Pressan - 14.06.1990, Qupperneq 13
Fimmtudagur 14. júní 1990
13
Ceausescu létjafna 20 þúsund hús við jörðu til að rýma fyrir íburðarmikilli höll, sem skreytt er gulli og marmara
SEM SEST FRA TUNGLINU
Eitt af síðustu brjálæðisverkum harð-
stjórans Ceausescus, forseta Rúmeníu, var
að byggja höll sem hýsa átti skrifstofur
æðstu embættismanna rúmenska alþýðu-
lýðveldisins.
Höllin mikla er enn eitt dæmiö um stórmennskubrjálæði Ceausescus, en þaö er m.a. rakið til
minnimáttarkemdar vegna alþýölegs uppruna. Enræðisherrann lét t.d. myröa flesta sem þekktu
hann í æsku.
Hann notaði allan fáanleg-
an marmara sem til var í höll-
ina með þeim afleiðingum að
legsteinar fengust aðeins fyr-
ir hátt verð á svörtum mark-
aði. Hann sagði arkitektum
sínum að höllin ætti að vera
svo stór að hún sæist frá
tunglinu. Ti! að umhverfið
yrði sem glæsilegast jafnaði
hann 20 þúsund hús við
jörðu, þar af 16 kirkjur og 3
gyðingleg samkunduhús.
Höllin er 270 metra löng og
230 metra breið. í henni eru
1000 herbergi, þar af 64 stór-
ir salir og eitt leikhús. Milljón
verkamenn komu við sögu
hallarinnar og húsanna í
kring og þegar Ceausescu var
steypt af stóli hafði hann eytt
120 milljörðum króna í hana.
Höllin er þó aðeins hálfklár-
uð að innan og ef Rúmenar
vilja nýta hana þarf að verja
milljörðum til viðbótar í að
fullgera hana.
Það kostar 10 lei, sex krón-
ur, að skoða höllina, eða
þann hluta sem opinn er al-
menningi. Það er aðeins
fremri hluti jarðhæðar og
annarrar hæðar sem búið var
að klára að mestu í desember,
þegar Ceausescu var steypt af
stóli í byltingu. Samt sem áð-
ur mega gestir reikna með
drjúgri klukkustund til að
hanga um þessa sali og skoða
þá.
38 Ijósakrónur í
„Iitlum“ sal
Gestum er hleypt inn um
hliðardyr. Eigi að síður ganga
þeir beint inn í um 500 fer-
metra hol þar sem skógur af
marmarasúlum blasir við. Úr
loftinu miðju hangir kristals-
Ijósakróna, sem aðeins er
hægt að lýsa með orðinu
„ótrúleg". Hún er að minnsta
kosti einn metri í þvermál
skreytt með gylltum vírum.
Það er erfitt að flokka hana
eftir stíl en eitthvað á borð
við klunnalegan barokkstíl
kemur upp í hugann. Allt í
kringum hana hanga minni
ljósakrónur úr kristal og út
við vegginn má sá þær gægj-
ast fram milli súlna. í fyrsta
herbergi á hringferðinni,
frekar litlu herbergi, taldi ég
38 slíkar Ijósakrónur.
Á meöan alþýöan beið í 200
metra löngum biöröðum eftir
brauði var veriö aö skreyta
marmarasúlur meö gulli í
„Húsi fólksins" í miöri Búka-
rest.
Tonn afgulli?
í súlnaskóginum ægir sam-
an öllum gerðum af súlum.
Sumar eru í sígildum stíl, eins
og finna má í grískum hofum,
aðrar eru með einhvers kon-
ar austrænu skrauti, sem
mun vera að nörður-kóreskri
fyrirmynd. I holinumá einnig
sjá ferkantaðar súlur. Sameig-
inlegar öllum súlunum eru
gullskreytingar. Súlur og loft í
höllinni eru skreytt gullrák-
um og -laufum — líklega
drjúgur þáttur í kostnaði við
byggingu hallarinnar. Það er
ómögulegt að áætla hve mik-
ið gull hafi farið í að skreyta
hana en borið saman við aðr-
ar hallir og stórhýsi í Evrópu
má búast við að það hafi ver-
ið talið í tonnum.
