Pressan - 09.03.1989, Side 21

Pressan - 09.03.1989, Side 21
Fimmtudagur 9. mars 1989 21 PRESSU MOLAR ÍFleiri bjórtegundir eiga eftir að bætast við í hillur ÁTVR. Davíð Scheving Thorstcinsson í Sól er einn þeirra sem ekki hafa sagt sitt síðasta i þeim efnum. Hann bíður þess að geta samið við Höskuld Jónsson forstjóra, því hann telur sig hafa fundið rétta bjórinn fyrir íslendinga. Rétti bjórinn hans Dav- íðs heitir Maes og er belgískur. Menn komu sér niður á hann eftir miklar bollaleggingar. Leitað var til þekktra bjórfræðinga, sem eru sagðir hafa bent á 20 úrvalstegund- ir. Síðan hófst mikil gæðaprófun hjá Sól. Ákveðið var að hafa Hein- eken-bjór til samanburðar. Hann hefur notið mikilla vinsælda hér á landi og þykir nokkurs konar stað- all fyrir hinn íslenska smekk. í fyrstu atrennu reyndust 7 tegundir eiga fræðilegan möguleika í sam- keppni við Heineken, en aðeins einn er sagður hafa skákað honum, þ.e. sá belgíski, Maes... ilýjungagtrni getur stundum keyrt um þverbak. Svo finnst a.m.k. mörgum starfsmönnurp Lands- bankans um þessar mundir. Yfir- menn bankans hafa lagt til að starfsfólkið skipti um föt. íklæðist gráum fötum í stað rauðu einkenn- isbúninganna, sem flestir við- skiptavinir ættu að vera farnir að þekkja. Þessa nýju búninga mun bankinn hins vegar ekki ætla sér að borga, heldur mun ráðgert að hver starfsmaður greiði um 6.000 krónur fyrir stykkið... L HBcyrst hefur að bjórgámur- inn, sem fannst um borð í Laxfossi 17. janúar sl., hafi ekki verið sá fyrsti. Sögur ganga þess efnis að þrír gámar hafi áður sloppið fram- hjá tollgæslunni í desember og janúar. Og þar þykjast smátækari bjórsmyglarar hafa skýringuna á því hve erfiðlega þeim gekk að losna við ölið um jólaleytið... II^Éargir hafa látið í ljós áhyggjur af því að unglingar muni misnota bjórinn, nú þegar hann hefur haldið innreið sína í Iandið. En það er kannski ástæða til að kvíða fremur siðferði fullorðna fólksins í tengslum við áfenga ölið. í lok síðustu viku mættu t.d. full- orðnir karlmenn á bifreið fyrir utan Ölduselsskóla í Breiðholtinu, þegar þar var að ljúka árshátíð, og buðust til að selja krökkunum bjór... L ■ ■ undasmygl er að verða ábata- söm atvinnugrein. Pressan frétti af manni sem tekur að sér að smygla hundum inn í Iandið og er hægt að fá hund með öllu á 20—40 þúsund krónur . . . Ertu á höttunum eftir heppilegri fermingargjöf ? Vönduð karl- og lcvenúr frá 1.590,- Goldstar TW-Sl 3, tvöfalt ferðakassettutæki með FM stereo, MW og SW á aðeins 4.990,- Macintosh Plus tölva, með einu diskadrifi og 1MB innra minni á aðeins 104.435,- kr. eða 97.125,- Vinsælu Leaderwave vasaútvörpin fyrir FM stereo 1 #9 80j" kr. (V Goldstar PCD-N33 stereoferðatæki með 2x10W magnara, 5 banda tónjafnara, segulbandi me5 síspilun o. fL, FM, MW og SW útvarpi og geislaspilara með 16 minnum, á aöeins 24.850,- kr. eða 22.980,- og greiðslukjör til allt að 12 mán. Goldstar CBS-4521 14" sjónvarpstæki á aðeins 23.347,- kr. eða 21.980,- Nordmende NM 3001 hljómtækjasamstæða með fjarstýringu, plötuspilara, 2x50W magnara, 2x5 banda tónjafnara, tvöföldu segulbandi og þriggja geisia spilara á aðeins 39.980,- eða 36.980,- ...og margt, margt fleira á sérstöku fermingartilboði ! Útvarpsvekjaraklukkur frá 1.690,- Nordmende CV-2201 kvikmyndatökuvél fyrir VHS-C spólur, m/fullkominni sjálfvirkni á aðeins 94.980,- eða 89.500,- ‘Við tölqim vd a moti per í Skipholti 19 Sími 29800

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.