Pressan - 14.06.1990, Síða 22
22
OLE
KRARUP LAGAPRÓFESSOR UM
Fimmtudagur 14. júní 1990
TREHOLT-MÁLIÐ:
Mál Arnes Treholt, skrifstofustjóra í
norska utanríkisráðuneytinu, sem dæmd-
ur var í 20 ára fangelsi fyrir njósnir í júní
1985, er enn í brennidepli. Margt bendir
til að Noregur súpi seyðið af þessu máli út
þessa öld og jafnvel langt fram á þá næstu.
Þeim fjölgar sem gagnrýna dóminn ognýj-
ar upplýsingar koma fram í dagsljósið. En
málið er ekki bara norskt, það er norrænt.
EFTIR: INGIBJÖRGU SÓLRÚNU GÍSLADÓTTUR
1 október 1988 var stofnuð norræn Treholt-nefnd að frum-
kvæði nokkurra lögfræðinga. Ole Krarup, prófessor við laga-
deild Kaupmannahafnarháskóla, starfar með nefndinni og hef-
ur unnið mikið að málum Arnes Treholt á undanförnum árum.
PRESSAN ræddi við hann fyrir nokkrum dögum.
,,I stuttu máli má segja að markmiðið sé að koma á framfæri
upplýsingum um Treholt-málið vegna þess að þó ekki sé hægt
að segja að þar hafi beinlínis verið framið réttarmorð, því mað-
urinn var sekur að vissu marki, þá var meðferð þess þannig að
hann átti aldrei nokkurn möguleika á réttlátri málsmeðferð.
Við höfum reynt að komamálinu á dagskráeftir réttarfarsleg-
um leiðum og í því sambandi má nefna að við höfum sent tvær
kærur til mannréttindanefndar Evrópu, við fórum fram á það
nú í maí að málið yrði tekið upp aftur fyrir norskum dómstól-
um og við erum nú að safna undirskriftum þar sem þess er far-
ið á leit við norsku ríkisstjórnina að Treholt verði náðaður nú,
þegar hann hefur setið af sér þriðjung dómsins."
Nýjar upplýsingar
Árið 1985 fóru verjendur Treholt fram á að málið yrði tekið
upp að nýju en þeirri beiðni var hafnað. Égspurði Ole Krarup
hvaða ástæðu nefndin hefði til að ætla að það fengist frekar
fram nú enþá. Eru komnarfram einhverjarnýjar upplýsingar
í málinu?
,,Já. Beiðnin núna byggist annars vegar á því að samkvæmt
norsku réttarkerfi eru talsvert miklir möguleikar á því að fá
refsimál tekin upp aftur og hins vegar hafa komið fram nýjar
upplýsingar sem við teljum að muni breyta ýmsu. I því sam-
bandi má nefna að hægt er að sýna fram á að sannanirnar —
sem að mínu áliti eru reyndar engar sannanir — fyrir því að
Treholt hafi tekið við tilteknum fjármunum voru fengnar með
vafasömum aðferðum sem tvímælalaust eru í andstöðu við
norskar réttarreglur. Þá náði lögfræðingur Treholts, Arne
Haugestad, sambandi við Genadji Titov og fékk hjá honum
upplýsingar um samband hans við Treholt og þessar upplýs-
ingar endurtók Titov í viðtali í TV 2 í Svíþjóð sem og í danska
útvarpinu og Arbeiterbladet í Noregi. Þar lýsir hann sambandi
sínu við Treholt og fullyrðir að hann hafi ekki verið neinn
njósnari. Mér vitanlega er þetta í fyrsta sinn sem virkur emb-
ættismaður í KGB kemur fram í dagsljósið og tjáir sig um slíka
hluti. Að lokum má svo nefna að þyngd refsingarinnar yfir Tre-
holt var ákvörðuð á grundvelli upplýsinga frá þáverandi yfir-
manni norska hersins. Þær voru á þá leið að ef Treholt hefði
komið á framfæri upplýsingum sem hann fékk meðan hann
var nemandi í skóla hersins, þá væri tjónið að hluta til óbætan-
legt og að hluta til slíkt að það myndi kosta herinn útgjöld sem
svöruðu til nokkurra ara fjárframlaga eða m.ö.o. um 30 millj-
arða norskra króna. í þessu Ijósi er auðvitað athyglisvert að
það hefur ekki verið sótt um eina einustu krónu í aukafjárveit-
ingu og að yfirmenn hersins viðurkenna nú að Treholt sé ekki
lengur nein ógnun við herinn. Þetta getur ekki þýtt annað en
það, að þær upplýsingar sem hann var dæmdur fyrir að láta
af hendi — sem hann sjálfur aldrei viðurkenndi — hafa ekki
verið eins alvarlegar og ákærendur hans hafa viljað vera láta.“
En hvað með kærurnar til mannréttindanefndar Evrópu —
út á hvað ganga þær?
