Pressan - 16.05.1991, Blaðsíða 22

Pressan - 16.05.1991, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. MAÍ 1991 LISTAPÓSTURINN Öryggi og minnisvardar Er listamönnum örygg- ið hættulegt? Fyrir ekki svo löngu lét verðandi Þjóðleik hússtjóri, Stefán Baldursson, frá sér fara ummæli þar að lútandi. Afskaplega fáir listamenn fundu sig knúna til að mótmæla því. Eftir ára- langa baráttu fyrir starfs- launasjóðum og öðru sem tengist starfsöryggi listamanna var ekki ann- að að sjá en þetta sama starfsöryggi væri orðið óvinur fólksins sem barð- ist fyrir því á sínum tíma. Vofa listasögunnar; hinn berklaveiki snillingur, verður seint kveðin niður. Það láðist hinsvegar að geta þess að í tilfelli Þjóð- leikhússtjóra var öryggi sumra listamanna orðið öðrum listamönnum hættulegt. Þessi sami maður var að reisa sér minnisvarða sem því mið- ur kippti afkomunni und- an öðru fólki. Hinn stóri og sterki maður á upp á pallborðið á okkar tímum og ágæt- asta fólk verður auglýs- ingamennskunni að bráð, dirfskufullar áætlanir vekja mikla athygli en verða ekki að sama skapi alltaf tilefni mikilla heila- brota og sá harmleikur sem fjöldauppsagnir eru gleymast öðrum en þeim sem í þeim lenda. Það væri gaman að heyra rök þessa sama manns fyrir því að ríkisreka leikhús fyrst öryggi er hættulegt sjálfri listinni. Á meðan virðast allir hamingju- samir með þessa klisju Stefáns eða eins og Píet Hein orti á sínum ríma... Sú list sem á bœkur og söfn er sett er síst þad sem einkennir menningu heldur að annast um andstœöings rétt til að annast um rangláta kenningu. (Þýð. Helgi Hálfdanarson) Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Isbjörg stígur á sviö „Isbjörg er mjög sterk og kraftmikil persóna og hún upplifir lífið á mjög sérstakan hátt,“ segir Háuar Sigurjóns- son, en hann hefur gert leik- gerð af skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur: Ég heiti ísbjörg, ég er Ijón. Leikritið verður sýnt á Litla sviði Þjóðleik- hússins í haust. „Ég fékk hugmyndina þeg- ar ég las bókina," sagði Há- var. „Hún orkaði mjög mynd- rænt á mig og það liggur ekki síst í stílnum. Mér fannst strax mjög sérstakt hvernig Vigdísi tekst að miðla tilfinningum beint til lesandans sem upp- lifir verkið mjög sterkt fyrir vikið. ísbjörg er sérlega áhrifamikil og það sem gerir hana ekki síst spennandi fyrir leikara er að allar hennar at- hafnir eru skiljanlegar." Er bókin þá kannski frem- ur þjóðfélagsleg ádeila en sálfrœðidrama að þínu mati? „Bæði og. í því liggur styrk- ur verksins. Það er alltaf mjög skýrt afhverju persónurnar bregðast við eins og þær gera og varpað er ljósi á félagsleg- ar aðstæður þeirra. Þetta ger- ir söguna mjög trúverðuga. Að mörgu leyti er bókin mjög huglæg lýsing og ég þurfti að finna dramatíska lausn sem hæfði verkinu. Ég valdi þá leiðina, að ísbjörgu leika tvær konur og túlka þær hvor um sig hin and- stæðu öfl í fari hennar þ.e. hið blíða og grimma. Þessi skipt- ing er þó ekki einhlít enda eru skilin oft óljós milli þess- ara þátta. Ég skrifaði þetta leikrit með lítið svið í huga enda krefst það annars konar lausna en stórt svið hefur að bjóða. Það þurfti svið sem býður upp á mikla nálægð milli leikara og áhorfenda." „Ég er skáld og það er bæði kvöl og kvöð," segir Kristján Hreinsson. Eg er íslenskt skáld — segir Kristján Hreinsson í uidtali um nýja plötu og skáldskap ,,Það er búið að standa til í fimmtán ár