Pressan - 14.06.1990, Page 19

Pressan - 14.06.1990, Page 19
Fimmtudagur 14. júní 1990 19 Gleðitíðindi ekki borguð af Práinn Bertelsson er annar abyrgðar- manna nýs tímarits sem kemur út um helg- ina. Pað bernafnið „Gleðitíðindi”. Ofdjúpt erí árinni tekið að segja allarfréttir blaðs- ins upplognar en Práinn viðurkennir að þær séu byggðar á mjög veikum heimild- um. „Alvaran sem grúfiryfir íslenskum fjöl- miðlum er þrúgandi. í vetur settist fólk fyrir framan sjónvarpið á laugardags- kvöldum til að horfa á tuttugu mínútna þætti Spaugstofunnar til að sjá eitthvað já- kvætt og ná slökun. Pað þykirmér sýna að þörf er fyrir húmor í tímaritsformi EFTIR: ÖNNU KRISTINE MACNÚSDÓTTUR - MYND: EINAR ÓLASON Þetta segir Þráinn Bertelsson, annar ábyrgðarmanna tímarits sem kemur út í fyrsta skipti nú um helgina. Tímaritið ber nafnið Gleðitíðindi og er eina tímaritið sinnar tegundar hérlendis. Þar er enginn ritstjóri ogengin ritstjórn. Nokkrir að- ilar skrifa í blaðið en Þráinn segist ekki geta gefið upp nöfn þeirra: „Fyrir utanteiknara blaðsins og ljósmyndaraskrifa um tíu manns í blaðið. Eg get þó ekkert sagt um það fólk annað en að það er af ýmsum stéttum og á ýmsum aldri. Nöfn þeirra eru hins vegar trúnaðarmál milli mín, þeirraog skattstjórans." Opinskárra en önnur tímarit Þráinn segir Gleðitíðindi vera ákveðna þróun frá glanstíma- ritunum: „Þetta er ennþá opinskárra tímariten glanstímaritin, sem þó eru mjög opinská. Við erum að reyna að halda þessari opinskáu þróun eins langt áfram ogkostur er. Það verður reynt að koma víða við í efnisvali. Það verður fjallað um stjórnmál, innlendar og erlendar fréttir og að sjálfsögðu er sérstakur kyn- lífsráðgjafi við blaðið, Nína Ingibjargardóttir. Þá verður fjall- að um dulspeki ogstjörnuspeki ogí fyrsta blaðinu ersagt frá dávaldi frá Svefneyjum, sem hefur vakið mikla athygli að und- anförnu. Það er því komiðinn á flest svið mannlífsins í Gleði- tíðindum." Pjóðin kom eins og selur að vök til að anda ... Hugmyndina að Gleðitíðindum segir Þráinn vera eina þeirra hugmynda sem komi af sjálfu sér: „Eða eiginlega er þetta eng- in hugmynd . .. Fremur spurning um það að mér hefur alltaf verið eiginlegt að tjá mig með ákveðnum húmor og kannski hefur hann passað ágætlega inn í Þjóðviljann þótt enginn hafi fattað það. Mér finnst þrúgandi, ábúðarmikil og innihaldslítil alvara grúfa y fir f jölmiðlum hérna á landinu. Til dæmis um það hef ég þetta með sjónvarpið síðustu tvo vetur. Þegar þessar yndislegu tuttugu mínútur komu á laugardagskvöldum með Spaugstofunni, þessum óviðjafnanlegu kómikerum, þá var eins og öll þjóðin kæmi eins og selur að vök til að anda. Þá slöppuðu allir af, settust við sjónvarpið og skemmtu sér. Það vantar, — vona ég — húmor í tímaritsformi. Það er orðið langt síðan eitthvað hefur verið gert á því sviði. Auðvitað renni ég alveg blint í sjóinn með hvað áhuginn verður mikill. Eiginlega eiga Gleðitíðindi ekkert sameiginlegt með Speglinum annað en það að tilgangurinn er fyrst og fremst sá að koma fólki í gott skap og reyna að láta það qá hluti frá nýjumsjónarhóli; sjónar- hóli gríns og ádeilu." Útgefandinn gekk í sértrúarsöfnuð Hvort hann hafi séð sambærilegt blað einhvers staðar segir Þráinn að hvar sem hann sé staddur reyni hann að finna húm- orblöð: „Þýskur vinur minn, sembýr núna á íslandi, var einu sinni blaðamaður í Þýskalandi á blaði sem hét „Pardon". Það blað kom út með miklum „elegans" í Þýskalandi í tíu ár og mér þótti þetta afskaplega skemmtilegt blað. Það átti glæsilegan feril. Að vísu fór það á hausinn því útgefandinn, sem skrifaði mikið í blaðið, fór á fund hjá sértrúarsöfnuði sem hann ætlaði að gera gys að, en gekk í söfnuðinn. Hann breytti blaðinu í mál- gagn þessa sértrúarsöfnuðar og þar með fór það á hausinn. Þetta er alveg dagsatt. Veruleikinn er alltaf miklu fyndnari en það sem manni dettur í hug. Meðan ég verð með Gleðitíðindi ætla ég því að gæta þess að mæta ekki á neinar vakningasam- komur.