Pressan


Pressan - 14.06.1990, Qupperneq 10

Pressan - 14.06.1990, Qupperneq 10
10 Fimmtudagur 14. júní 1990 KNATT53YRNAN ISLANDSMOTIÐ I KNATTSPYRNU Leikir í 1. deild karla: Möguleikar liðanna: Athyglisverðir leikmenn: FRAM VIKINGUR LAUGARDALSVELLI mánudagirm 18. júní kl. 20 Enginn vafi leikur á því að Frammarar eru sigurstrang- legri eftir sigur sinn gegn mjög góðu liði KR á þriðjudagskvöld og fjögurra stiga forskot í topp- sæti fyrstu deildar. Vikingar eru með þokkalegt lið og baráttan er helsta vopn þeirra gegn Fram. Guðmundur Steinsson er markhæstur i fyrstu deild með 6 mörk. Spennandi verður að sjá hvort hann bætirvið mörk- um í þessum leik. Annars er ósanngjarnt að tína út einstaka leikmenn úr hinu jafna Fram- liði. Hjá Víkingum hefur Júgó- slavinn Goran Micic staðið sig eima best. Aðalsteinn Aðal- steinsson hefur einnig átt góða leiki á miðjunni. ipv IA VESTMANNAEYJUM þriðjudaginn 19. júní kl. 20 ÍBV hefur komið á óvart og er í öðru til þriðja sæti ásamt KR. Liðið hefur samt ekki sýnt neina yfirburðaleiki heldur unnið baráttusigra gegn liðum sem hafa vanmetið Eyjamenn. Það er því alls ekki hægt að bóka sigur ÍBV gegn ungu liði ÍA sem er frekar neðarlega í deildinni, en heimavöllurinn hlýtur samt að vega þungt. Hlynur Stefánsson er athygl- isverður markaskorari í liði Eyjamanna og gamla kempan Sigurlás Þorleifsson er drjúgur. Þá hefur Jón Bragi Arnarson staðið sig vel í vörninni. Ungu mennirnir í liði Skagamanna eru forvitnilegir, þeir Bjarki Pét- ursson og Arnar Gunnlaugs- son, og hinn 35 ára gamli Karl Þóiðarson er traustursem fyrr. ÞÖR VALUR AKUREYRI þriðjudaginn 19. júní kl. 20 Valsmenn hafa sterkari stöðu í deildinni og þekktari leikmenn innanborðs, en bar- áttuglaðir Þórsarar hafa verið að sækja í sig veðrið. Einnig eru þeir erfiðir heim að sækja, efsta liðið, Fram, náði aðeins jafntefli og KR-ingar mörðu sigur með markieftirvenjulegan leiktíma. Jafntefli eða naumur Valssigur eru ekki ólíkleg úrslit. Júgóslavinn Luca Kostic hef- ur verið jafnbestur í liði Þórs- ara. Valsmenn skarta ótal þekktum leikmönnum. Sigur- jón Kristinsson hefur verið sterkur undanfarið og ekki ólík- legt að hann skori i þessum leik. KR FH KR-VELLI þriöjudaginn 19. júní kl. 20 KR-ingar eiga annan heima- leik sinn í röð að þessu sinni. Liðið stóð sig vel þrátt fyrir tap gegn gríðarsterku liði Fram um daginn. Þá fá KR-ingar athygl- isverðan liðsauka í þessum leik. Vesturbæingar eru því sig- urstranglegir gegn Hafnfirð- ingum, sem virðast hafa misst af lestinni í toppbaráttunni í bili. Rúnar Kristinsson kemur nú inn í KR-liðið að nýju eftir fjög- urra leikja bann og landsliðs- stjarnan Atli Eðvaldsson leikur nú sinn fyrsta leik í KR-peys- unni. Búist er við miklu af þess- um tveimur leikmönnum. Markahrókurinn Hörður Magn- ússon hjá FH gæti reynst KR- ingum skeinuhættur. STJARNAN KA GARÐABÆ þriðjudaginn 19. júní kl. 20 Mjög erfitt er að spá um úr- slit hér. KA-menn virðast vera að rétta úr kútnum eftir afleita byrjun, en Stjörnumenn hafa staðið sig vel miðað við að um nýliða er að ræða. Ekki er ólík- legt að íslandsmeistarar KA fylgi eftir sigrinum gegn Vík- ingum á dögunum og hífi sig úr botnsætinu með sigri í þessum leik. Árni Sveinsson