Pressan - 22.12.1992, Blaðsíða 6

Pressan - 22.12.1992, Blaðsíða 6
B 6 ÞRIÐIUDAGimPgFSSA^^^DESEMBE^^ BÆUR & PLÖTUR ÞEGAR FJANDINN LÉK LAUSUM HALA GUÐJÓN FRIÐRIKSSON: DÓMSMÁLARÁÐHERRANN. SAGA JÓNASAR JÓNSSONAR FRÁ HRIFLU IÐUNN 1992 ★★★★ ÍÓlafur Thors sagði um Jónas frá Hriflu að sora- legri og ógeðslegri sál hefði hann aldrei kynnst. Halldór Laxness, sem var mikill áhuga- maður um sálarlíf Jónasar, sagði að hann væri í eðli sínu fyrst og fremst listamaður. Jónas Krist- jánsson, lælcnir og alþingismaður, veigraði sér ekki við að segja úr ræðupúlti Alþingis að Jónas væri vitskertur. í Jónasi sáu íhaldsmenn (síðar sjálfstæðismenn) djöful í manns- mynd. Engin orð voru of stór: Hann var jafnvel sakaður um að bera ábyrgð á glötuðum mannslíf- um. Hver var þessi maður? Hann er ennþá ráðgáta, segir Guðjón Frið- riksson. Dórnsmálaráðherrann, annað bindi sögu Jónasar, fjallar um fimm stormasöm ár, 1927-32. Þá var Jónas frá Hriflu nánast einráð- ur um stjórn landsins. Og hann stjórnaði! Hann virtist líta svo á að dóms- kerfið væri verkfæri sem hann gæti notað að eigin vild. Jónas Jeit svo á að dómskerfið væri verkfæri fyrir hann sjálfan og gerði snata sína út af örkinni til að finna sakir á pólitíska andstæðinga. Gamal- gróið og syfjulegt embættiskerfið nötraði og skalf. Enn olli Jónas úlfaþyt með al- gerri uppstokkun menntakerfis- ins; þar var honum ekkert heilagt ffernur en annars staðar. Framsóknarflokkurinn sat á þessum árum einn við stjórnvöl- inn. Ríkisstjórnin var að vísu háð hlutleysi Alþýðuflolcks en Jónas hafði lag á — framan af að minnsta kosti — að halda krötum góðum. Það gerði hann elcki síst með stöðuveitingum og smitaði þannig Alþýðuflokkinn af skæðri bitlingasýki. Innan Framsóknarflokksins ríkti fráleitt friður og mjög er ffóð- legt að lesa um gegndarlausar erj- ur Jónasar og Ásgeirs Ásgeirsson- ar, síðar forseta Islands. Þeir voru svarnir íjandmenn, og Guðjón Friðriksson varpar nýju ljósi á deilur þeirra og ágreininginn inn- an flolcksins. Guðjón Friðriksson hefúr unn- ið mikið afrek með þessari bók. Jónas ffá Hriflu verður ljóslifandi í meðförum Guðjóns, og hann skrifar bæði vel og fjörlega um stormasamasta tímabil aldarinnar í íslenskum stjórnmálum. Með nákvæmri og ítarlegri heimildavinnu skýrir Guðjón hvernig málum var ráðið bakvið tjöldin, og ályktanir hans bera vott um innsæi og yfirburðaþekkingu á viðfangsefninu. Til þessa dags hefur menn greint á um Jónas frá Hriflu og verk hans. Var hann snillingur, listamaður, sorasál eða brjálæð- ingur? Kannski allt í senn. En hann vildi áreiðanlega láta gott af sér leiða eins og Kristján Álbertsson, gamall andstæðingur, sagði löngu eftir að vopnaskakinu lauk. Og gerði Jónas það? Bæði og. Hann kom með nýjar hugmyndir á ótrúlega mörgum sviðum og knúði þannig fólk til að taka af- stöðu, hugsa. Menn máttu bara ekki vera ósammála Jónasi. Þá varð fjandinn laus. Hrafn Jökulsson „Guðjón Friðriksson hefur unnið mikið afrek með þessari bók. “ wmm listarskólanum, og næsta plata, „Get ég tekið séns“, kom út 1984. Á þeirri plötu fylgir hljómsveitin í meginatriðum þeirri tónlistar- stefnu sem hún hefúr gert síðan; spilar ferska, vitsmunalega en þó létta popptónlist. Af „Sénsinum" eru fimm lög, öll góð, og nægir að tína til tvö vinsælustu lög sveitar- innar, „Húsið