Pressan - 14.06.1990, Side 8
8
VIKUBLAÐ Á FIMMTUDÖGUM
l'ltsíd.iiuli:
l'Viimkv.rmdastjiiri:
Kitstjurai:
liladanu'im:
l.júí'inyntlari:
Útlit:
1‘rúíarkak'stm:
Aui»lvsiiij>astjúri:
lilaú hf.
I l.ikoii Hákonarson
.kinína l.rúsdúttir
Omar Friúriksson
Anna Kristiiu' Mai»iuísdóttir
Kjori» l-'.va Krk'iulsdúttir
l'riúrik l»úr (iuúimindsson
ini’ihjori’ Súlrún (íísladúttir
l .inar Olason
Anna Tli. KÖL’nvaldsdiittir
Sii»ríúúr H. (immarsdúttir
Hinrik (iunnar Hilmarsson
Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 36. simi: 68 18 66. Auglýsingasimi: 68 18 66.
Asknft og ctreifing: Ármúla 36. simi 68 18 66. Setning og umbrot: Leturval sf.
Prentun: Oddi hf.
Askriftargjald 500 kr á nvanuöi. Askriftargjald: Pressan og Alþyðublaóió:
1000 kr. a manuði. Veró i lausasolu: 150 kr. eintakið.
JAFNAÐARMANNAFLOKKUR
ÍSLANDS
Harla sérkennileg viðbögð hafa orðið við kosningaútkomu
Nýs vettvangs í Reykjavík. Hafa ýmsir góðkunnir jafnaðar-
menn haldið uppi harðri gagnrýni á samruna jafnaðarmanna
og lýðræðissinna í Nýjum vettvangi í ljósi þess að framboðið
náði ekki að komanema tveimur kjörnum fulltrúum að í borg-
inni.
Pólitísk gerjun síðustu mánaða á vinstri vængnum hefur
sýnt með afgerandi hætti að Alþýðuflokkurinn er eini vinstri
flokkurinn sem býr yfir nægjanlegum sveigjanleika til að taka
fullan þátt í samfylkingu jafnaðarmanna.
Félagshyggjuframboðin náðu miklum árangri á landsvísu í
sveitarstjórnarkosiingunum. Þrátt fyrir hraðsoðna kosninga-
samsteypu Nýs vettvangs í vor tókst honum að gera sig að gild-
andi afli í stjórnmálum og brjóta skarð í öfluga flokksmúra.
Fyrsta skrefið er stigið.
Raddirúr innsta hring stjórnkerfisins herma nú að allt bendi
til að ríkisstjórnin muni efna til alþingiskosninga í haust. í ljósi
þeirrar gerjunar sem átt hefur sér stað í stjórnmálum síðasta
misseri væri fáránlegt ef jafnaðarmenn snem í skyndingu við
blaðinu og höfnuðu frekari þátttöku í þeirri þróun sem þegar
er hafin við samruna jafnaðarmanna. Þátttaka Alþýðuflokks-
ins kann þar að skipta sköpum. Nægir þá engan veginn að
bjóða bara út ný flokksskírteini á almennum markaði. Reynsl-
an af því þegar leifarnar af Bandalagi jafnaðarmanna runnu
inn í Alþýðuflokkinn á sínum tíma sýnir að hann tekur engum
stökkbreytingum með því móti.
Aðeins með útréttri hendi getur flokkurinn laðað ólíkar
hreyfingar samaní samsteypu jafnaðarmanna. Slíkt gerist ekki
á einni nóttu en er eina leiðin til að skapa skýrar línur fyrir
kjósendur. Hugmynd Jóns Baldvins um breytingar á nafni Al-
þýðuflokksins er því rökrétt og eðlileg í andrumslofti nýrra
stjórnmála meðal vinstra fólks á íslandi.
DPPr :>f ** < Tchl T-Y-r-
Fimmtudagur 14. júní 1990
bankqbro*
Þankubrot skrifa: Bolli Héðinsson, efna-
hagsrádgjafi forsœtisrádherra, Einar Karl
Haraldsson, ritstjóri Nordisk Kontakt, Jón
Ormur Halldórsson stjórnmálafrwóingur
og Lára Vi Júlíusdóttir, framkuœmdastjóri
Alþýdusambands Islands.