“ Kynlífá vinnustöðum Um Nínu Ingibjargardóttur kynlífsráðgjafa vill Þráinn lítið segja: „Hún er reyndar eina manneskjan sem skrifar undir nafni í þetta blað,“ segir hann og bætir við: „Ég get því miður ekki gefið upp heimilisfang hennareða slíkt, því hún óttast að verða fyrir símadsóknum. Menn gætu farið að hringja til hennar og klæmast eða anda í símann. Nína er hins vegar mjög reynd í kynlífsmálum og gefurgóðar ábendingar. í fyrsta blaðinu mun hún fjalla um kynlíf á vinnustöðum." Hversu oft Gleðitíðindum er ætlað að koma út svarar ábyrgðarmaðurinn eftir öistutt hik: „Það kemur örugglega út núna...! Svo er meiningin að nýtt blað komi í ágúst, nema viðtökur verði þeim mun flandsamlegri. Upp frá því ræðst tíðni útgáfu af undirtektunum, en draumurinn er auðvitað að blaðið geti komið út mánaðarlega. Síðan er hugsanlegt að gefa út aukablöð í dagblaðsformi, ef eitthvað sérstakt gerist í þjóðfé- laginu sem þarf að fjalla um." Á borðinu fyrir framan Þráin liggur ljósrit af efnisyfirliti blaðsins og á þeirri síðu má sjá að enginn ritstjóri er skráður fyrir blaðinu; aðeins tveir ábyrgðarmenn, Þráinn og Jón Tryggvason. Hverju þetta sætir svarar Þráinn: „Ábyrgðar- mennirnir skrifa hvort sem er ekki í blaðið og þeir eru einu mennirnir sem hafa tíma til þess að sitja í fangelsi ef eitthvað gerist.. Leiðarinn styrktur af samtökum þingmanna á biðlaunum Gleðitíðindi eru sérstætt tímarit að mörgu leyti. Til að mynda er leiðari blaðsins kostaðuraf fyrirtækjum: „Leiðarinn er kostaður af Sælgæti^gerðinni Mjónu, Samtökum þing- manna á biðlaunum og Átthagafélagi Reykvíkinga. Við erum að reyna að fara þá leið að fá fyrirtæki og einstaklinga til að kosta greinar í blaðið, en það hefur ekki tekist nema með þennan eina leiðara. Hins vegar er ég ekki í nokkrum vafa um að allir þessir bindisklæddu framkvæmdasljórar munu liggja á dyrunum hjá mér eftir að blaðið kemur út, og heimta að fá að kosta í það greinar. Auðvitað verður engin leið að halda þessu blaði úti nema það vinni sér einhvern sess sem auglýs- ingamiðill. Það reynir náttúrulega ekkert á það í fyrsta blað- inu, því það detturauðvitað engum í hug að auglýsa í blaði sem aldrei hefur komið út áður og allrasíst blaði sem er lýst eins og Gleðitíðindum. Hins vegar hafa nokkur fyrirtæki gert góða hluti í auglýsingum með því að höfða til kímnigáfunnar. Það eru þau fyrirtæki sem mig langar tilað fá til að auglýsaí Gleði- tíðindum. Það muna allir eftir au^ýsingunni frá BYKO um plankastrekkjarann og frá Bifreiðaskoðun íslands. Þessi fyrir- tæki og önnur eru farin að auglýsa í gamansömum og jákvæð- um tón og það hlýtur að vera sterkt fyrir auglýsendur að ná til lesandans þegar hann er í góðu skapi. Það eru meiri líkur á því í Gleðitíðindum en hjá lesanda sem er niðurbrotinn af því að lesa um morð, ofbeldi, mengun og gjaldþrot." Þráinn segir nauðsynlegt að byggja afkomu blaðsins á aug- lýsingatekjum því ekki nægi til lengdar að byggja afkomu þess eingöngu á lausasölu: „Hins vegar treystum við okkur til að taka við völdum hópi áskrifenda ef menn leita fast eftir því og koma með tvo meðmælendur." Hjónaskilnaður mánaðarins Meðal