Pressan - 14.06.1990, Blaðsíða 27

Pressan - 14.06.1990, Blaðsíða 27
1 088i irt'ji 4 i viVúO'iTi'i Fimmtudagur 14. júní 1990 kvikmyndir helgarinnar FiMMTUDAGUR 14. júní Stöö 2 kl. 22.15 SKILNAÐUR *** (Interiors) Bandarísk bíómynd frá 1978 Leikstjóri: Woody Allen Aðalhlutverk: Diane Keaton, Richard Jordan og Christine Griffith Þetta er hreint út sagt frábær mynd að allri gerð þótt hún falli kannski ekki öllum í geð. Hér er fjallað á „all- enskan"» máta um áhrif skilnaðar foreldranna á þrjár uppkomnar syst- ur. Auk þess að leikstýra skrifaði Woody Allen handritið að mynd- inni. Stöö 2 kl. 23.45 í HEFNDARHUG *1/2 (Heated Vengeance) Bandarísk gerð 1986 Aðalhlutverk: Richard Hatch, Jolina Mitchell Collins og Dennis Patrick Víetnamstríðið erundirtónn þessar- ar myndar sem fjallar um fyrrver- andi bandarískan hermann, sem snýr aftur til Laos í Kambódíu til að leita uppi unnustu sína sem hann yf- irgaf 13 árum áður. Fljólega snýst förin upp í eltingaleik upp á líf og dauða. FOSTUDAGUR 15. júní Stöö 2 kl. 21.20 FRAMADRAUMAR * * (I Ought to Be in Pictures) Bandarísk bíómynd gerð 1982 Leikstjóri: Herbert Ross Aðalhlutverk: Walter Matthau og Ann-Margret Þessi lunkna gamanmynd er byggð á vinsælu leikriti eftir Neil Simon. Ung stúlka ferðast yfir endilöng Bandaríkin til þess að leita sér frama í kvikmyndabransanum og hefur uppi á föður sínum, sem er fyrrum handritshöfundur sem hefst lítið annað að en drekka og stunda fjárhættubúllur. Þegar stúlkan birt- ist skyndilega á tröppunum hjá karli er ekki laust við að rót komist á líf hans. Walter Matthau svíkur engan í bráðfyndnu hlutverki. Ríkissjónvarpið kl. 22.15 LIJLA STÚLKAN MÍN **,/z (My Little Girl) Bandarísk bíómynd frá 1986 Leikstjóri: Connie Kaiserman Aðalhlutverk: Marie Stuart Master- son, James Earl Jones, Geraldine Page og Pamela Fbyton Wright Ung stúlka, í góðum efnum, gerist sjálfboðaliði í bamaathvarfi sumar nokkurt. Þar kynnist hún nýrri hlið á tilverunni og vandræðaungling- um sem hafa sterk áhrif á hana. Þessi mynd er stórvel leikin og boð- skapurinn hugvekjandi. Við mælum með henni. Stöö 2 kl. 23.30 ALCAPONE0 (Capone) Bandarísk bíómynd gerð 1975 Leikstjóri: Steve Carver Aðalhlutverk: Sylvester Stallone, John Cassavetes og Susan Blakely Glæpaforinginn A1 Capone og upp- gangsár hans í illagerðri og oft á tíð- um illskiljanlegri mynd, sem leggur meiri áherslu á töffaratal og ofbeldi en vitglóru í sögujjræðinum. Strang- lega bönnuð börnum. Stöð 2 kl. 01.05 ALDREIAÐ VITA *** (Heaven Knows, Mr. Allison) Bandarísk bíómynd frá 1957 Leikstjóri: John Huston Aðalhlutverk: Robert Mitchum og Deborah Kerr Bandarískur sjómaður og nunna lenda saman á ^ju í Kyrrahafinu þegar síðari heimsstyrjöldin stend- ur sem hæst og í ofanálag eru þau umkringd japönskum hermönnum. Það er vert að maela vel með þessari mynd Johns Huston og leikstjörn- urnar skila sínu með prýði. LAUGARDAGUR 16. júní Stöö 2 kl. 15.00 ISKÓLANN Á NÝ *** (Back to School) Bandarísk bíómynd frá 1986 Leikstjóri: Alan Metter Aðalhlutverk: Sally Kellerman og Burt Young Þetta er gamanmynd um allsérstæð- an föður sem ákveður að finna ný- stárlega leið til þess að vera syni sín- um stoð og stytta í framhaldsskóla. Hann skráir sig í sama skóla. Vel heppnuð og ágætlega skemmtileg mynd. Stöö 2 kl. 20.50 HÚNÁV0N Á BARNI **1/2 (She's Having a