Pressan - 30.03.1989, Blaðsíða 16
16
Fimmtudagur 30. mars 1989
sjjúkdómar og fólk
HÆGÐATREGÐA
Nokkur stig
lífsnautnarinnar
Vinur minn einn er mikill heim-
spekingur. Hann skiptir mannsæv-
inni í nokkur skeið, þar sem ýmis
líkamsstarfsemi ræður lífsnautn-
inni. Hann segir, að mannsævin
hefjist á hinu svokallaða órala stigi
(munnstiginu), en þá prófar mann-
eskjan allt með munninum. Börnin
vilja smakka á öllu og kynnast
þannig bragðinu af heiminum.
Sumir eru á þessu órala stigi alla
ævi og smakka á öllu sem þeir
koma nálægt. Flestir fara af þessu
stigi á unglingsárunum og yfir á
genítala stigiö (kynfærastigið) og
njóta lífsins að verulegu leyti með
kynfærunum. Á þessum árum mið-
ast lífsnautnin við kynlif og hugur-
inn snýst ekki um annað. Smátt og
smátt róast þessi mikli hormóna-
brími, sem veldur óróanum á gení-
tala stiginu, og lífið fær annað inni-
-hald en eintóma kynóra og kyn-
nautnir. Sumir festast þó á þessu
stigi. Að afloknu genítala stiginu
fara margir aftur á órala stigið og
láta munninn stjórna ferðinni í lífs-
nautnum. Hámark lífsnautnarinn-
ar verður þá að borða mikinn og
góðan mat. Margir fitna á þessum
árum og gerast meðlimir í aíls kon-
ar gourmet-klúbbum. Smátt og
smátt fara sumir af þessu stigi á hið
svonefnda anala stig (endaþarms-
stigið), þegar hámark lífsnautnar-
innar er að hafa góðar hægðir. Á
þessu stigi miðast allt við hægðirn-
ar hjá þeim sem verða uppteknir af
þeim. Endalaust er þá rætt um
hægðir og spekúlerað í alls konar
hægðalyfjum og aðferðum til að
koma hægðunum frá sér á viðun-
andi hátt. Þessi vinur minn getur
talað endalaust um þetta efni, enda
er lífsnautnin hans aðaláhugamál.
Hann vitnar oft i Jónas Hallgríms-
son og segir: Hvað er langlífi? Lífs-
nautnin frjóva. Hvað er skammlífi?
Skortur lífsnautnar. Allir verða að
eiga sér einhverja lífsnautn og eiga
það skilið, hver svo sem hún er;
kynlíf, matur eða góðar hægðir.
Hreyfingarleysi og
hœgðatregða
Mér datt þetta í hug einn daginn
þegar ég sat í heita pottinum í laug-
unum og hlýddi á tal tveggja gam-
alla manna sem ræddu um hægðir
af mikilli kunnáttu, innsæi og víð-
sýni. Annar hafði ágætar hægðir á
hverjum degi og lofaði guð fyrir þá
miklu blessun, en hinn var farinn að
finna fyrir tregum hægðum og var
að vonum ósáttur við það. — Þetta
byrjaði fyrir nokkrum mánuðum,
sagði hann, í vondu veðrunum, þeg-
ar ég datt og sneri mig um ökklann.
Ég varð að liggja i rúminu í fleiri
daga og einhvern veginn hefur
þarmurinn aldrei komist í gang sið-
an. Hinn kinkaði kolli fullur sam-
úðar. — Þetta er alveg grábölvað,
mér finnst eins og ég sé uppfullur af
hægðum en vonandi kemur þetta
núna með vorinu þegar ég get farið
að hreyfa mig meira. Ég er hættur
að hugsa um nokkuð nema þetta.
