Pressan - 09.03.1989, Page 4
,-.4
Fimmtudagur 9. mars 1989
Htilræði
Af kvennadegi
Gærdagurinn hjá mér hófst, einsog svo
oft áöur, á því aö ég vaknaði.
Varsvona í svefnrofunum, þegarmorgun-
fréttirnar í útvarpinu byrjuðu, en glaðvakn-
aði, þegar fréttaþulurinn sagði frá því að 8.
mars, sem var í gær, væri alþjóðlegur bar-
áttudagur kvenna.
Já að dagurinn yrði haldinn hátíðlegur
um heim allan og væri sá 78. í röðinni.
Konan mín var komin framúr, afþví hún
þarf að mæta í vinnunni klukkan hálfníu.
Hún vinnuráskrifstofu frá hálfníu til hálf-
sex á daginn, en hefur klukkutíma í mat,
sem geturkomið sérákaflegavel fyrir heim-
ilið.
Konan mín þarf að vakna miklu fyrr á
morgnana helduren ég afþví það er í hennar
verkahring að útbúastaðgóðan morgunverð
handa mér, jáog okkur, því hún hefur stund-
um tíma til að gleypa í sig brauðbita með
mér áður en hún er rokin í vinnuna.
Tími minn er ögn frjálsari, enda er ég
bæði eldri og þar að auki karlmaður.
Þessvegna hugsaði ég sem svo þarna
milli rekkjuvoðanna í gærmorgun á alþjóð-
legum baráttudegi kvenna8. mars:
— Best að lúra svolítið lengur.
Svo sofnaði ég léttum morgunsvefni sem
er svo undur Ijúfur í morgunsárið, en hrökk
upp við það að konan mín skellti útidyra-
hurðinni á hraðferð í vinnuna.
Þá hugsaði ég sem svo:
— Þetta er meiri fyrirgangurinn. Bara
ekkert tillit tekið til annarra. Svona er að
vera alltaf á síðasta snúningi.
Ég hef raunarstundum verið að hugsaum
það, hvað það hefur oft komið sér illa fyrir
heimilishaldið að konan mín hefur unnið úti
allan liðlangan daginn alla þessa áratugi
sem hún hefur átt að halda hús fyrir mig. En
þegar þetta mál hefur borið á góma hefur
viðkvæðið alltaf verið það sama:
— Við verðum að reyna að láta endana
ná saman.
Hvað sem það nú þýðir.
Ég gat ekkert sofnað aftur eftir hurðar-
skellinn. Ég áorðiðsvo erfitt með svefn eftir
að ég er búinn að sofa í tíu tíma og ákvað
þessvegna að fara í sturtu og gera á mér
morgunverkin.
Það gekk áfallalaust, nema mér gekk illa
að finna baðsápuna, sem er auðvitað eitt af
eilífðarvandamálum þessa annars friðsæla
heimilis.
Konan mín getur aldrei sett baðsápuna á
sinn stað þegar hún er búin að nota hana.
En ég er löngu hættur að missa stjórn á
mér þegar ég finn ekki baðsápuna, nota
bara sjampú áallan skrokkin'n svonaeinsog
í refsingarskyni við konunamínaaf því að ég
veit að ekkert fer eins í taugarnar á henni
einsog það hvað ég eyði miklu sjampúi á
stuttum tíma.
Þegarþettaberágómasegirhún si svona
við mig:
— Bara búið sjampúið.
Og ég svara:
— Og búið að fela baðsápuna.
Þásegirhún eitthvað særandi við mig um
það hvernig ég gangi um á baðinu og ég
svara með því að skella hurðum svo harka-
legaað myndirnardettaniðuraf veggjunum.
Það kallar hún röng skilaboð.
En þetta var nú bara innskot.
Semsagt þarna í gærmorgun á alþjóðleg-
um baráttudegi kvennafórég nú, nýbaðað-
ur, að reyna að finna sokkana mína.
Þetta er eitt af því sem mér finnst svo
slæmt við það að eiga útivinnandi konu.
Maður finnur aldrei neitt.
En ég get ekki neitað því að mér finnst
það ekki ofverkið hennarað leggjafötin mín
snyrtilega á stól á kvöldin, þegar ég er hátt-
aður, svo að ég geti gengið að fataplöggun-
um mínum vísum á morgnana.
Ekki getur hún kennt vinnunni um þetta
sinnuleysi því ekki vinnur hún á kvöldin,
heldur er hér heima að skrölta í eldhúsinu
eða stefnulaust að bardúsa eitthvað kvöld
eftir kvöld með sleifar, tuskur og kústa.
Stundum fer hún jafnvel að sauma á
saumavél á kvöldin, þegar ég erað reyna að
sofna, eða langar til að fá næði til að líta í
góða bók.
Það er ekki hægt að kenna vinnunni um
þetta heimilisböl.
í gærmorgun, áalþjóðlegum baráttudegi
kvenna, kom það rétt einusinni í Ijós að lífið
og tilveran geta hæglega haft eðlilega fram-
rás þótt konan sé að heiman.
Ég fann sokkana mína sjálfur.
Fyrst annan undir kommóðunni og svo
hinn inní skálminni á buxunum sem ég
hafði farið úr kvöldið áður.
Eitt stykki lífshlaup með útivinnandi eig-
inkonu hefur nefnilega kennt mér að bjarga
mér sjálfur.
Og í gær, á alþjóðlegum baráttudegi
kvenna þann 8. mars, var ég fullklæddur og
kominn á ról rétt fyrir hádegi.
Ég settist framí stofu og beið þess að
konan mín kæmi og framreiddi hádegis-
verð, en einsog ég sagði áðan hefur hún
klukkutíma í mat.
Ég hef alltaf átt erfitt með að sætta mig
við það að fá ekki matinn á réttum tíma,
semsagt á mínútunni tólf.
En þar sem konan mín sleppurekki út af
skrifstofunni fyrren klukkan tólf hef ég fyrir
löngu ákveðið að sjá í gegnum fingur við
hana þó hún sé ekki komin heim til að fram-
reiða hádegisverðinn fyrr en kortér yfir tólf.
Ég hef aldrei verið ósanngjarn maður.
Hádegið er oft ansi líflegt hjá okkur heið-
urshjónunum. Vinir koma gjarnan í heim-
sókn og fá sér bita og kaffisopa og mér
finnst svona einsog konan mín verði ung í
annað sinn þegar hún fær, milli klukkan tólf
og eitt, frí í vinnunni til að hittamig, vini okk-
ar, kunningja, börn og barnabörn, gefa öll-
um snarl, gangafráeftirmatinn og er komin
aftur í vinnuna á slaginu eitt.
Það er tilbreyting í þessu.
Það var eiginlega aðallega þetta sem ég
var að hugsa um í gær, á alþjóðlegum bar-
áttudegi kvenna, 8. mars 1989.
V
• Aflmikil 12 ventla vél.
• Framdrif.
• Rafmagnsrúður og læsingar og
annar lúxusbúnaður
• Vökvastýri og sjálfskipting m/overdrive
• Hagstætt verð og greidslukjör
BILABORG HF.
FOSSHÁLSI 1, S. 68 12 99
• Allt að 7 sæti.