Stjörnunni hefur skorað þrjú mörk í sumar og átt mjög góða leiki. Aðrir hafa ekki skorið sig úr. KA-liðið hefur allt verið slakt í sumar en athygli vakti að tæplega sautj- án ára piltur, Þórður Guðjóns- son, sonur þjálfara KA-liðsins, skoraði gegn Víkingum á þriðjudagskvöld. Spennandi verður að sjá hvort hann bætir við í þessum leik. STAÐAN í FYRSTU DEILD: leikir u j t mörk stig Fram 5 5 1 0 13:0 13 KR 5 3 0 2 7:5 9 ÍBV 4 3 0 1 5:5 9 Valur 4 2 1 1 5:3 7 Stjarnan 5 2 1 2 6:9 7 FH 5 2 0 3 7:6 6 Víkingur 5 1 2 2 6:7 5 ÍA 5 1 2 2 4:8 5 Þór 5 1 1 3 1:6 4 KA 5 1 0 4 3:9 3 Ath. Leik Vals og ÍBV í síðustu umferð var frestað og ekki vitað hvenær hann verður leikinn. NÆSTU SJÓNVARPSÚTSENDINGAR FRÁ HM Fimmtudagur 14. júní: Laugardagur 16. júní: Mánudagur 18 júní: Þriðjudagur 19. júnn Miðvikudagur 20. júní: Júgóslavía—Kólumbía Brasilía—Kosta Ríka England—Holland Argentína—Rúmenía V-Þýskaland—Kólumbía Ítalía—Tékkóslóvakía Brasilía—Skotland kl. 14.45 kl. 14.45 kl. 18.45 (upptaka) kl. 22.10 kl. 14.45 (upptaka) kl. 23.10 kl. 18.45 BENSÍNLEKINN 9.800 lítrar af bensíni fóru niður í Skógarhlíðinni í nóvember sl. og enginn veit hvert þeir runnu. ENGAR REGLUR TIL UM BÚNAÐ OG FRÁGANG BENSÍNSTÖÐVA Eins ogmörgum er í fersku minni runnu 9.800 lítrar af bensíni út í jarðveginn á bensínstöð Skeljungs við Skógarhlíð ínóv- ember sl. Petta gerðist vegna mistaka við frágang bensínleiðsla. En hvert fór þetta bensín og hvað hefur verið gert til að koma í vegfyrir að slík umhverfisslys end- urtaki sig?Svörin við þessum spumingum eru vægast sagt óljós. EFTIR: INGIBJÖRGU SÓLRÚNU GiSLADÓTTUR MYNDIR: EINAR ÓLASON Fyrri spurningunni er fljót- svarað, því enginn veit hvað varð um bensínið. Kenningar eru uppi um að það hafi farið inn í holræsakerfi borgarinn- ar og þaðan út í sjó. Halldór Torfason, jarðfræðingur hjá gatnamálastjóra, hefur séð um að taka jarðvegsog vatnssýni umhvenis stöðina frá því lekinn varð en ekkert mælanlegt hefur komið fram við þá rannsókn. „Eg hef reynt að fylgjast með þessu og farið reglulega út í Vatns- mýri en ekki orðið var við neina olíumengun. Ef bensín- ið hefur hins vegar lekið nið- ur um sprungur í jarðvegin- um þá er ekki víst að maður finni þetta nokkurn tímann." Halldór sagði að ekkert hefði verið farið út í að mæla „lekt" bergsins á þessum stað og því væri ekkert vitað með vissu eftir hversu langan tíma lík- legt væri að lekinn kæmi fram, t.d. á tjarnarsvæðinu. Engar reglur til í samtali við Tryggva Þórðarson hjá Heilbrigðis- eftirliti Reykjavíkurborg- ar kom fram að það ekki væru til neinar ákveðnar reglur um frágang bensín- stöðva og það eina sem þeir hefðu getað staðið á hingað til væri ákvæði heilbrigðis- reglugerðar um stein- steypta þró umhverfis bensín- tanka. „Olíufélögin drógu þetta ákvæði alltaf mjög í efa því það féll undir kafla um vatnsból í reglugerðinni og þeir vildu ekki fallast á að það ætti við um grunnvatnið almennt. Það var í sjálfu sér talsverður sigur eftir ára- langa baráttu þegar þróin í Skógarhlíðinni náðist í gegn. Þessi barátta rann yfirleitt út í sandinn vegna þess að heil- brigðisráðuneytið gaf olíu- félögunum alltaf undanþágu fyrir sitt leyti. Hollustu- vernd ríkisins var t.d. búin að samþykkja að það mætti reisa stöðina í Skógarhlíð án þróar.