efnis í fyrsta töiublaðinu verður grein um hina nýju þjóðfélagskenningu tveggja hjónabanda kenninguna, sem þýskur barón hefur fundið upp. Sábýr í Spandau-fangelsinu og hefur íslenska ráðskonu sem heldur að honum súrmat: „Þau kynntust á þorrablóti hjá íslendingafélaginu í Hamborg," út- skýrir Þráinn. Fjann segir Gleðitíðindi leggja áherslu á allt sem er opin- skátt, enda sé blaðið nokkuð í stíl við þau fræðirit sem koma út hér á landi: „Öll þessi opnskáu blöð, sem við erum kannski líka að gera svolítið gys að í fyrsta blaðinu er til dæmis opin- skátt viðtal við konu, opinskáar draumaráðningar, opinská grein og þar fram eftir götunum. Við verðum með minningar- greinar og þátt sem við köllum „Hjónaskilnaður mánaðarins". Hugsanlega er einhver broddur í húmornum hér og þar, því það er ekkert síður hægt að koma hlutum vd til skila með bros á vör en með ygglibrún. Gleðitíðindi eiga að höfða til allra í fjölskyldunni, frá þeim sem er nýlega farinn að stauta og til ömmunnar. Án þess þó að það sé svo hneykslanlegt að það ríði ömmunni að fullueða eyðileggi framtíð hins unga lesanda ...“ Þráinn hefur ekki hugsað sér að taka þátt í upplagseftirliti verslunarráðs: „Það er ekkert leyndarmál að ég ætla að selja eins mikið af þessu og ég get og er reiðubúinn að prenta eins mikið og fólk endist til að kaupa. Þaðeina sem ég veit um upp- lagstölur tímarita er að einhver sem ég hitti á förnum vegi sagði mér að Spegillinn hefði í „den tid“ selst í rúmlega 4000 eintökum. Það eru í raunog veru einu tölumar sem ég hef til viðmiðunar fyrir utan þaðað mér er sagt aðkynlífsblaðið selj- ist í nálægt 20.000 eintökum. Nú hafa ekki allir áhuga á kynlífi en það hafa allir áhuga á húmor. Þannig að ef ég tvöfalda þá tölu þá er ég kominn upp í mjög svipað upplag og Morgunblað- ið og mun alveg sætta migvið það til að byrja með. Á það ber hins vegar að líta að ég tel nauðsynlegt að hjón kaupi sitt ein- takið hvort, þannig að ég geri ráð fyrir að selja Gleðitíðindi í 80.000 eintökum." Ósatt að CIA borgi kostnaðinn Auglýsingasalan hefur engar undirtektir fengið að sögn Þrá- ins af þeirri einföldu ástæðu að ekkert var reynt að selja aug- lýsingar í fyrsta tölublaðið: „Þrír auglýsendur óskuðu hins veg- ar eftir að auglýsa í þessu fyrsta tölublaði," segir hann. „Tekjur byggjast því á lausasölunni í fyrstu en ég vil fá að taka það fram hér að það er alveg ósatt sem ég hef verið að heyra að CIA borgi kostnaðinn af þessu blaði. Eg vil endilega að það komi fram að það er alveg ósatt." Þráinn telur Gleðitíðindi eiga mikið erindi inn á íslenskan markað: „íslendingar eru miklir vinnuþjarkar og geta verið of- salega duglegir, en kunna illa að skemmta sér og vera góðir við sjálfa sig. Ef maður hittir mann sem er þungbúinn segir hann skýringuna oft vera þá að hann eigi að fara í fjölskylduboð eða veislu. Það virðist eitt af því versta sem íslendingar lenda í, að fara í mannfagnað. Gleðitíðindi eiga ekkert frekar erindi á markaðinn núna en í fyrra. Það er bara ég sem hef meiri tíma ...! Hér er ailtaf verið að tala um „efnahagslegan bata“ en aldrei „andlegan". Hér þarf engum að vera kalt og enginn þarf að vera svangur, en það er aldrei talað um andlega líðan. Gleðitíðindi eru lítið innlegg í Gleðibankann. Og fyrir þá sem hafa gleymt íslenskunni þá heitir blaðið „Good News" á út- lensku.“ „Ég get ekki gefið upp nöfn þeirra sem skrifa í blaðið. Það er trúnaðarmál milli mín, þeirra og skattstjórans." Þráinn Bertelsson, ábyrgðarmaður Gleðitíðinda.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.