d. Ari Kristinsson, sem kvik-
myndaði, Hjörtur Howser, sem
gerði tónlistina, og Þórunn S.
Þorgrímsdóttir, sem gerði leikmynd
og búninga.
■■■■nmnHBnn
ur þess vegna út eins og afsökun
fyrir því að koma þessum stúlkum á
hvíta tjaldið.
Stöö 2 kl. 01.55
MILLI SKINNS OG
HÖRUNDS ***
Sender
Stöð 2 kl. 22.10
FYRSTA ÁSTIN * *
P’tang Yang Kipperbang
Bresk, leikstjóri Michael Apted.
Segir frá sumri í lífi 14 ára drengs
sem á sér þá ósk heitasta að kyssa
bekkjarsystur sína. Sumarið fer þó
öðruvísi en drengurinn gat gert sér
í hugarlund.
Bresk, gerð 1982, leikstjóri Roger'
Christian, aðalhlutverk Kathryn
Harold, Shirley Knight o.fl.
Góð mynd ef menn vilja þessa teg-
und. Segir frá sálsjúklingi sem get-
ur stundað hugsanaflutning en
missir völdin á þessum hæfileikum
og er lagður á sjúkrahús. Martraðir
hans og draumar færast yfir á aðra
sjúklinga og lækna.
Ríkissjónvarpið kl. 22.45
RORÐALAGÐUR
SKOTSPÓNN * *
Brass Target
Bandarísk, gerð 1978, leikstjóri
John Hough, aðalhlutverk John
Cassavetes, Sophia Loren, George
Kennedy, Max von Sydow ofl.
Spennumynd sem veltir upp þeim
möguleika hvort Patton hershöfð-
ingi (Kennedy) hafi verið myrtur af
undirmönnum sínum, sem vildu
sölsa undir sig gullfarm. Laus bygg-
ing söguþráðar kemur í veg fyrir að
myndin fari alla leið. Max von
Sydow þykir afbragð sem sá grun-
samlegasti.
Stöð 2 kl. 00.15
OPNUSTÚLKURNAR* *
Malibu Express
Bandarísk, gerð 1984, leikstjóri
Andy Sidiaris, aðalhlutverk Darby
Hinton og Sybil Danning ásamt
nokkrum af opnustúlkum Playboy-
tímaritsins.
Segir frá einkaspæjara sem fæst við
erfitt mál, en gátan fellur í skugg-
ann af þörf leikstjórans til að sýna
hina fögru kroppa opnustúlknanna
í Playboy sem leika í myndinni. Lít-
LAUGARDAGUR
19. nóvember
Stöð 2 kl. 14.30
KRYDD í
TILVERUNA * * *
A Guide for the Married Man
Bandarísk, gerð 1967, leikstjóri
Gene Kelly, aðalhlutverk Walther
Matthau, Inger Stevens o.fl. t
Gamanmynd um eiginmann sem
finnst hann eiga að reyna að fylgja
fordæmi vinar síns og halda fram-
hjá konu sinni, en til þess að það
takist þarf hann að tileinka sér ýms-
ar varúðarreglur. Fullt af frægum
gestaleikurum kemur við sögu og
sýnir þessar varúðarreglur í praxís.
Drepfyndin fullorðinskómedía.
Ríkissjónvarpið kl. 21.20
RRÆÐUR MUNU
RERJAST* *
Last Remake of Beau Geste
Bandarísk, gerð 1983, leikstjóri
Marty Feldman, aðalhlutverk
Marty Feldman, Ann Margret,
Michael York, Peter Ustinov,
Trevor Howard, Terry Thomas.
Eitt af síðustu verkum Martys heit- i
ins Feldman, sem þarna steig sitt!
fyrsta skref sem leikstjóri. Myndin
er, eins og við var að búast, geðveik-
islega fyndin framan af, botninn
dettur hinsvegar úr henni þegar á
líður. Fullt af bröndurum, kannski
aðeins of margir.
Stöð 2 kl. 21.45
GULLNI DRENGURINN *
The Golden Child
Bandarísk, gerð 1986, leikstjóri
Michael Ritchie, aðallilutverk
Eddie Murphy, Charlotte Lewis.
