Pressan - 30.03.1989, Blaðsíða 11

Pressan - 30.03.1989, Blaðsíða 11
g{ít>r eifsm ,tic •jygBDwir' Fimmtudagur 30. mars 1989 PRESSU MOLAR « ^■íðastliðið miðvikudagskvöld var kjörin ný stjórn á aðalfundi Samtakanna ’78. Lét Þorvaldur Kristinsson af formennsku og við tók fyrsta konan, sem gegnt hefur því embætti frá stofnun samtak- anna, Lana Eyþórsdóttir. Tvær aðrar konur eru líka í sjö manna stjórn félagsins og áheyrnarfulltrúi æskulýðshóps er einnig kona. Það má því með sanni segja að kven- þjóðin sé komin til aukinna áhrifa innan samtakanna eftir þetta stjórnarkjör... ffl ^^■uk þess að tapa fyrirsjáan- lega miklum upphæðum vegna gjaldþrots Avöxtunar sf. munu eig- endur verðbréfa í sjóðum þrotabús- ins þurfa að greiða skilanefnd allverulegar upphæðir, ef marka má upplýsingar sem félagsmenn í hagsmunasamtökum þeirra hafa aflað sér. Skilanefndin hefur unnið að því að tryggja hagsmuni kröfu- hafa en lítið áunnist til þessa. Kostnaður, þ.m.t. laun skilanefnd- ar, var þrátt fyrir þetta kominn í um fjórar milljónir kr. um síðustu ára- mót. í skilanefndinni sitja Gestur Jónsson hrl., Símon A. Gunnars- son endurskoðandi og Ólafur Ax- elsson hrl. Eins og Pressan greindi frá á sínum . tíma hafa eigendur Avöxtunarbréfa myndað óformleg samtök til að standa saman á rétti sínum. 9. apríl er svo áformað að ganga frá formlegri félagsstofnun og rnunu félagsmenn þegar vera nokkuð á annað hundrað talsins... v erslanakeðjan Safeway er nánast orðin hluti af þjóðmenningu Bandaríkjanna. Umboðsaðili fyrir Safeway á íslandi er heildsölufyrir- tækið Isleið. Skemmst er frá því að segja að nýlega keypti 51% hlut í fyrirtækinu, þegjandi og hljóða- laust, Páll G. Jónsson, öðru nafni Páll í Polaris... b ., tekur á sig ýmsar myndir. Óli Kr. Sigurðsson forstjóri leikur auðvit- að eitt aðalhlutverkið í því spili. Höfuðandstæðingur hans er sagð- ur Landsbankinn, sjálfur við- skiptabankinn. Auk Óla og Lands- bankans hefur Hallur Hallsson fréttamaður komið nokkuð við sögu i leiknum. Olísmenn telja að uppspretta frétta Halls sé í Lands- bankanum. Óli Kr. er sagður hafa sannprófað þetta. Hann mun hafa látið létta lygasögu leka inn í Landsbankann, með þeim fyrir- séðu afleiðingum að Hallur Halls- son hringdi skömmu síðar og spurði spjörunum úr... c ^^kipulagsbreytingar hjá fyrir- tækjum taka stundum á sig ólíkleg- ustu myndir. Kannski er réttara að segja að uppsagnir hjá fyrirtækjum séu kallaðar ólíklegustu nöfnum. Til dæmis er ekki óalgengt að upp- sögn sé kölluð því virðulega nafni „skipulagsbreyting". Þetta þekkja margir af biturri reynslu. Oft er slík aðgerð framkvæmd gagnvart þeim sem minnst mega sín. Þetta gerðist hjá Ríkisskip á dögunum. Þá var ræstingakonu sagt upp af þeirri ástæðu, að skipulagsbreytingar ættu sér stað hjá fyrirtækinu. Kon- an var búin að vinna hjá fyrirtæk- inu um árabil. Ekki hefur spurst um fleiri uppsagnir hjá fyrirtækinu, né skipulagsbreytingar... c ^■tjórnmálamenn gera ýmislegt til að nálgast kjósendur sína. Nú á dögum gerist þetta yfirleitt í gegn- um fjölmiðla, en bættar flugsam- göngur hafa einnig gert pólítíkus- unum auðveldara að brosa beint framan í lýðinn. Þannig átti Hall- dór Ásgríinsson ekki í