Pressan - 30.03.1989, Blaðsíða 27

Pressan - 30.03.1989, Blaðsíða 27
-f-1- f 88ér Eisrn .08 itjasbinrr.ntR Fimmtudagur 30. mars 1989 sjonvarp FIMMTUDAGUR 30. mars Stöð 2 kl. 21.55 Hamslaus heift * * * (The Fury) Bandarísk hrollvekja frá árinu 1978. Leikstjóri: Brian DePaima. Aðalhlutverk: Kirk Douglas, John Cassavetes, Carrie Snodgrass, Charles Durning og Amy Irving. Brian DePalma hefur verið nokkuð mistækur sem hryllingsmyndaleik- stjóri í gegnum árin, en hér er ein af hans bestu. Myndin fjallar um bar- áttu föður gegn mönnum sem hafa rænt syni hans í þeim tilgangi að virkja dulræna hæfileika hans. Samkvæmt venju er myndin alls ekki við hæfi barna og raunar ekki þeirra sem líkar ekki blóðugt ofbeldi. Stöð 2 kl. 23.55 Svo spáði Nostradamus * * * (The Man Who Saw Tomorrow) Bandarísk mynd frá 1981. Leik- stjóri: Robert Guenette. Aðalhlut- verk: Richard Butler, Jason Nesmith og Howard Ackerman. Þessi vel gerða mynd fjallar um franska lækninn og spámanninn Nostradamus og dularfulla spá- dómsgáfu hans. Þess má geta að Orson Welles er sögumaður mynd- arinnar. FÖSTUDAGUR 31. mars Stöð 2 kl. 16.30 í blíðu og stríðu *** (Made for Each Other) Bandarísk gamanmynd frá 1971. Leikstjóri: Robert Bean. Aðalhlut- verk: Renee Taylor, Joseph Bologna, Paul Sorvino og Olympia Dukakis. Gamansöm ástarsaga sem segir frá tveim furðufuglum sem hittast á námskeiði fyrir fólk haldið minni- máttarkennd. Þau verða auðvitað ástfangin og myndin lýsir tilhuga- lífinu á drepfyndinn hátt. Gott handrit og næmur leikur einkenna þessa mynd. Stöð 2 kl. 21.50 Útlagablús * * * (Outlaw Blues) Bandarísk mynd frá 1977. Leik- stjóri: Richard T. Heffron. Aðal- hlutverk: Peter Fonda, Susan Saint James, John Crawford og James Callahan. Peter Fonda leikur tugthúslim sem þráir það heitast að verða „kántrý“-stjarna. Hann verður sár- lega móðgaður þegar frægur sveita- söngvari rænir einu laga hans og slær í gegn. Hann nær þó að lokum fram hefndum með því að slá sjálf- ur í gegn. Þetta er meinfyndinn farsi, sem á það þó til að skjóta yfir markið í fíflalátum. Ríkissjónvarpið kl. 22.30 Týnda flugvélin ***,/z (The Riddle of the Stinson) Áströlsk kvikmynd frá 1987. Leik- stjóri: Chris Noonan. Aðalhlut- verk: Jack Thompson, Helen O’Connor, NormatríCaye og Rich- ard Roxburgh. Enn ein gæðamyndin frá Ástralíu, en þar virðast framleiddar jafn- vönduðustu myndirnar þessa dag- ana. Þessi mynd er byggð á sannsögulegum atburði sem átti sér stað í Astralíu 1937. Flugvél ferst á leið sinni til Sydney og allir farþeg- arnir eru taldir af þegar vélin finnst ekki eftir langa leit. Maður nokkur neitar þó að gefast upp og leggur einn síns liðs af stað út í auðnir' Ástralíu til leitar. Sérlega vel unnin og hrífandi kvikmynd. Stöð 2 kl. 23.30 Blóðug sviðsetning * * 2 (Theatre of Blood) Bresk hrollvekja frá 1973. Leik- stjóri: Douglas Hickox. Aðalhlut- verk: Vincent Price, Diana Rigg, Ian Hendry og Harry Andrews. Hinn eini sanni meistari hryllings- myndanna, Vincent Price, leikur hér lélegan Shakespeare-leikara sem er orðinn langþreyttur á nei- kvæðum ummælum gagnrýnenda. Hann ákveður að koma þeim fyrir kattarnef með því að nota morðað- ferðir úr verkum Shakespeares. Ágæt hugmynd í hryllingsmynd sem verðursamt að teljast til litlaus- ari mynda Vincents Price. Enginn skortur á blóði og því auðvitað