Skadlegar verdhœkkanir
„Hækkunin á áfengi og tóbaki er skóla-
bókardæmi um hvernig ekki á að standa
að hlutunum. Hætter viðað auglýsingarn-
arumrauðustrikinverðihéðanífrá hlægi-
legar." '
Þann 1. febrúar sl. voru
gerðir kjarasamningar, svo
sem alkunna er. Þeir kjara-
samningar voru um margt
sögulegir, meðal annars
vegna þess hve margir aðilar
komu að samningunum og
því hvernig samningsaðilar
með fulltingi ríkisstjórnarinn-
ar ætluðu sér að ná tökum á
verðbólgunni og snúa vörn í
sókn. Gjaldið sem greiða
skyldi var að allir legðu sitt af
mörkum, launahækkanir á
lágum nótum og atvinnurek-
endur lofuðu að hógværar
kauphækkanir skyldu ekki
velta út í verðlagið. Spáin
sem gerð var í samningunum
hljóðaði upp á að ná verð-
bólgu niður í 6% á árinu og
nafnvöxtum niður í 14% á
tveimur mánuðum. Gengið
skyldi verða stöðugt og verð
á landbúnaðarvörum haldast
óbreytt fram til 1. desember.
Martjir voru efins um að
þessi arangur gæti náðst og
töluðu um bjartsýni aðila og
óraunhæfa samninga. Víst er
að bjartsýni var mikil við
gerð samninganna, enda
voru þeir aðilar sem þar
stóðu að verki einhuga um að
láta dæmið gangaupp. Nokk-
ur spenna ríkti um það, hvort
samningar yrðu samþykktir í
félögum og hvað yrði gert ef
þeir yrðu felldir.
-o-o-o-
Til að fylgja eftir áformum
samninganna réðust verka-
lýðsfélögin um allt land í öfl-
uga verðgæslu og var sett
upp skrifstofa hér í Reykjavík
sem fylgdist grannt með
verðlagi, tók við kvörtunum
og leitaði skýringa á verð-
hækkunum. Ennfremur var
unnið leynt og ljóst í því að
halda öllum forsendum
samninganna innan ramma,
svo dæmið mætti ganga upp.
Þannig tókst að koma í veg
fyrir fyrirhugaðar hækkanir
á ýmsum sviðum eða draga
úr þeim hækkunum. Þekkt-
asta dæmið um það var þegar
kókhækkunin var dregin til
baka.
Árangur samninganna hef-
ur verið að koma í ljós. Samn-
ingarnir voru víðast hvar
samþykktir með miklum at-
kvæðamun og sú bjartsýnis-
spá sem menn gerðu hefur
staðist. Kaupmáttarþróun
varð með þeim hætti á fyrstu
mánuðum ársins að rauða
strikið í maí hélt. Verðbólga
hefur ekki mælst lægri hér á
landi í áratugi. Nafnvextir
hafa lækkað svo sem að var
stefnt. Gengið hefur verið
stöðúgt. Húrra, þetta tókst.
Allan tímann frá samnings-
gerð hefur verið fylgst naið
með verðþróun og spornað
við eftir því sem tök hafa ver-
ið á. Með slíku eftirliti hefur
þetta tekist. Nú á síðustu vik-
um hafa menn þóst sjá að ým-
islegt benti til að verðlag færi
núll komma eitthvað prósent
fram yfir spá í byrjun septem-
ber. Var því akveðið að
minna landslýð á áform
samninganna meðauglýsing-
um í útvarpi. Þessi atriði öll
hafa verið rædd við stjórn-
völd og ríkisstjórnin hefur
lýst áhyggjum ánum með
þróun verðlags á fundum
sem hún hefur átt með full-
trúum vinnumarkaðarins.
Allir sem komu að samn-
ingunum hafa fylgt þeim eftir
svo sem að var stefnt — eða
næstum þvi allir. Meira að
segja hafa stjórnvöld nú
ákveðið að háskólamenntað-
ir ríkisstarfsmenn skuli bíða
með að fá samningsbundnar
launahækkanir sínar, því það
kunni að hafa slæm áhrif á
árangur febrúarsamning-
anna.
Því er það í hæsta máta
kaldhæðnislegt að á sama
tíma og auglýsingar dynja á
landslýð um aðhald og rauð
strik og frestun á kauphækk-
unum ákveðinna hópa skuli
fjármálaráðuneytið senda frá
sér fréttatilkynningu um 5%
hækkun á áfengi og tóbaki.