Lífið er að verða óbærilegt í þessu
gæftaleysi vegna þessarar hægða-
tregðu. Þetta minnti mig á söguna
af konunni, sem ég hitti einu sinni á
gjörgæsludeild. Hún hafði verið
flutt þangað vegna kransæðastíflu
og við höfðum barist fyrir lífi henn-
ar í nokkra daga. Einn daginn þeg-
ar ég kom til hennar hálfsat hún
uppi í rúmi og virtist eitthvað hress-
ari. — Mér líður ekki nógu vel,
sagði hún, ég hef svo miklar áhyggj-
ur. — Já, sagði ég, og bjóst við því,
að hún færi að tala heimspekilega
um líf og dauða og áhyggjur af
veikindunum. — Jú, sagði hún, ég
hef nefnilega ekki haft neinar
hægðir síðan ég kom á spítalann og
mér finnst það alveg hryllilegt.
Sannast sagna fannst mér þessi
nokkurra daga hægðatregða létt-
vægt vandamál miðað við allt ann-
að, sem konan var að berjast við, en
skildi svo, að fyrir henni var þetta
aðalmálið. Hún hafði um langt ára-
bil haft reglulegar hægðir á hverj-
um degi, svo henni fannst þetta
mjög slæmt og niðurdrepandi. Hún
hafði misst eina lífsnautnina.
Mismunandi hœgðir
Það er ákaflega mismunandi
hversu oft fólk hefur hægðir.
Venjulegast er að hafa hægðir að’
minnsta kosti þrisvar í viku, en
margir hafa hægðir á hverjum degi.
Hægðatregða getur orðið mjög
hvimleitt fyrirbæri, svo það er mik-
ilsvert að skilja hvernig þarmarnir
vinna. Mikið af likamsstarfseminni
er sjálfvirkt og þurfum við ekki að
hafa af því miklar áhyggjur. Þannig
verðum við svöng með reglulegu
millibili og konur hafa reglulegar
blæðingar án þess að stjórna miklu
þar um. Starfsemi þarmanna er að
mestu sjálfvirk, en þýðingarmikið
er að fara á salerni þegar manni er
mál. Sumir eru svo stressaðir og
spenntir, að þeir gefa sér ekki tíma
til að setjast niður og hægja sér,
heldur reyna að halda í sér sem
lengst. Við það teygist á þarminum,
sem geymir þá hægðirnar mun
lengur en hann á að gera. Þegar
teygist á þarminum verða boðin
sem frá honum berast ekki eins
kröftug, svo hann getur haldið
áfram að fyllast án þess að gefa frá
sér merki. Þannig getur hægða-
tregða komið upp hjá börnum og
fullorðnum, sem veigra sér við að
fara á salerni af einhverjum ástæð-
um, og hjá fólki sem er með einhver
sárindi í endaþarminum. Slíkum
einstaklingum verður að hjálpa
með því t.d. að lækna gyllinæð eða
gera aðgerð vegna endaþarmssára.
Lyf og hœgðatregða
Mörg lyf geta valdið hægða-
tregðu. Þannig geta ýmis verkjalyf
sem innihalda kodein (Parkódein,
Codeimagnyl) valdið hægðatregðu
og sömu sögu er að segja um ýmis
magalyf sem innihalda alúmíníum
(Algel, Acinorm, Gelusil, Novalu-
cid, Silgel). Ýmis geðlyf eins og
klórprómasín (Largactyl) og þung-
lyndislyf eins og trisýklísku lyfin
(Tryptisól, Surmontil, Anafranil)
geta valdið hægðatregðu. Járn, sem
stundum er gefið vegna slens og
blóðleysis í eldra fólki, getur valdið
hægðatregðu svo og ýmiss konar
þvagræsilyf (Hydramíl, Moduretic,
Lasix). Þannig er mikilsvert að hafa
í huga aukaverkanir ákveðinna
lyfja þegar kvartað er undan
hægðatregðu. Fæðan skiptir miklu
máli þegar hægðirnar eru annars
vegar. Hún verður að vera trefjarík,
svo þarmurinn hafi eitthvað að
vinna með. Ég ráðlegg alltaf trefja-
fæðu við hægðatregðu, eins og t.d.
hörfræ, hveitiklíð og gróft brauð.