vandræðum með að fagna með Fáskrúðsfirðing- um á dögunum, þegar þeir tóku á móti endurbyggðum togara sínum frá Póllandi. I þá mund sem togar- inn, Ljósafell, lagðist að bryggju eftir mikla eftirvæntingu heima- manna settist einkaflugvél með Halldór á flugvöllinn í firðinum. Fáskrúðsfirðingar gátu því fagnað bættu og breyttu skipi með þing- manni sínum og sjávarútvegsráð- herra. Gamanið stóð reyndar stutt hjá ráðherranum, því hann var flog- inn um leið og ræðuhöldum lauk, en gleði heintamanna stóð fram- undir morgun næsta dag... c ^^tuttu áður en Landsbankinn lokaði á ábyrgðir gagnvart Olís munu fulltrúar Olíufélagsins, öðru nafni ESSO, auk Skeljungs, Shell, hafa boðið Óla Kr. Sigurðssyni for- stjóra að kaupa af honum fyrirtæk- ið á 240 milljónir. Óli er sagður hafa neitað. Stuðningsmenn Óla segja neitunina hafa kallað fram viðbrögð Landsbankans, sem fólust í því að hætta ábyrgðum fyrir olíuförmum. Kenningunni til stuðnings er bent á að Valur Arn- þórsson, nýr bankastjóri, sagði af sér á hádegi, daginn fyrir mánaða- mót, sem formaður Ólíufélagsins. Fjórum dögum þar á eftir mun hann hafa skrifað undir bréf bank- ans um stöðvun bankaábyrgðanna gagnvart Olís. Valur er sagður hafa þegið laun sem stjórnarformaður Olíufélagsins allt þar til fjórum dögum áður en hann skrifaði undir bréfið um stöðvun gagnvart Olís, samkeppnisaðilanum... GRÆNN: LITUR SKURÐSTOFUNNAR Hvers vegna? Sjúklingar velta sjálfsagt ekki oft fyrir sér ástæðu þess að skurðlækn- ar og annað starfsfólk á skurðstof- um skuli klæðast grænum hlífðar- fötum við aðgerðir, enda ekki með hugann við lit á fatnaði á þeim stundum. Græni liturinn er þó alls engin tilviljun og ástæða þess að hann er á fatnaði skurðstofufólks- ins á sér langa og merka sögu. Grænn litur er hinn táknræni lit- ur guðsins Asklepíosar, sem var lækningaguð Grikkja til forna og var talinn sonur Appollóns. Blóðblettir sjást síður á grænu efni en hvítu, en eins og kunnugt er þá er hvíti liturinn allsráðandi á sjúkrahúsum. Grænn litur er róandi og deyfir hræðslu. Síðast en ekki síst er það mikil- vægt á sjúkrahúsum að sótthreins- aður fatnaður sé aðskilinn frá öðr- um. Þar af leiðandi er hagnýtt að sami litur sé á þeim fatnaði sem not- aður er til sömu starfa. En hvers vegna er ekki hægt að nota rauðan klæðnað á skurð- stofu? Ástæðan er meðal annars sú að rauður iitur telst vera espandi og fremur vekja upp hræðslu en hitt, og aðrir litir þykja ennfremur óhentugir. Þannig táknar svart sorg og dauða og á sjúkrahúsum táknar blái liturinn minnkaða mótstöðu gegn sýkingu og gult er merki um aukna smithættu. Það var því ekki að ástæðulausu að græni liturinn var valinn sem litur skurðstofunn- GULLASCH ■■ M/KRYDDUÐUM HRÍSGRJÓNUM SNITCHEL .. KR. 895 SMÁRÉTTIR . KR. 735 M/GRÆNMETI KÓTILETTUR .. KR. 795 HNAKKI BEINLAUS... . KR. 699 HAMBORGARHRYGGIR ..KR. 655 HAMBORGARLÆRI ... ..KR. 595 BAYON SKINKA .. KR. 695 FOLALD SNITCHEL KR. GULLASCH. .. KR. FILLET KR. MÖRBRÁÐ. . . . KR. HAKK KR. SMÁSTEIK. . . . . . KR. PIZZA KYNNING! VERÐ AÐEINS KR./STK STÆRRI GERÐ FIMMTUDAG OPIÐ TIL 18.30 FÖSTUDAG OPIÐ TIL 19.30 LAUGARDAG OPIÐ TIL 16.00 0» 68 5168. ar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.