„Önnur var vegna dómsins og hin vegna þeirrar meðferðar
sem Treholt hefur þurft að sæta við afplánunina. Nefndin vís-
aði fyrri kærunni frá á þeirri forsendu að Arne Treholt dró til
baka áfrýjun sína til Hæstaréttar á sínum tíma þannig að end-
anlegur dómur í málinu var kveðinn upp af undirrétti árið
1985 og samkvæmt samþykktum nefndarinnar er kærufrestur
því útrunninn. Mín rök í málinu voru aftur á móti þau að frest-
urinn ætti að reiknast frá þeim tíma þegar Hæstiréttur hafnaði
beiðninni um að taka málið upp aftur, en nefndin vildi ekki fall-
ast á þau rök. Hin kæran, sem ég sendi inn í desember 1988,
er enn til meðferðar hjá nefndinni. Hún var m.a. send norsku
ríkisstjórninni til umsagnar og hún sendi frá sér 50 blaðsíðna
skýrslu þar sem hún telur að meðferðin sé ekki í andstöðu við
þriðju grein mannréttindayfirlýsingarinnar. Þeirri skýrslu varð
ég aftur að svara og nú situr nefndin yfir þessu og mun að öll-
um líkindum úrskurða í málinu í haust.“
Hvernig stóð á því að Treholt féll frá áfrýjuninni til Hæsta-
réttar á sínum tíma?
„Ein af ástæðunum var sú að Hæstiréttur hafnaði því að það
færu fram nýjar vitnaleiðslur í málinu og hann hafði enga trú
á að málið fengi réttláta meðferð fyrir Hæstarétti. Þetta var
kannski ekki nógu yfirveguð ákvörðun en þetta gerði hann nú
samt."
Lagastofnun Kaupmannahafnarháskóla gaf árið 1989 út
gagna- og greinasafn um Treholt-málið og þar kemur víða
fram sú skoðun að Treholt hafi gerst sekur umað brjóta lög um
réttindi og skyldur opinberta starfsmanna en hann sé saklaus
af kærunni um njósnir. Er Ole Krarup þeirrar skoðunar?
„Já. Hann er greinilegabrotlegur við lög um opinbera starfs-
menn og hann braut gegn þagnarskyldunni. Fyrir slíkt er hægt
að dæma menn í sex mánaða til þriggja ára fangelsi en það eru
himinn og haf sem skilja að það lagabrot og svo aftur hitt að
vera njósnari."
Öfl sem þurftu á óvinaímynd að halda
í inngangi að fyrrnefndu greinasafni er því haldið fram að ef
tekið sé mið af þeim sem kváðu upp dóminn yfir Arne Treholt
þá hafi hann aldrei átt neinn möguleika á sanngjarnri máls-
meðferð. Hann var þekktur fyrir að standa vinstra megin
í norska Verkamannaflokknum en forseti dómsins var fyrrver-
andi varaþingmaður Kaares Willoch, þáverandi forsætisráð-
herra í ríkisstjórn hægrimanna, en auk hans kváðu upp dóm-
inn lögmaður sem hafði gegnt æðstu stöðu innan hersins og
tveir lögmenn sem hafa verið virkir þátttakendur á hægri
væng stjórnmálanna. Þá er því haldið fram að það hafi þjónað
ákveðnum pólitískum og hernaðarlegum hagsmunum að
negla Arne Treholt. Þetta vekur óneitanlega þá spurningu
hvort dómurinn yfir honum hafi öðru fremur verið pólitískur?
