Pressan - 14.06.1990, Side 26

Pressan - 14.06.1990, Side 26
26 Fimmtudagur 14. júní 1990 *r dZ; fiölmidlapSstill Sjónvarpiö, miðill augnabliks og tilfinninga siónvarps-snarl Ostabrauð Lacatusar Áhrifavald fjölmiðlanna er mikið. Ekkert tæki eða stofn- un í hinum vestræna heimi hefur eins afgerandi áhrif á heimsmynd og viðhorf al- mennings og fjölmiðlarnir. Á örskömmum tíma í upphafi síðari heimsstyrjaldar breyttu bandarískir fjölmiðl- ar viðhorfi alls þorra Banda- ríkjamanna til Hitlers-Þýska- lands úr afstöðuleysi í hat- ramma andstöðu. Um Hitler þarf ekki að fjölyrða í þessu sambandi — hann kunni tök- in á fjölmiðlunum í sínu heimalandi. Þess eru líka dæmi að við meðferð við- kvæmra sakamála hafi fjöl- miðlar gegnt afgerandi híut- verki og, hafa sterk rök verið færð fyrir því að þeir geti ráð- ið sekt eða sýknu. Þannig hefur því verið haldið fram að þeir hafi haft talsverð áhrif á framgang Geirfinnsmálsins hér á landi og niðurstöður dómsins yfir Arne Treholt í Noregi, en um jjað mál er fjallað hér annars staðar í blaðinu. Án efa er myndmiðillinn þ.e. sjónvarpið öðrum miðl- urn sterkari. Hann er bæði fljótverkandi og hreyfir öðr- urn rniðlum fremur við til- finningum fólks. Áhorfand- inn hefur ekki töká að staldra við, skoða aftur það sem sagt og sýnt var og gera sér sjálf- stæða mynd af því sem að baki býr. Hann varð fyrir áhrifum augnabliksins hvort sem honum var það Ijúft eða leitt. Ábyrgð fjölmiðlamanna er því mikilen hún vill gleym- ast í sókninni eftir góðu fréttaefni. Þannig féllu vest- rænir fjölmiðlamenn á þýð- ingarmiklu prófi þegar þeir birtu myndir af tilbúnum fjöldagröfum í Timisoara á fyrstu dögum byltingarinnar í Rúmeníu. En það þarf ekki blóðugar byltingar og mannlegar hörmungar til að fjölmiðla- menn falli á prófum og gefi villandi mynd af veruleikan- um — eða kannski öllu held- ur þá mynd sem þeir vilja helst sjá og halda að öðrum. Hinn hlutlausi myndmiðill allra landsmanna, ríkissjón- varpið, byrjaði í mars sl. um- fjöllun sína um nýafstaðnar borgarstjómarkosningar á því að tala við nokkra fulltrúa meiri- og minnihluta borgar- stjórnar um stöðu borgar- mála. Ein af fulltrúum minni- hlutans lauk máli sínu með því að lýsa því yfirað illa væri búið að öldruðy, veiku fólki í Reykjavík. Varla hafði hún sleppt orðinu þegar frétta- maðurinn birtist á skjánum og hafði hann þá tekið sér stöðu fyrir framandjúpa holu niður við Skúlagötu og upp- hóf þaðan alllanga tölu um þær framkvæmdir sem stæðu yfir í þágu aldraðra Reykvíkinga. Með öðrum orðum; hann tók sér það hlut- verk að gefa áhorfendum til kynna að lítið væri að marka orð borgarfulltrúans. Hefði maður að öðru jöfnu talið að þar væri hann kominn út fyr- ir verksvið fréttamannsins og inn á verksvið sjálfstæðis- manna — nema það sé eitt og hið sama í þessu tilviki. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Á meðan eiginkonan liggur límd yfir heimsmeistara- keppninni fer húsbóndinn og hitar saðsamt og gott osta: brauð í HM-snarl kvöldsins. í fyllinguna notar hann: 2 stór heilhveiti- rúnnstykki eða 4 vænar brauðsneiðar smjör 4 sneiðar af reyktu svínafleski eða skinku 1 hvítlauksrif 2 steinseljugreinar 3 egg 100 g af rifnum osti ofurlítið af nýmöluðum pipar Berið smjör á brauðið og setjið í heitan ofn, þannig að það verði þurrt og stökkt. Bræðið smjör á pönnu. Sker- ið pöruna af fleskinu ef þið notið ekki skinku og skerið það í litla bita ásamt hvít- lauknum og setjið á pönn- una. Hrærið því næst eggin og bætið ostinum út í. Hreins- ið svo steinseljuna og saxið hana út á pönnuna. Eggja- blöndunni er svo hellt yfir og velt með spaða. Gætið þess að blandan þorni ekki á pönnunni. Jafnið síðan blöndunni yfir heit brauðin og látið bakast í ofninum í 10 mín., þar til fyllingin er orðin fallega gulbrún á litinn. Þetta ætti að bragðast Ijúflega með bjór eða öðru tilheyrandi knattspyrnuveislu helgarinn- ar. Hjónaband er . . . 29 . . . ad byrja daginn á ad horfa á fai>ra ásjánu hennar á morífnanu. . . Hjónaband er ... . . . ad spyrja hvort honum finnist snjá- kornin ekki ómótstœöilega falleg. . .

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.