Pressan - 09.03.1989, Side 2
2
Fimmtudagur 9. mars 1989
I
PRESSU
Næturdrottningar bæjarins
stýra útlimum eftir Breið-
holtsbúgí Skugganna.
Þorpsbúar í ýmsum gervum hins sanna karlmanns: Örlaði aðeins á gráu
innan um bringuhárin?
DISKÓDJÖFLAR
Í TRYLLTUM DANSI
Sátt systkini skemmta sér
saman: Inga Sólveig og
Guðmundur Karl.
Sumir voru uppteknir af öðru en tónlistinni. F.v.: Berglind,
Sigurður Freyr, Jökull og Ásdís.
Fyrirmynd ungra kærleiksleitandi pilta: Langi Seli og
skuggarnir kljást við sviðsskrekkinn.
velkomin i heiminn
1. Hún svaf vært, þessi myndar-
stúlka þeirra Bronwen Yeatman
og Ómars Ármannssonar. Hún
fæddist 3. mars siðastliðinn og vó
þá 12 merkur og var 51 sm löng.
Heima biður stóra systir eftir því
að passa litlu.
2. Málfríður Sigurðardóttir og
Birgir Gestsson eru foreldrar
þessa litla stráks sem kom i heim-
inn 28. febrúar. Hann var 15 merk-
ur að þyngd og 53 sm langur. Fyrir
eiga þau Málfríður og Birgir tvær
dætur.
Gömlu diskódrottningarnar í Vil/agé People
eru tcepast fallnar í gleymskunnar dá, ef marka
má viðbrögð þeirra kvenskörunga sem liðuðust
í sœluvímu um skemmtistaðinn Broadway síð-
astliðið föstudagskvöld. Að sjálfsögðu fengu
gestir að heyra allar gömlu lummurnar, s.s. In
the Navy og YMCA, en að loknum tónleikum
mátti alvarlega veltaþvífyrirsér hvort hefði elst
betur; diskóið eða herramennirnir sem dilluðu
sér uppi á sviði. Einar Ólason, Ijósmyndari
PRESSUNNAR, festi fagnaðinn á filmu.
Eins og sjá má féll leðrið vel i kramið hjá aðdáendum goðanna.
3. Þessi snáði fæddist 1. mars og
vó þá 16,5 merkur og var 54 sm
langur. Foreldrar hans eru þau
Björg Marteinsdóttir og Ólafur
Einarsson en þetta er fjórða barn
þeirra.
Bjórkrárnar hafa ekki
enn drepið alla skemmti-
staðamenningu í Reykja-
vík. Það sýndu gestir
veitingahússins Casa-
blanca um síðustu helgi
þegar svalasta sveit bæj-
arins, Langi Seli og
skuggarnir, sýndi rétta
beitingu gítartóla með
leðurklæddum mjaðma-
hnykk. Tilefnið var ný
fjögurra laga plata með
sveitinni, sem yfirgefur
herbúðir Smekkleysu sm.
á næstu dögum. PRESS-
AN steig dans með við-
stöddum og Einar Óla-
son ljósmyndari greip í
vélina milli spora.
Smekkleysufulltrúar réðu ráðum sínum. F.v.: Einar Örn
söngvari, Þór Eldon gítargoð og Pétur Björnsson hljóð-
maður.
Ruglað og rólað
í CASABLANCA