alls ekki við hæfi barna. Stöð 2 kl. 1.15 Anastasía * * * * Bandarísk frá árinu 1956. Leik- stjóri: Anatole Litvak. Aðalhlut- verk: Ingrid Bergman, Yul Bryhner, Helen Hayes og Akim Tamiroff Hér er komin sígild mynd, þar sem rakin er saga Anastasíu, sem talin var eftirlifandi dóttir Rússlands- keisara. Einstakt leikaraúrval gerir þessa mynd að því meistaraverki sem hún er, en Ingrid Bergman hlaut Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í myndinni. Vel þess virði að taka eftir. LAUGARDAGUR 1. apríl Stöð 2 kl. 13.05 Sjóræningjamyndin * (The Pirate Movie) Áströlsk unglingamynd frá 1982. Leikstjóri: Ken Annakin. Aðalhlut- verk: Christopher Atkins, Kristy McNichol og Ted Hamilton. Hörmuleg endurgerð gömlu Gil- bert og Sullivan-myndarinnar The Pirates of Penzance. Myndin er ekki bara misheppnuð eftiröpun, heldur fellur hún líka sem unglinga- gamanmynd með lélegri tónlist. Verjið tímanum í eitthvað annað. Híkissjónvarpið kl. 21.35 Hér svaf Laura Lansing * * (Laura Lansing Slept Here) Bandarísk gamanmynd frá 1988. Leikstjóri: George Schaefer. Aðal- hlutverk: Katherine Hepburn, Kar- en Austin, Brenda Forbes, Schuyler Grant og Joel Higgins. Ein af síðustu myndum Katherine Hepburn er fremur dæmigerð gam- anmynd um ríkan rithöfund sem á erfitt með að ná til lesenda sinna. Hún tekur til ráðs að flytja inn til venjulegrar bandarískrar fjöl- skyldu til að kynnast eðlilegu lífi. Sæmileg skemmtun, en væri tæpast í frásögur færandi ef Hepburn væri ekki til staðar. Stöð 2 kl. 21.50 í utanríkis- þjónustunni * * (Protocol) Bandarísk mynd frá 1984. Leik- stjóri: Herbert Ross. Aðalhlutverk: Goldie Hawn, Chris Sarandon, Richard Romanus og Andre Gregory. Þessi gamanmynd getur varla talist til betri mynda Goldie Hawn, til þess er söguþráðurinn of klisju- kenndur og þá sérstaklega endirinn. Ung stúlka ræðst óvænt til starfa hjá bandarísku utanríkisþjónust- unni, þar sem hún lendir í að útkljá samningaviðræður í Mið-Austur- ur góð atriði, en myndin í heild Isinni reynir verulega á áhuga manns á sætu ljóskunni. Ríkissjónvarpið kl. 23.15 Orrustan um Alamo *** (The Alamo) Bandarískur vestri frá 1960. Leik- stjóri: John Wayne. Aðalhlutverk: John Wayne, Richard Widmark, Laurence Harvey, Richard Boone og Frankie Avalon. Fremur langdreginn vestri um upp- reisnarmenn í Texas árið 1836, sem koma sér fyrir í gamalli trúboðs- stöð. Markmiðið er að brjótast undan yfirráðum Mexíkana og lýsa yfir sjálfstæði, en við ofurefli er að etja. Eins og áður sagði aðeins of löng, en það er þess virði því loka- orrustan er stórfengleg. Stöð 2 kl. 00.10 Banvænn kostur *,/2 (Terminal Choice) Kanadísk spennumynd frá 1985. Leikstjóri: Sheldon Larry. Aðal- hlutverk: Joe Spano, Diane Venora og David McCaUum. Litlaus saga um dularfull dauðsföll á sjúkrahúsi. Handritið og raunar myndin öll rétt undir meðallagi þótt leikaralið sé í sjálfu sér ágætt. Stöð 2 kl. 1.50 Hvíti hundurinn **'2 (White Dog) Bandarísk kvikmynd frá 1982. Leikstjóri: Samuel Fuller. Aðalhlut- verk: Kristy McNichol, Paul Win- field og Burl Ives. Þetta er spennumynd um hvítan hund sem er þjálfaður til að ráðast einungis á blökkumenn. Áræðinn hundaþjálfari tekur að sér að venja hundinn af þessum ósóma. Áhuga- vert handrit, en myndin er frekar langdregin þótt hún sé spennandi á köflum. 