Pressan - 30.03.1989, Blaðsíða 13

Pressan - 30.03.1989, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 30. mars 1989 13 Stúdentar í V-Þýskalandi hafa í vetur staðið fyrir óeirðum ó borð við þær al- ræmdu órið 1968. HITI MENNTAMÁLIINUM Vetrarönn ’88/’89 er nú lokid í v-þýskum háskólum og þótt kennsla sé hafin aö nýju í mörgum þeirra gefst flestum stúd- entum n^færi á aö endurnýja kraftana og búa sig undir kom- andi surnarönn, sem hefst á tímabilinu frá 15. apríl til 2. maí. Það eru þó ekki aðeins stúdentar og starfslið skólanna sem fagna langþráðu fríi. Forsvarsmenn menntamála i land- inu gleðjast sjálfsagt sömuleiðis yfir örlitlu hléi í þeirri bar- áttu sem stúdentar hafa stofnað til á síðustu mánuðum og miðar að því að beina athygli almennings og stjórnvalda að slæmri félags- og fjárhagsstöðu ríkisháskólanna. ÆTLAR ÞU AÐ VEITA VEÐLEYFr í ÞINNIÍBÚÐ? Hafðu þá í huga, að ef lán- takandinn greiðir ekki af lán- inu, þá þarft þú að gera það. Getir þú það ekki, gæti svo farið að þú misstir þína íbúð á nauðungaruppboð. Um slíkt eru fjöimörg dæmi. VEÐLEYFIER TRYGGING Með því að veita veðleyfi í íbúö, hefur eigandi hennar lagt hana fram sem tryggingu fyrir því að greitt verði af láninu, sem tekið var, á réttum gjald- dögum. ÞÚ GÆTIR ÞURFT AÐ BORGA Greiði lántakandinn ekki af láninu á tilskildum gjalddögum, þá þarf íbúðareigandinn að gera það, eða eiga á hættu að krafist verði nauðungar- uppboðs á íbúð hans. Hafðu eftirfarandi hugfast áður en þú veitir vini þínum eða vandamanni veðleyfi í íbúð þinni: GETUR ÞÚ GREITT AF LÁNINU EF LÁNTAKANDINN GETUR ÞAÐ EKKI? Við leggjum til að þú fylgir þeirri reglu að veita aldrei öðrum veðleyfi í íbúð þinni fyrir láni sem þú getur ekki sjálfur greitt af, nema þú sért viss um að lántakandinn muni standa í skilum. FÓLK HEFUR MISST ALEIGU SÍNA VEGNA VINARGREIÐA. HAFÐU ÞITT Á HREINU RÁÐGIAFASTÖD HUSWEÐISSTOFNUNAR BJARNI JÓNSSON, MUNCHEN Ein og hálf milljón við nám Nýliðin vetrarönn var sú óróleg- asta sem menn hafa upplifað hér í landi allt frá því hinar margfrægu „stúdentaóeirðir“ lognuðust út af fyrir u.þ.b. 20 árum. I vetur lá kennsla nánast niðri í mörgum skólum, eða fór fram með öðrum hætti en venjulega. Nærri lætur að nú stundi um ein og hálf milljón manna nám við há- skóla V-Þýskalands. Þessi fjöldi er hins vegar helmingi meiri en sá sem skólarnir geta í raun ráðið við. Er hér gengið út frá hlutum eins og fjölda fastráðinna kennara, hús- næði skólanna og þeirri þjónustu sem þeim ber skylda til að bjóða upp á (bókasöfn og bókakostur þeirra, mötuneyti nemenda og tæki til rannsókna og almennra nota). í V-Þýskalandi hefur lengi ríkt sú stefna í menntamálum, að hvetja fólk fremur en letja til háskóla- náms. Þessi stefna hefur ekki að- eins orðið til þess að ungt fólk forð- ast almennt hinar ýmsu iðngreinar, heldur er ásókn í háskólanám mun meiri nú en áður. Því miður virðast ráðamenn ekki hafa séð þessa þró- un fyrir. Ríkisháskólarnir hafa ver- ið í fjársvelti síðastliðin ár og er nú svo komið að forsvarsmenn þeirra telja sig ekki lengur geta boðið upp á eins gagnlegt og yfirgripsmikið nám og vænst er af þeim. Yfirfullir fyrirlestrasalir og kennslustofur, bókaskortur, of fáir kennarar, of fáir stúdentagarðar; öll þessi atriði og fleiri til hafa gert að verkum að bæði kennarar og nemendur eru farnir að efast um það í seinni tíð hvort v-þýskt háskólanám sé jafn- gott og