Pressan - 28.01.1993, Blaðsíða 4

Pressan - 28.01.1993, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. JANÚAR 1993 F Y R S T F R E M S T BÆTIFLÁKAR „ Við bókmennta- gagnrýnendur get- um ekki alltaf skrifað umsagnir með það í huga, að við megum ekki sœra eða móðga útgáfustjóra, “ seg- ir Jóhann Hjálm- arsson er hann ber í bœtifláka fyrir Morgunblaðið. TILFINNINGAR RÁÐA FERÐINNI „Það hlýtur að vera krafa allra sem vinna við bókaútgáfu að Morgunblaðið, sem er sá vettvangur þar sem langflestir ritdómar birtast, geri þcer lág- markskröfur til „gagnrýnenda" sinna að þeir viðhafi fagleg vinnubrögð og láti ekki tilfmn- ingar eingöngu stjórna því hvort bœkurfái góða eða lélega dóma... Órökstuddar skoðanir og á tilfinningutn byggðar eiga ekki heima í ritdómum eða gagnrýni. Fyrir þess háttar skrif er antiar ritvöllur Morgutt- blaðsins hentugri, nefnilega Velvakandi. Ég legg til aðgagn- rýnendur líti í eigitt barm og geri þœr gœðakröfur til sjálfra sín setn þeirgera til rithöfunda, þýðenda og bókaútgefenda en skrift í Velvakanda að öðrum kosti.“ Erling R. Erlingsson í Morgunblaðinu. Jóhann Hjálmarsson, um- sjónarmaður með bók- menntagagnrýni Morgun- blaðsins: „Það er alltafhægt að deila um gagnrýni, ekki síst bók- menntagagnrýni. Á Morgun- blaðinu eru viðhöfð fagleg vinnubrögð, fjölmennur hópur gagrtrýnenda skrifar um bækur fyrir blaðið og eru margir þeirra bókmenntafræðingar. Ekki er alveg hægt að útiloka tilfmning- ar í gagnrýni, enda er hún alltaf að einhverju leyti persónuleg. Það má benda á að sá sem skrif- aði í Morgunblaðið er útgáfu- stjóri bókaforlagsins Isafoldar, sem gaf út bókina sem skrifin snerust um. Við bókmennta- gagnrýnendur getum ekki alltaf skrifað umsagnir með það í huga, að við megum ekki særa eða móðga útgáfustjóra. Ég get fullvissað greinarhöfund um að gerðar eru kröfur til bók- menntagagnrýnenda Morgun- blaðsins. Ekki er síður nauðsyn- legt að gera auknar kröfur til þeirra sem stjórna bókaútgáf- unni á íslandi, rithöfunda og ekld síst þýðenda." Skiptir þá ekki máli hvort um er að rœða ríkisrekna njósnastarf- setni eða hina ýtttsu sölumenn, sem gjarnan ónáða tnanti á kvöldin, bceði í síma og á dyra- bjöllu." Helga Harðardóttir í Morgunblaðinu Theódór Georgsson, inn- heimtustjóri Ríkissjónvarps- ins: „Vitað er að mildð er til af óskráðum sjónvarpstækjum og lagaskylda er að greiða af þeim afnotagjöld. Ég get nú ekki sagt að um njósnastarfsemi sé að ræða og því síður að þessir aðilar ryðjist inn á heimili fólks. í þessu ákveðna tilviki má hvergi sjá að ástæða hafi verið fyrir blaða- skrifúm þar sem fyllstu kurteisi var gætt af öllum málsaðilum. Njósnastarfsemi er orðið sem konan beitir en geta má þess að í þau fjögur ár sem við höfum leitað að óskráðum sjónvarps- tækjum höfum við fúndið 6.000 óskráð tæki, sem leiðir væntan- lega til þess að mögulegt er að halda afnotagjöldum í lág- marki.