Pressan - 28.01.1993, Síða 20

Pressan - 28.01.1993, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. JANÚAR 1993 E R L E N T Jiithiteutsclje Zeitung Samkomulagið varir ekki lengi Við embættistöku sína talaði Bill Clinton forseti um kjarkinn tiTpess að gangast fyrir gagngerum endurnýjunum í Bandaríkjunum. Orð hans eru ekkert annað en dæmigert skrúðmælgi við athöíh sem þessa. Clinton á eftir að reynast erfiðara en fyrirrennurum hans að koma á slíkum end- urnýjunum. „Nýja“ Ameríka er í raun elsta stjórnskipulega eining í heimi. Það er ekki auðvelt að flytja fjöll þar, frekar en í Evrópu. Ofan á bætist að vegna uppruna Clintons og skapgerðar er hann ekki líklegur til að brjóta niður hindranir. Hann vill gera öllum til hæfis og leitar eftir hrósyrði hvar sem hann kemur. Vandamál Bills Clinton eru væntingar sem ganga þvert hver á aðra. Hægri höndin (minni tekjuhalli) er einfaldlega ekki sammála þeirri vinstri (meiri ríkisútgjöld). Sam- komulagið á milli Bills Clinton og bandarísku þjóðarinnar á ekki eftir að vara lengi. Baráttan um frelsi bresku fjölmiðlanna Sir David Calcutt: Gagnrýndur fyrir að vilja lögfesta að blöð væru góð og almenningur hefði vandaðan smekk. 0 m Það voru ekki margir dagar liðnir frá því Elísabet Englands- drottning lýsti árinu 1992 sem „annus horribilis“ og þar til í um- ferð voru komnar róttækustu til- lögur þessarar aldar til að fá breska fjölmiðla til að halda kjafti. Tillagan kom frá sjórnskipaðri nefnd sem Sir David Calcutt, virtur lögmaður, veitti forstöðu og vorubirtar 14.janúar. Tillögurnar voru reyndar ekki komnar fram þegar John Major, forsætisráðherra Breta, var búinn að hafna þeim. Eigi að síður hefúr tilvist þeirra hreyft heldur betur við enskum fjölmiðlum og kallað fram hörð viðbrögð allra sem láta sig frelsi blaða varða. Umræðan hefur þokast frá verri blöðunum til þeirra betri og í framhaldi af því hefur hræsnin og tvískinnungur- inn í kringum „annus horribilis“ verið afhjúpaður. Menn eru almennt sammála um að málið snúist ekki um sann- leikann, heldur hvernig hann var matreiddur. Fyrir þá sem hafa gaman af kaldhæðni má segja að bresku slúðurblöðin hafi orðið uppvís að því að segja of mikið af sannleikanum! Fyrir vikið fengu þau mann eins og Calcutt yfir sig, en eins og bent var á í The Sunday Times hefur hann; sér- stakan smekk, dálæti á lagasetn- ingum og fullkominn skort á al- mennri skynsemi. Var tekið sem dæmi að honum hefði reynst ómögulegt að setja sig inn í það að blaðamenn gætu ekki rannsakað mál sín eins og lögfræðingar. Verri mann er ekki hægt að hugsa sér til að setja reglur um fjölmiðla. ÁTTIAÐ LÖGFESTA GÆÐI BLAÐANNA OG SMEKK AL- MENNINGS? En hvað ædaði Calcutt að gera? Hann var með tillögur á borðinu um stjórnskipaða rannsóknar- nefnd undir forystu dómara. Þessi nefhd átti að hafa mjög víðtækt og óskorað vald. Hún átti að geta lagt fram starfsreglur fyrir fjölmiðla ef því var að skipta; bannað birting- ar; rannsakað mál og krafist leið- réttinga og afsakana þar sem henni fyndist við eiga; sektað blöð og ákveðið miskabætur til „fórn- arlamba“ þeirra. Fjölmiðlamönnum var ekki skemmt! Barbara Amiel, greinar- höfundur í The Sunday Times, benti á að tillögurnar byggðust á stórkostlegu vanmati á gildi þess að fjölmiðlar byggju við frelsi. Um leið benti hún á að fáránlegt væri að ætla að reyna að lögfesta gæði dagblaða eða smekk almennings. Flestir leiðarahöfundar ensku blaðanna töluðu á svipuðum nót- um. Þegar tillögur Calcutt-nefndar- innar eru skoðaðar verður að hafa í huga það sem gengið hafði á. Ár- ið 1989 bað Margrét Thatcher, þáverandi forsætisráðherra, Calcutt að veita forstöðu nefnd sem skoða átti meðferð fjölmiðla á einkalífi fólks. Þegar tillögur hans komu fengu þær lítinn stuðning, enda vildi hann fyrst og fremst bæta við refsilagakaflann í bresk- um lögum. f staðinn var, að til- lögu blaðamannanna í nefndinni, ákveðið að hressa „sjálfseftirlitið“ við og breyta hinu gamla blaða- ráði (Press Council) í kvörtunar- nefnd (Press Complaints Comm- ission), PCC, sem átti að hafa virk- ari starfsreglur — nokkurs konar siðanefnd. McGregor Idvarður var settur yfir nefndina en hann hafði reynslu af slíku effirlitshlut- verki með auglýsingamönnum. Flestir