Pressan - 25.01.1990, Blaðsíða 24

Pressan - 25.01.1990, Blaðsíða 24
24 Fimmtudagur 25. jan. 1990 annars konar viðhorf Hroki Hroki í daglegri frainkomu fólk.s er varhugaverdur veikleiki sem vissulega bætir ekki mann- lífid. Flestir kannast við að hafa einhvern tíma beitt fyrir sig hroka eða þurft að sætta sig við hrokafulla framkomu ættingja eða óviðkomandi. Ohætt er að fullyrða að hroki er vísbending um lítið sjálfstraust og skort á hugrekki, auk þess að vera vönt- un á auðmýkt og lágmarksskiln- ingi á mannlegu eðli. Ef við höf- um áhuga á velferð okkar og annarra þá er dramb, ■ hvaða mynd sem |»að kann að koma fram, ekki liklegt til að draga úr alls konar ójöfnuði sem lamar framkvæmdaviljann og háir okkur við að finna sjálfum okk- ur verðugt markmið í lífinu. Sá sem áhuga hefur fyrir tign lífs- ins og heilbrigðu innra og ytra lífi er laus við stærilæti. Yfirlæti mætti greina sem ofmat á sér en vanmat á öðrum. Stærilæti getur t.d. komið fram ■ kynþáttafor- dómum og stéttardrambi í hvaða þjóöfélagi sem er. Skylda okkar við lífið er að halda okkur í sem bestu siðferðisiegu jafnvægi. Þeir sem kunna hvorki að vera lítillátir né alþýðlegir eru harðir viðkomu andlega. Þeir kunna í raun og veru hvorki að vera ríkir né fátækir, heilhrigðir né sjúkir, glaðir né hryggir. Aðaldriffjöður lífsins er elsk- an til alls sem lifir og virðing fyr- ir þeim andlegu lögmálum sem við óneitanlega lútum. Ríí>ur á milli kynþáttu Mannlogiir limki gettir lokið á sig ótrúlegustu myudir. Hörundslitur maiiiia liefur oft verið tilefni drambs. I lieiiiiiiium eru meim af ýmsum kynstofniim. Dekksta fólk jaröarinnar þrífst mest í Afríku. það hórimdsbjartasta líklega í Kvrópu og kannski það gulasta í Asíu. Mikil- VH'gt er að liafa í Imga |»egar þetta er sknóaö að hörimdslitir þossir telj- ast frekar til iindantekninga en nokkurra reglna. Millilitir eru nefni- lega langalgengastir þrátt fyrir allt. Athyglisvert er. að hvernig sem við reyninn að greina þessa flokka inanna hv.ern frá oðruin kénnir ein- íaldlega í ljós. að |)að er iniklu fleira sem sameinar |>á en sundrar. Hvern- ig svo sem nienn ern greindir eða flokkaðir eru þeir í ölliim aöalatrið- um eins, auk þess að vera einfald- lega menn. Sennilegt er líka að allar ættir manna eigi sér upphaflega sama uppruua — hvernig við svo viljum túlka |)ann möguleika er aukaatriöi. Vegna |)ess hve náttúran hefur i þúsundir ára blaudað kynin er lieldur ósennilegt að nokkur fyndist af lireinu kvni þegar allt kemur til alls. Fólk sem telur sii> öörum œdri ()ftast eru það félagslegar aðst.eð- ur manna og þjóöíélagshættir sem mestu valda um möguleika þoirra. en ekki skortur á réttuin eiginleik- um eða hæfileikum. Vandi til dæmis svertingja liggur miklu frekar í af- stöðu hörundsbjartra til þeirra en skorti |>eirra á skynsemi eða vilja til að komast áfram i lífinu. I’eir bafa löngum þótt ódýrt vinnuafl og verða það þangaö til þeir njóta fvlli- lega þoirra mannréttinda í beimin- um sem ba'fileikum þeirra eru sam- boðin og sem þeir svo sannarlega eiga fullan rétt ;í. Oft höfum við lieyrt talað um svokailaða ,,æðri og ..