það hefur verið talið hingað til. Viðbrögð stjórnvalda Það hvernig stjórnvöld hafa brugðist við þessum mikla vanda háskólanna þykir fremur sýna fram á ráðaleysi þeirra en vilja til að seil- ast fyrir rætur vandans og þar með gjörvalls menntakerfisins. Gripið er til visinna stráa; reynt er að hafa áhrif á námsval fólks um leið og til- raun er gerð til að stoppa í stærstu götin með aukafjárveitingum, sem nægja þó á engan hátt. Síðan má ekki gleyma hugmyndum eins og þeim að hefja kennslu klukkan sex á morgnana og ljúka henni klukkan tíu á kvöldin (svo nýta megi hús- næði skólanna til hins ýtrasta), eða leigja sali kvikmyndahúsa til fyrir- lestrahalds. Á meðan ráðamenn hafa þannig velkst í umræðum um — oft — óraunhæfa möguleika til úrbóta hefur gætt vaxandi reiði og óánægju meðal stúdenta, sem — eins og fyrr sagði — risu loks upp í vetur til að mótmæla ástandinu í menntamál- um þjóðarinnar. Aðqerðir stúdenta Til að vekja athygli á málum sín- um gripu stúdentar til margvíslegra aðgerða. Þeir fóru í „verkfall" í lengri eða skemmri tíma, svo kennsla raskaðist eða féll alveg nið- ur, til að minna á húsnæðisskort háskólanna var fyrirlestrahald fært út undir bert loft, á torg og inn á göngugötur, eða það fór fram í neð- anjarðarlestum og listasöfnum. Auk þess stofnuðu nemendur til umræðna og kennslu innan sinna raða og reyndu þar með að bæta við umfjöllunar- og umræðuefnum sem háskólarnir hafa ekki boðið upp á hingað til. Má í því sambandi minnast á kröfur kvenna um aukin- áhrif á stjórn skólanna og sérhæfða umfjöllun um stöðu kvenna á vinnumarkaði og í hvers konar menningarstarfsemi. Aðgerðir stúdenta fóru yfirleitt friðsamlega fram. Þó kom til átaka, bæði milli lögreglu og stúdenta, og svo meðal stúdenta sjálfra, þegar „verkfallsverðir" reyndu að hindra „verkfallsbrjóta" í því að sækja fyr- irlestra og kennslustundir. Kröfugöngur settu einnig svip á aðgerðirnar og þóttu þær bera stúdentum og sköpunargleði þeirra gótt vitni. Göngurnar voru oftsinn- is mjög mannmargar og fóru varla framhjá neinum. Flestir komu sam- an í Múnchen í miðjum janúarmán- uði; í kringum 40.000 manns fylktu þá liði og gengu frá háskólanum að ráðhúsi borgarinnar, þar sem haldnar voru ræður og flutt skemmtiatriði. Þótt stúdentar berjist fyrir úr- bótum hvað varðar háskóíana og námið sem boðið er upp á hafa að- gerðir þeirra einnig miðað að því að gefa almenningi innsýn í stúdenta- lífernið eins og það gerist á „síðustu og verstu tímum“. _________Breyttir timar__________ Þjóðverjar hafa löngum Iitið á stúdenta sem ákveðna manngerð í þjóðfélaginu. Líf stúdentsins hefur ætíð verið sveipað einhvers konar ævintýraljóma og víst er að hin 'margumtalaða „68-kynslóð“ gerði sitt til að viðhalda ímyndinni um hinn hressa stúdent sem tekur lífið mátulega alvarlega, býr í komm- únu, dettur reglulega í það af rauð- víni og bjór (hvað varðar áfengis- neyslu þykir hún fremur hæfa pilt- um en stúlkum); stúdentinn á að vera manneskja sem eyðir tíma sín- um í að ihuga mannlífið, jafnframt því sem hún er reiðubúin að láta lífsgleði sína af hendi þegar prófum er lokið og vinnumarkaðurinn bíð- ur með útrétta arma... Veruleiki þeirra sem í dag berjast við að verða hálærðir einstaklingar lítur öðruvísi út en hann gerði fyrir 20 árum. Til dæmis er það síður en svo gefið mál, að þú fáir atvinnu við þitt hæfi að námi loknu — nokkuð sem maður þurfti ekki að hafa