Pressan - 28.01.1993, Síða 17

Pressan - 28.01.1993, Síða 17
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. JANÚAR 1993 17 ST essa dagana er verið að ganga frá viðamiklum samningum við erlenda út- gefendur um útgáfu allra bóka Ólafs Jó- hanns Ólafssonar, skálds og fram- kvæmdastjóra hjá risa- fyrirtækinu Sony. Gert er ráð fyrir að bækur hans komi út í nokkr- um löndum, þar á með- al í Bandaríkjunum, þar sem hann er nú búsettur. Það er Ólafur Ragnarsson, eigandi Vöku-Helgafells, sem borið hefur hitann og þungann af samningagerðinni, en að sögn er samn- ingagerð sem þessi ákaflega flókið og seinlegt verk. Það er ekki hægt að segja annað en nýja árið byrji vel hjá Ólafí Jó- hanni, því fyrir utan þann heiður að bæk- ur hans verða gefnar út erlendis eignaðist hann son í byijun janúar... s V^Jænska sjónvarpið hefur nú ákveðið að sýna kvikmynd Magnúsar Guð- mundssonar, Lífsbjörg í Norðurhöfum, í fyrsta sinn þann 11. febrúar næstkomandi. Svíar eru eina Norður- landaþjóðin sem enn hefur ekki fengið að sjá Lífsbjörgina, en nú fá þeir að sjá hana á besta sýningartíma, þ.e. strax eftir fféttir. Að sýningu lokinni verður svo umræðuþáttur í beinni útsendingu þar sem Magnús mætir fulltrúum grænfrið- unga. Jóni Baldvini Hannibalssyni utanríkisráðherra var einnig boðið í um- ræðurnar, en hann sér sér ekki fært að mæta. Gera má ráð fyrir hörðum mót- mælum grænfriðunga vegna sýningar myndarinnar... að kemur fyrir annars áreiðanleg- ustu menn og fyrirtæki að týna hlutabréf- um sínum. Þannig hefur fslenska út- varpsfélagið orðið að höfða mál til að fá ógild týnd bréf. Meðal þeirra sem voru svo ólukkulegir að týna bréfum sínum í fjölmiðlafyrirtæki þessu eru Flugleiðir, sem týnt hafa bréfum frá 1987 til 1988 upp á 360 þúsund að nafnverði. Hið sama hefur hent menn á borð við Kristján Jó- hannesson forstjóra, Jón Aðalstein Jónasson kaupmann og Egil A. Jacob- senlækni... NYR FERÐAHEIMUR OPNAST ÞÉR El þú gætir valið um iri hvar sem vmri í heiminum hvert myndir ÞEgypta£?,aHawaii7 Karabíska hafið? Disney Worid? Austurríki eða leyndardómar Austurlanda? Framtíðarferðír bjóða þér aðild að stærsta ierðafélagi i haiminum Ótakmarkaðir möguleikar 9 Þú tryggir fríið þitt í eitt skipti fyrir öll. • Þú getur valið um 2.200 lúxus orlofsstaði - út um allan heim. • Þú getur leigt út fríið þitt. • Þú getur safnað upp orlofs- tíma. • Þú getur lánað vikurnar. • Fríið þitt gengur í erfðir frá manni til manns. • Þú borgar bara fyrir orlofsvik- urnar sem þú vilt eiga. • Þú ert þinglýstur eigandi að fasteign. .. . og miklu miklu meira. Við veitum þér allar nánari upp- lýsingar og á skrifstofu okkar liggja frammi bæklingar og kynn- ingarmyndbönd. Að gerast með- limur er ódýr fasteign sem veitir þér ómælda ánægju. Allir nýir meðlimir i janúarmánuði fá ókeypis gistingu í Flórida, Jamaica eða Bahamaeyjum í sjö daga. Faxateni io - sími 684004 Opið alla daga vikunnar kl. 12 20 Eitt mesta úrval landsins MITSUBISHI • GRUNDIG • PIONEER • SANYO AKAI • KENWOOD • LUXOR • SHARP • FISHER Allt í sömu versluninni Sími: 687720

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.