“ KLÁM í BARNABÍÓI „Ég var mjög hissa þegar ég sá nakiðfólk á tjalditiu í hléinu í bíói setn ég og nokkrar fjöl- skyldur fóruttt á í Reykjavtk. Við vorutn með börnitt í btói á miðjum degi. Okkur fannst þetta ekkert sniðugt. Er ég spurðist fyrir um þetta kom t Ijós að verið var að auglýsa ákveðið tímarit. Við héldutn að fretnur vceri um klámrit að rceða ogfinnst að það sé ekki við hcefi að nota þessa auglýsingu þegar krakkar eru annars vegar í btói snemma dags,“ sagði varnarliðskona á Keflavtkur- flugvelli. “ Ægir Már, fréttaritari DV á Suðurnesj- um Árni Samúelsson, forstjóri Sambíóanna: „Þessi auglýsing er aldrei sýnd nema á fimm-, sjö-, níu- og ellefusýningum. Áldrei á þrjúsýningu. Þetta eru mjög saklausar auglýsingar og þessi tímarit liggja frammi í öll- um sjoppum og búðum. Það hlýtur að vera ákaflega tauga- veiklað fólk sem lætur þetta ergja sig.“ Einar Gylfi Jónsson, sálfræðingur og forstöðumaður Unglingaheim- ilis ríkisins. Arnar Jensson segir aukavinnuna vera í fullu samráði við yfirmenn sína hjá lögreglunni. Forvarnaráðgjafarnir Einar Gylfi Jónsson, forstöðumaður Unglingaheimilisins og Arnar Jensson, forvarnarfulltrúi lögreglunnar 40 þúsund króna aukatekjur á dag fyrir áf eng isf yrirl estra Undanfarin misseri hafa þeir Einar Gylfi Jóttsson, forstöðu- maður Unglingaheimilis ríkisins, og Arnar Jettsson, kennari í Lög- regluskólanum, haldið fjölmarga fyrirlestra um forvarnir í áfengis- og fíkniefnamálum. Þeir hafa farið vítt og breitt um landið og haft dá- góðar tekjur af fundunum, en verðið sem þeir setja upp fyrir að halda fundi úti á landi er 40 þús- und krónur á dag á mann. Á landsbyggðinni eru það fé- lagsmálaráð viðkomandi sveitar- félaga sem hafa veg og vanda af komu þeirra, en þeir dvelja jafnan einn dag á hverjum stað. Það sem helst skyggirá ánægju sumra fé- lagsmálafrömuða á landsbyggð- inni með þetta forvarnaframtak þeirra er hið háa verð sem þeir setja upp, auk þess sem nefndirn- ar verða að greiða fyrir þá allan kostnað við ferðir og uppihald. Þetta þykir mörgum dýrt, sérstak- lega þegar haft er í huga að Einar Gylfi er í fullu staríi sem forstöðu- maður Unglingaheimilis ríkisins, sem er meðferðarheimili fyrir unglinga, en hinn fyrrum for- stöðumaður fíkniefnalögreglunn- ar og starfar nú hjá Lögregluskói- anum. VÍÐA FARIÐ UM Einar Gylfi og Arnar reyna að skipuleggja ferðir sínar þannig að þeir geti farið á fleiri en einn stað í einu. Nýverið fóru þeir um Norð- urland þar sem þeir héldu fyrir- lestra í þremur kaupstöðum; Húsavík, Dalvík og Ólafsfirði. Stóð ferðin yfir í þrjá daga og tóku þeir því inn 120 þúsund krónur hvor fyrir viðvikið. Þess ber þó að geta aó dagarnir sem þeir Einar og Árnar dveljast úti á landi eru oft þéttskipaðir, þar sem félagsmála- ráðin reyna vitaskuld að fá sem mest fyrir peningana og senda þá því á sem flesta staði. SVIPUÐ ÞJÓNUSTA ÓKEYPIS HJÁ OPINBERUM AÐILUM Þeir félagar eru ekki einir um þjónustu sem þessa. Áfengis- vamaráð býður upp á samskonar þjónustu og er hún ókeypis. Sömu sögu er að segja um Foreldrasam- tökin Vímulausa æsku og SÁÁ hefur fræðslufulltrúa á lands- byggðinni í fullu starfi. Aðilar á vegum SÁÁ sjá einnig um ókeypis fræðslu fyrir minni og stærri hópa. Þrátt fyrir óánægjuna með hve dýrir þeir Einar og Arnar eru tóku allir viðmælendur PRESS- UNNAR það fram að þeir væru góðir í sínu fagi og víða gætti góðs árangurs starfs þeirra. Flestir vom á því að þeir ynnu mjög fagmann- lega, en einn sagði að vísu að munurinn á þeim og áfengis- varnaráði væri einungis sá að þeir væru fýndnari, menn hefðu yfir- leitt það sama