Pressan - 09.03.1989, Side 9

Pressan - 09.03.1989, Side 9
9 Fimmtudagur 9. mars 1989 Seldi veitingastaðinn og fékk svikin skuldabréf sem greiðslu BARÁTTA HAF- ÞÓRS KRIST- JÁNSSONAR VIÐ AÐ NÁ RÉTTI SÍNUM Eftir að hafa átt og rekið skyndibitastaðinn American Style í eitt ár velti Hafþór Kristjánsson fyrir sér í júlí síðastliðnum að selja reksturinn. Hafþóri fannst kom- inn tími til að draga úr vinnunni, en vinnudagurinn var 16—18 tímar sjö daga vikunnar. „Ég ætlaði að taka mér frí í smátíma og sjá svo til með framhaldið,” segir Haf- þór. Hann vissi lítið um fasteignaviðskipti og gat ekki vitað hversu mikils virði staðurinn Skipholti 70 væri. EFTIR PÁL VILHJÁLMSSON — MYNDIR EINAR ÓLASON Blaðamaður frétti fyrir tilviljun af sögu Hafþórs og hann féllst eftir nokkurt hik á að segja hana. Um margt er hún dæmigerð fyrir einstaklinga sem standa í rekstri smáfyrirtækja og hvernig getur far- ið þegar þeir eiga í viðskiptum við óvandaða menn. Dýrkeypt símtal Vangavelturnar í júlílok leiddu Hafþór til þess að hringja í fast- eignasöluna Húsafell. Símtalið varð Hafþóri dýrkeypt, það kostaði hann nokkar milljónir króna og ómæld óþægindi sem enn sér ekki fyrir endann á. Hafþór spurðist fyrir um hvaða markaður væri fyrir skyndibita- staði eins og American Style. Sölu- maðurinn hjá Húsafelli varð strax uppnuminn og vildi fá allar al- mennar upplýsingar um reksturinn. Þeir slitu samtali og Hafþór sat eft- ir með það á tilfinningunni að ekki yrði vandkvæðum bundið að selja staðinn. Það stóð heima því seinna sama dag hringdi fasteignasölu- maðurinn og sagðist vera með lík- legan kaupanda. Eftir það gerðust hlutirnir hratt. Daginn eftir kom tilboð frá kaup- andanum, sem þó hafði ekki haft fyrir því að líta á staðinn sem hann ætlaði að kaupa. Engar grunsemdir vöknuðu hjá Hafþóri en honum fannst samt furðulegur asi á fast- eignasölunni. Það var eins og mikið lægi við að salan kæmist sem fyrst í höfn. Skákaði í skjóli vinkonu Hafþór fór yfir tilboðið, sem hljóðaði upp á 7 milljónir, og gerði við það athugasemdir. Hann fór með gagntilboð til fasteignasölunn- ar sem var samþykkt umyrðalaust. í byrjun ágúst var skrifað undir samninginn. Kaupendur voru veit- ingasalan Danný í Garðabæ og eig- andi hennar, Daníel Ben Þorgeirs- son. Daníel kom sjálfur lítið við sögu í samningaviðræðunum. Hann beitti vinkonu sinni fyrir sig og það var hún sem undirritaði kauptilboðið. Kaupverðið var 7,5 milljónir króna og skyldi upphæðin greiðast með 30 skuldabréfum sem tryggð voru með sjálfskuldar- ábyrgð og veði í tækjum American Style og veitingasölunnar Danný í Garðabæ. Gjalddagi fyrsta skulda- bréfsins var í október 1988 og síðan á mánaðarfresti. Það átti eftir að koma á daginn að hvorki skulda- bréfin né veðin voru mikils virði. Flóttalegt augnaráð Hafþór sá ekki nýja eigandann fyrr en gengið var frá samningum og þótti undarlegt hversu lítinn áhuga hann sýndi staðnum. „Ég hitti hann fyrst þegar ég afhenti lyklana og hann kom vel fyrir, var vel klæddur og ók um á Mercedes Benz. Það eina sem var athugavert við hann var augnaráðið, það var flóttalegt” segir Hafþór þegar hann rifjar upp kynni sín af Daníel. Daníel hafði fulla ástæðu til að vera var um sig. Um sama leyti og hann gekk frá kaupunum á Americ- an Style þraut þolinmæði eigenda húsnæðisins í Garðabæ, þar sem Daníel rak veitingasölu undir nafn- inu Danný. Það var lokað á Daníel í Garðabæ í september og skildi hann eftir sig skuldahala sem enn er óuppgerður. Um þetta vissi Hafþór ekki. Hann treysti líka fasteignasölunni til að ganga frá skuldabréfunum á þann veg að þau væru góð og gild. Blekktur og svikinn Fimmtudaginn II. ágúst fór Haf- þór með skuldabréfin til þinglýs- ingar hjá borgarfógeta. Sunnudag- inn eftir lét hann frá sér staðinn samkvæmt samningi og fékk greidd með ávísun þinglýsingargjöld og annan kostnað frá nýja eigandan- um, alls um 180 þúsund krónur. Á mánudag hugðist Hafþór ná í skuldabréfin og