Murphy er ofsalega fyndinn, en
bara sem Murphy. í þessari mynd er
hann ekki annað en hann sjálfur, en
það bara passar ekki. Mynd sent
gekk mjög vel en engum fannst
samt góð. Víst er Charlotte Lewis
módel og sæt. Því miður bara ekk-
ert meir.
Ríkissjónvarpið kl. 23.00
FRANCES * * *
Bandarísk, gerð 1982, leikstjóri
Graeme Clifford, aðalhlutverk
Jessica Lange, Sam Shephard, Kim
Stanley.
Segir frá ævi leikkonunnar Frances
Farmer sem er frábærlega leikin af
Jessicu Lange, einni af stórleikkon-
um vorra tíma. Hún kynnist öllum
hliðum stjörnulífsins; frægðinni,
niðurlægingunni, útskúfuninni, til-
beiðslu, ást og ástleysi. Á endanum
þarf allt bandaríska kerfið til að
brjóta þessa viljasterku og ákveðnu
konu til hlýðni. Að vísu vantar í
myndina skýringar á sjálfseyðing-
arhvöt leikkonunnar, sem veikir
hana. Engu að síður áhrifamikil
saga.
Stöð 2 kl. 23.45
KYRRÐ
NORÐURSINS * *
The Silence of the North
Kanadísk, gerð 1981, leikstjóri
Allan Winton King, aðalhlutverk
Ellen Burstyn, Tom Skerrit.
Mynd sem segir frá hetjulegri bar-
áttu konu við óblítt umhverfi í
Kanada, myndin sjálf er mjög
þokkaleg og landslagið stórkostlegt
í meðförum kvikmyndatöku-
mannsins.
Stöð 2 kl. 01.15
KYNÓRAR
Joy of Sex
Bandarísk, gerð 1984, leikstjóri
Martha Coolidge, aðalhlutverk
Ernie Hudson, Colleen Camp,
Christopher Lloyd.
Af þessari mynd fær maður bjána-
hroll. Skammast sín fyrir hönd allra
sem stóðu að henni. Myndin segir
frá stúlku sem telur sig eiga skammt
.ólifað og vill láta afmeyja sig áður
en hún deyr. Þrátt fyrir titilinn
skemmtir sér enginn, allra síst
áhorfandinn.
SUNNUDAGUR
20. nóvember
Stöð 2 kl. 13.05
SYNIR OG
ELSKHUGAR * * * *
Sons and Lovers
Bresk, gerð 1960, leikstjóri Jack
Cardiff aðalhlutverk Dean Stock-
well, Trevor Howard, Wendy Hiller.
Myndin er gerð eftir bók breska
skáldjöfursins D.H. Lawrence og
segir frá lífsbaráttu fjölskyldu í
Ikolanámubæ í Wales. Móðirinn vill
að sonur hennar verði eitthvað,
komist burt úr bænum og sömu-
leiðis frá föðurnum, sem er alltaf
fullur. Kvikmyndatakan færði
myndinni óskar á sínum tíma.
Stöð 2 kl. 22.30
RÚTAN ROSALEGA * *
Big Bus
Bandarísk, gerð 1976, leikstjóri
James Frawley, aðalhlutverk
\ Joseph Bologna, Stockard Cann-
ing, John Beck o.fl.
Miskunnarlaust grín gert að stór-
slysamyndum og sviðið er stærsti
áætlunarbíll sem vitað er um.
Margir stórgóðir brandarar og oft
hittir grínið meinfyndnislega í
mark. Hinsvegar vantar herslu-
muninn svo myndin teljist verulega
góð.
Stöð 2 kl. 23.55
DRAUGAHÚSIÐ * * *
Legend of Hell House
Bresk, gerð 1973, leikstjóri John
Hough, aðalhlutverk Pamela
Franklin, Roddy McDoweU.
Óvenjuleg draugasaga sem segir frá
fjórum manneskjum, áhugafólki,
sem ákveður að dveljast í húsi þar
sem ekki ku vera vært fyrir drauga-
gangi. Tryggt að hárin rísa á höfð-
inu.