fjölmiðlamenn skildu þetta svo að þeir væru á „skilorði" hjá löggjafanum. Það er skemmst frá því að segja að PCC hefur reynst gagnlaust við að hafa hemil á slúðurblöðunum sem hafa haft blóðbragð á tung- unni undanfarin tvö ár. PCC druknaði strax í kvörtunum. Á nokkurra vikna tímabili eftir út- komu bókar Andrews Morton um Dtönu prinsessu barst 261 kvörtun. Auk þess hefur komið í ljós að McGregor vissi þegar í maí 1991, effir samtal við Rothemtere, eiganda Daily Mail, að Karl og þó sérstaklega Díana voru að hagnýta sér fjölmiðla í hjónabandserjum sínum. Þessi staðreynd hefur gert eftirmálann dálítið hlægilegan og slegið fæturna undan tillögum Calcutts. Um leið hafa vaknað efa- semdir um það hvað Calcutt gekk til en hann fékk þessar upplýsing- ar strax í desember, að því er Gu- ardian sagði, en birti sínar rót- tæku tillögur eigi að síður. MEIRA EINKALÍF OG MINNI OPINBER LEYND En þó að tillögurnar séu and- vana fæddar virðist niðurstaðan sú að ný lög um verndun einkalífs verði lögð ffarn. Margir fjölmiðla- menn, eins og Donald Maclntyre hjá The Independent, segjast geta tekið undir slíkt svo fremi sem stjórnvöld taki sig um leið á og opni opinbera umræðu með því að aflétta hömlum á skjalasöfnum þannig að fjölmiðlamenn geti til dæmis byrjað að fjalla um seinni heimsstyrjöldina! Ný lög telja menn einkum eiga að felast í tæknilegum skilgrein- ingum, svo sem því að bannað verði að mynda fólk með risa- vöxnum aðdráttarlinsum, hlera síma og skilgreina nánar einkalíf. En um leið hafa menn verið minntir á að höff á fjölmiðlum eru í eðli sínu full af mótsögnum á meðan menn almennt trúa á tján- ingarfrelsi og lýðræði. I kringum Sigurður Már Jónsson McGregor lávarður, formaður siðanefndar bresku blaðanna: Vissi allan tímann að Karl og Dí- ana ráku fyrirhugað skilnaðar- mál í gegnum fjölmiðla en þagði um það. birtingu á þriggja ára gömlu sam- tali Karls og Camillu ParkerBow- les hefur komið í ljós að á meðan breskir fjölmiðlar þögðu kjöftuðu aðrir frá. Ástralska tímaritið New Idea birti samtalið fyrst og í ffarn- haldi af því barst það í gegnum símsenditæki um aílt England og milljónir manna gátu þ ví lesið það án þess að nokkur fjölmiðill kæmi þar við sögu. En þetta hafa verið einkenni- legir tímar fyrir fjölmiðla, sem í fyrsta skipti hafa upplifað sig sem fómarlömb. Einnig hafa blöð eins og The Economist séð ástæðu til að minna menn á að það sé mikil- vægur þáttur í starfi blaðamanna að vera óþægilegir og afhjúpandi þegar kemur að því að fletta ofan af hræsni og spillingu á æðri stöð- um. Hersveit fjölmiðlamanna, grá fyrir járnum, tilbúin að „súmma" inn á næstu tásugu. iVíflðMr vikunnar Silvio Berlusconi Það er engin furða að ítalski auðjöfurinn og sjónvarpsrisinn Silvio Berlusconi skuli vera í essinu sínu. Knattspyrnuliðið AC Milan, sem hann gerði sér lítið fyrir ogkeypti 1986, hefur unnið 52 leiki í röð í ítölsku deildarkeppninni og er það besti árangur (sögu ítalska boltans. Berlusconi er ákaflega slyngur fjármálamaður og sagður fá réttu hugmyndirnar á réttum tíma. Árið 1976 keypti hann litla sjónvarpsstöð, Tele- Milano, og hellti sér út í fjöl- miðlun. Nú, 17 árum síðar, er Berlusconi óumdeildur fjöl- miðlakóngur Ítalíu og eru margir þeirrar skoðunar, að ítalska sjónvarpið hafi beinlínis verið niðurdrepandi áður en hann kom til sögunnar. Berlus- coni er hetja í augum ítölsku þjóðarinnar. Og þegar hann mætir í einkaþyrlunni sinni á knattspyrnuleikvanginn til að stappa stálinu í sína menn flykkist múgurinn að honum í gleðivímu. Berlusconi hefur með glaðlegu og heillandi við- móti sínu tekið sérbólfestu í rt ítölskum hjörtum. Ekki síst yngstu kynslóðarinnar, en samkvæmt nýrri könnun er auðjöfurinn vinsælli á meðal ítalskra barna en sjálfur Jesús Kristur. í viðskiptum hugsar hann fyrir öllu, eins og t.d. þvf að efna til matreiðslunám- skeiða fyrir eiginkonur knatt- spyrnuleikmanna sinna í AC Milan. Sjálfur er Berlusconi mikill matmaður og gefur ekki mikið fyrir heilsurækt. Ekki er ólíklegt að slagorð hans — „Sóaðu ekki tímanum við að huga að heilsunni, hugsaðu um peninga", sé einmitt lykill- inn að velgengni hans. Hvernig er hægl að fá bá til að halda klaltl?

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.