leysa út ávísunina. Dagurinn er Hafþóri eftirminnileg- ur því þá rann upp fyrir honum að hann hafði verið blekktur. Ávísunin reyndist innstæðulaus og skulda- bréfin voru ólögleg á tvo ólíka vegu. Fógetaembættið neitaði að þing- lýsa skuldabréfunum. Skuldabréfin voru verðtryggð með lánskjaravísitölu og fyrsti gjalddagi var tveim mánuðum eftir undirritun. Samkvæmt lögum má ekki verðtryggja fjárskuldbinding- ar sem eru til skemmri tíma en tveggja ára. Hitt sem gerði skulda- bréfin ólögleg var að Daníel setti að veði fyrir greiðslu tæki veitingasöl- unnar Danný, en þau tæki voru ekki hans eign heldur fjármögnunarleig- unnar Glitnis. Hafþór stóð uppi með verðlausa pappíra og innstæðulausa ávísun. Hann var búinn að skrifa undir sölusamning á fyrirtæki sínu án þess að fá nokkuð í staðinn nema ónýtan pappír. Það var honum huggun harmi gegn að þinglýsing- argjöldin fengust endurgreidd. Engin hjálp frá lögreglu Hafþór fór til Rannsóknarlög- reglu ríkisins og bar upp vandkvæði sín. Honum var sagt að þrátt fyrir að hann hefði verið blekktur og svikinn og skjölin sýndu svart á hvítu að um lögbrot væri að ræða þá gæti Iögreglan ekkert gert. Ástæðan? Jú, það væri sama og engin refsing við þessum rangind- um, Daníel Þorgeirsson væri eigna- laus maður og því væri það ekki ómaksins vert að lögreglan beitti sér. Þegar Hafþór fékk ekki hjálp frá þeirri stofnun sem á að gæta laga og réttar í samfélaginu virtust honum allar bjargir bannaðar. Hann ein- setti sér að ná eign sinni tilbaka með því að rifta kaupsamningnum vegna vanefnda. í heilan mánuð stóð hann í þjarki við nýja eigand- ann sem var tungulipur en ekki að sama skapi orðheldinn. Enga hjálp var að fá hjá fast- eignasölunni. Þorlákur Einarsson, sem gekkst fyrir sölunni, mátti ekki vera að því að tala við Hafþór, sagði símastúlkan. Þó hafði sami Þorlák- ur gengið hart eftir sölulaunum og neitað að láta Hafþór fá ónýtu skuldabréfin fyrr en hann hafði skrifað upp á víxil fyrir sölulaun- um, en þau voru 420 þúsund og verður að telja það harla góðan af- rakstur fyrir litla vinnu. Löglegt en siólaust, myndi einhver segja. Reksturinn hrynur Daníel var ekki aðgerðalaus fyrstu dagana eftir yfirtöku Amer- ican Style. Hann henti út stórum hluta innréttinganna og tók inn heljarmikinn pítsuofn, sem hann fékk á leigu. Þegar til átti að taka reyndist pítsuútgerðin ekki sá gróðavegur sem Daníel taldi. Hers- ing af lánardrottnum gerði honum lika lífið leitt og eftir mánuð sá hann sína sæng upp reidda. Daníel Iét af hendi litla skyndibitastaðinn sem hann keypti á fölskum forsend- um. Hafþór tók aftur við rekstrinum, sem var ekki orðinn nema svipur hjá sjón. „Ég hefði ekki trúað því að hægt væri að rústa svona stað á svo skömmum tíma. Veltan var dottin niður um helming og margir fastakúnnar höfðu leitað annaðj’ segir Hafþór. Það sannast á rekstri skyndibita- sölunnar í Skipholti 70 að það tekur langan tíma að vinna sér gott orð en skamma stund að tapa því. Rekst- urinn er enn ekki búinn að jafna sig eftir kollsteypuna í ágúst og Hafþór vinnur myrkranna á milli til að halda staðnum í sinni eigu. Hann hefur eina stúlku sér til aðstoðar. Sjálfur stendur hann í matseldinni, heldur bókhald, þvær upp og skúr- ar. ,,Trúi á réttlaetið” Það sem Hafþóri þykir þó verst er að vegna háttalags annarra er honum nánast ókleift að standa við skuldbindingar sínar. „Það hafði aldrei fallið á mig víxill og ég gat alltaf staðið við þær skuldbinding- ar sem ég tók á mig. Núna hef ég orðið að fá gjaldfrest hjá fyrirtækj- um sem ég skipti við og þetta er orð- in ansi þung byrði” Hafþór er samt ékki á því að leggja árar í bát. „Ég er einhvern veginn þannig gerður að ég trúi á réttlætiðý segir hann. Lögfræðing- ur Hafþórs hefur gert þá kröfu að fasteignasalan Húsaíell greiði skaðabætur vegna þess tjóns sem hann varð fyrir og má rekja til óvandaðra vinnubragða fasteigna- sölunnar.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.