„Ég er sannfærður um að þetta var pólitískur dómur,” segir
Ole Krarup. „Ég ersannfærður um að það eru, eða réttara sagt
voru, mörg öfl í norska ríkiskerfinu sem leiddu málið í tiltekna
átt. I fyrsta lagi hafa leyniþjónustur allra landa hag af því að
mál eins og þetta komi upp, því það er sönnun fyrir tilverurétti
þeirra. í öðru lagi átti herferð fjölmiðla stóran þátt í þeim fyrir-
framdómi sem felldur var yfir Treholt og þetta var ótrúlega
gott mál fyrir þá. Þetta voru góðir dagar fyrir blöðin sem seld-
ust í 50 þúsund fleiri eintökum en venjulega. Njósnamál er
auðvitað miklu meira spennandi lesefni en saga um opinberan
starfsmann sem gerist brotlegur í starfi, ekki satt? í þriðja lagi
er ég þeirrar skoðunar að það hafi verið mjögsterk öfl að verki
í norskum stjórnmálum sem þurftu á óvinaimynd að halda.
Þetta gerðist á þeim tíma þegar NATÓ og stefna þess í kjarn-
orkuvopnamálum urðu fyrir mikilli gagnrýni og á norska þing-
inu munaði aðeins einu atkvæði að tillaga um kjarnorku-
vopnalaus Norðurlönd yrði samþykkt. Það var auðvitað stor-
kostlegt fyrir andstæðinga tillögunar þegar upp kom mál þar
sem einn helsti talsmaður hennar, þ.e.a.s. Ame Treholt, var af-
hjúpaður sem njósnari fyrir KGB. Það er mín skoðun að þetta
mál hafi í grundvallaratriðum verið sett á svið. Heppni norskra
stjórnvalda lá svo í því að það var auðvelt að fá almenning til
að trúa því. Þegar maður eins og Treholt heldur fundi með
Titov og er í tengslum við íraka þá er það svo óvenjulegt að
auðvelt er að fá fólk til að trúa því að fleira sé á ferðinni. Hann
hafði ekki sagt yfirmönnum sínum frá þessum tengslum og
fólk á mjög auðvelt með að trúa því að sá sem breiðir yfir eitt-
hvað hann ljúgi og sá sem ljúgi hann steli o.s.frv. Það þarf þó
ekkert að vera undarlegt að hann leyndi þessum tengslum því
hann var í pólitískum minnihluta, bæði í ráðuneytinu og
Verkamannaflokknum. Hægri armurinn í norska Verka-
mannaflokknum var t.d. andvígur kröfunni um kjarnorku-
vopnalaus Norðurlönd ogTreholt var ekkert sérlega vinsæll í
þeim hópi. Við getum kannski sagt að hann hafi rekið sjálf-
stæða utanríkisstefnu og það getur maður ekki gert."
Hlutur fjölmiðla
Eins og Ole Krarup minnist á dæmdu norskir fjölmiðlar Arne
Treholt sekan allt frá handtöku og áttu þau drýgstan þátt í því
að móta viðhorf almennings til málsins. Var afskaplega fáar
efasemdaraddir að finna í þeim 560 greinum sem birtust í
norskum dagblöðum fyrstu vikuna eftir handtökuna. En hver
er afstaða fjölmiðla og almennings í dag? Hefur efasemdarödd-
unum fjölgað?
„Ég veit ekki hvað skal segja. Vakandi og velupplýstir blaða-
lesendur sjá að þarna hefur eitthvað gerst sem ekki er í lagi.
Þó sífellt fleiri taki gagnrýna afstöðu til málsins og setji sig í
samband við okkur þá hefur þorri fólks ekki orku til að setja
>>
Islensku dagblöðin:
NJÓSNIR OG PÖLITÍK
Árið 1986 kom út í Noregi
könnun á umfjöllun fjölmiðla
og ýmissa opinberra aðila um
Treholt-málið. í fjórum
stærstu blöðunum birtust í
allt 560 greinar um málið
fyrstu vikuna (23.-28. janúar
1984). Þessar greinar eiga
það nær allar sammerkt að
senda mjög skýr og ótvíræð
skilaboð til norsku þjóðarinn-
ar um að Arne Treholt sé
sekur. Hann sé njósnari.
Hvergi örlar á gagnrýninni
afstöðu til rannsóknar og
meðferðar málsins.
Treholt-málið fór ekki
framhjá íslenskum blaðales-
endum. Daglega birtust um
það langar greinar, fréttir og
viðtöl. Ef að líkum lætur, hef-
ur íslenskur fréttaflutningur
endurspeglað þann norska.