Baby) Bandarísk bíómynd gerð 1988 Leikstjóri: John Hughes Aðalhlutverk: Keuin Bacon og Elizabeth McGovern Leikstjórinn er kunnur fyrir vel heppnaðar unglingamyndir og greinir hér frá ungu pari sem er að feta sig inn á brautir hjónabandsins, en kemst fljótlega að því að það er ekki alltaf dans á rósum og freisting- ar löngum innan.seilingar. Ríkissjónvarpiö kl. 22.25 HJÓNABAND TIL HAGRÆÐIS **1/2 (Getting Married in Buffalo Jump) Kanadísk sjónvarpsmynd frá 1989 Leikstjóri: Eric TiU Aðalhlutverk: Wendy Crewson, Paul Gross og Marion Gilsenan Ung stúlka býr á bóndabæ ásamt móður sinni. Þær ráða til sín vinnu- mann og á það eftir að draga dilk á eftir sér. Byggt á sögu eftir Susan Charlotte Haley. Hlýleg og vönduð mynd um óvenjulegt ástarsamband. Stöö 2 kl. 23.00 BLÁA ELDINGIN *1/2 Blue Lightning) Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1986 Leikstjóri: Lee Philips Aðalhlutverk: Sam Elliot, Rebecca Gillin og Robert Culp Ævintýramaður nokkur heldur til Astralíu til að endurheimta ómetan- legan ópalstein, sem óprúttinn glæpaforingi hefur í fórum sínum. Atök upp á líf og dauða í þessari all- þokkalegu spennumynd. Vel þess virði að fylgjast með. Ríkissjónvarpið kl. 00.05 SVARTKLÆDDA K0NAN *** (Woman in Black) Ný bresk sjónvarpsmynd Leikstjóri: Herbert Wise Aðalhlutverk: Adrian Rawlins Hér segir frá ungum lögfræðingi ár- ið 1925 sem þarf að sinna erinda- gjörðum í smábæ en sérkennilegir atburðir gerast sem breyta öllum áformum. Lögfræðingurinn þvælist inn í ógnvekjandi atburðarás og spennan heltekuráhorfandann þeg- ar líða tekur á. Afbragðsspennu- mynd byggð á sögu eftir Susan Hill og er hér í höndum afburðakvik- myndagerðarmanna; Herberts Wise (I, Claudius) og framleiðand- ans Chris Burt (m.a. Inspector Morse). Stöð 2 kl. 01.20 L^NGI LIFIR í G0MLUM GLÆÐUM ** (Once Upon a Texas Train) Bandarískur sjónvarpsvestri gerö- ur 1988 Leikstjóri: Burt Kennedy Aðalhlutverk: Willie Nelson, Richard Widmark og Angie Dickinson Vestri í léttum dúr þar sem safnað hefur verið saman nokkrum klass- ískum vestrahetjum. Söguþráður- inn er á þá leið að kúrekahetja sem farin er að reskjast og hefur afplán- að langan fangelsisdóm hóar saman gamla flokknum sínum til að fremja sitt síðasta og stærsta lestarrán. Þokkalegasta afþreying. SUNNUDAGUR 17. júní Ríkissjónvarpið kl. 23.05 KATA PRINSESSA ** (Touch the Sun: Princess Kate) Nýleg áströlsk sjónvarpsmynd Leikstjóri: George Ogilvie Aðalhlutverk: Justine Clarke, Lyndell Rowe ogAlan Cassel Ung stúlka, einkabarn, nýtur mikils ástríkis og því kemur það miklu róti á líf hennar þegar hún kemst að því að hún er ættleidd og á aðra for- eldra. Eftir því sem næst verður komist er þetta hugljúf og smekk- lega unnin mynd en skilur kannski ekki mikið eftir sig. Stöð 2 kl. 23.10 MILAGR0 ***1/z (The Milagro Beanfield War) Bandarísk bíómynd frá 1988 Leikstjóri: Robert Redford Aðalhlutverk: Christopher Walken, Sonja Braga og Ruben Blades Missið ekki af þessari! Hér er á ferð- inni þrælgóð mynd sem hefur enda fengið mikið lof og tekst stórstjörn- unni Robert Redford mjög vel upp við leikstjórn. Segir frá baráttu fá- tækra landeigenda í Nýju-Mexíkó við verktaka sem hyggjast sölsa undir sig landið. Náttúruvernd und- irtónn í myndinni sem er frábærlega tekin og ekki spillir tónlist djassar- ans Daves Grusinsfyrir. Myndin fær