Pressan - 09.03.1989, Side 14
Y" V. M A< . - iMiJ
14
Fimmtudagur 9. mars 1989
Nærm/nd af handboltalandsliðinu:
t
'y
Handboltastrákarnir okkar hafa verið mikiö i sviðsljós-
inu undanfarna daga og hálf þjóðin hefur fylgst með af-
rekum þeirra á handboltavellinum i gegnum sjónvarp-
ið. En hvernig drengir eru þeir? Hvað eru þeir að gera
fyrir utan völlinn og hvað býr yfirleitt í þeim? Hvernig
persónuleikar eru þeir?_____________________________
Jú, hörðustu handboltaunnendur þekkja getu þeirra
út og inn, en lengra nær sú þekking ekki. PRESSAN
aetlar að reyna að varpa Ijósi á mennina sjálfa.
GREIN: BERGLJÓT DAVÍOSDÓTTIR — MYNDIR: HSÍ OG EINAR ÓL.
Ólafur Jónsson, fyrrum fyrir-
liði landsliðsins og núverandi
Iandsliðsnefndarmaður, segir að
Þorgils Óttar Mathiesen sé prím-
us mótor í liðinu: Hann þjappar lið-
inu saman og hvetur það til dáða.
Þorgeir á aldrei betri leiki en þegar
mikið liggur við og þá blómstrar
hann. Hann hefur sterkar taugar og
er mjög ákveðinn. Þorgils er við-
skiptafræðingur og starfar hjá Iðn-
aðarbankanum. Hann er trúlolað-
ur Ingibjörgu Kaldalóns, en býr
enn í foreldrahúsum. Foreldrar
hans telja sig ákaflega heppna með
soninn og segja hann duglegan og
metnaðargjarnan. Faðir hans,
Matthias Mathiesen ráðherra, er
mikill áhugamaður um handknatt-
leik og fylgist með syninum og öll-
um þeim Ieikjum sem hann á kost á.
Guðmundur Guðmundsson,
horna- og línumaðurinn snjalli,
hefur verið fastur maður í landslið-
inu í níu ár. Um liann segir Ólafur
Jónsson: Gummi er sá leikmaður
sem eflist við mótlætið og á aldrei
betri leik en þegar illa gengur; hann
er heilsteyptur persónuleiki og mik-
ill baráttumaður. Sjálfur segist
Guðmundur ekki vera laus við hjá-
trú og nefnir meðal annars að hann
pakki ævinlega ofan í íþróttatösk-
una á sama hátt hverju sinni og
reyni að ná alltaf sama snaganum i
búningsherberginu fyrir fötin sín.
Hvort sem um tilviljun er að ræða
eða ekki, þá gengur ekki nógu vel í
leikjum ef hann nær ekki snagan-
um sínum góða. Hann býr með
Helgu Björgu Hermannsdóttur
kennara og segir hún Guðmund
vera einstaklegan ljúfan og rólegan
mann; þau eigi sömu áhugamál og
vinni saman að öllum störfum á
heimilinu.
Bjarki Sigurðsson er einn af
ungu framtíðarmönnunum í ís-
lenska landsliðinu. Hann er rétt tví-
tugur að aldri, ógiftur og nemur
rafvirkjun. Hann þykir einstakt
Ijúfmenni, blíður og góður dreng-
ur, en hefur mikið keppnisskap.
Annar framtíðarleikmaður
landsliðsins er Héðinn Gilsson.
Hann er rétt liðlega tvítugur og er
að læra húsasmíði, er ólofaður og
býr í foreldrahúsum. Að sögn eins
leikmanna landsliðsins óttaðist
hann á tímabili að Héðinn, svo ung-
ur sem hann var þegar velgengni
hans hófst, þyldi ekki álagið og þær
kröfur sem til hans voru gerðar.
Þessi sami maður segir Héðin hafa
staðist þá prófraun með miklum
sóma og þar komi til mikill þroski
sem hann býr yfir, enda sé hand-
bolti hans líf og yndi. Héðin segir
hann vera léttan og kátan dreng, og
hvers manns hugljúfi. Svo merki-
legt sem það kann að vera er Héð-
inn matvandur með afbrigðum. —
Hefur nánast vaxið yfir tvo metra á
að nærast á franskbrauði og kakó-
malti, er haft eftir nánum ættingja.
Jakob Sigurðsson, hornamað-
urinn skemmtilegi, nemur efna-
fræði við háskólann og býr með
Fjólu Sigurðardóttur tölvunar-
fræðingi, sem hann segir að vinni
fyrir sér núna eða þar til hann lýkur
námi í vor. Jakob segist lengi hafa
haft trú á að ef hann spilaði í sömu
sokkunum gengi vel á vellinum.
„Þegar það brást og ég tapaði í
sokkunum góðu lagði ég þá á hill-
una,“ segir hann og jafnframt að
hann spekúleri ekki mikið í hjátrú,
utan þess að ná sama snaganum í
búningsherberginu fyrir leiki.
