Pressan - 30.03.1989, Blaðsíða 20

Pressan - 30.03.1989, Blaðsíða 20
20 bridge Það er ekki á hverjum degi sem íslenskum bridgespilurum gefst færi á að mæta Ómari Sharif við græna borðið. Það bar því vel í veiði í EM-tví- menningnum í Salsomaggiore á Ítalíu þegar bræðurnir Hermann og Ólafur Lárussynir (AV í Mitch- ell) lentu í flóðlýstri sýningar- gryfju i 2. umferð hliðarmótsins: Þar sátu NS Omar Sharif og á móti honum hinn aldni ítalski snillingur P. Forquet. Fyrra spilið vakti töluverða kátínu við borðið og einnig meðal áhorfenda: ♦ ÁG54 V ÁG85 ♦ 3 4» G864 ♦ K62 V 432 ♦ ÁKG65 4» K10 ♦ D87 VD9 ♦ 108742 4» 732 ♦ 1093 V K1076 ♦ D9 4« ÁD95 A gefur, AV á hættu (áttum breytt): A S Sharif HL pass pass 2-4 3-4 pass 4-V V N Forquet ÓL 1-4 dobl pass 4-4 allir pass Spilað var með skermum, en það kom ekki í veg fyrir að gant- ast væri með sagnirnar. Þegar bakkinn með lokasögninni rann yfir til Forquet sagði hann hátt og snjallt: „Now, ARE we through bidding diamonds!“ Að vanda lögðu bræðurnir töluvert á spilin og uppskáru ríku- lega. Forquet lagði niður tígulás og kóng, trompað í blindum. Til að fásem fyllsta punktatalningu spil- aði suður næst Iaufi á drottningu og kóng. Lauftían kom um hæl, gosi og ás. Til að vinna spilið varð vestur nú að eiga annað (eða bæði) spaðahjónanna og hækkun Sharifs á hættunni var því að taka á sig mynd. Suður spilaði því trompi og ás, og drottningin birt- ist í næsta slag. Og svona til end- anlegrar hrellingar spilaði Her- mann spaðaníu að heiman, eftir að hafa hirt síðasta tromp vesturs. 420 gaf 98% skor. Vert er að geta þess að Forquet-Sharif tóku síðan tröllaskor í síðustu umferð (tæp 66%) og höfnuðu í 15. sæti' í hliðartvímenningnum. (Samið og birt með heimild O. Sharif. Þýð.) skák Kirkjuhöfðingjar og manntafl Manntafls er víða getið í kviðl- ingum frá fyrri öldum, en þó síst oftar en vænta mætti um jafn- mikla skáldaþjóð og íslendinga. Ef eitthvað á að telja til af því tagi liggur nærri að byrja á Jóni biskup Arasyni (1485—1550). Hann lét oft fjúka í kviðlingunt og þurfti ekki alltaf mikið tilefni. Sagt er að hann hafi varpað fram visu þeirri er hér fer á eftir um 1530. Gesti bar að garði og hann þóttist ekki eiga mikið af mat og drykk handa þeint, en sitthvað annað til dægradvalar: 77/ hef ég tafl með spilum, lölur sem leggi og völur, skák með sköfnum hrókum, skjótt og kotru hornótta, hörpu heldur snarpa, hreista með girnis neistum, fón með fögrum sóni, fengið til lykla og strengi. Guðbrandur Þorláksson (1546—1627) var líka biskup á Hólum, gáfaður vel og mikill af- kastamaður. Hann átti sér fjöl- breytt áhugamál og var einn af merkustu biskupum íslendinga fyrr og síðar. Um Guðbrand er til þjóðsaga þar sem manntafl kemur við sögu, og eru honum lögð í munn þessi orð: „Skák hef ég teflt bæði ung- ur og gamall.“ Ég hef þessa sögu ekki við höndina þegar þetta er skrifað, en hún er eitthvað á þá leið að förudrengur kom til Hóla og vakti athygli fyrir það hve snjall hann var í tafli. Hann lagði heimamenn hvern af öðrum og síðast var honum boðið til bisk- ups. Guðbrandur þreytti tafl við drenginn og fór á svipaða leið. En Guðbrandi leist svo vel á piltinn að hann kom honum til mennta. Rættist vel úr honum, hann varð GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON síðar prestur og hinn mætasti ntaður. Hallgrimur Pétursson (1614— 1674) er höfuðskáld 17. aldar á ís- landi. Ekki sjást þess mikil merki í skáldskap hans að hann hafi fengist við skák, enda var honum annað hugleiknara. Þó er eitt spakmæli hans á þessa leið: Treystu ei tré brunnu, tafli hálfunnu. Þetta þykir skákmanni spak- lega mælt. Mörgum manninum hættir til að slaka á þegar hann hefur náð undirtökum og getur þá reynst býsna erfitt að innbyrða vinninginn. í ritum um skák hefur oft verið vakin athygli á þessu og þá með svipuðum orðum og séra Hallgrímur. Hann hefur kannski verið reyndari skákmaður en maður hyggur. 'Fimmtudágur 30. mars 1989 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 | • 1 Skilafrestur er til 15. apríl. Utanáskriftin er: PRESSAN — krossgáta nr. 27, Ármála 36, 108 Reykjavík. Aðþessu sinni eru verðlaun fyrir rétta lausn bókin Bör Börsson, gam- ansaga um fáfróðan athafnamann, eftir norska höfundinn Johann Falkberget. Það er Almenna bókafélagið sem gefur þessa skemmtilegu bók út. Dregið hefur verið úr réttum lausnum á 25. krossgátu og vinningshafi aðþessu sinni er Þuríður Hjörleifsdóttir, Smáraflöt 8, Garðabœ. Henn- ar vinningur er bókin I kompaníi við Þórberg eftir Matthías Johannes- sen, í útgáfu Almenna bókafélagsins.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.