Pressan - 17.11.1988, Side 32
PRESSU
Í^^ýsna ófriðlegt mun vera í
bæjarpólitíkinni á Siglufirði um
þessar mundir og veldur því gamalt
hitamál, endurbygging gamals húss
á staðnum, sem kallað er bakaríiö.
Meirihluti Sjálfstæöisflokks,
Framsóknarflokks og Alþýðu-
bandalags hefur útvegað mikið
fjármagn til að standa straum af
innréttingu átta leiguíbúða í hús-
inu, þar á meðal 26 milljóna króna
lán frá Húsnæöisstofnun. Minni-
I hluti Alþýðuflokks hefur fundið
þessum framkvæmdum ýmislegt til
foráttu, meðal annars það að bæj-
arstjórn hafi greitt væntanlegum
i verktaka, Bút hf., 6 milljónir án
nauðsynlegra trygginga og án þess
að framkvæmdir væru hafnar.
Einnig gera þeir athugasemdir við
að nú sé Bútur út úr myndinni, en í
staðinn sé kominn verktakinn Tfé-
verk hf., sem mun vera í eigu sömu
aðila. Minnihlutinn mun nú telja
fullreynt að hann geti sætt sig við
framgang þessa máls í bæjarstjórn
og mun víst hafa ráðfært sig við
lögfróða menn um framhaldið...
h
H Blópur forstjóra frá japönsk-
um stórfyrirtækjum dvaldi hér á
landi i vikunni og naut meðal ann-
ars gestrisni Steingríms Hermanns-
sonar forsætisráðherra í ráðherra-
bústaðnum. Ferðalag Japananna
hingað til lands gekk þó ekki með
öllu áfallalaust fyrirsig, því farang-
ur forstjóranna tapaðist í fluginu.
Við komuna til Reykjavíkur létu
þeir því verða sitt fyrsta verk, að
fara í miðborgina og kaupa föt.
Herragaröurinn varð fyrir valinu,
þegar kaupsýslumennirnir örkuðu
um miðbæinn og virtu fyrir sér
úrvalið. Þangað streymdu þeir inn
og óskuðu eftir fötum af mátulegri
stærð. Það er auðvitað ekki á hverj-
um degi sem japanskir forstjórar
banka upp á í herrafatabúð í mið-
borginni. Garöar í Herragarðinum
virtist hins vegar við öllu búinn, því
forstjórarnir smáu eru sagðir hafa
keypt heila slá af jakkafötum, í
„japanskri stærð“...
A
^É^kki eru allir á eitt sáttir um
að sameina Gletting og Meitilinn í
Þorlákshöfn. Rökstuðningur fyrir
sameiningunni hefuraðallega kom-
ið frá Björgvin Jónssyni, forstjóra
Glettings, sem sagt hefur að sam-
einingin verði til bjargar Þorláks-
höfn. Þar ríkir nú hálfgert neyðar-
ástand í atvinnulífinu vegna erfið-
leika Meitilsins. Þeir eru hins vegar
til sem segja allt tal um samruna
fyrirtækjanna fyrst og fremst mið-
VIÐ BÆTUM ÞJÓNUSTUNA OG
FÆRUM AMERÍKU NÆR!
Með siglingum vestur um haf á 10 daga fresti í stað 14 daga áður
styttum við bilið milli íslands og Ameríku um 30%.
Nú höfum við Reykjafoss og Skógafoss í stöðugum beinum
siglingum til NewYork, Portsmouth og Halifax. Nýja siglingakerfið er
stórbætt þjónusta við alla inn- og útflytjendur sem eiga viðskipti í
Vesturheimi.
FLUTNINGUR ER OKKAR FAG
EIMSKIP
IMEWYORK / PORTSMOUTH
EIMSKIP USA
Wheat Building—Suite 710
P.O.Box 3589
Norfolk, Virginia, 23514 U.SA
Sími: 804-627-4444
Gjaldfgáls sími: 800-446-8317
Telex: 684411
Telefax: 804-627-9367
HALIFAX
F.K. Warren Ltd. ■
P.O.Box 1117
2000 Barington Sl
Suite 920 Cogswell Towers
Halifax, N.S.B3J 2X1
Sími: 902-423-8136
Telex: 019-21693
Telefax: 902-429-1326
ast við hagsmuni Glettings. Því er
nefnilega haldið fram að Björgvin
ætli ekki að láta frystitogara sína
fylgja með í samrunanum, heldur
halda þeim fyrir sig og gera þá út
frá Hafnarfirði...