aö gefa út plötu," sagði Kristján Hreinsson skáld og lífskúnstner er Lista- pósturinn tók hann tali. Margir kannast eflaust við hann undir nafninu Kristján Hreinsmögur en undir því nafni gafhann útfimm Ijóða- bœkur. Kristján er nú alkom- inn heim frá Noregi, hvar hann hefur verið búsettur undanfarin ár, og sendi ný- lega frá sér plötuna Skáld á nýjum skóm þar sem hann flytur lög við eigin texta. Plat- an er kraftmikil og skemmti- leg og textarnir ferskir og góöir. Það eru þeir Tryggvi Hiibner, Pdlmi Gunnarsson og Pétur Hjaltested sem leggja Kristjáni lið á plöt- unni. „Ég var við nám í Noregi," segir Kristján. „í leikhúsfræð- um norrænum málvísindum og sagnfræði. Svo tók ég einnig kúrsa í listasögu, aug- lýsingasálfræði og almennri sálfræði. Ég lék sem trúbador í Noregi meðan ég var við nám. Þannig hafði ég að éta. Spilaði tvö kvöld í viku og át frítt alla vikuna." Voru textarnir þínir þá á norsku? „Nei, á ensku. Þangað til áheyrendur voru orðnir fullir þá söng ég á íslensku og eng- inn tók eftir því,“ segir Krist- ján glottandi. „Nú er ég hins- vegar alkominn heim til ís- lands og búinn að kaupa mér hús. Ætlunin er semsagt að lifa af listinni. Plötuna má skoða sem leið til að koma ljóðafurðum mínum á fram- færi enda er ég fyrst og fremst skáld og ósköp venju- legur maður í sjálfs míns aug- um og annarra er til mín þekkja. Það má segja að plat- an sé sneiðmynd af því sem ég hef verið að fást við und- anfarin ár. Á henni er bæði al- variegur kveðskapur og skrumskæld og skemmtileg mynd af því grátbroslega sem er að gerast í mannlífinu. Ég klæddi mig samt og hef alltaf klætt mig eins og popp- ari. Þegar ég var krakki lærði ég að spila á gítar og munn- hörpu og síðar á píanó og ætl- aði mér jafnvel að verða poppari. En ég komst fljótt að raun um það að ljóðið er mitt aðaismerki. Ég stefni að út- gáfu ljóðabókar nú í sumar og er jafnframt að leggja síð- ustu hönd á skáldsögu sem mun væntanlega koma út nú um jólin." Þú mundir kannski vilja frœða lesendur um efni bók- arinnar? „Já, bókin sem ber nafnið íslendingasaga fjallar á frem- ur sérkennilegan hátt um sögu tveggja einstaklinga. Ég blanda saman allskyns stíl og það eina sem gæti verið gegnumgangandi í bókinni er gálgahúmor. Ég segi þetta vera sérkennilega skáldsögu vegna þess að þó að undir- niðri sé hún venjuleg er yfir- borðið skrumskælt." Nú ertu með allskyns áform á prjónunum og stend- ur jafnframt í plötuútgáfu. Ertu ekki hrœddur um að les- endur fái leið á þér? „Ég er skáld og það er bæði kvöl og kvöð. Eg panta ekki hugmyndir, þær bara koma. Ég vinn síðan með hugmynd- ina og skyndilega sé ég fyrir mér heilsteypt verk. Þá blasir tvennt við. Ánnarsvegar það að setja verk mín inn í albúm og geyma til elliáranna eða gefa þau út á prenti. Ég á mörg ljóð í fórum mínum auk leikrita og annarra verka sem aldrei munu birtast á prenti eða verða sett á svið. Sum þeirra vil ég hinsvegar sýna öðrum og mun stefna að því. Ég er ánægður þegar bæk- urnar mínar standa undir kostnaði og kannski örlítið umfram það.“ Ertu alkominn heim til ís- lands? „Ég er íslendingur og ís- lenskt skáld og á hvergi ann- ars staðar heima. Ég hef farið vítt og breitt en aldrei fundið annað heimili en ísland. Eins og ég segi einhvers staðar: Ég elska þetta land og á hvergi annars staðar heima," sagði Kristján og þakkaði fyrit spjallið.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.