og ég (Mér fmnst rigningin góð)“ og „Þúsund sinn- um segðu já“. Helgi var einnig á næstu plötu, „Stansað, dansað og öskrað", sem kom út ári síðar. Þar var róið á svipuð mið og árið áður en aflinn varð minni. Af þessari plötu eru þrjú lög á „Sí og æ“ og er „Já ég get það“ eftir- minnilegast. Enn urðu kaflaskil í sögu sveit- arinnar þegar Andrea Gylfadóttir tók við hljóðnemanum af Helga. Með hana innanborðs kom fimmta platan, „Leyndarmál", út 1987. Af „Leyndarmáli“ eru hér fjögur lög, „Presley“ og „Prinsess- an“ urðu vinsælust, en „Stund- um“ er ekki síður athyglisvert. Helgi og Andrea syngja tvö lög hvort af óútgefnu lögunum fjór- um. Þau allra nýjustu, „Minning- ar“ og „Sólin skín“, finnst mér þó skemmtilegri. Það er gott og gef- ur fyrirheit um að nóg sé eftir í fóstbræðrunum tveimur frá ísa- firði. Hvenær fáum við meira að heyra? Gunnar Hjálmarsson Náttúrubarn afgamla skól- anum HANNESJÓN KÆRLEIKSBLÓM HJÓN ★★ Meginþemað á annarri Iplötu Hannesar Jóns gæti verið kotndu og skoðaðu í kistuna mína, því á plötunni er komið víða við og hún er einskonar þverskurður af trúbadornum Hannesi. Þetta er ágæt plata, einlœg, svo ég grípi til helstu khsju jólasölumennskunn- ar, og rembist ekki við að vera annað en hún er; létt stuðplata með vísnablæ. Hannes var á árum áður í Brimkló, Fiðrildi og Hálft í hvoru en hefur undanfarin ár troðið upp einn með gítarinn á knæp- um. Hann er öruggur á Mjóðfær- ið, enda lærður við tvo skóla í Los Angeles. Hannes semur flest af lögunum sextán og auk þess suma textana. Aðrir textasmiðir eru t.d. Halldór Laxness, Snorri Hjartarson og pabbi Hannesar, Hannes Björnsson. Það er þónokkur breidd í laga- smíðunum. Platan hefst á gamal- dags uppvaskpoppi, „Ástin mín“, sem Anna Vilhjálms syngur með sinni óbilandi Ártúnsrödd. Fetil- gítarspil Pats Tennis setur góðan Borgarvirkisstæl á þetta lag. Guð- mundur heitinn Ingólfsson klappar flyglinum í „Enginn þig þekkir“ og Hannes syngur ofan í í sínum góðlátlega stíl. „Þjóðlag" og „Ástlaus maður“ eru rokklög; svei mér þá ef „Þjóðlag" minnir ekki örlítið á REM, og „Fækkaðu fötum“ er gamalt lag frá Hannesi, þunnildislegt stuðpopp. Mörg lög eru hægar kassagítarballöður sem Hannes finnur sig vel í. Til að fá bros á áhorfandann lætur Hannes fylgja með viðtals- parta úr sjónvarpsþætti frá 1971. Þar er Hannes í miklu stuði og áheyrendur grenja úr hlátri yfir gríninu. „Það eru bara sjö hlutir sem við töffaramir Ufúm fyrir alla vikuna," segir Hannes, „og það eru sex og brennivín!“ Kærleiksblómið er ágæt lítil sólóplata frá manni sem ekki fer mikið fyrir. Hannes Jón er nátt- úrubarn af gamla skólanum og á betra skilið en algjört áhugaleysi plötukaupenda. Gunnar Hjálmarsson GRAFÍK S(OGÆ GRAF/STEINAR ★★★ Hljómsveitin Grafík var stofnuð á fsafirði á seinni helmingi áttunda áratugar þegar þeir Rúnar Þóris- son gítarleikari og Rafn Jónsson gengu í „tónlistarlegt bræðralag" eins og þeir orða það. Reyndar höfðu þeir unnið saman frá 1975 í hljómsveitinni Ýri en það er önnur saga. Eftir Grafík liggja fimm plötur; allar yfir meðallagi og allar skemmtilegar á sinn hátt. Grafflc spilar rokkað popp og hef- ur afla tíð „neitað að festast í trú- boðastellingu vinsældapoppsins" eins og Rúnar Helgi Vignisson kemst að orði í ágætum inngangi að plötunni sem hér er til