ffam að færa í þess- um efnum. Svo virðist sem effirspumin eft- ir þjónustu Einars Gylfa og Arnars sé mikil. Auk þess að hafa haldið fundi á Húsavík, Dalvík og Sauð- árkróki hafa þeir verið einn dag á Höfn í Hornafirði, Bolungarvík, fsafirði, Ólafsfirði og Patreksfirði, svo einhverjir staðir séu nefndir. Þá hafa þeir haldið Qölda fyrir- lestra í grunnskólum á höfuð- borgarsvæðinu og þess má geta að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa gert samning við þá til nokkurra ára um að þeir sjái um forvarna- ffæðslu í skólum bæjarins. „EÐLILEGT VERГ Arnar Jensson er ekki á þeirri skoðun að þeir félagar séu dýrir og telur þetta eðlilegt verð. Þeir hefðu tekið mið af því hvað aðrir sem hafa sérþekkingu á einhverju sviði taka fyrir að halda fyrirlestra úti á landi. Ef eitthvað væri væru þeir í lægri kanntinum. „Við höf- um aldrei boðið öðrum þessa þjónustu okkar, fólk hefur sam- band við okkur og það er bent á okkur. Við höfum þurft að hafna fjöldanum öllum af beiðnum og við erum ekki að þessu til að auðgast.“ Arnar bendir á að það fyrsta sem hann tilkynni fólki sem hafi samband við sig vegna fyrir- lestra sé að það geti fengið svipaða þjónustu ókeypis annars staðar. Samt kjósi það að velja þá og greiða fyrir það. Þetta bendi til þess að mikil þörf sé fyrir svona þjónustu. Þá bendir Arnar á að menn ættu frekar að beina sjón- um sínum að árangrinum sem þetta forvarnastarf hefði skilað en að staðnæmast eingöngu við verðið. Jónas Sigurgeirsson NJÓSNAÐ UM SJÓN- VARPSEIGENDUR „Að vtsu hafði ég heyrt á skotspónum að á vegum Ríkis- sjónvarpsins starfaði rösk sveit ttjósnara, sem hefði það hlut- verk að leita uppi óskráð sjón- varpstœki. í einfeldni minni taldi ég slík vittnubrögð ríkis- stofnunar of fráleit til að ég legði trúnað á söguburðintt. En svo lengi lcerir sem lifir. Égfékk það staðfest hjá þeim íbúa húss- ins sem hleypti sendinefndinni inn að hútt hefði kynnt sig sem starfsmenn Ríkissjónvarps. Ég tel það brot áfriðhelgi heimila, að ónáða fólk á heimilum þess á þennan máta og á þeim tíma sem hér hefur verið vitnað til. UMMÆLI VIKUNNAR „ Við vorum að renna okkur í fjallinu á stórri slöngu þegar við heyrðum drunur og brekkanfór af stað. ‘ RAGNAR LÁRUSSON BREKKUSNIGILL Voru nemendurnir á glötunarbraut? „Svona atburður setur ljótan blett á nafn skólans sem verður að afmá.“ Ölafur H. Sigurjónsson, skólameistari (Vestmannaeyjum. Ég átta mig á því hvað- an þunginn kemur en það er þetta með kraft- inn og hraðann... „Það er ljóst að verkalýðs- hreyfingin verður að vanda mjög til alls undirbúnings nýrra kjarasamninga. Síðan þarf að fara í málið af fullum þunga, krafti og hraða.“ Guðmundur J. Guðmundsson verkalýðsrekandi. Þá vitum við hvað Húnvetningar fá n i „Það vildi ég að Guð gæfi að við íslendingar eignuðumst einhvern tíma „járnbrautir“ og „skip- gengar vatnaleiðir“ svo að hægt verði að nota lögin og starf Alþingis verði ekki til einskis.“ Páll Pétursson alþingismaður. „Við þurfum að fá hóruhús undir opinberu eftirliti í miðborg Öslóar." Knútur Sand Bakken, norskur prestur. „Þetta fangelsi er eins og fimm stjörnu hótel mið- að við fangelsið í Sanford.“ Pétur Júliusson steraathafnamaður.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.