Pressan - 14.06.1990, Page 24
24
i framhjáhlaupi
Gunnlaugur Guömundsson
stjörnuspekingur
„Þoli ekki
fuskarð"
— Hvaða persóna hefur haft
mest áhrif á þig og af hverju?
„Sennilega hún amma mín. Ég
var mikið hjá henni í bemsku, á
viðkvæmum aldri. Hún var ákaf-
lega falleg kona, heiöarleg, góð
og trúuð. Hún lét mig fara með
bænir og sagði mér sögur af
Jesú og gerðum hans. Trú henn-
ar tók mið af kærleika, en var
laus við kreddurog bókstafi. Ég
tel að hún hafi hlúð að því besta
sem býr innra með mér."
— Hvað finnst þér leiðinleg-
ast að gera?
„Mér finnst erfiðast að fara á
fætur á morgnana og leiðinlegt
að ég skuli ekki hafa meiri kraft
en raun ber vitni til að sigrast á
þeim veikleika."
— En skemmtilegast?
„ Að fara út að borða með góð-
um vinum eða horfa á spenn-
andi kappleik."
— Við hvaöa aðstæður líður
þér best?
„Mér líður best í góðu veðri
heima hjá mér."
— Geturðu nefnt einn kost
þinn og einn galla?
„Ég hef marga kosti, er t.d.
skipulagður, duglegur og hug-
myndaríkur. Helstu veikleikar
eru fljótfærni, tilhneiging til að
taka of mikið að mér og eiga erf-
itt með að segja nei."
— Hvað fer mest í taugarnar
á þér í fari þeiira sem þú átt
samskipti við?
„Mér er illa við óstundvísi, við
fólk sem nennir ekki að vinna þá
vinnu sem það tekur að sér og
við fúskara sem þykjast kunna
það sem þeir kunna ekki."
— Hvaða starfsgrein mynd-
irðu velja þér ef þú yrðir að
skipta um starf?
„Starfsmannaráðgjöf eða
blaðamennsku."
— Hvernig vildirðu helst
verja sumarleyfinu í ár?
„Ferðast með bíl í gegnum
Frakkland, Ítalíu og Sviss."
— Hver er eftirlætisbílteg-
undin þín?
„Volvo."
— Hefurðu farið á miðils-
fund?
„Nei. Ég hef farið á einn
skyggnilýsingarfund hjá indælli
og skemmtilegri enskri konu. Ég
átti erfitt meö að sjá tilganginn
með fundinum. Af því að ég vinn
við stjörnuspeki halda margir að
ég sé á kafi í alls konar andlegum
málum. Það er ekki rétt. Ég er
jarðbundið Naut og hef lítinn
áhuga á því sem ekki er áþreifan-
legt. Ég lít á stjörnuspeki sem
sálfræði persónuleikans og trúi
ekki á annað í því fagi en það
sem ég sé í farifólks í hinum ein-
stöku merkjum. Ég reyni síðan
að miðla þeirri vitneskju til ann-
arra, því ég tel það af hinu góða
að menn þekki sjálfa sig. Með
þessu er ég ekki að fordæma
miðilsfundi og skyggnilýsingar.
Eitt af vandamálum þessa
heims er að við erum of fljót að
dæma skynjun annars fólks sem
vitleysu. Slíkt skapar tortryggni
og úlfúð og á ekki rétt á sér, því
við erum ekki fær um að dæma
það sem við þekkjum ekki."
— Hvaða hugmyndir gerirðu
þér um líf eftir dauðann?
„Ég veit að lífið heldur áfram
eftir dauðann, en ég geri mér
engar sérstakar hugmyndir um
eðli þess. Ég er viss um að þar er
á ferðinni eitthvað sem skilning-
arvit mín í dag eru ekki fær um
að greina. Auk þess tel ég það
tímasóun að spá í slíkt. Eg tel
merkilegra að finna hlutverk mitt
í núverandi lífi og rækja það eftir
bestu getu. Nútíðin er það eina
sem ég hef."
kynlifsdálkurinn
Bréf til kynlífsdálksins má skrifa undir dulnefni.
Utanáskriftin er: PRESSAN — kynlífsdálkurinn, Ár-
múla 36, 108 Reykjavík.
Að fyrirbyggja nauðgun
Það er ótrúlega margt í kynlífi
sem snertir okkur á óþægilegan
hátt og kynferðislegt ofbeldi er eitt
af því. Konur hafa misjafnar hug-
myndir um nauðgun. Til dæmis
dettur mér alltaf í hug atriði úr kvik-
mynd eftir Ingmar Bergman þar
sem Liv Ullman lék konu sem var
nauðgað heima hjá sér.