éiæðri” kviistofna í heimiinim. I’egar sag;m er skoðuð kemur ákvoöinn sannleikur i Ijós. nefnilega að |)að eru alls ekki menn af svoköll- uðum „óa'ðri" kynstofnum sem Bréfum til Jónu Rúnu Kvaran verður að fylgja fullt nafn og kennitala, en þeim upplýsingum er haldið leyndum ef óskað er. Utanáskriftin er: PRESSAN — Jóna Rúna Kvaran, Ármúla 36, 108 Reykjavík. mestar þjáningar hafa skapaö mannkyniim holdur miklu frekar það fólk sem taliö hefur sig öðrum æðra. Sé þetta liaft í huga er örugg- lega ávinningtir í þeirri luigsun að manngildi sé liaft í hávegum án til- lits til hverrar þjóðar við erum eða hvaða kynstofni við raunverulega tilheyruni. I’annig fengju fleiri notiö siu á sanngjarnan ináta, auk þess sem þossháttar sundrung manna á inilli myndi sennilega hverfa. Ríkidœmi eöu fútækt I öllum stéttum |)jóðfélagsins iotti frekar að ríkja jöfnuður en ójöfimð- ur eins og nú er víðast livar i veröltl- inni. Hilið á milli örbirgðar og alls- Iiægta er nánast eiiis og fjarlægðin á inilli bimins og jarðar. líörn iun all- an hoiin deyja á hverjum degi vegna ónógs matar. skorts á niann- s;omandi húsaskjóli og jafnvel veik- inda af völdum vinnu|)r;elkunar. I’jáning og vosbúð þessara með- bræöra okkar er raunaleg staðreyiul á saina tima og önnur börn lifa í lúx- us og óhófi aðstæðna sinna. Hver getur trúað |>ví að |)essi hrjáðu börn heimsins fái nokkru sinni að fullu notið sín nema að um hugarfars- breytingu verði að ræða á skiptingu verðmæta? Kn |)að eru fleiri en blessuð börnin sem verða undir í harkalegri baráttu okkar niann- anna um auð og völd, nefnilega allir þeir sem með einhverjuin hætti verða að teljast minnimáttar |)egar um óréttláta skiptingu auðlinda heimsins er að tefla. Auöur oí> uöld Styrkur, skynsemi, frjósemi og samstarfshæfni liafa ekki alltaf í för með sér veraldlegan ávinning fyrir fólk. Til eru dæmi þess að þvert á móti geti leti, óírjósemi, græðgi og slægð aflað mönnum auös og valda sem viðkomandi eiga í raun engan rétt á. Auöi og völdum íylgja oft á tíðum dramb og fyrirlitning á þeim fátæku. Hætt er við að ríki- dæmi sumra væri ekki til staðar ef fátækir kæmu ekki til. Auður þeirra ríku og völd eru ekki síst komin undir fátækt fátæklinganna og van- mætti þeirra sein máttlitlir eru. Auö- ur og völd eru afstæð hugtök. sem kemur meðal annars fram í því að sá einn er í andlegum skilningi auðug- ur sem eitthvað á að gefa með- bræðrum sínum af innra manni. Kf innri auður. sem hvorki fæst keypt- ur né gefins, væri eftirsóknarverö auðæfi í augum nútímamannsins væri í raun engin efnahagsleg fá- tækt til, því Inin er venjulegast af- leiðing einhvers konar óréttlætis. En að lokum þetta: Ollu hugs- andi fólki er Ijóst, þegar það skoðar líf sitt, hve þekking þess nær skammt og er takmörkuð, — bætum við úr henni lærum við vonandi auðmýkt en ekki hroka. Eða eins og ríka ekkjan sagði, loksins þegar hún hitti fólk sem skildi hana og hlustaði þolin- mótt á raunir hennar: „Elskurn- ar mínar, hvernig gátu skilning- ur og lítillæti fátæklinga farið svona gersamlega framhjá mér? Einmanaleiki minn hlýtur að hafa stafað af því að ég valdi fólk eftir stöðugildi en ekki eftir manngildi." kynlifsdálkurinn Bréf til kynlífsdálksins má skrifa undir dulnefni. Utanáskriftin er: PRESSAN — kynlífsdálkurinn, Ár- múla 36, 108 Reykjavík. Áhrif sykursýki á kyngetu karla Við vitum aö sjúkdómar hafa oft áhrif á kynlífið — alveg eins og þeir hafa áhrif á aöra þætti í lifi okkar. I þessum