2. apríl Stöð 2 kl. 23.10 í sporum Flints **'2 (ln Like Flint) Bandarísk mynd frá árinu 1967. Leikstjóri: Gordon Douglas. Aðal- hlutverk: James Coburn, Lee J. Cobb og Jean Hall. Þessi gamansama spennumynd fjallar um leynilögreglumanninn Flint, sem fær það verkefni að stöðva áform Ieynilegs félags kvenna sem ætla sér að ná heims- yfirráðum. Aðferðin sem þær beita er að Wreyta þjónum sínum í lifandi eftirmyndir helstu valdhafa heims með sérstökum fegrunaraðgerðum. Ágæt mynd sem lumar á einstaka flækjum í söguþræði, og Coburn stendur sig að vanda sem karl- mannlegur töffari. 27 dagbókiri hennar Kœra dagbók. Ég hlýt að lifa ömurlegasta fjöl- skyldulífi á landinu. Það er sko EKKERT gert fyrir mann á þessu heimili . . . Ekki einu sinni á sjálf- um páskunum. Ég er viss um að það er hugsað miklu betur um fangana á Litla-Hrauni! Pabbi og mamma voru svo upptekin fyrir páskana að þau GLEYMDU að kaupa í hátíð- armatinn (og bitte-nú, eins og amma segir)! Það er sem sagt deg- inum Ijósara hvar maður er í for- gangsröðinni hjá þessum foreldr- um. Við hefðum örugglega dáið úr matarskorti, ef ég hefði ekki minnst á þetta við ömmu á Einimelnum svona í „forbífarten" í símanum. Og hún var sem betur fer ekki lengi að bjóða okkur öllum í mat á föstu- daginn langa. (Við fengum SPAK- ETTÍ á skírdag, takk fyrir kærlega og allt það, svo boðið var vel þegið — a.m.k. af mér.) Það var bara soldið erfitt að njóta hamborgarhryggsins hjá ömmu út af rifrildinu í henni og mömmu. (Mamma sagði, að ég hefði KLAGAÐ sig fyrir „yfirvald- inu á Einimelnum"! Má maður kannski ekki tala við ömmu sína lengur, eða hvað?) Annars var sú gamlasvaka nastí. Hún varalltaf að segja sögur af mönnum, sem hefðu gefist upp á kellingunum sínum af því þær væru soddan ómyndir, og það gerði mömmu alveg tjúllaða — sérstaklega af því pabbi nennti ekki að hjálpa henni að rífast. Hann var alltaf með munninn lullan, ’stynj- . andi af sælu yfir sósunni og öllu hinu namminu . . . Það fer oft voðalega iila í mömmu, þegar amma gefur pabba eitthvað gott að borða. Við fórum öll í göngutúr eftir matinn og þá skammaðist ég mín nú pínu pons fyrir ömmu. Hún varð alveg sjúk, þegar hún sá að það var komið líf í hornhúsið sem er búið að standa svo lengi tómt, og ætlaði aldrei að fást til að labba lengra. (Ég hélt líka að hún færi úr hálsliðnum á meðan við gengum upp Hofs- vallagötuna. Hún var bókstaflega að DEYJA úr spælingu yfir því að vita ekki hver hefði keypt húsið.) Þegar við komum til baka vissum við svo ekki fyrri til en sú gamla hafði vippað sér inn í garðinn og gefið sig á tal við tvo krakka, sem voru að leika sér þar. Guuuuð, ég hélt ég myndi fá flog . . . Ég man ekki einu sinni hvernig ég komst í burtu ég flýtti mér svo. En rétt bráð- um kom amma á eftir okkur og vissi nákvæmlega ALLT urn fólkið, sem er að flytja í hornhúsið. Þetta varð að vísu smá áfall fyrir hana, því þetta er ekki fólk af hennar „generasjón“ svo hún getur ekki fengið það til sín í bridds á laugar- dögum. Þau eiga þar að auki gommu af litlum börnum og konan er enn í barneign, en ömmu er alveg bölvanlega við að fá smábörn í göt- una. Það eina, sem reddar málinu, er að kallinn er víst eitthvert númer í þjóðfélaginu og kemur oft fram í sjónvarpinu. Það finnst ömmu ofsa flott. Bless, Dálla.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.