Sem sagt — ríkissjóður þarf
að hafa allt sitt á þurru. Hefur
hann ekki notið góðs af stöð-
ugleika í kjölfar samning-
anna? Þarf hann ekki að sýna
sömu hófsemi í hækkunum
sínum og aðrir hér í landi?
-o-o-o-
Það er að vísu staðreynd að
í forsendum kjarasamninga
var rætt um að áfengi og tób-
ak myndu hækka í takt við
almenna kostnaðarþróun á
ríkisins
þriggja mánaða fnesti, en að
velja þessar vikur til að til-
kynna þessa hækkun er
skaðlegt stöðunni eins og
hún nú er. Hækkunin sýnir
að ríkisstjórnin tekur ekki
meira mark á sjálfri sér en
það að meðan hún segir við
fulltrúa atvinnulífsins að
beita ýtrasta aðhaldi, að allar
hækkanir hafi slæm sálræn
áhrif á þann stöðugleika sem
náðst hefur, heldur hún öllu
sínu á þurru.
Og þá erum við einmitt
komin að sálrænu áhrifun-
úm. Þótt hækkunin á áfengi
og tóbaki um daginn mælist
ekki stórt í heildarkostnaði
óttast ég sálrænu áhrifin. Ég
óttast að menn hætti að taka
tilmælin um hófsemina hátíð-
lega og árangurinn sem náð-
ist í samningunum í vetur
fjari út. Slíkt má ekki henda.
Því var hækkunin á áfengi og
tóbaki skólabókardæmi um
hvernig ekki á að standa að
hlutunum. Hætt er við að
auglýsingar um rauðu strikin
verði héðan í frá hlægilegar.
Nema ríkisstjórnin sjái að sér
og bæti með einhverjum
hætti þann skaða sem hér
varð.
LÁRA V.
hin pressan
...með þvi hyggst Jón Bald-
vin opna fyrrum pólitískum
andstæðingum pólitískar \A
bakdyr, sem þeir geti gengið^ ^
uppréttir inn um, inn í Alþýðu-
flokkinn."
— Timinn.
„Frægðarferili stulkunnar
hófst með kvikmyndagerð og
bar þar hæst verk sem hún
gerði um rassa. í því einstæða
bíói er brugðið upp á hvíta
tjaldið títtnefndum líkams-
hluta 600 eða 6000 manna og
kvenna."
— Timinn.
„Helmingur bíður eftir síma
en hinir eftir són."
— Fyrirsögn i Morgunblaðinu. Um
símamál i A-Evrópu.
Samvinnufélög finni aftur
eigendur sina.
##
##
- Forsíða Timans.
— Ásgeir Hannes Eiríksson i Timanum.
„Hrafn er búinn að fá sér
barðahatt að hætti Jóns Bald-
vins og gengur síðan undir
nafninu litli Jón."
— Timinn.
„Pólitískir flokkar eru
þannigí laginu að ef þeir
eiga að verða stórir verða
þeir að bjóða alla vel-
komna."
„Bresku fótbolta-
bullurnar œtla sér
að streyma til ítal-
íu. Þeirra í mill-
r.W'tcr0
„Sólbekkjagægir handsamað-
ur."
— Morgunblaðið.
„Verst að fréttahaukar skuli
ekki sjá púörið í listrænum
rassa og tippasýningum á al-
mannafæri og sýna það tján-
ingarform söguþjóðarinnar í
geimsjónvörpum heimsins.
Þess í stað margsýna frunt-
arnir ómerkilegan striplara
sem hleypur um í þjóöbúningi
innfæddra á fótboltaleikjum
með gjörsamlega ólistræna
lögregluþjóna á eftir sér."
— Timinn.
um gengur sú
ferð undir heitinu:
„Enska innrásin í
Ítalíu árið 1990“.
Og flestir búast
við að hamagang-
urinn verði mest-
ur þegar Englend-
ingar mœta Hol-
lendingum. Þá
hittir andskotinn
ömmu sína.“
— Alþýðublaðið.
„Salrænt mikilvægt að vera
innan rauðu strikanna."
— Morgunblaðið. Steingrímur Her-
mannsson um framfærsluvísitöl-
una.
„Hörgull á stúlkum á giftingar-
aldri er orðinn alvarlegt
vandamál í Kína og eru engar
líkur á batnandi ástandi í þeim
efnum næstu tvo áratugina,
nema síður sé."
— Þjóðviljinn.