pistli langar mig að minnast á nokkur atriöi sem snerta stinning- arerfiðleika hjá körlum með sykur- sýki. I’istlinum sem slikum er ekki ætlað að svara og skýra frá öllu þar að lútandi. Kg ráðlegg hverjum þeim sem kynni að hafa frekari spurningar um þetta að hitta að máli sérfræðinga sem hafa með syk- ursýki að gera. Oft áfall fyrir sjálfstraustiö Sykursýki er einn þeirra sjúk- dóma sem geta haft áhrif á kynsvör- un líkamans. í sykursýki verða oft sjúklegar breytingar á tauga- og æðakerfi sem hafa svo áhrif á kyn- svörun, sem lýsir sér m.a. í stinning- arerfiðleikum hjá körlum og full- nægingarerfiðleikum hjá konum. Konur með sykursýki geta einnig fengið óreglulegar blæöingar og þær fæöa yfirleitt stærri börn en aðrar konur. Ef ekki næst aö hafa góða stjórn á sykursýkinni og stinningarerfiðleik- ar koma fram getur það valdið vandkvæöum i hjónabandi. Stinn- ingarerfiðleikar eru oftast áfall fyrir karlmennskuímyndina og sjálfs- traustið, svo næsta vist er að erfiö- leikar koma upp í sambandi við það. Goð stjórn á sykursýki skiptir máli En hversu margir karlar sem fá sykursýki geta átt von á því aö lim- urinn rísi ekki? bað er taliö aö um helmingur þeirra upplifi einhverja erfiðleika meö „stand". Einnig getur vitneskjan um möguleikann á slík- um erfiðleikum valdið það miklum kviða að vandamálið komi fram. En jafnvel þó maður með sykursýki viti ekki um sambandið þarna á milli getur álagið sem fylgir sjúkdómn- um orsakað stinningarerfiöleika. Eftir því sem árin liða eru meiri líkur á að karlmaöur með sykursýki eigi erfitt með stinningu. Rannsókn hefur leitt í Ijós að tíðni stinningar- erfiðleika hjá hópi manna sem höfðu greinst með sykursýki ári áð- ur var um 70%, 43% tíðni meðal þeirra sem höfðu haft sjúkdóminn í eitt til fimm ár og 45% tíðni hjá þeim sem höfðu haft sykursýki í meira en fimm ár. Líkleg skýring á þessu mun vera að á fyrsta árinu eftir að sjúk- dómurinn greindist hefur ekki náðst góð stjórn á sykursýkinni. Því betur sem gengur að hafa hemil á ein- kennum sykursýkinnar —• eftir eitt eða fleiri ár — því minni vandamál koma í Ijós. En eftir fimm ár geta eyðileggjandi áhrif sjúkdómsins aftur komið í Ijós þrátt fyrir góða stjórn á honum. Aldur viðkomandi karlmanns virðast hafa minna að segja um tíðni stinningarerfiðleika en hversu lengi viðkomandi hefur verið með sykursýki. Engin endalok kynlífs Hvað er til ráða? Góð stjórn skipt- ir miklu máli eins og áður sagði. Hormónagjafir gera sjaidnast nokk- urt gagn fyrir menn með sykursýki. „Sex therapy" eða ítarleg meðferö getur yfirleitt hjálpað, hvort sem orsakir erfiðleikanna eru fyrst og fremst sálrænar eða líkamlegar. Ef orsökin er sálræn er yfirleitt hægt aö vinna bug á vandanum. Ef orsak- irnar eru líkamlegs eðlis er hægt að styðja parið i aðlögun sinni og aö það læri að lifa samlífi þrátt fyrir vandann. Langbest er að maki taki einnig þátt í slíkri meðferð. „Penile implant", eða ísetning plaststauta í tippið svo samfarir geti átt sér staö, er einn kosturinn. Eg þekki ekki til þess að slíkar aögerðir hafi verið gerðar hér á íslandi en þetta er stundum reynt ef orsökin er ekki sálræn, sambandið við maka er mjög gott og löngun til samlífs hefur ekki breyst með tilkomu sjúkdóms- ins.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.