Pressan - 28.01.1993, Síða 9

Pressan - 28.01.1993, Síða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. JANÚAR 1993 9 Ingvar Björnsson lögfræðingur KÆRBUR FYRIR MILLJÓNAFJÁR DRÁTTFRÁ KAUPÞINGI Ingvar, sem missti á síðasta ári málflutningsleyfi vegna þáttar síns í Töggs-málinu, gerði ekki skil á tugum millj- óna króna að núvirði sem hann innheimti fyrir Kaup- þing. Enn vantar nálægt fimm milljónum og var hann því kærður til RLR. Verðbréfaíyrirtækið Kaupþing hefur kært Ingvar Björnsson lög- fræðing til Rannsóknarlögreglu ríkisins íyrir meint skilasvik og íjárdrátt. Kæruna lagði Kaupþing fram í nóvember síðastliðnum, en Ingvar er talinn hafa dregið sér háar upphæðir við innheimtu fyr- ir verðbréfafyrirtækið á tímabilinu 1986 til 1989. Þetta staðfesti Guð- mundur Hauksson, forstjóri Kaupþings, í samtali við PRESS- UNA. MIKIÐ GREITT EN ENN VANTAR UM 5 MILLJÓNIR Ingvar Björnsson rak lögffæði- skrifstofu ásamt Pétri ]. Kjerúlf og annaðist meðal annars innheimtu margra mála fyrir Kaupþing á áð- urgreindu tímabili. Um áramótin 1989/90 ákváðu þáverandi stjórn- endur Kaupþings að hætta inn- heimtuviðskiptum við Ingvar, en skil bárust seint og illa, þrátt fyrir kröfur um uppgjör. Upp úr þessu urðu Kaupþingsmenn þess áskynja að Ingvar hafði ekki gert skil á tugum milljóna að núvirði til fyrirtækisins. Seint á árinu 1991 krafðist Kaupþing heildaruppgjörs frá hendi Ingvars og var hann látinn skila inn kröfum sem enn voru óinnheimtar. Um leið var hann krafinn um skil á því sem hann hefði þegar innheimt, en ekki skil- að inn. Guðmundur Hauksson vildi ekki tjá sig um upphæðimar sem um væri að tefla, en tók ffam að Ingvari hefði tekist að gera skil á stærstum hluta þess sem hann skuldaði Kaupþingi. Honum tókst ekki að gera fullnaðaruppgjör og nemur mismunurinn nokkrum milljónum, uppreiknað með vöxt- um og kostnaði, að sögn Guð- mundar. „Ég vil ekki nefna neinar tölur í þessu sambandi en vil geta þess að upphæðirnar era ekki það háar að þær hafi áhrif á rekstur Kaupþings eða skaði viðskiptavini fyrirtækis- Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR er það sem ber á milli upphæð í námunda við 5 milljónir króna í heild. MISSTIMÁLFLUTNIN GS- LEYFIÐ VEGNA BROTA í TÖGGS-MÁLINU Ingvar Bjömsson hefúr nokkr- um sinnum áður komið við sögu RLR og annarra mála. Síðastliðið vor var hann í Hæstarétti dæmdur til sviptingar á málflutningsleyfi í sex mánuði og hlaut skilorðs- bundinn þriggja mánaða fangels- isdóm fyrir þátt sinn í svokölluðu Töggs-máli og fól þetta í sér stað- festingu á dómi undirréttar. Þegar Saab-umboðið Töggur hf. fékk greiðslustöðvun snemma árs 1987 var Ingvar skipaður til- sjónarmaður með Töggi og var það þannig hans hlutverk að gæta hagsmuna kröfuhafa. Hann lét lánardrottna fyrirtækisins hins vegar ekki vita af greiðslustöðvun- inni fyrr en þremur vikum eftir að heimild til hennar lá fyrir. Greiðslustöðvunin var framlengd tvisvar en síðan var fyrirtækið úr- skurðað gjaldþrota. Skömmu áð- ur en fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota keypti Ingvar sér Saab- bifreið og fékk afslátt upp á 150 þúsund krónur að núvirði. Hann lét ekki við svo búið standa heldur keypti einnig bíl fyrir Pétur Kjerúlf, samstarfsfélaga Ingvar Björnsson. Annaðist inn- heimtu fjölda mála fyrir Kaup- þing 1986 til 1989 en hætt var að nota „þjónustu" hans þegar í Ijós kom skekkja upp á háar upphæðir. sinn, og útvegaði bróður sínum bíl með sama afslætti. Saksóknari taldi að Ingvar hefði með þessu skaðað fyrirtækið og þar með þrotabúið. Þá hefði hann algjör- lega brugðist skyldum sínum sem tilsjónarmaður með Töggi. Ingvar var ákærður í málinu ásamt for- ráðamönnum Töggs._________________ Friðrik Pór Guðmunasson ásamr Sigurði Md Jónssyni og Jónasi Sigurgeirssyni. Eignumst við Stall one að íslandsvinil iwimJUkim *»»> *anroítit«y>- tW «« r.ikn feisAirisktw bsííí;<«« iWtUfí UirroyaAu i » <í *f wrinwr v*r i «ffir «k«r «* u*fe*.