Regluleg líkamshreyfing er nauð-
synleg fyrir góðar hægðir og skiptir
miklu. Ég er mikið á móti öllum
þessum hægðalyfjum sem eru á
markaðnum. Þeir sem byrja að
nota slík lyf telja sér oft trú um, að
þeir geti alls ekki lifað eðlilegu lífi
án þess að taka þau. Regluleg notk-
un slíkra lyfja getur valdið alvar-
legum truflunum á eðlilegri þarma-
starfser^ýog gert viðkomandi háð-
an þeirrTT'Ef gefa þarf hægðalyf vel
ég alltaf að gefa efni sem virka rúm-
málsaukandi á hægðirnar og inni-
halda trefja- og slímefni (Metamu-
cil, Vi-Siblin) eða Lactúlósu (Dufa-
lac), sem er sykurtegund sem brotn-
ar niður i þörmunum og eykur
vökvamagnið þar. En best er að
fara einföldustu leiðina; breyta
fæðunni til betri vegar, borða
trefjaríkan mat og fara að hreyfa sig
meira en áður og stuðla þannig að
heilbrigðari hægðum. Við eigum
öll skilið lífsnautnaríkara líf, og
stærstur hluti þess hægðavanda
sem læknar eru að glíma við er
heimatilbúinn.
ÓTTAR
GUÐMUNDSSON
pressupennar
Pað myndu flestir standa með apanum
„Sjálfumgleðin hefur alltaf verið
okkar meginstyrkur,“ sagði mað-
ur við mig hérna um árið. „Við höf-
um líka sótt mikinn þrótt í hreina
vanþekkingu og almenna heimsku
um veröldina í kringum okkur.“
Þessi maður hélt því fram, að eim
undirstaða íslenskrar nútímamenn-
ingar væri í bráðri hættu vegna
aukinnar þekkingar þjóðarinnar á
heiminum í kring. „Vanþekkingin
er sá stólpi sem sterkastur stendur
undir þeirri spilaborg sem við höf-
um byggt,“ sagði maðurinn þar
sem við sátum á útlendum flugvelli
og biðum hvor sinnar flugferðar til
staða enn lengra frá eyjunni okkar.
„Án áframhaldandi tilveru alls
kyns goðsagna um stöðu okkar í
heiminum er þetta búið spil. Fólk
myndi hreinlega fara hjá sér og gef-
ast upp ef það sæi þetta þjóðfélag
okkar í stærra samhengi en þessar
goðsagnir búa til.“
Það skiptir svo sem ekki máli
hvað mér fannst um þetta á þessum
tíma en mér hefur örugglega orðið
hugsað til eyjarinnar Möltu. Þar
gerði ég nefnilega fyrir meira en
áratug óþægilega uppgötvun um
goðsagnir sem ylja smáþjóðum. Ég
vann þá í London og var þarna
ásamt nokkrum öðrum til að líta á
stjórnmál eyjarskeggja. Við feng-
um marga fyrirlestra frá þingmönn-
um og fræðimönnum, sem allir
bentu á lykilstöðu Möltu í veröld-
inni. Einn þeirra sagði okkur, að
Malta hefði frá fyrstu tíð haldið
mörgum lyklum að framgangi vest-
rænnar menningar. Annar benti á,
að án Möltu hefðu það orðið min-
arettur en ekki kirkjuturnar sem
gnæfðu yfir friðsæl þorp Englands
og Evrópu. Um samtíðina var okk-
ur kennt, að brottrekstur breska
hersins frá Möltu, sem þá var að
fullkomnast, væri vatnaskil í sam-
skiptum stórvelda og smáþjóða. Á
meðan á dvöl okkar stóð lásum við
svo um þá alþjóðaathygli sem
beindist að viðskiptasamningi
Möltu við Zambíu og Botswana, og
þá feikilegu athygli sem maltneskt
afreksfólk á ýmsum sviðum mann-
lífsins hélt áfram að vekja um hálfa
heimsbyggðina. Það var eitthvað
stórt að gerast í heiminum þegar
þetta var, og við ferðalangar reynd-
um að afla ferskra frétta um þetta
úr innlendum fjölmiðlum. Mál
dagsins á Möltu var hins vegar
aukning í kjúklingaslátrun á eyj-
unni Gozo og engar fréttir að hafa
um þau mál sem heimurinn horfði
til, á milli þess sem þjóðirnar fylgd-
ust með afrekum Möltumanna.
