Pressan - 14.06.1990, Qupperneq 6
Fimmtudagur 14. júní 1990
EFTIR: BJÖRGU EVU ERLENDSDÓTTUR
Tölvufræðsla Reykjavíkur
og Viðskipta- og málaskólinn
eru náskyld fyrirtæki. Allir
fimm stofnendur Viðskipta-
og málaskólans höfðu haft
fingurna í Tölvufræðslunni.
Þessir sömu menn stunda
áfram atvinnurekstur og
skólinn sem síðast var stofp-
aður heitir Viðskiptaskóli Is-
lands. Tveir fimmmenning-
anna, Friðrik Eysteinsson og
Einar Bjarnason, eru viðriðn-
ir það fyrirtæki, en þeir eru
engir vinir og standa ekki
saman að rekstrinum. Friðrik
starfar við Viðskiptaskóla ís-
lands, en Einar kemur þar
hvergi nálægt. Sá síðarnefndi
segist ætla að beita sér fyrir
því að Friðrik fái ekki að nota
nafnið Viðskiptaskóli íslands,
sem þeir félagarnir fengu
skráð í sameiningu.
Margir verktakar, umboðs-
aðilar, sölumenn og aðrir þeir
sem hafa tengst Tölvufræðsl-
unni og Viðskipta- og mála-
skólanum hafa beinlínis verið
hlunnfarnir, vegna þess að
fyrirtækin hafa ekki staðið í
skilum. Tölvufræðslan varð
gjaldþrota, Viðskipta- og
málaskólinn er um það bil
gjaldþrota. Viðskiptaskóli Is-
lands er nýr af nálinni og með
óflekkað mannorð að sögn
Friðriks Eysteinssonar, sem
ekki sá ástæðu til þess að
nafn Viðskiptaskólans yrði
nefnt i neinum tengslum við
nöfn hinna fyrirtækjanna.
Skuldir fyrirtækjanna
tveggja sem fóru á hausinn
koma hluthöfunum ekki
lengur við. Skuldahalinn er
samt langur og angar málsins
teygja sig víða. Báðir skólarn-
ir seldu námskeið víða um
land.
Umboðsaðili Tölvufræðsl-
unriar á Blönduósi, Óskar
Húnfjörð, skipulagði og seldi
námskeið á Blönduósi. Sjálf-
stæðishúsið á Blönduósi
leigði Tölvufræðslunni hús-
næði fyrir milligöngu Óskars.
,,l>að sem gerðist síðan var
að samþykktur var víxill,
sem aldrei var borgaður. Víx-
illinn var framlengdur aftur
og aftur. Á endanum sá ég
mér ekki annað fært en gera
up[> við Sjálfstæðishúsið, til
þess að svíkja ekki samning
sem gerður var fyrir mín orð.
Þáverandi framkvæmdastjóri
Tölvufræðslunnar, Ellert Ól-
afsson, skrifaði sjálfur upp á
síðasta framlengingarvíxil-
inn, en ég hef ekki séð krónu
af þessum peningum ennþá
og málið er hjá lögfræðingi,"
segir Óskar Húnfjörð á
Blönduósi.
Mörg dæmi af svipuðum
toga eru til bæði um Tölvu-
fræðsluna og Viðskipta- og
málaskólann. Heimir Berg-
mann er einn þeirra sem réðu
sig í vinnu sem sölumenn hjá
Viðskipta- og málaskólanum.
Heimir var ekki verktaki en
með ráðningarsamning frá
17. janúar. ,,Eg fékk ekki laun
nema fyrir fyrstu tvær vik-
urnar. Um mánaðamótin
febrúar/mars var mér sagt
upp störfum, en var engu að
síður beðinn að starfa áfram.
Ég var meðal annars í því að
selja námskeið uppi á Skaga.
Þegar mér var skipað að
rukka inn fyrir námskeið sem
sýnt var að ekki yrðu haldin
neitaði ég og hætti að vinna
fyrir þessa menn. Ég á inni
laun í rúman mánuð hjá fyrir-
tækinu."
í síðustu PRESSU var skrif-
að um námskeið á vegum
Viðskipta- og málaskólans
sem lauk aldrei, vegna þess
að kennarar höfðu hætt og
húsnæði verið lokað. Af þeim
námskeiðum er það helst að
segja að skólastjórinn, Frið-
rik Eysteinsson, hélt skólaslit
og útskrifaði alla nemend-
urna þó þeir hefðu ekki lokiö
námskeiðunum. Friðrik veitti
hvítvín og snittur á samkom-
unni en varð einn að skrifa
upp á prófskírteinin því að
kennararnir fengust ekki til
þess. Nemendurnir ákváðu
að taka viö prófskírteinum
þessum frekar en að fá ekki
neitt, enda réð Friðrik þeim
frá því að leggja út í málaferli.
Nemendurnir segjast ekki
vera ánægðir með endalok
málsins. Það var þeim þó ein-
hver sárabót að Friðrik bauð
þeim upp á ókeypis námsefni
á myndböndum frá Við-
skiptaskóla íslands, til þess að
bæta upp það sem á vantaði
hjá Viðskipta- og malaskólan-
um.
Leikkonan Olympia Dukakis, sem m.a. hefur uerid útnefnd til Óskarsverölauna, og fleiri frœgar
konur koma til landsins í tengslum viö heimsókn kvenréttindakonunnar Betty Friedan.