<x« mvná*«**«* *«»■ þnAKtMM * «««** ***** *f «iÍii»M f waiiáríi f AyMhtlw'v S>fcí«<i SMíU'kK. fi ><t( xtssrtójis'. vií! ** kyt*t:«á:ti trro a»xi .aáa ■sb iiste fckaífcí JHtiti! ievai f«rt« ifttí! vf>» t«íí. {•*«:: tí «*» 'x\:>»>V(KÍii>raUk:> vk jx-ajj uívS vriH t.VSint. &• xlis'x'v: insí«>ftu«*í»r. 4S»4>nf*f»i 4*íx >aíx «<:?• itaSsss )*r » UreJi {xtir m* táf *» tfasxiiur. isxattf Ui ktftk.-<««A»vr:r tXttivu iil rú szrK-x :ttv«jSítKátíttUiVi l>£ i»!tt< «sír« <i«:: vi Þfcsw-Sttns íM- •MV.tr'. S.'vií(v!«. l**kl:<iri wvr^M • ■>w»- isxtn '•«> »i<K!<*ku» <f: »»i» Í:*M hfSíf rftfc' *U«M* iW *v»xn»vrvi:fi-<tti*kinu, kv»to*-.wtfe^»K*fc»i« ««>» hifcn wrra> «ajtu> ixr i uxíi ixotótfctnó h.x»> »>:i ixifc.isx ki Sv«i ti! «*r*<U< vt? Sritof,-ð(*v>. fiittri ixAfcK'ufci »ó»Ö«fck<>!» wurt tigi teáa SsfctBfct xuiku «» : 4.iitiKi y>» SvWSiir SUÍl Margt bendir til þess að forsíðufrétt Tímans síðastliðinn laugar- dag sé frá barnsræningjunum komin en þeir sögðu sömu sögu víða til að villa á sér heimildir. Bandarísku barnsræn- ingjarnir þóttust vera kvikmyndajöfrar Eins og greint var frá í kvöld- fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi voru meintir barnsræningjar handteknir í Leifsstöð og í Lúx- emborg í gær þegar þeir gerðu tilraun til að koma tveimur börnum úr landi. Börnin voru í umsjón íslenskrar móður sinnar hér á landi, en hún átti þau með tveimur Bandaríkjamönnum þegar hún var búsett í Banda- ríkjunum fyrir nokkra síðan. Hingað til lands kom fimm manna hópur undir forystu annars föðurins sem heitir Grayson. Hinn faðirinn, Pitt- man að nafni, kom ekki með hópnum en er talinn vera í vi- torði með fimmmenningunum. Grayson hafði með sér einka- leynilögreglu sem heitir Feeney og auk þess voru einn hjálpar- maður og tvær konur með í för. Feeney mun hafa stjórnað að- gerðunum sem fólust meðal annars í því að þykjast vera á vegum kvikmyndafyrirtækis sem hygðist gera stórmynd hér á landi. Það mun hafa verið gert til að villa á sér heimildir, en barns- móðirinn var eitthvað farin að vinna fyrir þá þannig að þeir gátu nýtt sér blekkingar sínar til að komast að henni. Þeir gistu á Hótel Holti og eitthvað munu fregnir af þeim hafa borist um bæinn, því dagblaðið Tíminn sá ástæðu til að greina frá veru þeirra hér og „fyrirætlunum" þeirra í kvikmyndagerð í aðal- frétt á forsíðu á laugardaginn. Einnig höfðu þeir lagt inn pöntun á veitingastaðnum Óperu þar sem þeir vildu fá staðinn undir 40 manna máls- verð í kvöld, fimmtudagskvöld. Þegar gengið á þá með trygging- ar minnkuðu þeir pöntunina niður í 20 manns. Maður að nafrii C. Lawrence kom fram íyrir hönd hópsins, en hann kynnti sig sem lífvörð. Sá hafði sterkan breskan hreim og var kraftalega vaxinn. Að sögn MariansZak, yfirþjóns á Ópera, hafði hann snætt að minnsta kosti þrisvar á staðnum; fyrst einn síns liðs, í annað sinn með íslenskri konu og hið þriðja sinni með tveim konum, ís- lenskri og bandarískri, síðastlið- ið þriðjudagskvöld. Þegar ránið á börnunum tveim uppgötvaðist virðist annar hópurinn hafa verið kominn í loftið á leið til Lúxemborgar en var stöðvaður þar. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði föð- urinn, Grayson, við annan mann í flugstöðinni. Hann hafði ffarn- vísað við vegabréfsskoðun bandarísku vegabréfi stúlkunnar og endurriti af bandarískum dómsúrskurði þar sem honum hafði verið úrskurðað forræði yfír barninu. Hann var samt handtekinn að beiðni lögregl- unnar í Reykjavík og var hópur- inn færður til yfirheyrslu hjá RLR._____________________________ Sigurður Már Jónsson og Karl Th. Birgisson Háskólabíó Margfaldur ferðakostnaður á við önnur kvikmyndahús f fjárlagatillögum fjármálaráðu- neytisins fyrir árið 1993 kemur fram að stjórnendur Háskólabíós gera ráð fyrir að eyða sem svarar 4,7 milljónum króna í ferða- og dvalarkostnað ytra á árinu. Þessi upphæð er mun hærri en gengur og gerist hjá öðrum kvikmynda- húsarekendum, en að sögn þeirra sem PRESSAN hafði samband við telja þeir sig komast af með upphæð á bilinu 700 þúsund til 1,5 milljónir króna á ári. Ferðagleði stjómenda Háskóla- bíós hefur verið umtöluð innan kvikmyndahúsageirans. Friðbert Pálsson, ffamkvæmdastjóri bíós- ins, þykir fara oft utan, en hann fer um tíu sinnum til útlanda á ári hverju, að eigin sögn. Er það mun oftar en þeir kvikmyndahúsarek- endur sem PRESSAN ræddi við telja sig þurfa að fara. Þess bér þó að geta að Háskólabíó ffumsýnir að'jáfnaði um helmingi fleiri kvik- myndir en hin kvikmyndahúsin, að undanskildum SAM-bíóunum, Friðbert Pálsson, framkvæmda- stjóri Háskólabíós, gerir ráð fyrir 4,7 milljóna króna ferðakostn- aði á þessu ári. og því ef til vill eðlilegt að ferðirn- ar séu einhverju fleiri. Stjórnarformaður Háskólabíós, Þórir Einarsson, prófessor í við- skiptafræði, hefur farið að minnsta kosti þrjár ferðir á ári með Friðberti á undanfömum ár- Þórir Einarsson viðskiptafræði- prófessor fer nokkrar ferðir á ári með Friðberti til að kaupa inn kvikmyndir. Að sögn Friðberts Pálssonar framkvæmdastjóra telur hann ferðakostnað Háskólabíós eðlileg- an og í fullu samræmi við umfang fyrirtækisins. Einnig fullyrðir hann að þær fjórar milljónir króna, sem eru bókfærðar sem ferðakostnaður árið 1991 í rekstr- arreikningi, séu ekki ferðakostn- aður einn. Undir þennan lið falli einnig námsferðir starfsfólks til útlanda, svo og komur erlendra aðila á vegum bíósins hingað til lands. Séu þessir liðir dregnir frá komi í ljós að ferðakostnaður árs- ins 1991 er 3-3,2 milljónir króna. Samkvæmt ársreikningi 1991 kemur einnig í ljós að Háskólabíó var rekið með 10 milljóna króna tapi á árinu og það var eina kvik- myndahúsið í Reykjavík sem svo var ástatt um. Árið 1992 dróst svo kvikmyndaaðsókn saman um 5-7 prósent, en þrátt fyrir það segir Friðbert að veltan hafi aukist síð- astliðið ár vegna sóknar á öðrum sviðum rekstrarins, svo sem myndbandaútgáfu og leigu á söl- unum undir ráðstefnur og fleira. Hann bætti því við að gert hefði verið ráð fyrir að bíóið yrði rekið með tapi næstu ár vegna mikils fjármagnskostnaðar sem hlaust af byggingu nýju kvikmyndasal- anna. Eigendur einkarekinna kvik- myndahúsa hafa sumir hverjir haft horn í síðu Háskólabíós þar sem þeir segjast ekki keppa á jaín- réttisgrundvelli, enda Háskólabíó ríkisstofnun. Þar skipti litlu máli hvernig rekstrinum sé fyrirkomið, og benda þeir til dæmis á miklar fjárfestingar í nýjum kvikmynda- sölum sem óhjákvæmilega geri sér erfiðara fyrir. Friðbert segir það hins vegar ekkert nýtt að öf- undar gæti í garð Háskólabíós; það sé gömul saga og ný. „Háskólabíó nýtur á engan hátt sérkjara eða betri aðstöðu sem ríkisfyrirtæki en hin kvikmynda- húsin. Það era hins vegar ákveðn- ir aðilar á markaðnum sem telja bíóið óæskilegan keppinaut og vilja stefna að einokun, en þeir verða einfaldlega að laga sig að lögmálum markaðarins." Jónas Sigurgeirsson

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.