Valdimar Grimsson, Valsmað-
ur og góður vinur Jakobs, stundar
nám í Tækniskólanum. Um hann
segir Jakob: Hann er sannkallað
tryggðatröll, léttur og skemmtileg-
ur náungi og eins og flestir strák-
arnir hefur hann geysilegt keppnis-
skap. Einar Þorvarðarson, mark-
vörður landsliðsins, sagði skemmti-
lega sögu af Valdimar. Hann hafði
gleymt keppnisskónum á hóteli sem
þeir dvöldu á og þegar átti að fara
að leika einn mikilvægasta leikinn,
H’éðTnn Gilsson er sagður matvandur með afbrigðum og hafa aðallega
nærst á franskbrauði og kókómjólk. Það stendur honum areinileqa ekki
fyrir þrifum.
við Svisslendinga, var hann skó-
laus. Geir Sveinsson var svo
heppinn að hafa með sér aukaskó
og gat lánað honum sína. Valdimar
lék einn sinn besta leik í lánsskón-
um og skoraði sex mörk. Haft var á
orði eftir leikinn að Jakob fengi
aldrei skóna sína aftur, enda gaf
Geir honum aukaskóna.
Geir nemur sagnfræði við há-
skólann og á unnustu; Guðrúnu
Helgu Arnarsdóttur, sem starfar
sem danskennari og flugfreyja.
Hann segir að þegar fari að hægjast
kvæntur Arnrúnu Kristinsdóttur
útlitshönnuði. Einar segist löngu
vera vaxinn upp úr allri bábilju eins
og hjátrú, hins vegar reyni hann
alltaf að undirbúa sig undir leiki
með því að fara einn í göngutúr
skömmu fyrir leik.
Hrafn Margeirsson, markmað-
ur og nýliði í hópnum, lék sína
fyrstu leiki í Frakklandi. Hann
starfar sem sendibílstjóri hjá Þresti
og að sögn strákanna virðist hann
ætla að falla vel inn í hópinn. Þeir
segja hann hafa mikinn metnað og
Hornamaðurinn skemmtilegi, Jakob Sigurðsson, nemur efnafræði við Há-
skóla íslands. Hann keppti alltaf í sömu sokkunum, þar til þeir brugðust
honum.
um hjá sér í handboltanum ætli
hann að leggjast í ferðalög. Hann
hefur mikinn áhuga á sagnfræðinni
og les allt sem hann kemst yfir.
Hvað varðar vanafestu segist hann
lengi hafa haldið sig við sömu sokk-
ana, en „að sjálfsögðu voru þeir
þvegnir á milli“, segir hann. Hann
tekur undir orð Einars um að hjá-
trúin hafi fylgt þeim meira þegar
þeir voru yngri, þeir spekúleri ekki
svo mikið í því í dag.
Sigurður Sveinsson hélt upp á
þrítugsafmælið sitt um helgina,
sem hann segir hafa tekist afar vel.
Hann starfar á Stöð 2 og er kvæntur
Sigríði Héðinsdóttur, yndislegri
konu sem „skræli kartöfíurnar en
hann geri allt hitt á heimilinu“.
„Hún er líka snillingur í að
skræla," segir hann og víst er að
húmorinn stjórnar þessum orðum.
Allir landsliðsstrákarnir eru á
einu máli um að Sigurður Sveinsson
sé einn skemmtilegasti strákurinn í
hópnum og mikill grallari. „Hann
heldur uppi húmornum í hópnum
og stundum virkar hann dálítið
kærulaus, en það er fjarri iagi; það
eru aðeins þeir sem ekki þekkja
hann vel sem halda það,“ segir einn
strákanna.
Einar Þorvarðarson, aðalmark-
vörður Iandsliðsins, meiddist illa í
síðasta leiknum í París og Iiggur
heima með slitin krossbönd í fæti.
Hann er tæknimaður á Stöð 2 og
ef allt gengur vel ætti hann að koma
sterklega til greina sem arftaki Ein-
ars með tímanum.
Alfreð Gísiason átti mjög góða
leiki í Frakklandi, hann segist hafa
mjög gaman af að spila, en það sé
farið að örla á smáleiða á æfingum.
Hann starfar sem forritari hjá
Tryggingamiðstöðinni og er kvænt-
ur Köru Guðmundsdóttur, kenn-
ara við Hagaskólann. Um nýju
markverðina, Hrafn Margeirsson
og Guðmund Hrafnkelsson, segir
Alfreð, sem er gamansamur maður,
að stundum þurfi að taka á þeim
púlsinn til að átta sig á hvort þeir
séu á lífi. „En báðir eru þeir ein-
staklega ljúfir og góðir drengir sem
eiga framtíðina fyrir sér og ég tala
nú um púlsinn meira i gríni en al-
vöru,“ segir Alfreð.
Birgir Sigurðsson, ungi mað-
urinn í hópnum, hefur ekki fengið
að spreyta sig sem skyldi, en hans
tími kemur og telur Alfreð að þegar
Þorgils Óttar dregur sig í hlé sé þar
kominn maður sem eigi alla mögu-
leika á að fylla skarð Óttars á Iínun-
inni.
Alfreð segist hafa einn vana sem
aldrei bregðist; hann hleypur alltaf
sjöundi maðurinn inn á völlinn og
leikur ævinlega í peysu númer sjö.
Sigurður Gunnarsson hefur
staðið lengi í eldlinunni og hefur
langa reynslu að baki. Hann starfar
sem þjálfari í Vestmannaeyjum og
4