Pressan - 25.01.1990, Blaðsíða 20

Pressan - 25.01.1990, Blaðsíða 20
20 Fimmtudagur 25. jan. 1990 bridcpe —„Sastu hvernii> liann spilaði?" spurði bridgekunningi mig, rc'idd- in rám af geðshræringu. Kg kom af fjölium. En þar eð ég þekkti skap náungans gat ég mér til að félagi hans hefði verið að skófla út í rúbertuklúbbnum. Mér skjátlaðist. Sökudólgurinn hafði tekið út bertuna með því að landa alslemmu. (ilæpurinn fólst í spilamennskunni . . . ♦ K(i V KIXi ♦ K(iú 4* ki()7(í:í ♦ 95 ♦ IOK7(i4:i V 10K7(i4 V 92 ♦ 109K(i2 ♦ 52 4» I) 4> (i52 ♦ Ál)2 V Á(i5 ♦ Ál)7 4* Á9K4 Suður gjafari, allir á hættu og opnunin er 2-grönd. Norður fer rakleitt í 4-lauf ((ierber) og eftir svar á 4-tíglum (enginn eða 4 ásar) skaut norður á 7-grönd. Vestur spilaði út tígul-10 og stið- ur var iunan við mínútu að vinna spilið. Útspilið drepið í borði. 'lek- ið á laufakóng og meira lauf á átt- una. Lagt upp. Keglan um takmarkaö val réð ferðinni. Ef vestur á DG í laufi er eins líklegt að hann láti gosann. Með einspil á hann engra kosta völ. Gott, svo langt sem það nær. I>að var ekki fyrr en ég sá öll spil- in, sem ég skildi bræði kunningja míns sem sat í noröur. Vitanlega verður laufið að gefa fjóra slagi. t>að er óumflýjanlegt. En viö get- um frestaö kvölinni. Ef við hirðum ALLA slagi okkar í spaða, hjarta og tígli fyrst kemur i Ijós að vestur á 10 spil í rauöu litunum og aöeins 2 spaða. I>á er tímabært aö hirða á laufkóng, drottningin kemur í og |)á má leggja upp, t.d. með þeim orðum að það sé nóg að kunna að telja upp að þrettán. skák Evansbragdid Á fyrri hluta nítjándu aldar kom fram ný taflbyrjun sem fljótt varö ótrúlega vinsæl. í Evansbragði fórnar hvítur peði eða jafnvel tveimur til þess aö verða á undan í hervæðingu. Bragðið varð eftir- lætisbyrjun margra fremstu skák- manna aldarinnar og á því hafa (jölmargar glæsilegar skákir unn- ist. Smám saman fundust varnir sem drógu broddinn úr þessari skemmtilegu byrjun og hún varð sjaldséðari á alvarlegum skákmót- um, en þó bregður henni stöku sinnum fyrir enn á okkar öld. Margir hafa sjálfsagt velt því fyrir sér hver Evans hafi veriö, höfund- ur þessa fjöruga bragös. William Davies Evans fæddist árið 1790 og liföi fram til 1872. Hann var Walesbúi, fór fjórtán ára á sjóinn, réð sig til ensku póst- stjórnarinnar 25 ára gamall og var orðinn skipstjóri fjórum árum siö- ar. Hann annaðist póstferðir við England um langt sleið. Evans var mikill áhugamaöur um skák og stofnaði skákfélag í Watsford er var endastöð á póstferðum hans. Bragðið fann hann upp á sjónum og sýndi Macdonnell þaö árið 1826. Því var beitt margsinnis í hinu ianga einvígi Macdonnells og la Bourdonnais. Evans tefldi einn- ig oft við Staunton þegar hann kom til Lundúna á feröum sínum. Árið 1840 fékk hann lausn frá störfum sökum heilsubrests. Þá fór hann til Grikklands og sigldi á Mið- jarðarhafi um skeið. Síðar fréttist aftur til hans í Lundúnum en þaö- an fluttist hann til Belgíu og and- aðist í Ostende áttatíu og tveggja ára gamall. Evans virðist hafa verið áhuga- samur og greindur maður. Talið er að hann hafi fundið upp þrílitu Ijósmerkin sem notuð eru á skip- um til að koma i veg fyrir árekstra að næturþeli. Hann taldi sig einnig hafa leyst þriggja peða þrautina sem minnst var á hér í þáttunum, en þar munu aðrir hafa veriö á undan. I skákinni sem hér fer á eftir beitir hann bragði sínu gegn Alex- ander Macdonnell og má af henni sjá að Evans hefur verið talsvert slyngur skákmaður (Skákin er tefld 1826 eða 1827): 1 e4 e5 2 Rf3 Rc6 3 Bc4 Bc5 4 0-0 d6 5 b4 Þetta er bragðið eins og Evans tefldi það. Nú leikur hvítur peðinu venjulega áður en hann hrókar: 4 b4 og á svartur þá færri valkosti. 5 — Bxb4 6 c3 Ba5 7 d4 Bg4 7 — Bc6 slævir sóknina. Þá leið- ir 8 de5 de5 9 Dxd8+ Rxd8 10 Rxe5 Be6 til rólegrar stöðu, en hvítur getur líka leikiö 8 Db3. 8 Db3 Dd7 9 Rg5 Rd8 10 de5 de5 11 Ba3 Þessi leikur kemur oft við sögu í Evansbragði, hann þrengir aö kóngi svarts. 11 - Rh6 12 f3 Bb6+ 13 Khl Bh5 14 Hfdl Dc8 Um annað er ekki að ræða: Dc6 15 Bb5. 15 Hxd8+! Dxd8 16 Rxf7! Dh4 16 - Bxf7 17 Bxf7+ Rxf7 18 De6+ eða 16 — Rxf7 17 Bb5+ og 18 De6+. 17 Db5+ c6 18 Dxe5+ Kd7 19 De6+ Kc7 20 Bd6 mát. GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON krossgátan 1 2 3 4 5 6 17 18 19 20 21 22 8 9 10 11 12 13 14 15 16 Verölaunakrossgúta nr. 70 SUilafivstur er til 7. febrúur oí> atunúskriftm er: PRESSAN — kross- gáta nr. 70, Armúla 36, 108 Reykjavík. / verdluun er skúklverkii) I óljósri mynd eftir Jón Bjarman. sem Skjaldborg guf út. Dregió liefur verid úr réttuni luusnuni 68. krossgútu og upp koni nufn Sverris Erlendssonar, Godheimum 4, Reykjavík Vii) ósk- uni lionuin til liumingju og liunn ú ron ú ústursögunni Spor á vegi meö póstinum ú næstu döguni.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.