okkar bestu meðmæli. reinK'9 eftir Mike Atkinson FINNST (SAMAN Aí? (fOFFA 'A KKAK.KANA /' FÖTBOLTA cs 27 dagbókin hennar Ég er skíthrædd um að hann pabbi fremji morð á allra næstu dög- um. Hann er sko algjörlega á nipp- inu og það er allt mömmu að kenna eftir að hún byrjaði að röfla um fólk- ið í næsta húsi. „Fyrirmyndarfjölskyldan” flutti inn síðasta haust og síðan hefur mamma verið með þau á heilanum. Hún fylgist með hverri hreyfingu í húsinu og veit nánast hvað liðið skiptir oft um nærbuxur. Ég skil ekki hvers vegna hún er að kvelja sig með þessu glápi og eilífum sam- anburði við lífið hjá okkur, sem er einmitt ástæðan fyrir því að pabbi er kominn með morðglampa í aug- Frá fyrstu mínútu sá fyrirmyndar- faðirinn um að aldrei sæist svo mik- ið sem eitt snjókorn á tröppunum. Hann var bókstaflega fastur liður úti á tröppum þangað til fór að hlýna og oftast voru litlu fyrirmyndar- krakkarnir að leika sér í kringum hann á meðan. (Hann notaði ekki níðþunga og ryðgaða skóflu, eins og við eigum, heldur lauflétta og þægi- lega snjósköfu!) Kallinn var líka voða duglegur að draga þau um allt hverfið á sleðum og byggja fyrir þau snjóhús og svoleiðis og þá var fyrir- myndarfrúin oftast með í hópnum. Þau eiga sko öll eldrauða skíðagalla — m.a.s. kallinn. í vor voru síðan settar upp sjúk- lega flottar rólur og meiriháttar sandkassi og núna er fyrirmyndarf- amilían alltaf að dúlla sér eitthvað fyrir utan — í blágrænum jogg- ing-göllum. Grasið fær ekki frið til að vaxa, því kallinn er alltaf áð slá, og kellingin er næstum komin inn úr lakkinu á bílnum, því hún er alltaf að þvo hann og bóna. Svo skiptast þau á um að ýta krökkunum í ról- unni og byggja hús í sandkassanum, á milli þess sem þau reyta ósýnileg- an arfa í óhugnanlega tipp-topp blómabeðum og þvo gluggana. Þau eru þar að auki búin að skrúbba öskutunnurnar oftar en einu sinni! Öllu þessu fylgist mamma með á bakvið gardínurnar, svo henni ferst (eða hitt þó heldur) að kalla ömmu á Einimelnum „lifandi blómapott”. Hún er orðin nákvæmlega eins. Og svo fær pabbi alltaf skýrslu á hálf- tíma fresti og það eru einmitt þessi fréttaskeyti, sem eru að gera hann brjálaðan. Hann er farinn að hata fyrirmyndarpakkið (eins og hann kallar þau) út af lífinu og ætlaði að kála kallinum, þegar hann mætti hingað og spurði hvort ekki stæði til að mála bráðum girðinguna. Pabbi sagði, að honum kæmi barasta ekk- ert við hvenær við máluðum okkar girðingar og skellti hurðinni. Og hafi hann ætlað að mála er núna pottþétt að það verður EKKI gert í sumar! Annars segist pabbi klár á því að það sé eitthvað verulega gruggugt við þetta fólk. Það sé ekki eðlilegt að svona ung hjón geti keypt sér- hæð með bílskúr á besta stað í Vest- urbænum. Kallinn hljóti að svindla svakalega undan skatti eða þá að þau eigi varla krónu í þessu og geti ekki staðið undir afborgununum nema i nokkra mánuði áður en allt springur og þau fari á framfæri fé- lagsmálastofnunar. Pabbi segist líka hafa grun um að kallinn sé kókaín- innflytjandi og bullandi alki. En mamma trúir ekki orði af þessu. Hún segist ekki vita hvenær hann á að vera fullur, þegar hann er nær allan sólarhringinn úti í garði að dútla. Og hún blæs á söguna um að fyrirmyndarfrúin selji sig á Hótel Is- landi um helgar. a • V'

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.