Nauðgun er nokkuð sem allar
konur óttast — meðvitað eða ómeð-
vitað. Okkur er líka kennt að forðast
aðstæður sem geta leitt til nauðgun-
ar. Það getur veriðnámskeið í sjálfs-
vörn eða að klæðast „skynsam-
lega”. Námskeið geta vissulega auk-
ið sjálfstraustið þurfi konan að verja
sig gegn árás en fatasmekkur hefur
ekkert að segja ætli einhver að
nauðga konu á annað borð.
Ég rakst á bók um daginn sem
fjallar um kynferðislegt ofbeldi —
„Sexual violence — The reality for
women" (Womens Press, London
1988). í bókinni erað finna upptaln-
ingu á því hvernig konur geta forð-
ast nauðgun. Því miður væri það að
æra óstöðugan ef konur færu eftir
öllum reglunum í því sambandi.
Þessar reglur eru vísvitandi settar
upp á kaldhæðnislegan máta vegna
þess að hver einasta kona sem er
nauðgað hefur brotið einhverja
þeirra.
Þær sem verða fyrir því ofbeldi
sem nauögun er finnst oft eins og
nauðgunin haldi áfram í óeiginleg-
um skilningi leggi þær fram kæru.
Ástæðan er sú að viðmót aðila í
skýrslutöku og læknisskoðun er oft-
ast ekki neitt til aö hrópa húrra fvrir.
Kæri konan eða fari i mál má hún
búast við að verða vefengd á ein-
hvern hátt og þá er oft fundið eitt-
hvað sem getur sannaö að hún hafi
átt einhverja sök á verknaðinum —
hafi á einhvern hátt ýtt karlmannin-
um út í að nauðga sér. Þessi rök-
semdafærsla er fjarstæða því
ábyrgðin er alltaf hjá þeim sem
gengur yfir kynhelgi hins.
Vorkvöld í Reykjavík
í skýrslu nauðgunarmálanefndar
(dómsmálaráðuneytið 1989) kemur
fram að aðdragandi nauðgunar og
atburðarásin eru oft svipuð þegar
dregin er upp mynd af nauðgunar-
reynslu tuttugu og fjögurra ís-
lenskra kvenna. Ung stúíka á aldrin-
um 17—23 ára ferá helgarball. Hún
er i framhaldsskóla eða farin að
vinna eftir grunnskólann. Hún hefur
upplifað sína fyrstu kynlífsreynslu
en er ólofuð. Á ballinu eða eftir ball
hittir hún karlmann undir áhrifum
áfengis. Hann reynir við hana og vill
að hún komi meðsér afsíðis, inn í bíl
eða inn á heimili. Hún hefur drukk-
ið 1—3 hvítvínsglös og tekur þátt í
leiknum þar til vinsamleg fram-
koma hans snýst upp í grófa árás.
Hún verður skelfingu lostin og átök
hefjast.
Ekki vera til
Lítum á þessar reglur: ekki vera
fáklædd (það virkar ögrandi á suma
karlmenn), ekki vera mikið klædd
(það gerir suma karlmenn forvitna),
ekki vera ein úti á kvöldin (það virk-
ar ögrandi á karlmenn), aldrei vera
ein á ferð (þá býður þú hættunni
heim), ekki fara út með vinkonu
þinni (sumum karlmönnum finnst
æsandi að horfa á tvær stúlkur),
ekki fara út með karlkyns vini (sum-
ir karlkyns vinir nauðga), ekki
dvelja á heimili þínu (ættingjar og
innbrots'þjófar geta nauðgað), ekki
vera Barn (sumir nauðgarar örvast
af litlum stelpum), ekki eldast (sum-
ar nauðgarar ,,kjósa“ frekar eldri
konur), ekki eiga föður, afa, frænda
eða bróður — (þetta eru þeir ætt-
ingjar sem oftast nauðga), ekki hafa
nágranna (þeir nauðga), ekki giftast
(það er ekki hægt að kæra nauðgun
í hjónabandi), ekki vera ólofuð og á
aldrinum 17—23 ára, ekki fara á
helgarball eða taka mann tali á ball-
inu — til að vera alveg viss — ekki
vera til!
Eins og sjá má þjóna þessar reglur
engum öðrum tilgangi en að varpa
ábyrgðinni frá gerandanum. Nauðg-
un er kynferðisglæpur, ekki ástríðu-
glæpur, sem felur oft á tíðum í sér
líkamlegar misþyrmingar. Konur,
sem er nauðgað, óttast um eigið lif.
Ein af goðsögnunum um nauðgun
hljómar einmitt eitthvað á þá leið að
innst inni njóti konur þess bara að
vera nauðgað! Ef kona notar hugar-
óra sem tengjast nauðgun til að
örvast kynferðislega er það afar
ólikt raunverulegri nauðgun. í
fantasíunni hefurkonan stjórn á þvi
hvað gerist en ekki í raunveruleik-
anum.
Fimmtudagur 14. júní 1990
spáiw
14. — 20. júni
/2/. murs—li(J. upril)
Hafðu gát á fjármálunim. Þér býðst brátt að
taka þátt í ábatasömu verkefni en þá verð-
urðu að vera vel undiibúinn. Þú hefur ekki
verið sérstaklega tillitssamur við þina nán-
ustu að undanförnu. Bættu úr því hið snar-
asta.
