Pressan - 14.06.1990, Page 11

Pressan - 14.06.1990, Page 11
Fimmtudagur 14. júní 1990 11 ItftÉiklir íþróttaleikar hefjast 28. júní^ nk. á vegum íþróttasam- bands íslands. Leikarnir eru helg- aðir æsku landsins og verður lögð áhersla á að íþróttirnar séu andsvar- ið við vímuefnunum og svo verður með sérstökum bæklingi brýnt fyrir börnunum að borða hollan mat en láta óhollustu eins og sælgæti og gos eiga sig. Það hefur því vakið mikla athygli að börnin, sem þús- undum saman eiga að flykkjast á opnunarhátíðina, eiga öll að klæð- ast íþróttabolum frá ÍSÍ, sem kyrfi- lega eru merktir augjýsingunni „Drekkið Coca Cola“! Ábendingu um ósamræmi þetta hefur verið komið á framfæritil ÍSÍ, en svarið er að of seint sé að breyta þessu. Ætli börnin eigi ekki erfitt með að átta sig á samhengi hlutanna þegar þau lesa bæklinginn íklædd bolun- um ... s ^^tjórnmálamenn allra flokka í borginni eru nú í óða önn að raða fólki í stjórnir, nefndir og ráð. Við höfum þegar greint frá því að minni- hlutaflokkarnir séu í stöðugum við- ræðum um samstarf og lítur út fyrir að samningar muni takast, en um skeið leit út fyrir að Nýr vettvang- ur yrði útilokaður. Nú er togast á um hverjir fá hvaða nefndir og höf- um við heyrt að Sigurjón Péturs- son leggi höfuðáherslu á að halda sætum sínum í Landsvirkjun og Sparisjóði Reykjavíkur og nó- grennis. En eftirspurn er meiri en framboð í þessum efnum og það á ekki síður við um niðurröðunina hjá Sjálfstæðisflokki. Sem dæmi get- um við nefnt að áður þótti pkki par fínt eða eftirsóknarvert að vera for- maður stjórnar Dagvistar barna. En eftir að menn sáu fráfarandi for- mann, Önnu Jónsdóttur, fljúga upp lista sjálfstæðismanna fyrir kosningarnar er stóll þessi allt í einu orðinn sá eftirsóttasti í bænum .. . M sunnudaginn kom hingað til lands erlendur ferðamaður, sem ekki er í frásögur færandi, nema hvað umrædd manneskja ætlaði að- eins að dvelja á blandi í einn dag. Þetta er menningarsinnuð fullorðin kona, sem óskaði eftir að sjá helstu söfn borgarinnar og markverða staði. Vinkona hennar hóf skoðun- arferðina daginn eftir á því að fara á Listasafn íslands. Þar var lokað, sem og á flestum öðrum söfnum borgarinnar, að Kjarvalsstöðum undanskildum. Þá var ákveðið að sjá Reykjavíkurborg ofan úr turni Hallgrímskirkjuen þar var einnig komið að lokuðumdyrum. Úrslitin urðu þau að erlendu konunni var sýnt stærsta tákn borgarinnar: Kringlan! Til að gera það besta úr deginum átti að bjóða henni upp á íslenskan fisk og haldið á veitinga- staðinn Við tjörnina. En: þar reyndist lika vera lokað á mánu- dögum. Þessi erlenda kona hyggur á aðra íslandsferð sem mun miðast við að ekki sé dvalið hér í borginni á mánudegi. . . ii helgina kemur út nýr Gestgjafi og að Jressu sinni er gest- gjafinn Valgerður Matthíasdóttir, dagskrárgerðarmaður á Stöð 2. Venjulega hafa gestgjafar boðið í mat til