Það vekur fljótlega athygli
manns að hér er marmara og
gifsi blandað saman og hvort
tveggja gullskreytt. Arkitekt-
arnir hafa ekki alls staðar
verið jafnvandlátir. Hurðirn-
ar eru líka fjöldaframleiddar
en hafa sums staðar verið
skreyttar gylltu munstri í stíl
við súlurnar og gifsið.
Mergsaug landið
og fólkið
Rúmenar streyma inn í
höllina að skoða þessa hít
sem saug upp alla þá fjár-
muni sem ekki fóru í að
greiða erlendar skuldir lands-
ins eða standa undir hóglífi
forsetafjölskyldunnar. Það er
eins og þeir trúi ekki sínum
eigin augum. Meðan þeir
stóðu í 200 metra löngum
biðröðum eftir brauði og
beittu öllum brögðum til að
komast yfir kjötbita á svört-
um markaði var verið að
skreyta marmarasúlur gulli í
miðri Búkarest. Meðan þeir
leituðu án árangurs að eggi
eða mjólkurdropa handa
börnum sínum voru risastór-
ar kristalsljósakrónur festar
upp í því sem átti að vera
skrifstofur æðstu embættis-
mannanna. Meðan þeir settu
nýfædd börn á munaðarleys-
ingjahæli af því að þeir gatu
ekki framfleytt fleiri börnum
byggði Ceaucescu leikhús
fyrir þúsund manns inni í
höllinni, sem hann kallaði
Casa popolorui, Hús fólksins.
Undrun Rúmenanna breytist
í reiði eftir því sem líður á
gönguna um „Hús fólksins".
Hver salurinn á fætur öðrum,
marmarinn, kristallinn og
gullið, staðfestir geðveiki
mannsins sem gerði líf þeirra
að martröð í áratugi — og
undir lokin eru þeir farnir að
benda á skrautið og hlæja.
Hataði allt
sem var ekki eftir
hann sjálfan
Af svölum fyrstu hæðar er
horft niður breiðgötu sem
Nicolai Ceaucescu lét byggja
um leið og Hús fólksins. Eftir
miðri götunni eru gosbrunn-
ar með jöfnu millibili sem
skilja að akreinarnar. Blokk-
irnar beggja vegna eru hvítar
og byggðar í stíl sem minnir á
nýklassískan stíl en er þó frá-
brugðinn. Þetta er stíll ein-
valdsins. Samskonar hús má
sjá víða um Búkarest þar sem
þúsundir annarra bygginga
hafa verið jafnaðar við jörðu
til að byggja þessi hvítu fjöl-
býlishús. „Hann hataði allt
sem var ekki eftir hann sjálf-
an,“ sagði miðaldra Rúmeni.
„Þegar hann gat ekki rifið
niður verk annarra reyndi
hann að hylja þau. Hann gat
ekki rifið niður þinghúsið og
kirkju erkibiskupsins, sem
eru bæði upp á hæð, svo
hann byggði stórar blokkir
fyrir framan, þannig að
hvorugt húsið sést.“
Frá svölunum má auðveld-
lega sjá hvaða hús hefðu næst
verið jöfnuð við jörðu. Öll
hús sem á einhvern hátt
spilltu heilsteyptri, einsleitri
mynd á götunni sem Ceau-
cescu kallaði „Sigur sósíal-
ismans".
Gosbrunnarnir eru skreytt-
ir með austurlensku munstri
sem forsetinn fyrrverandi
hafði séð í Norður-Kóreu þeg-
ar hann heimsótti kollega
sinn Kim II Sung. Rúmenskir
leiðsögumenn segja að Ceau-
cescu hafi komið heim frá
Kóreu með stjörnur í augum
og hafið mikla skreytingaher-
ferð á kostnað heilu hverf-
anna.