Þannig var fyrirsögnin á
fyrstu frétt DV af málinu
þann 23. janúar: „Fyrrum að-
stoðarráðherra tekinn fyrir
njósnir — njósnaði fyrir
Rússa og var fyrir Norðmenn
í samningum á sama tíma.“
Með mynd af Ame Treholt
nokkrum dögum síðar er svo
að finna eftirfarandi texta:
„Vel greindur, vinsæll og
glæsilegur, var vörumerki
Arne Treholts áður en hann
varð uppvís að landráð-
um.“
Fyrsta frétt Þjóðviljans
birtist 25. janúar og hún hefst
á þessa leið: „Arne Treholt,
yfirmaður í upplýsingaþjón-
ustu norska utanríkisráðu-
neytisins, hefur verið afhjúp-
aður sem njósnari fyrir sov;
ésku leyniþjónustuna KGB.“ í
fréttinni er síðan minnst á að
„fégræðgi og spilafíkn" kunni
að hafa orðið honum að falli.
Daginn eftir birtir Þjóðviljinn
litla frétt á forsíðu undir fyrir-
sögninni: „Offursti í KGB“.
Það blað sem mest skrifar
um málið er þó tvímælalaust
Morgunblaðið. Málið er á
forsíðu daglega auk þess sem
2—4 síður eru lagðar undir
það inni í blaðinu. Þá er fjall-
að um það í a.m.k. þremur
leiðurum. Það þarf þó ekkert
að koma á óvart — málið var
mikið fréttaefni. Eins og í öðr-
um dagblöðum er Treholt
sakfelldur. í fyrirsögn á for-
síðu þann 24. janúar er vitn-
að í Kaare Willoch, þáver-
andi forsætisráðherra, með
þessum orðum: „Lýsi fullri
ábyrgð á hendur Rússum." í
sjálfri fréttinni er sagt að
Arne Treholt hafi „játað á
sig stórfelldar njósnir í
þágu sovésku leyniþjónust-
unnar KGB“. Þann 27. janúar
flytur blaðið svo þá frétt, sem
höfð er eftir yfirmanni
norskra/landvarna, að „upp-
Ijóstranir Arne Treholt. . .
Þorsteinn Páls-
son um Arne
Treholt i Morg-
unblaðinu 28.
janúar 1984:
„Þessi maður
hafði samstarf
við islenska að-
ila. Hann reyndi
að hafa áhrif á
íslensk stjórn-
mál."
kalli á nýtt viðvörunarkerfi í
norska hernum og í þessu
skyni þurfi sérstaka fjárveit-
ingu“.
Það sem einkennir þó skrif
Morgunblaðsins öðrum blöð-
um fremur eru þær pólitísku
ályktanir sem dregnar eru af
málinu. Þann 25. janúar er
t.d. þessi fyrirsögn: „Stóð Tre-
holt að baki kröfunni um
kjarnorkuvopnalausu svæð-
in?“ í fréttinni segir frá því að
þann 8. okt. 1980 hafi Jan
Evensen flutt fyrirlestur þar
sem hann krafðist þess að
komið yrði á kjarnorku-
vopnalausum svæðum á
Norðurlöndum. Síðan segir:
„Samkvæmt frásögn ýmissa
norskra blaða nú var það
njósnarinn Arne Treholt,
sem samdi fyrirlesturinn fyrir
Evensen." Evensen neitaði
þessu með öllu og sagðist
sjálfur hafa samið sína ræðu.
Það breytti þó ekki skoðun
Morgunblaðsins og í leiðara
þann 27. janúar segir að
„margt bendi til þess“ að
Arne Treholt hafi samið ræð-
una. Hver ábendingin er er
ósagt látið.
Þorsteinn Pálsson tjáir
sig lítillega um málið í blað-
inu þann 28. janúar og eftir
honum er haft: „Það hefur
verið upplýst að þessi maður
hafði samstarf við íslenska
aðila. Hann reyndi að hafa
áhrif á íslensk stjórnmál."
Margar fréttir af málinu eru
óneitanlega nokkuð skondn-
ar þegar haft er í huga að fjöl-
miðlar voru að fjalla um
„topp-njósnara". Þannig segir
frá því í frétt í DV þann 26.
janúar að fundist hafi átta
skrifborðsskúffur fullar af
skjölum og öðrum gögnum í
íbúð sem Treholt átti. „íbúð-
ina, þar sem skjölin fundust,
hafði Treholt nýlega selt, en
láðst að fjarlægja ýmsa per-
sónulega muni af háaloftinu."
Greinilega hirðulaus njósn-
ari!