“ Ólafur Pétursson hjá Hollustuvernd ríkisins stað- festi að þar hefði verið gefin undanþága frá því að hafa steinsteypta þró umhverfis ol- íu- og bensíntanka þó það sé bundið í reglugerð. „Við höf- um ekki talið að þrær væru eina leiðin og höfum jafnvel talið annan búnað betri. Við höfum viljað gefa mönnum færi á að fara aðrar leiðir. í því sambandi má nefna þró úr plastdúk og trefjaplast- tanka.“ Vildi hann ekki fallast á að með þessum undanþág- um væru þeir að láta undan þrýstingi frá olíufélögunum og sagði það sína skoðun að þau vildu hafa þessi mál í full- komnu lagi. Siglingamála - stofnun á alla olíumengun Frá því bensínlekinn varð í Skógarhlíðinni hefur bæði verið sett ný heilbrigðisreglu- gerð og mengunarvarnar- reglugerð. Eftirlit með bún- aði bensínafgreiðslustöðva heyrir nú algerlega undir heilbrigðisnefndir sveit- arfélaganna en birgðatank- ar yfir ákveðnum stærðar- mörkum þurfa samþykki siglingamálastofnunar og Hollustuverndar ríkisins. Mál geta þó auðveldlega skarast milli þessara stofnana. Þann- ig þarf bensínafgreiðsla með meira en 100 rúmmetra geymslurými starfsleyfi frá heilbrigðisráðherra. Það kom bæði fram hjá Tryggva og Ólafi að þessi mál væru talsvert erfið og flókin í framkvæmd vegna þess að olíuleki í sjó, jafnvel þó hann eigi upphaf sitt langt uppi á landi, fellur undir siglinga- málastofnun og samgöngu- ráðuneytið og, eins og Tryggvi orðaði það, „þeir hafa löngum taliðsig eiga alla olíumengun". Það var einmitt samgöngu- ráðuneytið sem skipaði nefnd á síðasta ári til að setja leiðbeinandi reglur fyrir olíu- félögin og heilbrigðisnefndir sveitarfélaganna um aðbún- að bensín- og birgðastöðva. Þetta gerðist eftir nokkurn ágreining við heilbrigðis- ráðuneytið, því samkvæmt því sem Ólafur segir var holl- ustuverndin, sem heyrir und- ir heilbrigðisráðuneytið, þá þegar með vinnuhóp í mál- inu sem var byrjaður að vinna að slíkri reglugerð. Nefnd samgönguráðuneytis- ins hefur enn ekki komið saman og reglurnar því ekki litið dagsins Ijós. Ekki náðist í formann nefndarinnar sem er Gunnar Ágústsson hjá siglingamálastofnun. Hlutur sveitarfélaganna Yfir þessu kvarta menn eðlilega hjá heilbrigðisnefnd- um sveitarfélaganna. Þeim eru þó ekki allar bjargir bannaðar því samkvæmt heilbrigðisreglugerð hafa sveitarfélög rúma heimild til að setja sér eigin heilbrigð- issamþykktir. Þau geta því gert samþykkt um aðbúnað bensínstöðva. Hjá Oddi R. Hjartarsyni, forstöðu- manni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar, kom fram að slík samþykkt hefði ekki verið gerð í Reykjavík. „Við höfum verið að bíða eft- ir niðurstöðum úrnefnd sam- gönguráðuneytisins því það er kannski engin ástæða til að menn séu að leggja í þetta vinnu á mörgum stöðum. Eins og er afgreiðum við því hvert mál fyrir sig og í því sambandi höfum við átt ágætt samstarf við bygging- arfulltrúann í Reykjavík." En sem sagt: Svo virðist sem í þessum málum reki lög, reglugerðir og stofnanir sig hver á annars horn og verk- svið og vinnureglur séu mjög óljósar. Eftir stendur að engar ákveðnar reglur eru til um aðbúnað bensínafgreiðslu- stöðva.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.