Lagði heilu þorpin
í rúst
En þessi hugmyndaglaði
harðstjóri lagði ekki bara
hverfi í Búkarest í rúst. Hann
hrinti í framkvæmd áætlun
um að þurrkcp út sveitaþorp
víðsvegar um landið og flytja
alla íbúana í blokkir. Með
þessu misstu margar fjöl-
skyldur raunverulegt lífsvið-
urværi sitt, sem voru garð-
skikar við sveitabæina sem
þær gátu ræktað sjálfar. Þar
fékk dugmikið bændafólk
þrjár uppskerur á ári sem það
gat bæði selt og nýtt til eigin
framleiðslu. Áætlun forsetans
var því tekið með ótta og
reiði. Sums staðar reyndu
menn að standa í vegi fyrir
framkvæmdum, ti! dæmis
með því að neita að yfirgefa
húsin. Afleiðingarnar voru
hörmulegar — fólk var hrein-
lega grafið lifandi.
Menn hafa velt því fyrir sér
hvers vegna Ceausescu hafi
verið svona illa við sveitabæi
og meðal skýringa er sú
kenning a4 með því að
þurrka út sveitabæi hafi hann
verið að þurrka út fortíð sína.
Hann var kominn af bláfá-
tæku sveitafólki, en reyndi að
breiða yfir þann uppruna
sinn síðar á ævinni, meðal
annars með því að láta myrða
flesta þá sem þekktu hann í
æsku.
Þegar ferill Ceausescus er
skoðaður má sjá margt sem
bendir til ákafrar minnimátt-
arkenndar sem birtist í stór-
mennskubrjálæði. Löngunin
til að vera eitthvað annað en
ómenntaður bóndasonur frá
fátækasta héraði Rúmeníu
speglast í sölum Casa popo-
lorui, þar sem hann hefur
stóra skrifstofu á hverri hæð
og í móttökusalnum má sjá
stað þar sem virðist gert ráð
fyrir hásæti. Endalok hans
stinga átakanlega í stúf við
þessa drauma — hann var
tekinn af lífi eftir byltingu og
grafinn á laun undir dulnefni
ásamt konu sinni í kirkju-
garði í skugga marmarahall-
arinnar miklu. Grafirnar eru
eins og holur sem þrýst hefur
verið milli annarra, stórra
grafa og virðast til þess ætl-
aðar að týnast og gleymast.
Reisti sér minnis-
varða
Við útgöngudyr í Casa
popolorui er stílabók þar sem
menn eru beðnir að skrifa
hvað þeim finnst um bygging-
una. Það er oft biðröð við
bókina meðan Rúmenar fylla
hverja blaðsíðuna á fætur
annarri. Menn mega líka
koma með tillögur um nýt-
ingu hússins og meðal til-
lagna er að það verði gefið
Alþjóða rauðakrossinum,
notað sem friðarhöll fyrir all-
ar þjóðir eða gert að spilavíti.
Hvað sem um það verður
er víst að með byggingu þess
hefur Ceausescu reist sér
minnisvarða sem erfitt er að
má burt. Næstu áratugi verð-
ur þetta minnisvarði um ógn-
arstjórn sem á sér fáar hlið-
stæður í Evrópu á 20. öld.
Þegar fram líða stundir fer að
fyrnast yfir harðræðið og eft-
ir stendur höllin. Það er kald-
hæðnislegt, en hugsanlega
koma ferðamenn framtíðar-
innar til Búkarest til að líta
þetta feiknastóra hús augum
og dást að því, líkt og menn
skoða Versali eða pýramíd-
ana. Fórnir almúgans, sem
leið við bygginai stórvirkj-
anna, eru löngír gleymdar.
Eftir standa hallir — og í
Rúmeníu stendur eftir minn-
ismerki sem sést frá tunglinu.