Pressan - 16.05.1991, Blaðsíða 12

Pressan - 16.05.1991, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. MAI 1991 Nú er TVÖFALDUR 1. vinningur Vertu með • draumurinn gæti orðið að veruleik || ■^Rorðfirðingar hafa fengið prest. Og ekki bara einn heldur tvo. Eftir að Svavar Stefánsson sem verið hefur prestur í Neskaupstað síðustu ár var kjörinn prestur í Þor- lákshöfn hófu Norðfirðingar leit að nýjum presti, sem skilaði sér í einni / Jrgentínskt rJ eldhús a’VITAL NÆRING ; mm Wíl ,M. '| umsókn, frá Ingileif Maimberg sem lauk guðfræðinámi síðastliðið vor. Hún var kjörin með öllum greiddum atkvæðum en kemur ekki til starfans fyrr en 1. desember næst komandi. Mun eiginmaður hennar séra Þórhallur Heimisson þjóna Norðfirðingum fram að þeim tíma, en hann hefur verið ráðinn fræðslu- fulltrúi Þjóðkirkjunnar á Austur- landi og framkvæmdastjóri Kirkju- miðstöðvar Austurlands. Með komu hans í starfið mun embættið flytjast frá Egilsstöðum til Neskaupstaðar og eru Norðfirðingar því yfir sig sæl- ir með hvernig til tókst með prests- kjör að þessu sinni. Þeir slógu tvær flugur í einu höggi og hrifsuðu auk þess til sín embætti frá Héraðsbú- um ... erðaskrifstofurnar hafa brugð- ist við samdrætti sumarsins með því að sameinast um fararstjóra og hafa til dæmis Veröld, Saga og Úrval-Útsýn sameinast um farar- stjóra á Cpsta del Sol á Spáni. í stað þess að hver ferðaskrif- stofa verði með þrjá menn, samtals níu, verða þær með fjóra menn samtals. Meðal þeirra sem hætta sem farar- stjórar eru Þórhildur Þorsteins- dóttir, sem hefur gegnt fararstjórn fyrir Úrval-Útsýn í langan tíma. Einnig er óljóst hvort sjónvarpsmað- urinn vinsæli, Hermann Gunnars- son, verði fararstjóri þar í sumar eins og áður var auglýst... K ■ m.vikmyndahátíðin í Cannes í Frakklandi stendur nú sem hæst. Þar hefur vakið athygli athafnamað- ur frá íslandi sem hefur gert ýmislegt til að auglýsa sig. Það er enginn annar en Jón Olafsson i Skífunni. Hann hef- ur kynnt sig þarna úti sem Jón Ólafs- son, eigandi að fimm bíóhúsum, einni sjónvarpsstöð og tveimur út- varpsstöðvum. Engin smá karl það... Víðtæk fjölskylduvemd VÍS. SJOVAufluÁLMENNAR Kringlunni 5 Draghdlsi 14-16 _. .-fsasSSr SiimarlíiMÍmi hjá okkur er frá átta til fjögur Vorið er komið og sumarið nálgast óðum. Hjá SJÓVÁ-ALMENNUM og Tjónaskoðunarstöðinni skiptum við yfír í sumarafgreiðslutíma, sem er frá klukkan átta til fjögur. Sumartíminn gildir frá 1. maí til 15. september.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.