Pressan - 25.01.1990, Blaðsíða 15

Pressan - 25.01.1990, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 25. jan. 1990 15 UNNI EFTIR TVÆR VIKUR 5ex manna fjölskylda sá sig nauðbeygda til að selja heimili sitt. Eftir samtals átta ára starf í verslun hafði móðirin 277 krónur á tímann í bakaríi. húsið. Bróðir mannsins míns er líka kominn á götuna og við erum í sam- einingu að leita að stóru húsi til leigu því þaö er dýrt að leigja minni einingar". Seld tvisvar með bakaríinu! Launin sem Sæunn var á þegar henni var sagt upp störfum í bakarí- inu vegna eigendaskipta voru ekk- ert til að hrópa húrra fyrir: 277 Pegar við nefndum töluna 6000 krónur í matarinnkaup fyrir helg- ina mótmæltu margir því að fimm manna fjölskylda þyrfti að eyða svo miklu. Við lögöum því leiö okkar i Hagkaup, verslunina sem Jónína Hilmarsdóttir verslar gjarnan í, og keyptum inn það sem Jónína sagðist myndi kaupa til helgarinnar. Upphæðir eru settar inn tæplega og engar hreinlætis- vörur eru inni i kaupunum. Mjólk, 6 lítrar ....... 392.00 Egils-þykkni .......... 161.00 Brauð, 3 stk. gróft, á 143,- ........ 429.00 Bananar, 1 kg ......... 133.00 Epli, 1 kg ............ 129.00 Appelsínur, 1 kg ...... 119.00 Kartöflur, 2 kg........ 214.00 Fiskur, 1 kg ýsuflök ... 419.00 Súpukjöt, f. 5 manns .1.500.00 Rófur, 5 stk........... 144.00 Hvítkál, 1 höfud ....... 90.00 Súrmjólk, 2 1 á 88 kr. . 176.00 Ostur, 1 stk. meðalstór 550.00 Smjörvi ............... 177.00 Smjörlíki, Ljóma ...... 110.00 SAMTALS KR. 4.743.00 krónur og 50 aurar á tímann: ,,Bak- ariið var selt tvisvar á þeim tíma sem ég vann þar og við starfsstúlk- urnar vorum seldar með bakaríinu í bæði skiptin. Viö vorum aldrei spurðar hvort viö vildum starfa hjá næsta eiganda heldur gerðir samn- ingar um aö nýr eigandi tæki við okkur út uppsagnarfrestinn. Þetta kalla ég mansal, sem greinilega er löglegt hér hjá verslunareigendum. Ég talaði við Verslunarmannafélag- ið og fékk gefiö upp hjá þeim á hvaða taxta ég ætti að vera, en þeg- ar ég hafði talaö fyrir daufum eyr- um eigandans skrifaði ég tímakaup- iö á stimpilkortiö. Þegar ég fékk út- borgaö næstu mánaðamót á eftir hafði hann strikaö yfir töluna og skrifað „GLEYMDU ÞVÍ" þríundir- strikað. Meira gat ég ekki gert því annars átti ég á hættu að vera rek- in." Þessi lágu laun fékk Sæunn þó ekki útborguð um áramótin þegar hún hætti: ,,Ég veiktist skömmu fyr- ir jólin og var veik í fjóra daga. Mætti í vinnu með vottorð í einn dag og sló niður og var veik fram aö áramótum, og fékk vottorö fyrir þeim dögum líka. Fyrir þessa veik- indadaga neitar nýi atvinnurekand- inn að greiða mér laun og borgar mér ekki einu sinni fyrir daginn sem ég mætti!" Neyðin kennir . . . En hvernig getur fjölskyldan keypt sér mat? Sæunn fékk um 22 þúsund krónur útborgaðar fyrir des- embermánuð og eiginmaðurinn á lágum launum ríkisstarfsmanns: „Við getum það ekki," er svarið. „Ég tók tíu slátur, sem nú eru öll búin. Frændi minn sem býr í Ólafsvík sendir okkur fisk og við höfum kom- ist upp á lag meö að borða bauna- rétti, sem viö höfðum aldrei prófað fyrr en fór að harðna í ári. Þetta er ódýr fæða og prýðismatur, þegar maður er kominn upp á lagið! Svona kennir neyðin manni. .." Sæunn segist fá skrifað hjá kaup- manninum á horninu og með því að skammta fjölskyldumeðlimum mjólk og aörar nauösynjar hafi hún getaö haldiö þeim reikningi í 18.000 krónum á mánuði „nema desemb- erreikningurinn sem fór upp í 26.000 krónur. Það er ekki mikiö fyrir sex manna fjölskyldu". Hún segir enga spurningu að þaö sé