Pressan - 14.06.1990, Side 15

Pressan - 14.06.1990, Side 15
Fimmtudagur 14. júní 1990 r / - _,/iV 15 GRÁTT HÁR ÞARF EKKI ENDILEGA AÐ VERA MERKI UM ELLI. SUMIR FÁ SÍN FYRSTU GRÁU HÁR RÉTT EFTIR AÐ TÁNINGSÁRUNUM SLEPPIR OG AÐRIR GRÁNA Á SKÖMMUM TÍMA. VIÐ RÆÐUM VIÐ FÓLK SEM ER STOLT AF SÍNU GRÁA HÁRI OG HEFUR ALDREI DOTTIÐ í HUG AÐ LITA ÞAÐ. Eitt grátt hár á höfði getur haft ýmis áhrif á eigandann. Sumir hreinlega „panikkera“ þegar fyrsta gráahárið birt- ist, panta sér tíma á hárgreiðslustofu og biðja hárgreiðslumeistarann lengstra orða að koma upprunalegum lit á hárið. Aðrir eru alsælir með sitt gráa hár. Pykir það bara merki um virðuleika og eðlileg- asti hluti lífsins. EFTIRÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYNDIR EINAR ÓLASON Honum þótti þetta ekki virðulegt eiginmanninumsem hafði bannað konunni sinni að klippa hár sitt því honum þótti svo yndislegt að sjá Ijósa hárið hennar flæða yfir koddann þegar hann Vciknaði á morgnana. Þangað til moiguninn þann sem hann leitá höfuðið sem hvíldi á koddanumvið hlið hans. Það var ekki lengur ljóst. Þarna flóði á hvítu koddaveri silfurgrátt, sítt hár. Eiginmaðurinn pantaði tíma umsvifalaust fyrir konu sína á hárgreiðslustofu: í klippingu og litua Auðvitað fáum við öll g-átt hár, fyrr eðasíðar, En sumir fá sín gráu hár nokkuð snemma á lífsleiðinni og eru stoltir af. PRESSAN ræddi við nokkra aðila sem eiga það sameiginlegt að hafa „gránað fyrir fertugt" og þau eru ekki í hópi þeirra sem setjast í stólinn á hárgreiðslustofunni til að fela þann lit. Þau voru spurð hvenær þau hefðu byrjað að grána, hvort þau hefðu einhvern tíma reynt að lita hárið og hvort þaðværi ein- hver kostur við það að vera gráhærður. „Einu sinni settiég skol í hárið og það myndaðist fjólublá slikja. Það var eins og ég væri með fjólubláa áru...!" Andrea Jónsdóttir dagskrárgerðarmaður. Ertu ung að þykjast vera gömul??? Andrea Jónsdóttir, dagskrárgerðarmaður á dægurmála- deild RUV: „Ætli ég hafi ekki byrjað að grána fyrir þrítugt. Þá kom eitt og eitt grátt hár, en ég byrjaði að grána fyrir alvöru rúmlega þrítug. Síðan hefur það gerst nokkuð hratt ásíðustu árum. Eg litaði aldrei á mér hárið, en hins vegar þvoði ég mér einhvern tíma með lituðu sjampói. Hárið litaðist ekkert, en hins vegar kom fram fjólublá slikja í sérstakri birtu. Það var eins og ég væri með fjólubláa áru!“ Andrea segir að sér fafi aldrei þótt leiðinlegt að grána snemma: „Gráu hárin byrjuðu í öðrum vanganum og mér fannst það í lagi, þótt ég hefði kannski heldur viljað vera svart- hærð örlítið lengur. En þetta er bara eðlilegur partur af rnanni." Hún segir að fólkið í kringum sigsé alltaf af og til að benda henm á að lita hárið: „Annaðhvort áég að klippa migeða lita mig. Ég var með brúnt hár, og það kuvera þannig ennþá í skall- anum, þótt ég sjá það ekki sjálf. Það virðist pirra fólk að sjá mig gráhærða. Ég hef aldrei verið nógu virðuleg í mér til að klæða mig eftir alari eða haga mér eftir aldri og folk veit eigin- lega ekki hvort ég er gömul að þykjast vera ung, eða ung að þykjast vera gömul! Einhverju sinni spurði mig meira að segja að þessu ádansleik einhva- kona sem ég þekki ekki neitt. Litlir krakkarsem sjá mig hafa íka spurt: „Ert þúung eða gömul?“! En þar er bara einlæg brvitni á ferðinni. Ég ætla að verða hundrað ára og reikna meðað byrja að reykja og lita á mér hár- ið þegar ég fer á elliheimilið." Fyrstu gráu hárin komu þegar hann var 18 ára Bogi Agústsson, fréttastjóri ríkissjónvarpsins: „Það er miklu betra að grána heldur en að missa hárið, því ef maður er óánægður með hárlitinn er hægt að breyta honum með lit, en öllu erfiðara að græðaí eitt og eitt hár. Ég held að konan mín hafi séð fyrstu gráu hárin á höfði mínu þegar ég var 18 ára. Það er ekki algengt að tólk í minni fjölskyldu gráni snemma þó það sé til. Eg hef aldrei litað á mér hárið, nei. Hins vegar held ég ekki að karimenn séu feimnari við að lita á sér hárið en konur eru.“ Bogi segir að auðvitað séu gráu hárin ellimerki: „Þau eru merki um að fólk sé að eldast og breytast. Hins vegar fannst mér ég ekki vera neitt sérstaklega gamall þát ég væri kominn með grá hár. Meðan ég varmeð hinn góða hárgreiðslumeistara Garðar Sigurgeirsson, sem nú er fluttur til Noregs, setti hann oft í migskol til þess að halda þeim hárlit sem hafði verið. Það var einkum á þeim tíma sem hárið var mjög skellótt. Síðan grái liturinn fór að færast meira yfir, fyrir svona fimm árum, hef ég ekkert gert til að breyta hárlitnum. Eh ef fólk er ósátt við litinn sem það er með er ekkert sjálfsagðara en að lita hárið Á tíma- bili hélt fólk að éggengi með hárkollu og þetta sama fólk vissi „Konan mín sá fyrstu gráuhárjn á höfði mínu þegar ég var 18 ára." Bogi Ágústsson, fréttastjóri ríkissjónvarpsins. meira að segja hvers vegna svo væri. Eg hefði verið veikur, misst allt hárið ogaf þeim sökum gengi ég nú um með gráa hárkollu!" „Ég fór til Amerku, var þar í sex vikur og kom gráhærður heim." Ómar Valdimarsson blaðamaður. Ameríka gerði hann gráhærðan Ómar Valdimarsson blaðamaður: „Ég varð áberandi gráhærður á sex vikum Ég fór til Amer- íku árið 1975, þá 25 ára, ogdvaldi þar í sex vikur. Þetta var erf- itt ferðalag, talsvert stressog átök og þegar ég kom heim aftur sagði konan mín: „Hvað er að sjá þig, þú ert orðinn gráhærð- ur.“

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.