umfjöll- unar. „Sí og æ“ hefúr að geyma átján lög, fjórtán þau vinsælustu frá ferli sveitarinnar og fjögur ný. Vandað er til valsins, en þó hefði mátt vera örlitlu meira af fyrstu plötu sveitarinnar, „Út í kuld- ann“, sem kom út 1981. Sú plata átti mjög góða spretti og var eins- konar vestfirsk útfærsla á öUu ný- bylgjurokkinu sem þá reið hús- um í höfuðborginni. „Vídeó“ er eina Iagið sem fær inni af þeirri plötu. Næsta plata, hin torræða „Sýn“, þótti þung og vandmelt og því kannski eðlilegt að aðeins hið ósungna titiUag fær hér að fljóta með. Eftir „Sýn“ tóku hjólin að snúast hjá Grafík. Helgi Björns- son gekk í bandið, ferskur úr leUc- „Grafík spilar rokk- að popp og hefur alla tíð „neitað að festast í trúboða- stellingu vinsælda- poppsins“.“ Fullkomlega misheppnuð bók ÞORVARÐUR HELGASON SOGARSVELGUR FJÖLV11992 ® •■•••••••••••••••••••••••••• SÞað liggur nokkuð ljóst fyrir að þetta er fúlUcom- lega misheppnuð bók. í verkinu lýsir höfundur lífi nokkurra persóna, hjóna, segir frá basli þeirra og bágindum. Þarna standa hnípnir eiginmenn við rúm barna sinna og feUa tár vegna þess að þeir eiga ekki fyrir mat. Eiginkonur sitja einar í rökkrinu og gráta hljóðlega vegna þess að börnin fá ekki nóg að borða. Það er ekki að efa einlægni höf- undar þegar hann tekur sér fyrir hendur að skrifa skáldsögu um gjaldþrot heimilanna. Honum er mfldð niðri fyrir og hann er sár og hann er reiður. Hér er hann að tala um það fólk (valdamenn í þjóðfélaginu) sem ber ábyrgð á því hversu illa er komið fyrir ai- þýðu iandsins og lýsir örlögum þess í helvíti: „Það hlýtur að verða glóðarsteikt lifandi og sterku kryddi stráð í sárin og kvein stafirnir hljóma sem dýrðartónlist í eyrum kvalaranna, en ef ekki þá má náttúrlega kefla það áður en það er sett í klípurnar sem snúast hægt yfir eldinum." Þetta er svæsið og það má glotta en þá einfaldlega vegna þess að þetta er ekki góður skáldskap- ur og hið sama má segja um verk- ið allt. Það er klaufalega skrifað og allt sem á að verða listrænt eða myndrænt verður hlægUegt. Einn kostur er við það og hann er sá að lesturinn verður aldrei beinlínis leiðinlegur. Hins vegar fær ekkert forðað verkinu frá að verða vand- ræðalegur skáldskapur. Persónusköpun er hér engin. Það er fjarska auðvelt að vUlast á persónum, þær hafa engin sérein- kenni nema kyn sitt. Textinn á bókarkápu er hin furðúlegasta samsuða. Þar segir meðal annars: „Hann (höfúndur) „Ég efast ekki um vilja höfundar til að verða góður rithöfundur en því miður; vilji er ekki allt sem til þess þarf<( dvelur ekki eins og hinir við löngu liðin bernskuár upp úr aldamót- unum eða í hernáminu, heldur stingur hann niður orðbrandi sín- um á hol í nútíma og núveru okk- ar. Enn einu sinni dirfist hann að ráðast á friðhelgi okkar og kryfja okkur tU mergjar. Það er kannski óþægUegt." Það er nú eins og það er með hina og þessa. Vitaskuld er hið besta mál að skapa sér sérstöðu með efnisvali en þá verður ffarn- setning að byggjast á traustum grunni. Það er ekki gert hér og því verður „þessi“ á engan hátt sam- keppnisfær við „hina“. Eg efast ekki um vUja höfundar tU að verða góður rithöfundur en því miður; vflji er ekki aUt sem tU þess þarf. Kápan er jafn mislukkuð og verkið. Kolbrún Bergþórsdóttir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.