sín nokkrum vinum og gefið uppskriftir að matnum, en Valgerð- ur breytir út af jíessari hefð. Hún fékk til liðs við sig góða vini sína, sem hver kom með einn rétt. Les- endur Gestgjafansmunu því eignast uppskriftir frá fleirum en Valgerði því í vinahópi hennar eru til dæmis Edda Björgvinsdóttir leikkona, Guðmundur Einarsson hjá sálar- rannsóknarfélaginu, Inger Anna Aikman, dagskrárgerðar- máður á Aðalstöðinni, og Guðrún Óladóttir reikimeistari, annar eig- enda Hugræktarhússins. Þetta fólk er einkum þekkt fyrir jákvætt viðhorf til lífsins og tilheyrir allt hópi sem ber nafnið Jákvætt átak. . . A ^^^furkapp sjálfstæðismanna á að fá bæjarstjórastóla í myndun bæjarstjórna með aðild Sjálfstæðis- flokksins að undanförnu mun vera yfirveguð stefna, mótuð í höfuð- stöðvunum sjálfum i Reykjavík. Munu sjálfstæðismenn reiðubúnir að kosta miklu til fyrir stólinn á hverjum stað og hafa þá í huga hversu vænlegan árangur það gaf að spila persónupólitík í bæjar- stjórnarkosningum sbr. vinsældir Davíðs í Reykjavík og Guðmund- ar Arna í kratabænum Hafnar- firði. Þessari stefnu vilja sjálfstæðis- menn fylgja fram víðar, s.s. í Kefla- vík, þar sem ofurkapp var lagt á að Ellert Eiríksson yrði bæjarstjóri. Úti á landi kunnaþó að gilda önnur lögmál en í höfuðborginni, þvi fjöl- miðlanálægð fylgir öðrum reglum en persónunálægðsmábæjanna . . . (X Kvenréttindafélags ís- lands, 19. júní, kemur út um helg- ina. Efni blaðsins er fjölbreytt að vanda og komið víða við. Meðal annars er viðtal við Guðrúnu Helgadóttur, forseta sameinaðs þings, sem kemur inn á ýmsa hluti. Til dæmis það að hún telji að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi fengið at- kvæði fjölskyldu sinnar þegar hún var barn, að minnsta kosti lengi vel. Þá ræðir Guðrún um konurnar á Alþingi, sem hún segir að eigi það sameiginlegt að vera málefnalegri en karlmennirnir og að auki séu þær almennt betur undirbúnar og oftast með skrifaðar ræður. . . á gólf og veggi Stórglæsilegt flísaúrval. 66 nýtísku litir Allar okkar flísar eru úr fyrsta úrvalsflokki og framleiddar hjá virtum ítölskum og spænskum verksmiðjum. Bjóðum ma. þrælsterkar, frostþolnar útiflísar. Sérpöntum Terrazzo og ítalskan marmara og granit. Við sögum og borum flísarnar eftir þínum óskum eða leigjum þér góðan flísaskerara heim. Bjóðum öll hjálparefni. 15% kynningarafsláttur í júní. TFPPABOÐIN GÓLFEFNAMARKAÐUR SUÐURLANDSBRAUT 26 S - 91 681950 • COLUMBIA REIÐHJÓLIN ERU VÖNDUÐ 0G SKEMMTILEG HJÓL BYGGÐ Á AMERÍSKU HUGVITI 0G REYNSLU FRAMLEIÐENDANNA SEM ERU MEÐ ÞEIM ELSTU í BANDARÍKJUNUM. • GÆÐI FYRIR ÓTRÚLEGA LÁGT VERÐ • FÁANLEG 6 — 18 GÍRA í MÖRGUM ÚTGÁFUM • HVERGI SAMBÆRILEG KJÖR • KOMIÐ 0 G SKOÐIÐ GÆÐINGANA EÐA LEITID UPPLÝSINGA • VIÐGERÐA- 0 G VARAHLUTAÞJÓNUSTA CáP G.Á. Pétursson hf Nútíðinni Faxafeni 14, sími 68 55 80

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.