mun verra aö lifa núna en fyrir nokkrum árum: „Maður fær miklu minna fyrir peninginn úti í búö en fyrir nokkrum árum, það er alveg staðreynd. Við skuldum enn um þrjár milljónir í húsinu og verðum einhvers staðar í kringum núlliö þegar við flytjum út. Við unnum sjálf mikið i húsinu í tvö ár þannig aö þaö hækkaöi verulega í veröi. Það var þrælavinna, enda er þetta gamalt timburhús. Eina markmið okkar var að halda húsinu og það verður sárt að sjá á eftir því." Stjórninni um að kenna Hverju eða hverjum kennir hún um versnandi afkomu heimilanna? „Þetta er stjórn landsins að kenna," segir hún án nokkurrar um- hugsunar. „Ég hef aldrei hugsað svo langt að ég yrði ráðherra og get því ekki svarað hvaö ég myndi gera. Hér þarf aö hækka laun, lækka skatta og lækka matvörur, en fyrst og fremst myndi ég nýta landiö á annan hátt en nú er gert. Við þurf- um ekki aö borga svona mikið fyrir kindakjötið sem er framleitt hér og ekki heldur fyrir kjúklingana. Enda hef ég hvorki borðað fuglakjöt né lambakjöt síðan á jólunum .. ." Sæunn á ekki bifreið og gengur því milli verslana til að versla sem ódýrast: „Ég eyöi miklum tíma í aö skoöa vöruverð," segir hún. „Það er liægt að fá mismunandi tegundir með sama innihaldi á mismunandi verði. Ég velti hverjum eyri fyrir mér, annaö er ekki hægt." Hún seg- ir sífellt erfiöara að fá börnin til aö ganga í fötum af öðrum, þótt sjálf hafi hún ekki keypt sér nýja flík í þrjú ár: „Það er ekki auðvelt að fara fram á það við táninga aö þeir séu ööruvísi en aörir. Eg reyni aö sauma sjálf á krakkana, en þaö þarf líka að eiga peninga fyrir efni. Við erum hvorki með Stöð 2 né myndbands- 'æki og það að horfa á ríkissjón- trpið er því eina skemmtunin sem ' veitum okkur — og þaö er góð ......nmtun hjá góðri stöö." En hvaða augum lítur hún fram- tíðina. Er einhver von til að ástandiö breytist? „.lá, það er, alltaf von." svarar hún. „Verkalýösféíögin geta byrjað á að semja betur fyrir sitl fólk. Maöur verður alltaf að lifa í voninni, annars er ekkert eftir. . ." Við létum setja upp dæmi fyrir okkur um það hversu miklu ung hjón meö tvö börn eyddu á mánuöi. Jón er með 100.000 krónur i mánaðarlaun en Helga konan hans vinnur úti hálfan daginn og fær 35.000 krónur. Samtals eru tekjur þeirra 135.000 krónur og af þeim greiða þau: Skattur 13.000.- Félagsgjöld, lífeyrissjóðir 4.000.- Húsaleiga 35.000.- Rekstur bifreiðar 15.000- Tryggingar 4.000.- Matur, áætl. 1.500 kr. á dag 46.500,- Rafmagn, hiti 5.000,- Afnotagjöld sjónv. og St. 2 3.600,- Dagmamma 15.000.- Sígarettur, 1 pk. á dag 5.600.- Dagblöð 2.000,- Strætisvagnaferðir 2.000.- Hárgreiðsla, klipping 2.000.- Leikföng, bækur 2.000.- Gjafir 2.000.- Heimilistæki 2.000.- Læknisþjónusta, lyf 2.000,- Ýmislegt 3.000.- SAMTALS 163.700.-kr.mán. Uin hver mánaöamót eru Jón og Helga |)ví í skuld upp á 28.700 krónur sem gerir 344.400 krónur á ári. Þau geta tekiö hvort sitt lániö upp á 200.000 krónur, samtals 400.000 til tveggja ára, og með núgild- andi vöxtum myndu þau greiöa til baka 685.000 krónur. Inn í þessi útgjöld hjónanna eru ekki reiknuö sumarfrí, íþróttir, skeinmtanir, kaup á hljómplötum eða kostnaður vegna yfirdráttar o.s.frv. • • AF NYSKOPUN ...önnurmeð hnausþykkum, hreinum jarðarberjasafa... ...ogsú þríðja með sex komtegundum og stcerðar ferskjubitum Mildsýrð, hnausþykk, bragðljúf holl og nœríngarrík mjólkurafurð með BIOgarde®gerlum sem öllum gera gott. Spændu í þig eina! imf Ein er með stórum eþla- og þenibitum... MKMJÖLK SPÁNNÝR

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.