H^íiklar vangaveltur hafa
verið í kringum kaup Friðriks
Gíslasonar á Kostakaupum í Hafn-
arfirði og nú síðast á Garöakaupum
í Garðabæ. Er talið víst að einhver
óþekktur aðili hafi raunverulega
keypt Kostakaup af skiptaráðanda
og samkvæmt traustum heimildum
PRESSUNNAR stendur þar á bak
við Páll nokkur Jónsson, öllu
þekktari sem Páll í Pólaris...
I næstu viku ætlar Búseti að af-
henda fyrstu íbúðirnar í Grafar-
vogi, 46 talsins. Þegar haft var
samband við skráða félaga (eftir
röð, auðvitað) reyndust margir
þeirra hafa flutt út á land eða til
útlanda eða hreinlega keypt sér
íbúðir á hinum „hefðbundna"
markaði. Sá síðasti, sem fékk út-
hlutað íbúð í umræddu fjölbýlis-
húsi, var því númer 257 í félaga-
skránni. En það eru nú líka liðin
fimm ár frá því Búseti var stofnað-
ur og biðin eftir úthlutun getur ver-
ið bæði erfið og kostnaðarsöm.
Ásóknin er hins vegar ekkert að
minnka og hafa t.d. yfir þúsund
manns látið skrá sig í félagið frá því
í ágúst á þessu ári...
I síðustu viku var lagt lögbann
við sölu húsgagnaverslunarinnar
Mirale á húsgögnum sem framleidd
eru sem eftirlíkingar af verkum
frægra húsgagnahönnuða, sem
gátu sér gott orð fyrr á öldinni. Það
er ítalska fyrirtækið Cassina sem
krafðist lögbannsins, en fyrirtækið
hefur alheimsrétt á framleiðslu hús-
gagna þessara klassísku meistara.
Verslunin Casa hefur einkaleyfi til
sölu þessara húsgagna hér á landi,
en Mirale hefur hins vegar selt eftir-
likingar sem verslunin kaupir frá
fyrirtækinu Alivar. Cassina krafð-
ist lögbanns á sölu eftirlíkinga af
verkum hins fræga svissneska
hönnuðar Le Corbusier og var lög-
bannið lagt á í síðustu viku, en í
framhaldi af því verður háð stað-
festingarmái fyrirdómstólum. Lög-
maður Cassina í þessu máli er Árni
Vilhjálmsson héraðsdómslögmað-
ur og sérfræðingur í höfundar-
rétti...
■ ■
mrótið á tryggingamarkaðn-
um eykur sífellt' hörkuna í sam-
keppninni. Alls konar upplýsingar
leka út um stöðu tryggingafélag-
anna, sérstaklega eftir fregnir um
samruna Sjóvár og Almennra
trygginga. Dæmið hefur verið sett
þannig upp að með því að samein-
ast Sjóvá séu Almennar tryggingar
að bregðast við í varnarbaráttu
vegna mikils taprekstrar að undan-
förnu. Það vekur hins vegar athygli
að þrátt fyrir tap á síðasta ári hefur
félagið skilað hagnaði á undan-
förnum árum og á starfsmanna-
fundi, sem haldinn var vegna sam-
einingarviðræðnanna með starfs-
fólki lelagsins í fyrri viku, kynntu
forráðamenn þess reikningsstöðu
sem sýnir 14 milljóna króna hagnað
á fyrstu níu mánuðum ársins og
talsverða aukningu í sölu trygginga-
skírteina. Það eru því ýmis sjónar-
mið á lofti varðandi það hvort sam-
eining félaganna tveggja sé til
marks um sókn eða vörn..'.
nn ein ferðaskrifstofan er að
taka til starfa hér á landi. Mun hún
eiga að heita Norræna ferðaskrif-
stofan og er m.a. í eigu Smyril-line
í Færeyjum og Jónasar Hallgríms-
sonar á Seyðisfirði. Að sjálfsögðu
mun skrifstofan hafa umboð fyrir
ferjuna Norrænu, en það var áður
hjá Ferðaskrifstofu ríkisins...