áhyggjur af fyrir 20 árum — og svo er það alls ekki skemmtilegt að standa í biðröð í mötuneytinu í klukkutíma, komast að því að ein- hver annar en þú hefur fengið að láni bókina sem þig vantaði á bóka- safninu (og annað eintak er því miður ekki til), og það er lítið gam- an að því að eyða frímínútunum í að hlaupa á milli fyrirlestrasala til að tryggja sér sæti. Til hvers að leggja á sig öll þessi leiðindi þegar þú færð ekki einu sinni atvinnu með MA/MS-skjalið þitt í höndun- um? Hlaup, stress, hræðsla við að falla á prófum (og standa þar með ekki Undir kröfum foreldranna sem borga fyrir þig), einmanaleiki og innbyrðis barátta stúdenta: Allt eru þetta atriði sem falla ekki beinlínis inn í ímynd hins síglaða stúdents. Á annað tvennt verður einnig að minnast. Annars vegar á þá stað- reynd að í V-Þýskalandi fyrirfinnst enginn „Iánasjóður“ í þeirri rnynd sem íslendingar þekkja, heldur gefst fólki kostur á að fá lán, sé for- eldruin viðkomandi það ómögulegt að styðja hann/hana til háskóla- náms. Hér í landi ber foreldrum nefnilega skylda til að sjá fyrir börnum sínum fram til 27 ára ald- urs nema börnin telji sjálf enga þörf á þvi. Hins vegar eru þessi lán engan veginn nógu mikil til að hægt sé að framfleyta sérá þeim einum saman. Skortur á herbergjum á stúdenta- görðum þýðir síðan að rúmlega 90% stúdenta verða að reyna fyrir sér á frjálsum Ieigumarkaði. Ástandið í þeim málum er vægast sagt hræðilegt, því ekki er aðeins skortur á leiguhúsnæði, heldur er leigan yfirleitt mjög há og mun hærri en hún ætti að vera, sé miðað við almenna framfærslu. Þetta á einkum og sér í lagi við stærstu borgir landsins; Vestur-Berlín, Hamborg, Múnchen, Köln og Frankfurt. _________Hvað gerist?____________ Það er mál manna, að nú sé hálf- leikur í baráttu stúdenta. Það sé of snemmt að fella dóm yfir þessari nýju stúdentahreyfingu. Hún láti raunar litið á sér kræla þessa dag- ana, en sjái stúdentar ekki fram á breytingar nú á næstunni verði sumarið óróasamt og jafnvel svo að komið geti til alvarlegra átaka. Vert er að minna á, að undir lok annarinnar höfðu stúdentar velt upp nýjum hliðum á baráttumálum sínum og eru nú í ríkum mæli farnir að ræða „innihald“ háskólanáms- ins í tengslum við aukna ásókn auð- hringa og iðnaðarvelda i háskólana og fjárhagslegan stuðning þeirra við arðvænlegar rannsóknir í þágu vopnaframleiðslu og lífefnaiðnað- ar, svo dæmi séu nefnd. Stór hluti stúdenta telur því að heimspeki- greinar hvers konar (hvort sem það eru tungumál eða listasaga) verði út undan og beri þannig v-þýsku þjóð- félagi ófagurt vitni. Af þessu má ráða, að það er ekki aðeins mennta- stefna stjórnvalda sem er í deigl- unni heldur áherslur heils þjóðfé- lags. Hvort yfirvöld skólanna og kennarar standa með stúdentum í aðgerðum sem beinast að þjóðfé- lagsbyggingu V-Þýskalands, likt og hingað til hefur verið, er heldur óliklegt. En eins og prófessor nokk- ur í félagsfræði við háskólann í Frankfurt lét hafa eftir sér á dög- unum hefur v-þýskum stúdentum a.m.k. tekist að skapa óróleika í þjóðfélaginu í tuttugu ár, á meðan háskólar í Bandaríkjunum, í Eng- landi og á Ítalíu likist einna helst grafreitum. Frá 40.000 manna kröfugöngu stúdenta i Múnchen. Menntamálaráðherra V-Þýskalands, Júrgen Mölleman (i frakka og með yfir- varaskegg), berst við studenta um ræðupúlt á fundi um menntamál.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.