Kennslubókardœmi um vafasöm viöskipti
Margir kannast við andlit hennar, þó þeir komi
nafninu ef til vill ekki fyrir sig. Hún hefur líka leik-
ið í fjölda kvikmynda, sem sýndar hafa verið hér á
landi, og m.a. verið tilnefnd til Oskarsverðlauna
fyrir eina þeirra. Þessi gráhærða, virðuiega kona
heitir Olympia Dukakis og um þessar mundir er
hún stödd á Islandi.
EFTIR: JÓNÍNU LEÓSDÓTTUR
Hin virta kvenréttindakona
Betty Friedan er væntanleg
hingað til lands í boði Kven-
réttindafélags íslands og
er tilefnið 75 ára „afmæli"
kosningaréttar kvenna, sem
haldið verður upp á þann 19.
júní næstkomandi. Én Betty
Friedan er ekki ein á ferð.
Með henni kemur um tugur
kvenna, sem flestar eru
þekktar fyrir afskipti af jafn-
réttismálum í Bandaríkjun-
um. Ein þessara kvenna er þó
líklega kunnari en hinar allar
til samans — a.m.k. hér á ís-
landi. Það er leikkonan
Olympia Dukakis.
Reykjavík. Það eru myndirn-
ar „Pottormur í pabbaleit",
þar sem hún leikur á móti
John Travolta og Kristie
Alley, og „Steel Magnolias"
(„Stálblóm'). Seinni myndin
er alveg glæný og fær mjög
góða dóma, en þar leikur
Olympia ásamt fimm öðrum
þekktum leikkonum.
Olympia lék einnig í kvik-
myndinni „Moonstruck", sem
Cher stalla hennar krækti
sér í Óskarsverðlaun fyrir.
Olympia Dukakis var einnig
tilnefnd til Óskarsverðlauna
Sex stjörnur i einni mynd.
Aöalleikkonur myndarinn-
ar „Steel Magnolias", sem
fengiö hefur frábæra dóma
og nú er verið að sýna í
Stjörnubíói: Shirley
MacLaine, Dolly Parton,
Olympia Dukakis, Sally Fi-
eld, Daryl Hannah og Julia
Roberts.
Betty Friedan. Leikkonan
hefur greinilega áhuga á og
afskipti af jafnréttismálum,
þó ekki vitum við með hvaða
hætti hún hefur látið til sín
taka í þeim efnum. íslenskir
fjölmiðlar munu eflaust inna
hana eftir því nú, þegar hún
heimsækir okkur í eigin per-
sónu í tilefni kosningaafmæl-
is kvenna.
Olympia hefur leikið í fjöl-
mörgum þekktum myndum
— þar af tveimur, sem einmitt
er verið að sýna um þessar
mundir í Stjörnubíói í
fyrir þá sömu mynd, sem
besta leikkona í aukahlut-
verki, en hreppti ekki hnoss-
ið.
Þess má geta að Olympia
Dukakis er systir Michaels
Dukakis, fyrrum forseta-
frambjóðanda í Bandaríkjun-
um.
Eiginkona fram-
leiðanda „Fjöl-
skyldubanda“
En eins og fyrr segir eru
fleiri þekktar konur á ferð
með Betty Friedan. Ein
þeirra er Diana Meehan
Goldberg, en íslendingar
kannast líklega fremur við
eiginmann hennar en hana
sjálfa. Hann framleiðir sjón-
varpsþættina vinsælu Fjöl-
skyldubönd (Family lies),
sem Michael J. Fox leikur í
og sýndir hafa verið hér á
landi.
Diana er þó ekki síður
merkileg en eiginmaðurinn.
Hún er doktor í fjölmiðla-
fræði og hefur bæði skrifað
bækur og framleitt myndir,
sem vakið hafa gífurlega at-
hygli í Bandaríkjunum og víð-
ar. Ein bóka hennar kallast
„Ladies of the Evening" og
fjallar um konur í bandarísku
sjónvarpi. Diana Meehan
Goldberg framleiddi einnig
umrædda fræðslumynd, sem
hún nefndi „Women in War
— Voices from the Front
Lines" eða „Konur í stríði —
raddir frá fremstu víglínu". í
þeirri mynd er fjallað um
konur í stríðshrjáðum lönd-
um, m.a. á Norður-írlandi,
Israel og E1 Salvador.
Hér er Olympia Dukakis í
hlutverki ömmunnar í
kvikmyndinni „Rottormur í
pabbaleit", sem einnig er
verið að sýna í Stjörnubiói
um þessar mundir.
Tilnefnd til Ósk-
arsverðlauna
Það var ekki ákveðið fyrr
en á síðustu stundu að
Olympia Dukakis kæmi hing-
að með þeim hópi, sem fylgir
Olympia Dukakis er systir forsetaframbjóðandans Mi-
chaels Dukakis, en hann komstraunar ekki í Hvíta húsið
eins og frægt er orðið. Ef marka má slúðurdálka erlendra
blaða varð ósigurinn eiginkonu Michaels (sem sést hér
veifa til mannfjöldans) mikið áfall og nokkru síðar fór hún
í meðferð vegna ofneyslu áfengis og lyfja.
HEIMSÞEKKT LQKKONA TIL ÍSLANDS
EINKASKÓLAR I
GRÆNUM
SJÓ
„Ég trúði því bara ekki að framkoma
fóiks gæti verið með þessum hætti,“ segir
Óskar Húnfjörð á Blönduósi um viðskipti
sín við Tölvufræðslu Reykjavíkur. „Mér
var sagtað rukka fyrir námskeið sem ekki
voru haldin,“ segir Heimir Bergmann um
viðskipti sín við Viðskipta- og málaskól-
ann hf.