Pressan - 25.01.1990, Blaðsíða 2

Pressan - 25.01.1990, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 25. jan. 1990 EINAR OLASON LJÓSMYNDARI ANNA KRISTINE MAGNÚSDÓTTIR PRESSU FTARFEST í FRAMTÍÐINNI Þegar Krístín Reynisdóttír, 28 ára gifft kona og tveggja barna móðir, auglýsti efftir starfi á siðasta ári haffði hún ekkert sérstakt i huga. Hún var að visu vön þjónustu- og sölustörfum, en tók ffram i auglýs- ingunni að starfið þy rffti ekki endilega að vera tengt þeim störffum, svo ffremi sem það væri liflegt. Hún átti þó varla von á að enda sem umboðsmaður ffyrir unga myndlistarkonu? „Nei, satt að segja vissi ég ekkert hvernig ég átti að taka þessari upphringingu," segir Kristín. Símtalið sem hún vitnar til reyndist vera frá Astu Guðrúnu Eyvindar- dóttur myndlistarkonu sem nýlega var flutt heim frá út- löndum pg vantaöi umboðs- mann. ,,Ég veit ekkert hvað- an hún fékk þessa hugmynd og veit ekki hvort þetta er eitthvað sem tíðkast erlend- is," sagði Kristín í samtali við PRESSUNA. „Eftir að Ásta Guðrún lauk námi frá Mynd- listar- og handíðaskóla ís- lands fór hún í framhaldsnám við „Central Sehool of Art and Design" í London og hef- ur síðan lært og búið bæði í Bretlandi og Frakklandi. Hún er núna búsett á Selfossi, sem sjálfsagt hefur ýtt undir þá hugmynd hennar að æskilegt væri að hafa „umboðsmann" hér í Reykjavík." Kristín segist ekki hafa unnið neitt í tengslum við myndlist áður „þótt ég hafi alltaf verið vakandi fyrir því sem er að gerast á því sviði. Ég hafði þann fyrirvara á áð- ur en ég tók starfið að mér að ég yrði að fá að sjá myndirnar hennar Ástu Guðrúnar því ekki gat ég hugsað mér að annast sölu á myndum sem ég sjálf gæti ekki hugsað mér að eiga. Ég verð að sjá hvað er á myndunum; strik hér og þar á olíu heilla mig ekki. — Ásta Guðrún lýsir myndun- um sínum þannig að þær séu huglægt abstrakt; ég lýsi þeim þannig að þær séu ynd- islegar. Hún gerir bæði olíu- myndir og grafík og þetta eru að mínu mati myndir sem vert er að eiga". Galleríið þar sem verk Ástu Guðrúnar verða sýnd er ábyggilega það nýjasta i bæn- um: „Ásta Guðrún var að flytja um það leyti sem hún réð mig í vinnu og vantaði geymslustað fyrir verkin sín. Eg bauðst til að geyma þau fyrir hana, enda nóg vegg- pláss hér! Það reyndist mér líka mikill lærdómur að skoða myndirnar hennar í góðu tómi. Ég er með óinn- réttaðan kjallara hér undir húsinu og eftir að málverkin voru komin upp um alla stofu datt okkur í hug að setja upp sýningu sem við ætlum að opna annan laugardag. Þessi sýningarsalur verður þó ekki opinn eins og aðrir, þvi ég er í annarri vinnu á daginn og þetta verður því nokkurs konar „helgarsýning". Þeir sem hafa áhuga á að skoða myndirnar utan hefðbundins sýningartíma geta auðvitað haft samband við mig og við getum mælt okkur mót." Og spurningunni hvort Kristin Reynisdóttir trúi því að fólk hafi efni á að kaupa málverk á þessum síðustu og verstu tímum svarar hún: „Já, það hafa allir efni á að fjárfesta í framtíðinni. . ." Ujónabaad er . . . ... ud leita leiöa til aö hœkku maturpeninfiuna. . . Hjónaband er . . . . . . ud revnu uö munu lwernii> hunn lítur út. . . Ujónaband er . . . . . . aö spyrja Iwers vi’i’na þad sé aldrei til hwinl liundklœdi ú heimilinu. . . . . . ad neitu aö lemja rónann. sem kyssli huna ú krúnni, þvi þaö hufi veriö honum tuei' refsini’. . . velkomin i heiminn 1. Foreldrar: Hallfrióur Hrund Jonsdóttir 09 Arnar Vignisson. Drengur fæddur 17. janúar, 55 sni langur og 4.360 g. 2. Foreldrar: Lára Wathne og Kristján Frióriksson. Stúlka fædd 12. janúar, 51 sm og 3.660 g. 3. Foreldrar: Guómundina A. Kolbeinsdóttir og Ólafur J. Lúó- viksson. Stúlka fædd 12. janúar, 50 sm long og 3.240 g. 4. Foreldrar: Guörún J. Bene- diktsdóttir og Guójón Pálmars- son. Drengur fæddur 11. janúar. 52 sm og 3.600 g. 5. Foreldrar: Kristin Karlsdóttir og Þórarinn Valur Sverrisson. Stúlka fædd 12. janúar. 49 sm og 12 merkur. 6. Foreldrar: Jórunn I. Kjartans- dóttir og Þorkell Gunnarsson. Drengur fæddur 17. janúar. 53 sm langur og 3.720 g. 7. Foreldrar: Guörun Langfeldt og Hilmar Árni Ragnarsson. Stúlka, sem hlotió hefur nafniö Dórothea Ruth. Fædd 16. janú- ar, 52 sm og 4.400 g. 10. Foreldrar: Guórún Harðar- dóttir og Flemming Þór Hólm. Drengur fæddur 16. janúar, 45 sm og 2.388 g. 13. Foreldrar: Jóna H. Krist- mannsdóttir og Hjalti Sigurös- son. Drengur fæddur 16. janúar. 52 sm og 3 652 g. 11. Foreldrar: Sigriöur Her- mannsdóttir og Ómar Jó- hannsson. Drengur fæddur 14. janúar..• 3.456 g og 49,5 sm. 12. Foreldrar: Sólveig Þóris- dóttir og Siguróur Ásgeir Krist- insson. "Drepgpr fæddur 13. janúar. 13 merkur og 51 sm. 8. og 9. Tviburar fæddir 11. janúar 1990. Foreldar: Unnur Birna Magnúsdóttir og Gisli Grétar Gunnarsson. Drengur, 3.392 g og 54 sm (mynd 8) og (mynd 9| stúlka, 2.664 g og 48 sm.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.