121. upril—20. mui)
Til að halda andlegri heilsu er nauðsynlegt
fyrir þig að halda góðu jafnvægi á miMi vinnu
og frítima. Þú verður að draga úr stressinu
og finna þér jafnvel eitthvert rólegt frí-
stundaföndur. Hannyrðir eða fluguhnýting-
ar eru kjörið viðfangsefni.
(21. mui—21. júni)
Tvíburar eru gjarnir áað snúa við finni þeir
fyrir andstreymi í lífhu. Nú býðst þér brátt
tækifæri til að sýna fvað í þér býr. Stattu á
þínu og þú munt uppskera i samræmi við
pað.
(22. júní—22. júli)
Utivera á vel við þig i friinu i sumar. Vertu
fullkomlega hlutlaus í deilum sem koma upp
meðal kunningja. Siðar verður leitað til þin
og þá er eins gott að þú leysir vel úr málinu.
Dómgreind þín er rik og þú getur þurft að
taka afdrifarikar ákvarðanir sem snerta við-
kvæma hagsmuni. Þér ætti ekki að verða
skotaskuld ur að snúaþér rétt i þessum mál-
um.
(22. júli—22. úf(úst)
Helgin sem gengur igarð nýtist þér best ef
þú tekur lifinu með róheima við. Dyttaðu að
heimilinu eða garðinuTi. Lestu góða hók og
hafðu það huggulegt Forðastu skemmtanir
enda missirðu ekki af neinu þrátt fyrir
ákveðnar freistingar.
(23. úttúst — 23. scpt.)
Ef þú hefur dregið á langinn að leita til lækn-
is af heilsufarsástæðum er ekki seinna
vænna að drifa sig. Aðöðru leyti skaltu hara
lifa lifinu eins og þér ertamt. Gættu þess þó
að hlaupa ekki í kappivið tímann. Aöal þitt
þessa dagana er yfirvegun og rósemi.
(22. sepl.—24. okt.)
Nú gildir að skipuleggja fremur en fram-
kvæma. Gættu þess að þaö sem þú tekst á
hendur sé úthugsað og réttlætanlegt. Um
helgina verður þer trdega boðið i heimahús
og þá skaltu vera orðtar og hógvær. Einhver
ættingi þinn vill geraþér lifið leitt en þegar
upp verður staðið ert þú með pálmann í
höndunum.
TU (24.
Þú hefur sökkt þér niður i verkefni að undan-
förnu. Nú er rétti timinn til að lita upp og
huga að fjölskyldunri og fjármálunum. Þu
átt skilið upplyftingu og skalt notfæra þér
fyrsta tilboð sem þér týðst til að skemmta
þér ærlega.
(22. núu.—2l. des.)
Samstarf við vinnufélaga mun veita þér
óvenjulega gleði og gera þér gott. Það mun
skila þér meiru en ef þú hefðir reynt að
standa einn að verkinu Rómantík svifur yfir
helginni og þú skalt undirbúa þig vel áður en
þú ferð út á lifið um helgina svo þú njótir
hennar til fullnustu.
m
N ' T (22. des.—20. jun.)
Ef þú vilt forðast vanckæði skaltu ekki láta
alltof mikið uppi um ráðagerðir þinar. Þú
stendur frammi fyrir óvenjulegri kröfu og
skalt ekki hika við aðleita ráða. Ef þú spilar
rétt úr stöðunni áttu uan á að hljóta umtals-
verðan hagnað og komast til áhrifa sem þú
hefur lengi sóst eftir.
ðh
(21. junúur—ld (ebrúur)
Reiði nágranna þins iþinn garð gæti brotist
út i hreinu hatri og illdeilum ef þú breytir ekki
um viðmót gagnvart honum. Þú hefur ekki
alltaf verið sanngjarn og skalt bæta úr þvi.
Innan skamms býðst þér að fara i ferðalag
og það kann að hafa \eruleg umskipti í för
með sér i lifi þinu. Þú mættir líka huga að því
að fara nú að taka virkan þátt í félagsstarf-
semi. Þú hefur gott af þvi enda hefurðu ver-
ið undir talsverðu álad að undanförnu og
þarft á tilbreytingu 30113103.
(20. (ebrúur—20. mars)
Þú ert ekki í skapi til að fara mikið út á meðal
kunningja þessa dagana. Þér veitist hins
vegar örðugt að sannfæra þá um þetta. Pirr-
ingur þinn stafar likæt til af fjármálunum.
Það mun rætast úr þessu án þess að þú
þurfir að hafa mikið fyrir því. Útivera og lik-
amsrækt eru blátt áfram nauðsynleg fyrir
þig ef þú ætlar ekki að guggna og missa
heilsuna.