Það verður víst ekki sagt að það
fari mikið fyrir fréttum um þessi af-
rek þeirra þarna suður frá uppi á ís-
landi. Möltu er þó víst eitthvað oft-
ar getið í fréttum víðast um heiminn
en íslands. Þeir virðast hins vegar
hafa farið eins að ráði sínu þarna
suður frá og reist sjálfsvitund sína í
kringum þörfina fyrir að láta taka
eftir sér.
Það var sjálfsagt fullmikið sagt,
að vanþekkingin á heiminum væri
einn helsti stólpinn undir íslenskri
nútímamenningu. Það myndi að
vísu margur menningarfrömuður-
inn hjaðna svolítið við að lenda í
sínu samhengi. En það væri líka
bara loft sem færi. Eins má víst
segja urn þá sem sýnast sitja í háum
söðlum og eru stundum öllu loft-
meiri en þeir sem stýra málum millj-
óna manna. Undarlegar hugmyndir
um stöðu landsins í heiminum eru
hins vegar ljóslega mikilvæg undir-
staða sjálfsmyndar þjóðarinnar.
Rétt eins og á Möltu. Og sjálfsagt í
Burkina Faso og Tuvalu, án þess að
ég þekki sérstaklega til í þeim lönd-
um. Þessar hugmyndir taka oft til
langrar fortíðar, eins og þetta með
að Malta sé ábyrg fyrir því að fæst
okkar hér nyrðra köstum okkur á
gólfið fimm sinnum á dag til að til-
biðja Allah. Þeir sem hafa ferðast
um heiminn þekkja líka sögur um
þetta eða hitt heimsveldið eða
menningarveldið, sem á þessum eða
hinum tímanum átti að hafa yfir-
skyggt allt annað í veröldinni, en
fyrir glópsku sagnaritara er varla
nefnt nema í sögubókum viðkom-
andi lands. Oftast er þetta þó nýrra
af nálinni, eins og sú sannfæring
Trinidad-búa, að allir viti allt um
Trinidad af því eyjan hefur af sér
fætt nokkra af bestu krikketleik-
mönnum heimsins og þrjú af mestu
skáldum nútímans. Trinidadmenn
eiga sjálfsagt fleiri afreksmenn á
ferkílómetra en flestar aðrar þjóðir
heimsins, en ekki mun þekking á
málefnum þeirra almenn hér um
slóðir. Það er hins vegar eins og
Trinidadbúar séu brosmildari en
Möltubúar og íslendingar yfir þess-
um vandræðum með heimsku og
vanþekkingu útlendinga.
Það sagði mér einu sinni maður
frá Kyrrahafsþjóð, sem er ennþá
minni en sú íslenska, að hann hugs-
aði stundum til þess, hvernig jíað
færi ef heimurinn ætti að greiða
atkvæði um tvo ólíklega valkosti.
Ef til að mynda, sagði hann, heim-
urinn mætti velja milli áframhald-
andi tilveru Kiribati, sem er lýðveldi
á Kyrrahafi, og bleiknefjaða Gib-
bonsapans á Sumatra, þá myndu
flestir standa með apanum. Eins er
það með ykkur þarna fyrir norðan.
Þið munduð skíttapa fyrir skánefj-
uðu Sulawesi-rottunni sem er í út-
rýmingarhættu, ef fólki væri gefinn
kostur á að velja. Ég vildi ekki við-
urkenna það, en varð að taka þeim
rökum, að við myndum ekki eiga
neinn séns í Kalimantan-órangút-
aninn, sem bæði er kjút og greind-
ur. Hafandi séð þennan apa og eins
þau hervirki sem unnin hafa verið á
náttúrunni víða um heiminn var ég
svolítið tvístígandi sjálfur.
Ég sé að hér er ég kominn hættu-
lega nærri hvalamálinu, þar sem ég
hef skoðanir sem sumum þættu
varða við landráð. Þar sem ég geri
varla ráð fyrir að sannfæra nokk-
urn mann um, að ísland sé hluti af
einhverju víðtækara samhengi og
eigi ekki að reka sín mál af þessurn
rembingi sem einkennir dvergþjóðir
í djúpum vafa um að þær séu til í al-
vörunni, læt ég staðar numið.